Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 68
Mistur eftir Ragnar Jónasson var í vikunni valin
glæpasaga ársins í Bretlandi, Mystery Book of the Ye-
ar, þar sem bókin hlaut Capital Crime-verðlaunin á
glæpasagnahátíðinni Capital Crime í London. Hátíðin
stendur að verðlaununum með fyrirtækinu Amazon. Í
tilkynningu segir að bókin hafi verið sú eina þýdda
sem tilnefnd var til verðlaunanna en auk hennar voru
tilnefndar Island of Secrets eftir Rachel Rhys, The
Holdout eftir Graham Moore, The
House Guest eftir Mark Edwards og
Rules for Perfect Murders eftir Pet-
er Swanson. Fyrirkomulag verð-
launanna er þannig að dómnefnd til-
nefnir fimm bækur í nokkrum flokk-
um og hafa svo lesendur
síðasta orðið um hver skuli
hljóta verðlaunin. Þetta er í
annað sinn sem Ragnar er
tilnefndur til verð-
launanna fyrir glæpasögu
ársins en í fyrra var það
fyrir Drunga.
Mistur glæpasaga ársins í Bretlandi
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 289. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Valur og Breiðablik verða Íslandsmeistarar karla og
kvenna. FH og Stjarnan fara í Evrópukeppni en Breiða-
blik þarf að sjá til hvað verður um bikarkeppnina. Fram-
arar sitja eftir með sárt ennið og horfa á eftir Keflavík
og Leikni upp í úrvalsdeildina. Mörg fleiri félög kætast
eða hryggjast. Þetta er sviðsmyndin ef KSÍ þarf að
hætta keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu vegna út-
breiðslu kórónuveirunnar. »58
Hvað ef keppninni verður hætt?
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ólafur M. Jóhannesson rekur sýn-
ingarfyrirtækið Ritsýn, sem hefur í
aldarfjórðung staðið fyrir sýn-
ingum, meðal annars á sviði sjávar-
útvegs, landbúnaðar og stóreld-
húsa. Hann varð að skella í lás
þegar kórónuveiran gerði innrás
sína fyrr á árinu, en í stað þess að
leggjast í kör fór hann að rifja upp
gamla takta í myndlistinni. „Konan
var tekin upp á því að ganga allt að
20 kílómetra á dag en ég kaus
styttri göngutúra og ákvað að hella
mér út í myndlistina, sem ég sagði
skilið við þegar ég stofnaði fyrir-
tækið fyrir 25 árum.“
Á árum áður hélt hann einkasýn-
ingar og sýndi verk á samsýn-
ingum auk þess sem hann hefur
myndskreytt bækur eftir sig og
aðra. „Satt best að segja bjóst ég
við að vera farinn að ryðga í þessu
fagi, að hugmyndabankinn væri
tæmdur, en svo var eins og línur
og litir lifnuðu líkt og tíminn hefði
staðið kyrr. Það er svo einkennilegt
að um leið og ég settist við trön-
urnar flögruðu hugmyndirnar að úr
öllum áttum.“
Ævintýri á myndfletinum
Hann notar sérstaka liti frá
Sviss og sérstaka penna frá Japan.
Segir að ekki sé hægt að lýsa hug-
myndunum með orðum og hann sé
lengi að fullvinna hverja mynd, að
minnsta kosti fjórar til fimm vikur
og jafnvel lengur. „Þróunarferlið er
langt og í þrepum. Ég byrja með
blýanti, fer svo yfir í penna, svo í
liti og svo framvegis. Ég geri fjöl-
mörg uppköst og smám saman
verður lítið ævintýri til á myndflet-
inum. Tónlistin gefur líka byr í
hugmyndavænginn. Ég hlusta á
alls kyns tónlist, til dæmis Bach
með Víkingi Heiðari Ólafssyni og
spænska gítartónlist. Ég verð að
hafa róandi tónlist því þetta er svo
mikil nákvæmnisvinna.“
Ólafur lokar sig af við vinnuna í
vinnustofunni, en hvílir hugann
með reglulegum göngutúrum í ná-
grenninu, lyftingum og sundi. „Ég
hef yfirleitt synt á hverjum degi og
lyft tvisvar eða þrisvar í hverri
viku en nú er það ekki hægt vegna
ástandsins. Það finnst mér mjög
slæmt,“ segir listamaðurinn og
dásamar göngutúrana. „Þegar
þrengir að skiptir mestu að efla
andann og stæla líkamann. Allt
getur gerst í ótryggum heimi. Og
hvað er betra en að fylla lungun af
hreinu íslensku lofti og hugann af
tónum og ævintýralegum mynd-
um?“
Þrátt fyrir að út-
litið sé ekki bjart í
skammdeginu er
Ólafur bjartsýnn á
framhaldið og
bindur miklar von-
ir við bóluefni gegn
veirunni. Til stóð
að halda umhverf-
issýningu í haust
en hún féll niður.
Landbúnaðarsýn-
ing og sýning um
stóreldhúsið eru
fyrirhugaðar að ári
og sjávarútvegs-
sýningin haustið
2022. „Fyrir skömmu sendi ég út
sýningaráætlun fyrir næstu tvö ár-
in og fjöldi fyrirtækja hefur þegar
haft samband og pantað bása.
Þetta veltur allt á árangri vísinda-
mannanna, sem leggja nú nótt við
dag við að finna bóluefnið sem virð-
ist í augsýn, samkvæmt fréttum al-
þjóðlegra fréttaveitna.“ Spurður
hvort myndlistarsýning sé á dag-
skrá svarar Ólafur að hætti stjórn-
málamanns: „Það er aldrei að vita
nema það bætist í sýningaflóruna
hjá mér næstu 25 árin.“
Eflir andann og
stælir líkamann
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í vinnustofunni Ólafur M. Jóhannesson einbeitir sér að myndlistinni.
Ólafur M. Jóhannesson hellti sér aftur út í myndlistina
Covid 2020 Eitt verka Ólafs M. Jóhannessonar.
Frí heimsending
á höfuðborgarsvæðinu
ef verslað er fyrir
5.000 kr. eða meira
CORBY SÓFABORÐ.
Ø80 x H45 cm. 69.900 kr.
NÚ 55.920 kr.
GAIN HÆGINDASTÓLL.
Ýmsir litir. 44.900 kr.NÚ 33.920 kr.
RETINA SKEMILL.Með geymslu. Ýmsir litir.
Ø60 cm. 18.900 kr. NÚ 15.120 kr.
PAZ HÆGINDASTÓLL.
Svart leður. 64.900 kr. NÚ 39.900 kr.
2o-25%
Sparadu-
af öllum sófum,
sófaborðum og
hægindastólum
8. október - 2. nóvember
20%
20%
20%
20%
25%
39%
CLEVELAND SÓFI. Legubekkur + 2 sæti.
L231 x D140 cm. Ljósgrátt áklæði.
119.900 kr.NÚ 95.920 kr.
20% afsláttur af sérpöntuðum sófum
SPAraðu 23.980
Nú95.920
RICHMOND SÓFABORÐ. Eikarspónn
með fiskibeinamynstri. 140x70 cm.
64.900 kr.NÚ 51.920 kr.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
mánudaga - sunnudaga 12-18