Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is Einnota andlitsgrímur 3ja laga 10 stk. pakkningar Type IIR Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Þættirnir voru teknir upp í júlí síðast- liðnum og náðu þau rétt svo að klára tökur áður en hert samkomubann tók gildi. Ásamt Fannari skrifuðu þau Vala Kristín Eiríksdóttir, Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Halldór Lax- ness Halldórsson handritið að þátt- unum líkt og í fyrstu tveimur seríun- um. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þær Vala og Júlíana ásamt Hilmari Guðjónssyni, Arnmundi Ernst Back- man, Sigurði Þór Óskarssyni og Hildi Völu Björnsdóttur. Kvikmynda- og þáttagerð hefur blómstrað hér á Íslandi í sumar og nokkrar stórar kvikmyndir verið teknar upp, bæði erlendar og inn- lendar. Þáttagerðin blómstraði sömu- leiðis. „Það fóru rosamörg verkefni af stað í sumar. Einhvern veginn hittist þannig á að það fóru fjórar eða fimm stórar seríur af stað í sumar og kannski var það það sem var erfiðast að skipuleggja. Ég veit ekki hvort það var Covid að þakka eða ekki,“ segir Fannar. „Ég er bara búinn að hafa það ágætt, ég er með tvö lítil börn og það hefur bara gengið vel. Á meðan leik- skólarnir eru opnir heldur maður geð- heilsunni,“ segir Fannar þegar hann er spurður hvernig hann hafi haft það meðan heimsfaraldurinn geisar. „Ég reyndar hélt að maður yrði eitthvað meira skapandi í þessu ástandi. Maður gæti bara lokað sig inni og skrifað á fullu en mér finnst það bara oft hafa öfug áhrif. Í þessu ástandi er maður einhvern veginn bara minna frjór,“ segir Fannar og bætir við að hann hafi verið með hnút í maganum yfir að hafa ekki nýtt tím- ann til að skrifa meira nýtt. Hann er þó á fullu í öðrum verk- efnum sem snúa að handritsgerð um þessar mundir. Fannar hefur einnig stýrt þáttunum Framkomu á Stöð 2 þar sem hann fylgist baksviðs með listamönnum koma fram. Heimsfar- aldurinn hafði töluverð áhrif á fram- leiðslu þáttanna enda sárafáir lista- menn að koma fram um þessar mundir. Þá þurfti að auki að fresta tökum sem fara áttu fram erlendis. Þriðja sería af Venjulegu fólki er aðgengileg á Sjónvarpi Símans Premium. Gekk vel þrátt fyrir heimsfaraldur Þriðja sería af þáttunum Venjulegt fólk kom inn á Sjónvarp Símans í gær, miðvikudag. Fannar Sveinsson, einn hand- ritshöfunda og leikstjóri þáttanna, segir að fram- leiðsla þeirra hafi geng- ið vel og heimsfarald- urinn ekki sett stórt strik í reikninginn. Júlí Tökum lauk í júlí áður en samkomutakmörk voru aftur hert. Leikstjórinn Fannar segir að allt hafi gengið smurt fyrir sig. Venjulegt fólk Vala, Júlíana og Arnmundur fara með aðalhlutverk í þriðju seríu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.