Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ífrétt í Morg-unblaðinu ígær kom fram að umsóknir um al- þjóðlega vernd hér á landi hafi frá síð- ustu mánaðamótum verið orðnar 44 síðastliðinn mánudag. Síðustu þrjá mánuði hafi fjöldinn sem sækir um slíka vernd verið um 80 á mánuði. Þá hefur verið upplýst að jafnvel um 40% farþega í tilteknum flugvélum sem komið hafi til Ís- lands að undanförnu hafi sótt um vernd hér. Samanburður á fjölda við undanfarin ár sýnir að ekki hefur orðið veruleg breyt- ing þrátt fyrir að ferðalög séu nú mun torveldari og færri al- mennir ferðamenn komi hingað til lands. Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að töluverð breyting hafi orðið á samsetningu umsækj- enda frá fyrri hluta ársins. Stærstur hluti þeirra sem sótt hafi um vernd, 70%, séu ein- staklingar sem þegar hafi feng- ið vernd í öðru Evrópulandi, flestir frá Írak og Palestínu. Umsækjendum frá Venesúela hafi fækkað mjög. Þessi mál komu til umræðu á Alþingi í vikunni og ekki van- þörf á í ljósi þessarar þróunar og hins mikla fjölda sem sækir um alþjóðlega vernd hér. Berg- þór Ólason, þingmaður Mið- flokksins, spurði dóms- málaráðherra út í þetta og nefndi þá meðal annars að nokk- ur misbrestur væri á því að ein- staklingar sem hefði verið neit- að um alþjóðlega vernd yfirgæfu landið. Svo virtist sem slíkir einstaklingar ættu það til að týnast, sem er auðvitað al- varlegt mál. Bergþór setti fjöldann hér í samhengi við hin Norðurlöndin og sagði að umsóknir um al- þjóðlega vernd í fyrra hefðu á 100.000 íbúa verið 24 hér á landi, en 22 í Svíþjóð, 8 í Finn- landi, 5 í Danmörku og 4 í Noregi. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir dómsmálaráðherra tók undir að umsóknirnar í fyrra hefðu verið „gríðarlega margar“ og sömuleiðis hefði líklega aldr- ei verið veitt fleiri samþykki. Hún sagði að reynt hefði verið að leita skýringa á því hvers vegna svo margir sæktu um vernd hér, bæði með því að skoða hópinn og lögin hér og er- lendis og að kerfið hér virtist talsvert frábrugðið því sem ger- ist erlendis þegar kemur að því að veita fólki vernd sem fengið hefði vernd í öðru Evrópuríki. Þetta síðastnefnda hlýtur vitaskuld að verða að taka til gagngerrar endurskoðunar og dómsmálaráðherra nefndi að lagt hefði verið fram „frumvarp til að reyna að breyta lögum okkar varðandi þessi verndar- mál í takt við löndin í kringum okkur“. Hún nefndi einnig að heildarkostnaður vegna málefna útlendinga væri yfir fjórir millj- arðar króna á ári, sem sýnir hve umfangsmikill þessi málaflokk- ur er orðinn og hve brýnt er að lagfæra lagaumhverfið og fram- kvæmd þessara mála hér á landi. Fyrirstaðan hefur hins vegar verið mikil, bæði innan og utan stjórnarmeirihlutans, en slíkt ábyrgðarleysi getur ekki fengið að ráða. Málaflokkurinn er vissulega viðkvæmur og alltaf stutt í ásakanir um mannvonsku eða fjandskap við útlendinga þegar reynt er að koma málum í eðlilegt horf. Slíkt tal má þó ekki verða til þess að vandinn fái að vaxa og verði óviðráð- anlegur. Ferðahömlur hafa ekki haft áhrif á þá sem sækja um alþjóðlega vernd} Vaxandi vandi Fregnir afkórónuveiru- málum eru fjarri því uppörvandi, hvort sem horft er út fyrir landsteinana eða til ástandsins innan- lands. Smit eru mörg hér á landi dag eftir dag og það sem verst er, óþægilega stór hluti þeirra er enn utan sóttkvíar. Innlögnum fjölgar og hætt við að þeim eigi eftir að fjölga enn. Og sóttvarna- yfirvöld telja að við höfum enn ekki séð toppinn á þessari þriðju bylgju og að hún verði lang- vinnari og stærri en sú fyrsta. Enn sem komið er ræður heil- brigðiskerfið við vandann en ljóst er að allir verða að leggjast á eitt til að ná faraldrinum niður svo að hann fari ekki úr böndum. Með samhentu átaki er hægt að ná smitum í viðráðanlegt horf og smitstuðlinum und- ir einn, sem er gríð- arlega mikilvægt. Keppikefli næstu mánaða þarf svo að vera að halda hon- um þar með eins hófstilltum aðgerðum og unnt er til að lágmarka efnahagslega tjónið af kórónuveirunni. Standi landsmenn saman ná þeir þessu markmiði eftir ekki allt of langan tíma. Þá verður hægt að gleðjast yfir því um leið og vonandi verður hægt að gleðj- ast yfir því að fleiri hafi ekki lát- ið lífið af völdum veirunnar. Enn sem komið er hefur tekist að koma í veg fyrir það í annarri og þriðju bylgju veirunnar, sem er eðli máls samkvæmt sá mæli- kvarði sem helst hlýtur að verða að horfa til þó að aðrir séu einnig mikilvægir. Við sjáum ekki enn út úr faraldrinum, en með samhentu átaki tekst það} Þriðja bylgjan Á hverju ári bendir allt til að yf- ir milljarður króna sé hafður af vinnandi fólki á Íslandi með launaþjófnaði. Kjarasamnings- brotin eiga sér margar og mismunandi birtingarmyndir. Launafólk er svikið um desemberuppbót, jafn- aðarkaup greitt sem er langt undir taxta og orlofsgreiðslur og lögbundnir frídagar falla niður. Þegar atvinnurekendur eru staðnir að slíkum launaþjófnaði tekur það launafólk marga mánuði, jafnvel ár, að fá kröfuna innheimta og engin sekt eða bóta- upphæð leggst ofan á kröfuna. Fæling- armáttur þessa þjófnaðar fyrir atvinnu- rekendur er því lítill sem enginn og einungis er leiðrétt hjá þeim einstaklingi sem leitar réttar síns en ekki hópnum öll- um. Þolendur eru iðulega launþegar í viðkvæmri stöðu; tekjulágt fólk sem hefur fyrir fjölskyldum að sjá og er tilbúið til að láta ýmislegt yfir sig ganga til að halda í vinnu, ekki síst í atvinnuleysiskreppu eins og nú er og innflytjendur sem hvorki þekkja rétt sinn né kunna tungumálið. Launaþjófnaður er auðvitað fyrst og fremst glæp- ur gagnvart þeim sem brotið er á, en hann bitnar líka á samfélaginu öllu í formi tapaðra skatttekna, bjagaðrar samkeppni og óheilbrigðs vinnumarkaðar. Það er smánarblettur á íslenskri vinnumarkaðs- löggjöf að enn í dag, árið 2020, sé ekki kveðið með skýrum hætti á um sektir eða viðurlög vegna þess- ara brota. Í skjóli refsileysis getur launaþjófnaður grasserað og orðið að hálfgerðu viðskiptamódeli hjá þeim sem svífast einskis á kostnað okkar allra. Við þekkjum öll þessi dæmi. Loforð sem gefin voru við undirritun lífskjarasamningsins fyrri hluta árs 2019 gáfu vonir um að breytinga væri að vænta; að launaþjófnaður yrði loksins gerður refsiverður og þannig skapaður raunveru- legur fælingarmáttur gegn slíkum verkn- aði. Nú er hins vegar liðið eitt og hálft ár síðan kjarasamningar voru undirritaðir og enn hefur ríkisstjórnin ekki efnt þennan hluta samkomulagsins. Í millitíðinni hefur staða vinnandi fólks veikst vegna sögulegs atvinnuleysis og algers hruns stærstu at- vinnugreinar landsins. Ríkisstjórnin hefur gert vont ástand verra með því að halda atvinnuleysisbótum í lágmarki og beinlínis borga fyrirtækjaeigendum styrki fyrir að reka starfsfólk. Í þessu árferði verður neyðin enn meiri en áður og hætt við að arðránið á þeim sem veikast standa verði enn svæsnara. Við í Samfylkingunni munum standa með verka- lýðshreyfingunni og ganga á eftir því í vetur að leidd verði í lög afdráttarlaus ákvæði gegn launaþjófnaði. Lykilatriði er að án tafar verði lögfest févíti gegn kjarasamningsbrotum þannig að Alþingi sýni með hverjum það raunverulega standi. Launaþjófnaður á ekki að vera refsilaus frekar en annar þjófnaður. Þetta er einfalt sanngirnismál sem þarf að laga strax. Helga Vala Helgadóttir Pistill Launaþjófnaður er glæpur gegn okkur öllum Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Ádögunum lauk þriggjaára langri rannsóknbreskrar eftirlitsstofnunará verkefnum Cambridge Analytica, en það væri synd að segja að niðurstöðurnar hefðu verið í sam- ræmi við ásakanirnar á sínum tíma. Rannsóknin var þó ekki án ár- angurs, en bæði Facebook og tvenn samtök, sem börðust fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (Vote Leave og Leave.EU), voru sektuð. Hins vegar var niðurstaðan sú að Cambridge Analytica hefði ekki haft afskipti af atkvæðagreiðslunni um Evrópusambandsaðildina ef undan eru skildar athuganir á afstöðu fólks á fyrstu stigum. Það var því ekki svo, eins og margir stuðningsmenn aðildar Breta að ESB létu, að fyrirtækið hefði með tæknigöldrum og algrímum mjakað breskum kjósendum á kjörstað og þannig ráðið úrslitum í atkvæða- greiðslunni. Jafnvel dagblaðið Guardi- an, sem hefur löngum haldið því fram að brögð hljóti að hafa verið í tafli, mátti til með að játa að Cambridge Analytica hefði ekki „með beinum hætti misnotað persónugögn til þess að hafa áhrif á Brexit-atkvæðagreiðsl- una“. Hugsanlega fannst einhverjum Evrópusinnum í Bretlandi betra að trúa því að niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar mætti rekja til einhverra skuggabaldra, sem hefðu með leynd og slægð, sennilegast kolólöglega, sogað til sín persónugögn milljóna til þess að leiða þá á þessar villubrautir. Fyrir því voru nú samt ekki rök- studdar vísbendingar og nú er ekkert sem bendir til þess. Fyrir nú utan hitt, að sárafáir játa að láta stýrast af því efni sem fyrir ber á Facebook. Furðu- margir þó, sem telja að aðrir láti ginn- ast af ísmeygilegum áróðri og algrím- um félagsmiðla. Cambridge Analytica í auka- hlutverki Elizabeth Denham, umboðs- maður upplýsingamála (e. Inform- ation Commissioner), segir að Cam- bridge Analytica hafi ekki leikið stórt hlutverk í aðdraganda Brexit- kosningarinnar. Ekkert hafi heldur gefið til kynna að helstu samsær- iskenningarnar um fyrirtækið ættu við rök að styðjast, svo sem eins og að það hafi átt í samstarfi við Rússa um að leiða Breta á þessar brautir. Raun- ar hafi ekkert bent til þess að Rússar hafi komið nokkuð við sögu fyrir- tækisins. Hitt er annað mál, að þó að ekk- ert athugavert hafi fundist við rann- sóknina á Cambridge Analytica og raunar tekið fram að notkun fyrir- tækisins á gögnum af Facebook hafi verið fremur hversdagsleg og í góðu samræmi við notkunarskilmálana, þá er rétt að staldra við og spyrjast fyrir um öll þau persónugögn, sem safnast hafa saman hjá félagsmiðlum alls kon- ar, þó sennilega sé Facebook þar í al- gerum sérflokki. Og það er ekki heldur eins og að notkun slíkra upplýsinga í pólitísku starfi sé fyllilega ný af nálinni. Öðru nær og rétt að minnast þess að þegar Barack Obama stóð í sinni fyrstu kosningabaráttu máttu fæstir vatni halda yfir þeirri miklu snilld sem kosningastjórn hans sýndi í söfnun og notkun hárnákvæmra persónuupplýs- inga, sem aflað var mjög með sama hætti. Með því að kanna lýðfræðilegar upplýsingar, athuga áhugamál, hverj- ir létu sér „líka“ við hvað og hverjir væru móttækilegir fyrir upplýs- ingum, að ekki sé sagt áróðri. Allt er það auðvitað hefðbundin kosningabarátta, þó á nýjum vett- vangi sé, og allt er það auðvitað skrum, eins og flestir hafa áður kynnst í kosningabaráttu. En flestir þekkja líka slíkt skrum á færi og láta það ekki hreyfa of mikið við sér. Að því leyti má kannski spyrja hvort þeir, sem hæst létu um áhrif Cambridge Analytica á sínum tíma, hafi ekki verið of auðtrúa á mátt tækninnar. Og þá kannski ekki síður hvort það lýsi ekki nokkru yfirlæti, að ætla almenningi það að láta heilaþvo sig svo auðveldlega, en eiginlega að- eins til „rangrar“ skoðunar. Þar léku sumir fjölmiðlar stórt hlutverk, mjög sennilega vegna þess að þeir studdu hinn málstaðinn og áttu erfitt með að trúa því að kosn- ingin hefði ekki tapast með ein- hverjum vélabrögðum. Mögulega einnig vegna þess að þeir vildu vera með umfjöllun um ógnir alnetsins og upplýsingasöfnun. The Observer, systurblað Guardian, var þannig með greinaflokk um „Cambridge Analy- tica-skjölin“, svona eins og fjallað var um helstu gagnaleka um svipað leyti. Aðgát skal höfð Öllu því mátti taka með fyrir- vara. En eftir sem áður er einnig rétt að nota félagsmiðlana með fyrirvara og láta ekki of mikið uppi við þá, gefa þeim ekki of miklar heimildir til þess að nota persónugögn og jafnframt vera spar á þau. Því þó það hafi ekk- ert misjafnt gerst hjá Cambridge Analytica er ekki loku fyrir það skotið að það geti einhver notfært sér slík gögn í framtíðinni. Jafnvel Facebook sjálft. Ekkert að sjá að Cambridge Analytica Forstjóri fyrirtækisins Alexander Nix, forstjóri Cambridge Analytica. 3 ára langri rannsókn breskrar eftirlitsstofnunar á fyrirtækinu er nú lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.