Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 58
58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 Þjóðadeild UEFA A-deild, 2. riðill: Ísland – Belgía.......................................... 1:2 England – Danmörk................................. 0:1 Staðan: Belgía 4 3 0 1 10:4 9 Danmörk 4 2 1 1 4:2 7 England 4 2 1 1 3:2 7 Ísland 4 0 0 4 2:11 0 A-deild, 1. riðill: Ítalía – Holland......................................... 1:1 Pólland – Bosnía ....................................... 3:0  Pólland 7 stig, Ítalía 6, Holland 5, Bosnía 2. A-deild, 3. riðill: Króatía – Frakkland ................................ 1:2 Portúgal – Svíþjóð.................................... 3:0  Portúgal 10 stig, Frakkland 10, Króatía 3, Svíþjóð 0. B-deild, 1. riðill: Noregur – Norður-Írland........................ 1:0 Rúmenía – Austurríki .............................. 0:1  Austurríki 9 stig, Noregur 9, Rúmenía 4, Norður-Írland 1. B-deild, 2. riðill: Skotland – Tékkland ................................ 1:0 Slóvakía – Ísrael ....................................... 2:3  Skotland 10 stig, Tékkland 6, Ísrael 5, Slóvakía 1. B-deild, 3. riðill: Rússland – Ungverjaland........................ 0:0 Tyrkland – Serbía .................................... 2:2  Rússland 8 stig, Ungverjaland 7, Tyrk- land 3, Serbía 2. B-deild, 4. riðill: Finnland – Írland ..................................... 1:0 Búlgaría – Wales ...................................... 0:1  Wales 10 stig, Finnland 9, Írland 2, Búlg- aría 1. C-deild: Eistland – Armenía .................................. 1:1 Norður-Makedónía – Georgía................. 1:1 Grikkland – Kósóvó.................................. 0:0 Moldóva – Slóvenía................................... 0:4 Litháen – Albanía ..................................... 0:0 Hvíta-Rússland – Kasakstan .................. 2:0 Undankeppni HM karla 2022 Suður-Ameríka: Ekvador – Úrúgvæ .................................. 4:2 Venesúela – Paragvæ............................... 0:1 Perú – Brasilía .......................................... 2:4 Síle – Kólumbía......................................... 2:2  Brasilía 6 stig, Argentína 6, Kólumbía 4, Paragvæ 4, Ekvador 3, Úrúgvæ 3, Síle 1, Perú 1, Venesúela 0, Bólivía 0. Svíþjóð B-deild: Kalmar – AIK........................................... 0:4  Andrea Thorisson var ekki í leikmanna- hópi Kalmar. Mallbacken – Sunnanå ............................ 1:0  Kristrún Rut Antonsdóttir lék allan leik- inn með Mallbacken. Katar Deildabikarinn, riðlakeppni: Al-Arabi – Al Rayyan .............................. 1:1  Aron Einar Gunnarsson leikur með Al- Arabi og Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið.  Meistaradeild karla A-RIÐILL: Kielce – Meshkov Brest ...................... 34:27  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 4 mörk fyrir Kielce. Haukur Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla.  Kielce 6, Flensburg 6, Meshkov Brest 4, Porto 2, Elverum 2, París SG 0, Vardar Skopje 0, Pick Szeged 0. B-RIÐILL: Barcelona – Zagreb ............................ 45:27  Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk fyrir Barcelona. Aalborg – Nantes................................. 32:24  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. Veszprém – Celje Lasko...................... 39:24  Barcelona 8, Veszprém 8, Aalborg 8, Kiel 4, Nantes 2, Zaporozhye 0, Zagreb 0, Celje Lasko 0. Þýskaland Metzingen – Leverkusen .................... 23:25  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 5 mörk fyrir Leverkusen. Danmörk Skanderborg – Kolding...................... 25:29  Ágúst Elí Björgvinsson kom lítið við sögu í marki Kolding og varði ekki skot. Viborg – Aarhus United ..................... 30:27  Thea Imani Sturludóttir skoraði ekki fyrir Aarhus United. Noregur Fjellhammer – Drammen................... 23:25  Óskar Ólafsson skoraði 7 mörk fyrir Drammen. Svíþjóð Alingsås – IFK Ystad .......................... 25:31  Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark fyrir Alingsås. Sviss Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Kadetten – Suhr Aarau ...................... 26:17  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Kadet- ten Schaffhausen.   Efsti kylfingur heimslistans í golfi, Dustin Johnson, hefur greinst með kórónuveiruna og er kominn í ein- angrun. Smitið ætti þó ekki að hafa mikil áhrif á PGA-mótaröðina því Johnson hefur tekið sér frí síðustu vikurnar og því ekki verið innan um keppinautana. Johnson sigraði í FedEx-úrslitakeppninni í sept- ember og varð fyrir vikið rúmlega tveimur milljörðum ríkari. Johnson ætlaði hins vegar að vera með á næsta móti á mótaröð- inni sem hefst á fimmtudaginn og hefur því dregið sig úr keppni. Johnson er með veiruna AFP Smitaður Dustin Johnson spilar ekki á næstunni. Selfyssingurinn Þorsteinn Aron Antonsson er genginn til liðs við enska knattspyrnufélagið Fulham. Þorsteinn Aron, sem er einungis 16 ára gamall, skrifar undir þriggja ára samning við enska félagið. Miðvörðurinn ungi lék 14 leiki með Selfyssingum í 2. deildinni í sumar þar sem hann skoraði tvö mörk, annað þeirra sigurmark gegn Fjarðabyggð í síðasta leikn- um. Hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokknum í sumar. Þá á hann að baki fjóra leiki fyrir U17 ára landslið Íslands. Selfyssingur til Fulham Ljósmynd/Guðmundur Karl Atvinnumennska Þorsteinn Aron Antonsson er farinn til London. blik fá Evrópusætið fyrir fjórða sætið í deildinni. Samkvæmt bráðabirgðareglugerð- inni þyrfti að ljúka bikarkeppninni fyrir 1. desember. Þar virðist þó vera um fljótfærni að ræða hjá stjórn KSÍ því svigrúm til að ljúka henni gæti hæglega verið til 1. júní 2021, þegar Evrópusæti þurfa að liggja fyrir. Sumar þjóðir sem eru með sum- artímabil eins og Ísland spila samt bikarkeppnina frá hausti til vors þannig að það ætti að vera auðvelt að ljúka bikarkeppninni. Sex liða fallbarátta Í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max- deildinni, er Breiðablik með aðra hönd á Íslandsbikarnum eftir sig- urinn á Val á dögunum. Blikar eru með 42 stig og eiga þrjá leiki eftir en Valur er með 40 stig og á tvo leiki eft- ir. Breiðablik á eftir að mæta Fylki, KR og Stjörnunni og þyrfti aðeins fimm stig enn ef mótinu yrði lokið, í raun bara fjögur vegna yfirburða í markatölu. Selfoss er með 22 stig í þriðja sæti og Fylkir 21 stig í fjórða, en þar sem Fylkir á leik til góða myndi Árbæj- arliðið flytjast uppfyrir Selfoss á stigahlutfalli og enda í þriðja sætinu ef mótinu yrði hætt. En í úrvalsdeild kvenna er það fall- baráttan sem er viðkvæmasta málið. Þar eru sex lið enn í hættu þegar tvær umferðir eru eftir, auk þess sem KR á tvo frestaða leiki inni og gæti því enn bjargað. Þróttur er með 18 stig, Stjarnan 18, Þór/KA 18, ÍBV 17, FH 16 og KR 10 stig. Ef mótið verður flautað af munu FH og KR falla. Þótt KR-ingar eigi tvo leiki inni myndi stigahlutfall ekki forða Vesturbæjarliðinu frá botnsætinu. FH á eftir leiki við Val og Fylki en KR á eftir að mæta Fylki, Þór/KA, Breiðabliki og ÍBV. Þróttur, Stjarnan, Þór/KA og ÍBV eru öll í mikilli fallhættu og leikmönnum og forráðamönnum þessara liða verður eflaust létt ef ekki verða spilaðir fleiri leikir. Framarar sætu eftir En það er í 1. deild karla, Lengju- deildinni, sem staðan er viðkvæmust. Keflavík er með 43 stig, Leiknir R. 42 og Fram 42 stig þegar tvær umferðir eru eftir og gríðarleg keppni þeirra á milli um tvö sæti í efstu deild. Kefla- vík á frestaðan heimaleik við Grinda- vík til góða. Aukinheldur eiga Fram og Keflavík að mætast í næstsíðustu umferðinni. Ef mótinu verður hætt fara Kefla- vík og Leiknir R. upp en Framarar sitja eftir með sárt ennið á lakari markatölu en Leiknismenn. Fallbarátta 1. deildarinnar er líka gríðarlega spennandi því Þróttur R., Magni og Leiknir F. eru öll með 12 stig í neðstu sætunum og tvö þeirra falla. Verði mótinu hætt sleppa Þrótt- arar og halda sér uppi en Magni og Leiknir F. falla í 2. deild. Formsatriði hjá HK Hinsvegar myndu eflaust öll liðin í 1. deild kvenna, Lengjudeildinni, taka því með jafnaðargeði ef keppni verð- ur hætt. Þar er ein umferð eftir og öll úrslit ráðin, og eina spurningin er hverjir enda í sjötta og hverjir í sjö- unda sæti. Tindastóll er þegar orðinn meistari og fer upp í úrvalsdeild ásamt Keflavík en Fjölnir og Völ- sungur eru fallin í 2. deild. Í 2. deild kvenna er nánast forms- atriði fyrir HK að fara upp en Kópa- vogsliðið hefur lokið sínum leikjum og er með 35 stig. Grindavík er með 33 og á einn leik eftir en Fjarða- byggð/Höttur/Leiknir er með 29 stig og á tvo leiki eftir. Markatala HK gerir það að verkum að ekki er raun- hæft að Austfirðingarnir komist upp- fyrir liðið. Með stigahlutfalli yrði þó Grinda- vík meistari og færi upp ásamt HK. Tvísýnt í 2. deild karla Í 2. deild karla eiga öll liðin tvo leiki eftir. Kórdrengir eru með 46 stig, Selfoss 43, Þróttur úr Vogum 41 og Njarðvík 40 stig. Enginn innbyrðis leikur er á dagskrá í lokaumferð- unum. Lokaröðin verður þessi ef keppni verður hætt og þá verða Kór- drengir og Selfyssingar komnir í 1. deild. Á botni 2. deildar karla er hörð barátta ÍR (19), Völsungs (17) og Víð- is (16) en eitt þessara liða fellur ásamt Dalvík/Reyni sem er í erfiðri stöðu með 11 stig en þó veika von um að bjarga sér með tveimur sigrum. Völsungur og Dalvík/Reynir eiga eft- ir að mætast. Verði keppni hætt falla Víðir og Dalvík/Reynir. KV úr Reykjavík og Reynir úr Sandgerði hafa þegar tryggt sér sæti í 2. deild þegar tvær umferðir eru eft- ir í 3. deild karla. Gríðarlega jöfn fall- barátta er hinsvegar í deildinni þar sem fimm lið, hugsanlega sjö, eru í hættu. Höttur/Huginn er með 21 stig, Álftanes 19 og Vængir Júpíters 19 í þremur neðstu sætunum. Vængirnir eiga leik til góða en stigahlutfallið myndi ekki bjarga þeim þannig að þeir myndu falla ásamt Álftanesi ef keppni yrði hætt. Þessi tvö neðstu lið eiga innbyrðis leik eftir þannig að Austfirðingarnir í Hetti/Hugin myndu sleppa fyrir horn ef mótinu yrði hætt. Keppni er þegar lokið í 4. deild karla þar sem ÍH úr Hafnarfirði og KFS frá Vestmannaeyjum tryggðu sér sæti í 3. deild. Hvað ef keppni er hætt?  Valur og Breiðablik meistarar  Stjarnan fær Evrópusæti  Keflavík og Leiknir komast í úrvalsdeildina  FH og KR falla  Magni og Leiknir falla Morgunblaðið/Árni Sæberg Meistarar? Valsmenn komu sér í afar þægilega stöðu í úrvalsdeild karla með sigrinum á FH í Kaplakrika. Morgunblaðið/Íris Meistarar? Blikar eru í kjörstöðu á toppi úrvalsdeildar kvenna eftir sigurinn á Val á dögunum. FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valur verður krýndur Íslandsmeist- ari karla og Breiðablik Íslandsmeist- ari kvenna ef Knattspyrnusamband Íslands þarf að taka þá erfiðu ákvörð- un að hætta keppni á Íslandsmótinu 2020 vegna útbreiðslu kórónuveir- unnar. Samkvæmt bráðabirgðareglugerð sem KSÍ samþykkti í sumar mun stigahlutfall liða ráða endanlegri lokastöðu í deildum Íslandsmótsins 2020, takist ekki að ljúka keppni vegna veirunnar. Svo framarlega sem tveir þriðjuhlutar leikja viðkomandi deildar hafi þegar farið fram, en það skilyrði hefur þegar verið uppfyllt fyrir nokkru í öllum deildum karla og kvenna. Til stigahlutfalls þarf aðeins að grípa í þeim tilfellum þar sem liðin hafa ekki spilað jafnmarga leiki, en að öðru leyti ræður sú staða sem er í við- komandi deild þegar keppni er hætt. Eins og fram hefur komið eru skoðanir mjög skiptar um hvort hætta eigi keppni eða freista þess að ljúka Íslandsmótinu fyrir 1. desem- ber. Afstaða margra mótast að sjálf- sögðu af stöðu þeirra félags, enda kæmi aflýsing mótsins sér vel fyrir suma en illa fyrir aðra. Það skýrist væntanlega á mánu- daginn kemur, 19. október, hvert stefnir en keppni á Íslandsmótinu var frestað til þess dags vegna ástandsins sem nú ríkir á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum umferðum er ólokið í úrvals- deild karla en tveimur í flestum öðr- um deildum. Stjarnan fengi Evrópusætið Í úrvalsdeild karla, Pepsi Max- deildinni, er Valur með átta stiga for- ystu á FH þegar fjórum umferðum er ólokið. Á botninum eru Grótta og Fjölnir nánast í vonlausri stöðu og gætu bæði fallið í næstu umferð. Þar er það baráttan um Evrópu- sætin sem yrði útkljáð á stigahlutfalli. Breiðablik er með 31 stig í þriðja sæti, Stjarnan 31 stig en lakari markatölu í fjórða sæti, KR 28 stig og Fylkir 28 stig. Stjarnan og KR eiga innbyrðis leik inni en þarna væri gripið til stigahlut- fallsins. Samkvæmt því væri Stjarn- an í þriðja sæti með 1,82 stig í leik og fengi Evrópusætið. Breiðablik væri í fjórða sæti með 1,72 stig, KR í fimmta með 1,64 og Fylkir í sjötta sæti með 1,56 stig. Breiðablik yrði þar með að bíða eft- ir því hvernig bikarkeppnin færi. Bikarmeistari eða Breiðablik Þar eru Valur, KR og FH í undan- úrslitum ásamt ÍBV. Takist að ljúka bikarkeppninni og Valur eða FH vinna hana fær Breiðablik Evrópu- sætið. Annars KR eða ÍBV, ef við- komandi lið vinnur bikarinn. Verði bikarkeppnin blásin af myndi Breiða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.