Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
✝ Gunnar ÞórirGuðjónsson
bakarameistari
fæddist á Sauð-
árkróki 7. júlí 1945.
Hann lést á Land-
spítalanum 3. októ-
ber 2020.
Foreldrar hans
voru Ólína Ingi-
björg Björnsdóttir,
f. 23.5. 1903, d.
13.10. 1980, og
Guðjón Sigurðsson, f. 3.11. 1908,
d. 16.6. 1986. Fyrri maður Ólínu
var Snæbjörn Sigurgeirsson, f.
18.3. 1886, d. 3.9. 1932.
Systkini Gunnars: Ólöf Sig-
ríður, f. 1924, d. 1947, Guðrún
Svanfríður, f. 1925, d. 2015,
Geirlaug, f. 1926, d. 1926, Sig-
urgeir Viðhólm, f. 1928, d. 2005,
Eva Mjallhvít, f. 1930, d. 2010,
Snæbjörg, f. 1932, d. 2017, Elma
Björk, f. 1935, d. 1984, og Birna
Sigurbjörg, f. 1943.
Árið 1966 giftist hann eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Sólrúnu J.
Steindórsdóttur, f. 11.4. 1943.
Foreldrar hennar voru Fjóla
Soffía Ágústsdóttir, f. 16.9.
1922, d. 19.6. 1981, og Steindór
Kristinn Steindórsson, f. 8.1.
1924, d. 8.12. 1990.
Börn Gunnars og Sólrúnar
Baldur, f. 20.2. 1977, í sambúð
með Önnu Láru Ármannsdóttur,
f. 30.3. 1982. Þeirra dætur eru
Eydís Ýr, f. 15.7. 2012, og Eva
Ísafold, f. 16.10. 2017.
Gunnar ólst upp á Sauðár-
króki og var í sveit á Skef-
ilsstöðum á Skaga á hverju
sumri fram á unglingsár. Á
Sauðárkróki lauk hann námi í
bakaraiðn og starfaði lengst af
við iðn sína fram til ársins 1999
er hann hóf störf sem nætur-
vörður og gegndi því starfi til
starfsloka árið 2015.
Gunnar var virkur í félags-
störfum, s.s. skátastarfi, á Sauð-
árkróki, hann var einn af stofn-
félögum Golfklúbbs
Sauðárkróks fyrir 50 árum og
tók talsverðan þátt í starfi
klúbbsins og spilaði golf eins oft
og við varð komið alla tíð. Gunn-
ar var einnig snjall lax-
veiðimaður og veiddi mikið
meðan hann bjó á Sauðárkróki.
Hann var einnig afar áhuga-
samur briddsspilari. Hann var
félagi í Frímúrarareglunni.
Þau hjón Gunnar og Sólrún
fluttust frá Sauðárkróki árið
1998 og hafa lengst af búið í
Kópavogi síðan.
Útför Gunnars fer fram frá
Digraneskirkju 15. október
2020 klukkan 15 og verður
streymt frá athöfninni á slóð-
inni:
https://www.facebook.com/
groups/gunnar
Virkan hlekk má nálgast á
https://www.mbl.is/andlat
eru: 1) Guðbjörg
Þura, f. 31.1. 1969,
gift Sigurjóni Sæ-
land, f. 20.3. 1969.
Þeirra börn eru: a.
Guðjón Andri
Rabbevag Reyn-
isson, f. 10.1. 1990,
giftur Eline Rabbe-
vag, f. 17.4. 1989,
og er þeirra sonur
Frosti, f. 17.5. 2018.
b. Aðalbjörg Elsa
Sæland, f. 15.3. 2000. c. Sólrún
Tinna Sæland, f. 17.8. 2004. 2)
Kristín, f. 14.11. 1969, í sambúð
með Hákoni Sigþórssyni, f. 29.3.
1977. Börn Kristínar eru: a.
Þórður Almar Björnsson, f. 11.3.
1990, í sambúð með Tönju Ey-
dísi Oliver, f. 30.12. 1991, þeirra
synir eru Bjarni, f. 31.1. 2010,
og Hektor Ingi, f. 20.2. 2012. b)
Andrea Björnsdóttir, f. 26.10.
1992, gift Kjartani Má Jóhanns-
syni, f. 24.10. 1985. Þeirra synir
eru Jóhann Heiðar, f. 3.2. 2015,
og Björn Þórir, f. 14.7. 2017. c)
Steindór Örn, f. 17.4. 2000. Son-
ur Hákonar er Sigþór, f. 1.5.
2002. 3) Gunnar Andri, f. 5.10.
1975, giftur Herdísi Guðmunds-
dóttur, f. 1.10. 1978. Dætur
þeirra eru Iðunn, f. 8.6. 2008, og
Hlín, f. 5.4. 2010. 4) Guðjón
Elsku pabbi minn. Þegar ég var
barn eyddum við miklum tíma
saman, hvort sem það var í bak-
aríinu eða annað stúss, alltaf var
pláss fyrir mig.
Á Þorláksmessu keyrðum við út
gjafir og keyptum gjöfina fyrir
mömmu og þetta gerðum við þar
til ég var flutt að heiman sem skil-
aði sér í því að ég kunni ekkert að
skreyta fyrir jólin enda höfðu aðrir
séð um það á æskuheimilinu.
Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa
og sagðir aldrei nei þegar ég bað
þig um aðstoð, sama af hvaða tagi.
Hvar sem þú varst varstu alltaf
fljótur að finna fólkið sem átti erf-
itt og gerðir allt sem í þínu valdi
stóð til þess að rétta fram hjálp-
arhönd.
Það var aðeins eitt sem við vor-
um ósammála um, og var það póli-
tíkin. Ég man það eins og það hefði
gerst í gær þegar ég ákvað að
þetta væri síðasta skiptið sem ég
ætlaði að reyna rökræða við þig
um pólitík, því við rökræddum
heima hjá mér þar til þú fórst út,
og skildir mömmu eftir. Mér er
minnisstætt hvað þú varst alltaf
boðinn og búinn í öll verkefni sem
til stóðu, passa börnin, hjálpa mér í
rekstri, ófáum flutningum, eða
skutla, þú varst alltaf þar enda fór
enginn í fjölskyldunni til útlanda
án þess að þú fengir að keyra og
sækja út á völl, sama hvað klukkan
var, og alltaf að lágmarki 30 mín-
útum fyrir áætlaða brottför.
Þú fórnaðir þér alveg fyrir fjöl-
skylduna, barnabörnin og barna-
barnabörnin, þú varst alltaf til
staðar og stórt skarð verður eftir
nú sem verður ekki hægt að fylla
upp í.
Ég geri mitt allra besta til þess
að huga að mömmu eins og þú
gerðir alla tíð.
Þótt minn elskulegi faðir
og kæri vinur
hafi nú kallaður verið heim
til himinsins sælu sala
og sé því frá mér farinn
eftir óvenju farsæla
og gefandi samferð,
þá bið ég þess og vona
að brosið hans blíða og bjarta
áfram fái ísa að bræða
og lifa ljóst í mínu hjarta,
ylja mér og verma,
vera mér leiðarljós
á minni slóð
í gegnum
minninganna glóð.
Og ég treysti því
að bænirnar hans bljúgu
mig blíðlega áfram muni bera
áleiðis birtunnar til,
svo um síðir við ljúflega
hittast munum heima á himnum
og samlagast í hinum eilífa
ljóssins yl.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Kristín Gunnarsdóttir
og fjölskylda.
Ég kynntist tengdaforeldrum
mínum í október 1998 þegar við
Guðbjörg fórum að kanna hvort
við pössuðum saman. Ég veit ekki
hvað tengdaforeldrarnir hugsuðu
þegar sveitastrákur úr Biskups-
tungum birtist hjá þeim, garð-
yrkjumaður, járningarmaður og
þar að auki framsóknarmaður.
Gunnar tók samt vel á móti mér og
með árunum hafði hann gaman af
að segja mér skemmtisögur úr
Skagafirði og alltaf hló hann jafn
mikið og ég hafði gaman af, því
Gunnar sagði vel frá. Innan fjöl-
skyldunnar var hann þekktur fyrir
skemmtisögurnar og sagði þær
jafnvel upp úr svefni og hló svo
feiknarlega að tengdamóður minni
fannst nóg um. Svefnsögurnar
enduðu oft með orðunum „það
stendur heima“. Gunnar var alltaf
mjög bóngóður og var ávallt tilbú-
inn að redda hinu og þessu fyrir
sitt fólk. Enda sá ég fljótt að hann
var afbragðsgóður eiginmaður,
faðir, afi og langafi, fjölskyldan var
honum dýrmæt og hann var stolt-
ur af börnum sínum og barnabörn-
um.
Einn galla hafði Gunnar, en
honum var alveg fyrirmunað að
geta bakkað með kerru og gat það
verið hvimleitt þar sem hann var
mikill golfáhugamaður og átti
kerru og golfbíl. Það blessaðist nú
allt saman án teljandi vandræða.
Gunnar var meinstríðinn og
hafði gaman af að fíflast í fólki.
Yngri stelpan okkar hún Sólrún
Tinna hafði gaman af að spila þeg-
ar hún var um átta ára gömul og
tók hún oft í spil við afa sinn. Afi
hennar fór að prufa hana með smá
svindli, og vann þrjú spil í röð. Þá
impraði sú litla á því að hann hefði
svindlað á sér. Hann þóttist blá-
saklaus og hélt nú ekki. Nokkrum
vikum síðar komum við í heimsókn
og þau tóku í spil. Hvað haldið þið?
Stelpan vann spilið. Nokkru síðar
æpti Gunnar þegar hann skoðaði
spilin; „hún svindlaði“, og varð
frekar fúll. Tengdamóðir mín bað
hann að róa sig og sagði að það
væri ekki að furða því afinn hefði
kennt barninu þetta. Ég held að
honum hafi sviðið það mest að
krakkaormurinn lék á hann án
þess að hann fattaði og horfði þar
að auki á hann með mafíusvip.
Næst er við komum í heimsókn
sagði stelpan glottandi við afa sinn:
„Eigum við að taka í spil?“ Ég læt
það ekki fylgja sem afinn sagði en
hann tékkaði alla slagi eftir þetta.
Fyrir nokkrum árum fórum við
Guðbjörg og tengdaforeldrar mín-
ir saman til Tenerife þegar Guð-
björg varð fimmtug. Þetta var
yndisleg ferð og dýrmæt minning
fyrir okkur Guðbjörgu.
Fyrir tæpum fimm árum keypt-
um við Guðbjörg, Gunnar og Sól-
rún saman sumarbústað í landi
Efstadals. Þetta er ein besta
ákvörðun sem við höfum tekið,
enda algjör paradís og Gunnar
naut sín vel í bústaðnum því stutt
var í alla golfvelli í uppsveitum Ár-
nessýslu.
Að endingu vil ég þakka Gunn-
ari fyrir allan þennan góða tíma
sem við áttum saman, fyrir mig var
það mikið lán að hafa munstrast
inn í þessa góðu fjölskyldu. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Guð gaf mér engil sem ég hef hér á
jörð,
hann stendur mér hjá og heldur um mig
vörð.
Hann stýrir mér í gegnum lífið með ljósi
sínu.
Ég er svo þakklát að hafa hann í lífi
mínu.
(Katrín Rut)
Með ástar- og saknaðarkveðj-
um,
Sigurjón Sæland,
Guðbjörg, börn
og barnabarn.
Haustlaufin hrúgast upp í bunk-
um hjá okkur hér heima, eitthvað
sem við höfum ekki þurft að sinna
að neinu leyti fram að þessu, Gunni
hafði nefnilega alltaf gengið í þetta
verk fyrir okkur. Svona var Gunni,
reddaði hinu og þessu bara óum-
beðinn. Við fjölskyldan höfum ver-
ið svo heppin að hafa haft þau
Gunna og Sólrúnu mikið í kringum
okkur og höfum við öll notið góðs
af því, þau alltaf tilbúin að hjálpa
við barnapössun eða annað. Oft
kom Gunni heim hlaðinn allskonar
brauðum, bakkelsi, kaffi eða öðr-
um nauðsynjavörum enda var
hann með eindæmum gjafmildur,
hugulsamur og bóngóður. Svoleið-
is er myndin sem ég hef af honum,
hann var ljúfur sem lamb en stóð
þó fast á sínu. Veigraði sér aldrei
við neinum verkefnum, og þó heils-
an hafi ekki verið upp á sitt besta
þá lét hann aldrei neinn bilbug á
sér finna. Þannig þeystist hann um
landið síðastliðið sumar með Sól-
rúnu, spilaði marga golfhringi og
naut lífsins.
Eydís Ýr og Eva Ísafold sakna
afa Gunna ofsalega mikið, enda
voru þær dekraðar af honum með
góðmennsku og skemmtilegheit-
um. Hvort sem það var ís, leikur í
heita pottinum í sumarbústaðnum
eða eitthvert annað stúss, þá stóð
aldrei á viðbrögðunum þegar þær
litlu kölluðu eftir einhverju slíku.
Sjálf er ég óendanlega þakklát
og glöð fyrir tímann sem ég hef átt
með tengdapabba og fyrir allar
minningarnar sem við fjölskyldan
eigum eftir að halda fast í. Við er-
um beygð og brotin núna, og finnst
lífið ósanngjarnt, en ef ég þekki
Gunna rétt þá myndi hann ekki
vilja dvelja við slíkt, heldur standa
upp og halda áfram. Tek hann mér
til fyrirmyndar í því.
Takk fyrir allt.
Anna Lára Ármannsdóttir.
Afi var stór og mikilvægur part-
ur af mínu lífi, ég var svo lánsöm að
fá að eyða miklum tíma með afa og
ömmu og þótti það albest þegar ég
fékk að gista í afaholu. Afi var
traustur vinur, úrræðagóður, golf-
kennari, sögumaður mikill, fyrir-
mynd og var mér alltaf innan
handar og fyrir það verð ég æv-
inlega þakklát.
Ég er ekki tilbúin að kveðja afa,
ekki strax. Ég á margar minningar
og finnst tilhugsunin óbærileg að
þær verði ekki fleiri.
Við afi borðuðum ekki skötu.
Þess í stað áttum við alltaf Þor-
láksmessu saman, keyrðum út
gjafir og fengum kræsingar hjá
systrum hans, mágkonu og vinum.
Þetta var hefð hjá okkur, okkar
stund.
Afi sá alla tíð fyrir sínu fólki, í
óveðrum kom hann með bolludags-
bollur, brauð og ýmislegt til að sjá
til þess að allir hefðu það gott.
Hann hugsaði alltaf um alla sína á
undan sjálfum sér, alltaf.
Það var ómetanlegt að sjá glott-
ið í augunum þegar ég skírði son
minn í höfuðið á honum, Þórir,
Björn Þórir.
Ef ég hef grætt pínulítinn hlut
af hans manngæsku er ég alsæl.
Ég vona að afi hafi skynjað allt það
sem ég hef lært af honum.
Ég er ekki tilbúin í þetta, afi, en
ég verð að sætta mig við það að þú
ert ekki eilífur.
Horfi niður á kúluna en hugsa
upp til þín.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín afastelpa,
Andrea Björnsdóttir,
og fjölskylda.
Gunna í Bakaríinu hitti ég fyrst
undir vor 1964, þegar hann þá ný-
giftur gerði sér ferð með Sólrúnu
sinni á gömlum gulum Opel til Ak-
ureyrar, en lagði lykkju á leið sína í
þessari skemmtiferð til þess að líta
aðeins á það fyrirbæri sem Birna
eldri systir hans var sögð vera að
dingla með þarna fyrir norðan. Og
tíminn leið og við Birna rugluðum
saman reytunum og þar kom vorið
6́8 að við fluttumst til Sauðárkróks
og þá hófust kynni okkar Gunna
fyrir alvöru. Gunni var ótrúlega
lífsglaður ungur maður, alltaf var
eitthvað að gerast í kringum hann,
og lífsgleðinni hélt hann til loka,
alltaf með spaugsyrði á vörunum
og naut þess að vera innan um gott
og glatt fólk. Ekki verður þó undan
því vikist að viðurkenna að hann
var bæði einstaklega hrekkjóttur
og stríðinn þó ekki risti slíkt djúpt
eða væri til sárinda. Ekki hvað síst
varð samstarfsfólk hans fyrir
uppátækjunum, sérstaklega stelp-
urnar í bakaríinu, og sem dæmi má
Gunnar Þórir
GuðjónssonÁstkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA S. ÞORSTEINSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn
2. október.
Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 16. október klukkan 13.
Ingibjörg Ásgeirsdóttir Vilhjálmur Ari Arason
Guðmundur Ásgeirsson Kristbjörg Baldursdóttir
Þorsteinn Ásgeirsson Oddný Hildur Sigurþórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GRÍMUR MARKÚSSON
frá Þorlákshöfn,
verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju
föstudaginn 16. október klukkan 14.
Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu ættingjar
viðstaddir.
Athöfninni verður streymt á https://promynd.is/live
Soffía Einarsdóttir
Bettý Grímsdóttir Árni Hrannar Arngrímsson
Arngrímur Árnason
Soffía Sif Árnadóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓHANNES GEIR HALLDÓRSSON
frá Vaðlafelli, Svalbarðsströnd,
lést á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á
Akureyri laugardaginn 10. október.
Útför hans fer fram laugardaginn
17. október frá Svalbarðskirkju klukkan 14.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verða aðeins nánustu ættingjar
og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á facebooksíðunni
Jarðarfarir í Svalbarðskirkju.
Jafnframt verður Fm-útsending á 106,9 við kirkju.
Halldór Jóhannesson Ingibjörg Jóhannesdóttir
Fjóla Þórhallsdóttir Helgi Þór Ólafsson
Jóhannes Guðni Halldórsson Jón Axel Helgason
Anna Kristín Halldórsdóttir Andri Geir Helgason
Þórhallur Forni Halldórsson
Herdís Lilja Halldórsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og dóttir,
KRISTÍN ÞÓRA BIRGISDÓTTIR,
Markarflöt 25, Garðabæ,
lést mánudaginn 5. október á líknardeild
Landspítala. Útförin fer fram frá
Vídalínskirkju föstudaginn 23. október klukkan 15.
Streymt verður á:
https://www.facebook.com/groups/359010605218005/about
Óðinn Viðar Grímsson
Elsa Rut Óðinsdóttir Stefán Logi Magnússon
Óskar Freyr Óðinsson Bríet Birgisdóttir
Birgir Orri Óðinsson Auður Margrét Pálsdóttir
Isabella Ósk, Emelía Björk og Alexander Þór Stefánsbörn
Birgir Birgisson Guðrún J. Gunnarsdóttir
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
SKÚLI MAGNÚSSON
húsasmiður,
Daggarvöllum 4a, Hafnarfirði,
áður Vogum á Vatnsleysuströnd,
lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 6. október.
Útförin fer fram í Kálfatjarnarkirkju, Vatnsleysuströnd,
föstudaginn 16. október. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða
aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir útförina, en athöfninni
verður streymt. Upplýsingar um streymið má finna á
fésbókarsíðu Skúla.
Steinunn Helga Aðalsteinsdóttir
Sveindís Skúladóttir Guðmundur Hjálmarsson
Guðrún Skúladóttir
Magnús Skúlason Helga Sóley Kristjánsdóttir
Ingibjörg Skúladóttir Hermann Torfi Björgólfsson
og barnabörn