Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 HellyHansen Fremont dömu og herraskór Nú kr. 19.990.- Kr. 26.990.- aff slátt af skóm Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Írska teiknimyndin Wolfwalkers hef- ur hlotið einróma lof gagnrýnenda frá því hún var frumsýnd á kvikmyndahá- tíðinni í Toronto 12. september. Wolf- walkers er sköpunarverk fyrir- tækisins Cartoon Saloon í Kilkenny á Írlandi og þriðja teiknimyndin sem byggð er á írskum þjóðsögum en þær fyrri eru Secret of the Kells og Song of the Sea. Þær hafa að sama skapi hlotið mikið lof og verðlaun. Helga Krist- jana Bjarnadóttir er meðal þeirra fjöl- mörgu listamanna sem komu að gerð Wolfwalkers og býr hún og starfar í Kilkenny á Írlandi. Hún er heima- vinnandi þessa dagana vegna Co- vid-19 og segir það hafa gengið merki- lega vel. Helga er nú yfirmaður þeirrar deildar fyrirtækisins sem litar allt sem hreyfist í væntanlegri teikni- mynd, m.a. persónur, en önnur deild sér um bakgrunna og umhverfi. Byrjaði á Lundakletti Helga er spurð að því hvernig hún hafi endað í þessu merkilega starfi og segist hún alltaf hafa haft mikinn áhuga á teiknimyndum og listum. „Ég kláraði menntaskólann, fór svo í Myndlistaskólann í Reykjavík í eitt ár og reyndi svo í nokkur ár að kom- ast í nám erlendis af því það er ekki hægt að læra þetta á Íslandi. Það gekk ekki vel í fyrstu skiptin og ég vann í bókabúð á meðan en svo loks- ins komst ég inn í nám í Dublin, í Ballyfermot College,“ svarar Helga. Skömmu eftir útskrift hafi hún séð auglýst starf lærlings hjá Cartoon Saloon og sótt um. „Ég fékk vinnu þar við að vera „compositor“ eða samsetjari við teiknimyndaseríu sem hét Puffin Rock og var sýnd á RÚV undir heitinu Lundaklettur,“ segir Helga. Gott auga og þolinmæði Helga er, sem fyrr segir, í yfir- mannsstöðu hjá Cartoon Saloon og segist hafa komið að ýmsum þáttum teiknimyndagerðar á þeim árum sem hún hefur unnið í fyrirtækinu. „Núna er ég „ink and paint supervisor“ og það fer bara eftir verkefninu og djobbinu hver titillinn er. Þetta er mikil verkefnavinna og ég er ráðin í tiltekna mynd eða seríu frekar en að vera fastráðin hjá fyrirtækinu,“ út- skýrir Helga sem vinnur nú að teikni- myndinni My Father’s Dragon sem mun koma út eftir nokkur ár, að henn- ar sögn. En hvað þarf manneskja í þessu starfi að geta gert, hvaða hæfileikum þarf hún að búa yfir? „Ég hef einmitt verið að spá mikið í það af því við er- um að fara að ráða í deildina en þegar verið er að lita mynd er mikilvægast að vera með gott auga fyrir smáat- riðum. Teiknimynd er 12-24 rammar á sekúndu þannig að þetta eru rosalega margar teikningar, mikil hreyfing og allir litirnir þurfa að vera á sínum stað í hverjum einasta ramma. Það þarf líka mikla þolinmæði í þetta þar sem þetta eru mjög margar myndir og oft svipaðar og lita þarf hverja einustu þeirra almennilega. Síðan er gott al- mennt að vera með teiknihæfileika því þó ekki sé mikið um teikningu í starf- inu sjálfu þurfa fínhreyfingar að vera góðar og vald yfir þeim til að geta litað öll smáatriðin,“ svarar Helga. Hún segir gott að byrja teikni- myndaferilinn í „ink and paint“- deildinni og eftir síðustu mynd hafi margir farið úr henni yfir í aðrar. Dýr og tímafrek aðferð – Það er mikil samkeppni í teikni- myndagerð á Írlandi og mikil eftir- spurn eftir störfum í greininni, er það ekki? „Jú, við auglýstum um daginn og fengum um 200 umsóknir fyrir 10 störf. Jú, samkeppnin er mikil og sér- staklega í þessu stúdíói af því stúdíóin eru ekki mörg með svona handteiknað „animation“, flest eru farin yfir í tölvu- gerðar teiknimyndir, 3D,“ svarar Helga. Hjá Cartoon Saloon sé allt handteiknað en þó í tölvu. „Það er mjög dýrt og tímafrekt,“ segir Helga um þessa aðferð en afraksturinn er eftir því tilkomumikill, eins og sjá má af dæmum á vef fyrirtækisins, cartoonsaloon.ie. Helga segir að í nýjustu mynd fyrirtækisins, Wolfwalkers, sé líka að finna teikningar gerðar á pappír með kolum og bleki meðal annars og greinilegt að myndirnar eru hand- gerðar og teiknaðar upp á gamla mátann. „Það er eitthvað svo mennskt við að vilja skapa list og það hafa allir gert það og eitthvað svo fal- legt að hafa ennþá fingraför þess sem bjó hlutinn til einhvers staðar í myndinni,“ segir Helga. Sem dæmi um slík fingraför má nefna að litum er stundum leyft að fara út fyrir lín- urnar en um leið þarf að láta þá líta út fyrir að hreyfast. Segist Helga hafa fengið það verkefni að láta þetta stílbragð ganga upp. Írar svipaðir Íslendingum Helga hefur búið og starfað í bænum Kilkenny í sex ár og segist hún kunna vel við sig á Írlandi en hún bjó áður í fjögur ár í Dublin. „Það er þægileg stemning hérna, Írar eru svipaðir okkur en kannski aðeins opnari,“ segir hún. „Það er auðvelt að lenda á spjalli við Íra og eignast vini og þar hjálpar til pöbbamenningin hérna. Fólk fer á pöbbinn til að hanga þar, það er ekkert að fara til að detta í það,“ segir Helga og líkir írskum krám við heitu pottana í sundlaugunum á Íslandi. Ævintýri Stilla úr teiknimyndinni Wolfwalkers sem írska fyrirtækið Cartoon Saloon framleiddi og hefur hlotið lof. Fingraför eru falleg  Helga Kristjana Bjarnadóttir starfar við teiknimyndagerð á Írlandi  Teiknimyndin Wolfwalkers hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda  Mikilvægast að vera með gott auga fyrir smáatriðum Helga Kristjana Bjarnadóttir Wolfwalkers fjallar um dóttur veiðimanns sem fengið hefur það verkefni að útrýma úlfum í nágrenni Kilkenny. Stúlkan vill verða veiðimaður en það vill fað- ir hennar ekki og laumast hún dag einn út í skóg og hittir þar aðra stúlku. Í ljós kemur að stúlkan sú er „wolfwalker“, breytist í úlf að næturlagi. Helga segir söguna að vissu leyti byggða á sönnum atburðum þar sem úlfum hafi verið útrýmt á Ír- landi á seinni hluta 18. aldar. Úlfum útrýmt UM WOLFWALKERS Breski ljósmyndarinn Chris Killip er látinn, 74 ára að aldri. Killip var einn áhrifamesti heimildaljósmynd- ara Breta, þekktastur fyrir einstök verk þar sem hann skrásetti mann- líf í fátækum iðnararsamfélögum í norðausturhluta Englands á átt- unda og níunda áratugnum. Killip kallaði verkefnið „In Flagrante“ og kom hluti þess út í samnefndri bók sem hlaut mikið lof. Hann tók svart- hvítar myndirnar á 4x5-tommu plötuvél, sem er afar krefjandi verkfæri við slíka vinnu, og auðn- aðist að fanga erfiðleikana innan samfélaga verkamanna sem höfðu orðið undir í síaukinni iðnvæðingu. Hvort sem hann beindi linsunni að verkamönnum, ungum pönkurum eða húsmæðrum sem glímdu við að halda fjölskyldunum saman, þá má sjá sterka samúð og skilning á ástandinu í myndum Killips. Í The Guardian er vitnað í ljós- myndarann Martin Parr sem segir Killip hafa horft á þessi samfélög með öðrum hætti og hafa skapað nýja frásögn í myndunum með því að fara nær fólkinu og sögu þess. Parr telur In Flagrante vera mikil- vægustu ljósmyndabókina um Bret- land frá seinna stríði. Killip starfaði síðustu áratugi sem prófessor í ljósmyndun við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Ljósmyndarinn Chris Killip. Heimildaljósmyndarinn Chris Killip allur Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann sem nú er sýnd á RÚV hefur verið seld til sýningar í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada og Suður-Evrópu. Cineflix Rights, dreifingaraðili Ráðherrans á heimsvísu, hefur skrifað undir samninga við nýju streymisveituna Topic í Bandaríkjunum um sýningu á þáttunum fyrir bandarískan markað og einnig hefur verið skrifað undir samninga við SBS í Ástralíu, AMC Networks International í Suður-Evrópu og TVO í Kanada, samkvæmt tilkynningu. Sýningar á þáttunum eru þegar hafnar í Svíþjóð og Finn- landi. Ólafur Darri Ólafsson fer í þáttunum með hlutverk forsætisráðherrans Benedikts Ríkharðssonar. Ólafur Darri Ólafsson Ráðherrann sýndur í mörgum álfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.