Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
Á forsíðu Morgunblaðsins í gærvar greint frá því að spáð er að
fjórði hver maður á vinnumarkaði í
Reykjanesbæ verði án atvinnu í lok
árs. „Engin dæmi eru um svo mikið
atvinnuleysi frá því skipulegar
mælingar hóf-
ust,“ segir í
fréttinni. Þessi
spá er svo al-
varleg að aug-
ljóst er að
grípa verður
til allra ráða
til að reyna að forða því að hún ræt-
ist og svo til að lina sársaukann hjá
þeim sem verða atvinnuleysinu að
bráð.
Stjórnvöld geta aðstoðað tíma-bundið en slíkur vandi verður
aldrei leystur til langframa nema
með atvinnusköpun einkaaðila. Til
þess að svo megi verða þurfa að-
stæður atvinnulífsins að vera eins
hagstæðar og frekast er unnt.
Ánægjulegt er að á sama tíma ogþessi svarta spá er birt berast
fréttir af því að Samherji og Norð-
urál hafi undirritað viljayfirlýsingu
um kaup Samherja á lóð og bygg-
ingum Norðuráls við Helguvík.
Í stað álkerjanna koma þá vænt-anlega annars konar ker sem
einnig skila nýjum störfum og út-
flutningstekjum.
Á sama tíma, nær höfuðborg-arsvæðinu, er fjöldi álkerja í
fullri vinnslu. Þar er óvissa um
framhaldið.
Með atvinnuleysi í þeim hæðumsem nú er verður að reyna af
fullri alvöru að eyða þeirri óvissu
og forða slysi. Í því efni verða for-
ystumenn verkalýðsfélaga að sýna
að þeir séu starfi sínu vaxnir.
Stjórnvöld geta ekki heldur verið
stikkfrí.
Ný störf, önnur ker
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra hefur ákveðið að falla frá öllum
hækkunum á gjaldskrá Matvælastofn-
unar á þessu ári vegna áhrifa kórónu-
veirufaraldursins á íslenska matvæla-
framleiðendur.
Ráðgjafarmiðstöðlandbúnaðarins
(RML) hefur ekki hækkað taxta sína
fyrir útselda vinnu á árinu.
Ráðherra ákvað að fresta gjald-
skrárhækkunum sem Mast áformaði
1. september. Nú hefur ráðherrann
ákveðið að þær taki ekki gildi á árinu
en undirbúnar verða tillögur að nýrri
gjaldskrá sem reiknað er með að taki
gildi um áramót.
RML hækkaði sýningargjald vegna
kynbótasýninga hrossa fyrir sýning-
arnar í vor. Sótt var um hækkunina í
byrjun febrúar og staðfesti ráðuneytið
hana. Gjaldið hafði þá verið óbreytt frá
árinu 2018. Karvel Karvelsson, fram-
kvæmdastjóri RML, segir að eigendur
þeirra valla sem notaðir eru fyrir dóm-
störf hafi óskað eftir töluverðum leið-
réttingum á sínu gjaldi en það hafi ekki
breyst í mörg ár. Gjald fyrir fullnaðar-
dóm hækkaði um 10% og tæp 15% fyr-
ir sköpulags- og hæfileikadóm.
Karvel tekur fram að tímagjald fyr-
ir útselda ráðgjöf eða aðra þjónustu
RML hafi ekki hækkað. Allar breyt-
ingar á gjaldskrá þarf að bera undir
ráðuneytið. helgi@mbl.is
Hækka ekki gjaldskrár á árinu
Mast og RML halda óbreyttum
gjaldskrám fyrir utan kynbótasýningar
Hrútadómar Ekki er lengur fjöl-
menni á hrútasýningum.
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Mán. – Fim. 10–18
Föstudaga 10–17
Laugardaga 11–15
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Eldhúsinnréttingar
Framkvæmdasýsla ríkisins hefur
samið við ÞG verktaka ehf. um upp-
steypu og fullnaðarfrágang nýbygg-
ingar Alþingis í Kvosinni í Reykja-
vík. Lóðin er tilbúin og ekkert að
vanbúnaði að hefja framkvæmdir.
Útboðið var auglýst í lok júní,
gögn afhent 1. júlí og skiluðu fjögur
verktakafyrirtæki inn tilboðum, sem
opnuð voru 3. september. Tilboð ÞG
verktaka var lægst, rúmir 3,3 millj-
arðar króna.
Útboðið tók til framkvæmda við
jarðvinnu, uppsteypu og fullnaðar-
og lóðarfrágangs hússins. Hönnun
þess byggist á samkeppnistillögu
Studio Granda sem hlaut 1. verðlaun
í samkeppni um hönnun hússins. Að-
ilar hönnunarteymis eru Studio
Granda og EFLA.
Byggingin verður skrifstofu- og
þjónustuhús Alþingis og mun standa
við horn Tjarnargötu og Vonar-
strætis. Fyrirhuguð nýbygging,
grunnhús á fjórum hæðum ásamt 5.
hæð og kjallara, er um 6.362 fer-
metrar að stærð. Þar af er bílakjall-
ari um 1.300 fermetrar. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/sisi
Alþingisreiturinn Búið er að grafa grunn skrifstofubyggingar Alþingis.
ÞG verktakar byggja
hús yfir þingmenn