Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Brúarfoss, nýjasta gámaskip Eim-
skip, lagði af stað heim á leið frá Gu-
angzhou í Kína á þriðjudagsmorgun.
Siglingin mun taka um 40 daga.
Mikil seinkun varð á afhend-
ingu skipsins, eða allt að eitt ár.
Ástæðan er sú að í lok september í
fyrra brann svokallaður ásrafall yfir
í prufukeyrslu hjá kínversku skipa-
smíðastöðinni. Hann framleiðir raf-
magn með snúningi vélaröxulsins.
Ásrafallinn er þýskur búnaður og
þurfti að smíða nýjan rafal og koma
honum til Kína. Afhenda átti Brúar-
foss á undan Dettifossi en vegna taf-
anna fór svo að Dettifoss var afhent-
ur á undan og kom til landsins 13.
júlí síðastliðinn.
Eimskip tók formlega við Brú-
arfossi sl. föstudag. Áhöfn og starfs-
menn Eimskips hafa verið í Kína
undanfarnar vikur til að undirbúa
móttöku skipsins. Karl Guðmunds-
son skipstjóri tók við Brúarfossi fyr-
ir hönd Eimskips. Skipstjóri á móti
Karli verður Jón Ingi Þórarinsson.
Karl er enginn nýgræðingur í milli-
landasiglingum. Hann hóf störf hjá
Eimskip sem vikapiltur á Skeiðfossi
árið 1979, þá 15 ára gamall, og hefur
starfað hjá félaginu allar götur síð-
an. Karl segir það hafa verið mjög
góða tilfinningu að stíga um borð í
Brúarfoss í fyrsta sinn, „Menn eru
mjög ánægðir með skipið sem er
gríðarlega vel útbúið nýjum tækj-
um,“ segir hann í stuttu viðtali á
heimasíðu Eimskips. „Við hlökkum
til að leggja af stað, kynnast skipinu
enn betur og koma því í vinnu og
gera þetta að okkar,“ bætir Karl
við.
Brúarfoss mun sigla svipaða
leið og systurskipið Dettifoss fór í
sumar. Skipið mun sigla frá skipa-
smíðastöðinni í Guangzhou til Taic-
ang í Kína þar sem farmur verður
lestaður. Þaðan svo með viðkomu í
Singapore og gegnum Suez-
skurðinn inn í Miðjarðarhafið. Siglt
verður til Rotterdam og svo til Dan-
merkur þar sem það mun koma inn í
siglingaáætlun félagsins. Áætlað er
að Brúarfoss hefji siglingar í sigl-
ingakerfi Eimskips í seinni hluta
nóvember. Heimir Karlsson verður
yfirstýrimaður á heimsiglingunni og
Örn Engilbertsson yfirvélstjóri.
Brúarfoss á heimleið
frá Kína eftir langa töf
Ljósmynd/Eimskip
Áhöfnin Alls eru 16 manns í áhöfn Brúarfoss á heimsiglingunni. Karl skipstjóri er fimmti frá hægri á myndinni.
Skipið væntanlegt til Reykjavíkur eftir um 40 daga
Lagt af stað Brúarfoss heldur frá
bryggju í Kína áleiðis til Íslands.
Grundarfirði | Í tilefni af því að 100
ár voru liðin frá fæðingu Guð-
mundar Runólfssonar útgerðar-
manns þann 9. október sl. ákváðu
afkomendur hans og núverandi
eigendur sjávarútvegsfyrirtækisins
Guðmundar Runólfssonar hf. (G.
Run) að heiðra minningu hans með
því að styðja við félög og stofnanir
bæjarfélagsins með veglegu fram-
lagi til hvers og eins. Þeir sem
þannig hlutu styrki frá fyrirtækinu
voru: Ungmennafélag Grundar-
fjarðar, Skotveiðifélagið Skot-
grund, Golfklúbburinn Vestarr,
Björgunarsveitin Klakkur, Dvalar-
og hjúkrunarheimilið Fellaskjól,
Grundarfjarðarkirkja og Grund-
arfjarðarbær vegna tækja í útivist-
ar- og athafnagarð í svokölluðum
Þríhyrningi.
Forsvarsmenn þeirra sem styrk
hlutu tóku við gjafabréfi úr hendi
stjórnarformannsins Runólfs Guð-
mundssonar. Hann sagði við þetta
tækifæri að faðir hans hefði alla
tíð borið hag og heill síns bæjar-
félags fyrir brjósti. Hans væri best
minnst með því að styðja við og
styrkja það starf sem kemur bæj-
arbúum sem best. Viðstaddir at-
höfnina voru allir afkomendur og
eigendur G.Run ásamt mökum og
afkomendum.
G.Run í Grundarfirði
styrkir á tímamótum
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Grundarfjörður Forsvarsmenn G.Run og fulltrúar þeirra sem njóta.
ALVÖRU
VERKFÆRI
145
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
BROTINN
SKJÁR?
Við gerum v
allar tegun
síma, spjaldtö
og t
ið
dir
lva
ölva
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Breytingin núna felst aðallega í
auknu úrvali af bjór en áður hefur
vöruúrvalið í léttvíni og sterku verið
aukið þannig að allt vöruvalið sé fáan-
legt í Heiðrúnu. Í huga margra við-
skiptavina hefur Heiðrún verið sú
búð sem hefur mesta úrvalið og nú er
það raunin,“ segir Sigrún Ósk Sig-
urðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.
Breytingar voru nýverið gerðar á
Vínbúðinni Heiðrúnu. Kælirinn var
stækkaður um rúmlega 60 fermetra
inn í rými þar sem áður var lager. Er
þar nú að finna allan þann sérbjór
sem fáanlegur er hverju sinni í Vín-
búðunum.
Nú er hægt að nálgast allt það
vöruúrval sem Vínbúðirnar hafa að
bjóða í Heiðrúnu. Á þriðjudag voru
alls 2.786 vörur með birgðastöðu í
Heiðrúnu að sögn Sigrúnar. Af því
var 1.521 í léttvíni, 487 vörunúmer í
bjór og 778 vörur sem tilheyra öðrum
flokkum, m.a. sterkt áfengi. Á sama
tíma í fyrra voru vörurnar 2.597 og
hefur vörunúmerum því fjölgað um
7% á milli ára. Mesta aukningin er í
bjór en í fyrra var fáanleg 381 vara í
þeim flokki en í vikunni 487 vöruteg-
undir, sem þýðir fjölgun um tæplega
28%.
Mikil aukning í bjór-
úrvali í Heiðrúnu
Kælirinn var
nýlega stækkaður
um 60 fermetra
Morgunblaðið/Júlíus
Heiðrún Vínbúðin hefur verið
stækkuð og vöruúrval aukið.