Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 Á forsíðu Morgunblaðsins í gærvar greint frá því að spáð er að fjórði hver maður á vinnumarkaði í Reykjanesbæ verði án atvinnu í lok árs. „Engin dæmi eru um svo mikið atvinnuleysi frá því skipulegar mælingar hóf- ust,“ segir í fréttinni. Þessi spá er svo al- varleg að aug- ljóst er að grípa verður til allra ráða til að reyna að forða því að hún ræt- ist og svo til að lina sársaukann hjá þeim sem verða atvinnuleysinu að bráð.    Stjórnvöld geta aðstoðað tíma-bundið en slíkur vandi verður aldrei leystur til langframa nema með atvinnusköpun einkaaðila. Til þess að svo megi verða þurfa að- stæður atvinnulífsins að vera eins hagstæðar og frekast er unnt.    Ánægjulegt er að á sama tíma ogþessi svarta spá er birt berast fréttir af því að Samherji og Norð- urál hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup Samherja á lóð og bygg- ingum Norðuráls við Helguvík.    Í stað álkerjanna koma þá vænt-anlega annars konar ker sem einnig skila nýjum störfum og út- flutningstekjum.    Á sama tíma, nær höfuðborg-arsvæðinu, er fjöldi álkerja í fullri vinnslu. Þar er óvissa um framhaldið.    Með atvinnuleysi í þeim hæðumsem nú er verður að reyna af fullri alvöru að eyða þeirri óvissu og forða slysi. Í því efni verða for- ystumenn verkalýðsfélaga að sýna að þeir séu starfi sínu vaxnir. Stjórnvöld geta ekki heldur verið stikkfrí. Ný störf, önnur ker STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra hefur ákveðið að falla frá öllum hækkunum á gjaldskrá Matvælastofn- unar á þessu ári vegna áhrifa kórónu- veirufaraldursins á íslenska matvæla- framleiðendur. Ráðgjafarmiðstöðlandbúnaðarins (RML) hefur ekki hækkað taxta sína fyrir útselda vinnu á árinu. Ráðherra ákvað að fresta gjald- skrárhækkunum sem Mast áformaði 1. september. Nú hefur ráðherrann ákveðið að þær taki ekki gildi á árinu en undirbúnar verða tillögur að nýrri gjaldskrá sem reiknað er með að taki gildi um áramót. RML hækkaði sýningargjald vegna kynbótasýninga hrossa fyrir sýning- arnar í vor. Sótt var um hækkunina í byrjun febrúar og staðfesti ráðuneytið hana. Gjaldið hafði þá verið óbreytt frá árinu 2018. Karvel Karvelsson, fram- kvæmdastjóri RML, segir að eigendur þeirra valla sem notaðir eru fyrir dóm- störf hafi óskað eftir töluverðum leið- réttingum á sínu gjaldi en það hafi ekki breyst í mörg ár. Gjald fyrir fullnaðar- dóm hækkaði um 10% og tæp 15% fyr- ir sköpulags- og hæfileikadóm. Karvel tekur fram að tímagjald fyr- ir útselda ráðgjöf eða aðra þjónustu RML hafi ekki hækkað. Allar breyt- ingar á gjaldskrá þarf að bera undir ráðuneytið. helgi@mbl.is Hækka ekki gjaldskrár á árinu  Mast og RML halda óbreyttum gjaldskrám fyrir utan kynbótasýningar Hrútadómar Ekki er lengur fjöl- menni á hrútasýningum. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga 10–17 Laugardaga 11–15 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Framkvæmdasýsla ríkisins hefur samið við ÞG verktaka ehf. um upp- steypu og fullnaðarfrágang nýbygg- ingar Alþingis í Kvosinni í Reykja- vík. Lóðin er tilbúin og ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir. Útboðið var auglýst í lok júní, gögn afhent 1. júlí og skiluðu fjögur verktakafyrirtæki inn tilboðum, sem opnuð voru 3. september. Tilboð ÞG verktaka var lægst, rúmir 3,3 millj- arðar króna. Útboðið tók til framkvæmda við jarðvinnu, uppsteypu og fullnaðar- og lóðarfrágangs hússins. Hönnun þess byggist á samkeppnistillögu Studio Granda sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni um hönnun hússins. Að- ilar hönnunarteymis eru Studio Granda og EFLA. Byggingin verður skrifstofu- og þjónustuhús Alþingis og mun standa við horn Tjarnargötu og Vonar- strætis. Fyrirhuguð nýbygging, grunnhús á fjórum hæðum ásamt 5. hæð og kjallara, er um 6.362 fer- metrar að stærð. Þar af er bílakjall- ari um 1.300 fermetrar. sisi@mbl.is Morgunblaðið/sisi Alþingisreiturinn Búið er að grafa grunn skrifstofubyggingar Alþingis. ÞG verktakar byggja hús yfir þingmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.