Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 1
Styrkur sem slær öll met
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Dr. Júlíus Friðriksson talmeina-
fræðingur hefur undanfarna tvo ára-
tugi stundað rannsóknir á málstoli í
kjölfar heilablóðfalls í Bandaríkjun-
um með ágætum árangri. Í takt við
þann árangur hafa verkefni hans
verið ríkulega styrkt í gegnum tíðina
og Júlíusi telst til að frá því að hann
hóf rannsóknir hafi hann tekið á móti
styrkjum fyrir um það bil 41 milljón
bandaríkjadala, andvirði 5,7 millj-
arða íslenskra króna.
„Ég hef verið mjög heppinn. Ég
held að ég hafi fengið fyrsta styrkinn
minn fyrir 20 árum og síðan hef ég
verið að fá stærri
og stærri styrki.
Þetta er auðvitað
fyrst og fremst
vegna þess að ég
er með mjög góða
samstarfsmenn
og góða nemend-
ur,“ segir Júlíus í
samtali við Morg-
unblaðið.
Í vikunni hlaut
rannsóknarverkefni Júlíusar um
málstol framhaldsstyrk frá Heil-
brigðisstofnun Bandaríkjanna
(NIH). Verkefnið hafði þegar fengið
11,5 milljónir dala árið 2016 og nú
bættust við aðrar 12,5. Því er alls um
að ræða 24 milljónir dala eða rúm-
lega 3,3 milljarða íslenskra króna.
„Þetta er náttúrlega frábært. Það er
erfitt að fá svona styrki til að byrja
með en það er enn þá erfiðara að
endurnýja þá. En þegar þú færð
svona mikinn pening eru vænting-
arnar miklar,“ segir hann. Að fá 24
milljónir dala inn í verkefnið sé með
hæstu styrkjum sem heilbrigðis-
stofnunin gefur og er hún þó með
stærstu styrktaraðilum heims á sviði
læknavísinda.
Styrkupphæðin slær þegar öll met
University of South Carolina, þar
sem Júlíus hefur unnið frá aldamót-
um. „Við erum að rannsaka bata af
málstoli eftir heilablóðfall og hvað
það er sem við getum gert til að efla
þennan bata. Ástæðan fyrir því að
við erum að líta á þetta er að við
sjáum mikinn mun á því hver nær
sér og hver nær sér ekki. Við höfum
fundið út að þar hefur almenn heilsa
gífurlega mikil áhrif. Fólk sem er við
slæma heilsu, með sykursýki eða til
dæmis hreyfir sig lítið nær sér mun
síður. Fólk sem lifir heilbrigðu lífi
nær sér vanalega miklu betur,“ segir
Júlíus.
Júlíus sér fram á að niðurstöður
rannsóknarinnar eigi eftir að breyta
því verulega hvernig meðferð við
málstoli er háttað og að áherslan
muni færast yfir á sérsniðnari lausn-
ir fyrir hvern sjúkling.
Hefur rannsakað málstol í meira en 20 ár Hefur nú fengið styrk sem nemur
3,3 milljörðum króna fyrir rannsókn sem gæti breytt meðferð sjúkdómsins
Júlíus
Friðriksson
F I M M T U D A G U R 1 5. O K T Ó B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 243. tölublað 108. árgangur
GIRNILEG HELGI Í NETTÓ!
Nautalund
Þýskaland
3.599KR/KG
ÁÐUR: 5.998 KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 15.—18. október
-40% -30%Lambalæri
1.287KR/KG
ÁÐUR: 1.839 KR/KG
Avókadó
700 gr
365KR/PK
ÁÐUR: 729 KR/PK
-50%AF NÝSLÁTRUÐU
FYNDINN OG
HEIMSPEKILEGUR
ÚTLENDINGUR 80 ÁR FRÁ HEIMFÖR
SINFÓNÍU-
HLJÓMSVEIT OG
FANGABÚÐIR
ESJA FRÁ PETSAMO 26 KYNNTI SÉR SÖGUNA 18bbbbm 64
Blað Geðhjálpar kemur út í dag.
Á forsíðu þess er talan 39, sem
stendur fyrir þann fjölda Íslend-
inga sem féllu fyrir eigin hendi á
síðasta ári. Geðhjálp og Píeta sam-
tökin hafa opnað síðuna 39.is. Þar
er hægt að skrifa undir áskorun um
að setja geðheilsu í forgang í sam-
félaginu. „Við vitum að fleiri mann-
eskjur taka líf sitt á þessu ári,“ seg-
ir m.a. í aðsendri grein í blaðinu í
dag frá Geðhjálp og Píeta. »35
Morgunblaðið/Hallur Már
Átak Áskorunum safnað á 39.is.
Fleiri munu svipta
sig lífi á þessu ári
Prófanir hefjast í næstu viku í nýrri
frystigeymslu Eskju á Eskifirði, en
fullbúin kostar hún um hálfan annan
milljarð króna. Páll Snorrason,
framkvæmdastjóri rekstrar- og fjár-
málasviðs Eskju, segir að um löngu
tímabæra fjárfestingu sé að ræða,
en frystar afurðir hafa verið geymd-
ar í frystiklefum á nokkrum stöðum.
Þá eru hafnar framkvæmdir við
stækkun á höfninni á Eskifirði, en
mikil starfsemi fer fram á athafna-
svæðinu innarlega í bænum. Kostn-
aður við stækkunina er áætlaður um
einn milljarður og eru verklok áætl-
uð vorið 2022. Að sögn Jóns Björns
Hákonarsonar, bæjarstjóra í
Fjarðabyggð, eru framkvæmdirnar
meðal þeirra umfangsmestu í sveit-
arfélaginu í ár og á næsta ári. »30
Ljósmynd/Gungör Tamzok
Eskja Iðnaðar- og tæknimenn hafa
haft í nógu að snúast undanfarið.
Milljarða
framkvæmdir
á Eskifirði
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stóð vel í
efsta liði heimslistans, Belgum, í Þjóðadeild
UEFA á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Birkir
Már Sævarsson jafnaði fyrir Ísland í fyrri hálf-
leik en Romelu Lukaku tryggði Belgum 2:1 sigur
með tveimur mörkum. Þrátt fyrir mikil forföll í
íslenska liðinu stóð það sig vel gegn öflugum
andstæðingum en Ísland er eftir sem áður áfram
án stiga í keppninni. »59
Morgunblaðið/Eggert
Íslenska landsliðið stóð vel í sterkasta liði heims