Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 59
ÍÞRÓTTIR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 ÞJÓÐADEILD Kristján Jónsson kris@mbl.is Ísland er enn án stiga eftir fjóra leiki í Þjóðadeild UEFA eftir 1:2 tap gegn Belgíu á Laugardalsvell- inum í gærkvöldi. Belgar eru efstir í 2. riðli með níu stig en Danir og Englendingar eru með sjö stig. Ís- land hefur raunar ekki náð í stig í Þjóðadeildinni frá upphafi en Ís- land er nú í efstu deild í annað sinn frá því deildin var stofnuð. Út úr þessum úrslitum öllum má lesa að það sé einfaldlega fullstór biti fyrir Ísland að vera í efstu deild en ekki slá menn hendinni á móti því þegar það býðst. Staða Íslands í Þjóða- deildinni skilaði Íslandi jú í umspil fyrir EM. Í þessari keppni sem reynst hef- ur íslenska liðinu erfið hefur Ísland mætt Belgíu fjórum sinnum og Belgar hafa fagnað sigri í öllum til- fellum. Belgar eru í efsta sæti styrkleikalista FIFA og það sýnir sig trekk í trekk að Ísland á í erf- iðleikum á móti Belgíu. Frammistaðan í gær var hins vegar ekki svo slæm hjá íslenska liðinu ef mið er tekið af mótherj- anum. Menn eiga auðvitað ekki að vera ánægðir með að tapa og hvað þá á heimavelli en leikurinn var í það minnsta töluvert betri fyrir ís- lenska liðið heldur en í Brussel í síðasta mánuði. Og líklega var frammistaðan einnig betri en þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laug- ardalsvelli fyrir tveimur árum, 0:3. Lukaku erfiður viðureignar Fastamenn vantaði í bæði liðin að þessu sinni. Leikmennirnir sem forfölluðust hjá Belgum eru auðvit- að öllu þekktari en að sama skapi hafa þeir meira mannaúrval til að fylla í skörðin. Einn þekktasti leik- maður Belga, Romelu Lukaku, réð úrslitum í gær og skoraði bæði mörkin. Sóknarmaðurinn naut- Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jöfnunarmark Birkir Már Sævarsson sendir boltann framhjá Simon Mignolet og jafnar metin fyrir íslenska liðið á 17. mínútu leiksins. sterki virðist kunna ágætlega við sig í Reykjavík því hann skoraði einnig tvö mörk í Laugardalnum fyrir tveimur árum. Bakvörðurinn Birkir Már Sæv- arsson skoraði mark Íslands í leikn- um og þar með annað mark sitt á landsliðsferlinum. Birkir fékk nú tækifæri á ný eftir að hafa verið ut- an landsliðshópsins í nokkurn tíma og nýtti tækifærið vel. Birkir hefur verið vægast sagt markheppinn að undanförnu í Pepsi Max-deildinni og skoraði fjögur mörk í þremur leikjum á dögunum. Þegar hann var settur í byrjunarliðið í gær þá fékk maður einhvern veginn á tilfinn- inguna að hann gæti tekið upp á því að skora í leiknum. Hann brosti breitt þegar boltinn lá í netinu enda leyfði hann örugglega leikgleðinni að ráða ferðinni í gær. Nýtti sprett- hörku sína til að lauma sér inn fyrir vörnina og tók á móti mjög góðri stungusendingu frá Rúnari Má. Fimm manna vörn Íslenska liðið kom Belgum ef til vill á óvart með því að stilla upp í fimm manna vörn. Andstæðingar Íslands eru orðnir vanir því að Ís- lendingar spili með fjögurra manna vörn en nú var gripið í annað leik- kerfi. Ef til vill var það gert vegna þess hve illa gekk að halda aftur af Belgunum í útileiknum í síðasta mánuði þegar Belgía vann 5:1. Leikáætlunin gekk nokkuð vel og síðari hálfleikurinn var góður af hálfu íslenska liðsins. Þar þarf auð- vitað að taka með í reikninginn að Belgar voru yfir og þurftu ekki á marki að halda. Samt sem áður var ýmislegt jákvætt hjá íslenska lið- inu. Mörkin sem liðið fékk á sig voru slysaleg en kannski er alltaf hægt að segja það eftir leiki. Boltinn hrökk af Herði Björgvini fyrir Lu- kaku í fyrra markinu og í því síðara tók Hólmar þá áhættu að henda sér niður inni í vítateig sem er hættu- spil. Úr því varð vítaspyrna. Lukaku í aðalhlutverki  Skoraði aftur tvö mörk á Laugardalsvelli  Betri frammistaða en í Brussel Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Þetta hefur verið sérstakur sólarhringur en jafnframt skemmtilegur. Maður hafði engan tíma til að fagna sigrinum í gær,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta, eftir 1:2-tap fyrir Belgum í Þjóðadeild UEFA. Arnar var á hliðarlínunni hjá A-landsliðinu í gærkvöld í fjarveru Eriks Hamréns og Freys Alexanderssonar sem eru í sóttkví. Þar var hann ásamt Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara U17 landsliðs karla, sem og Þórði Þórðarsyni, þjálfara U19 landsliðs kvenna. Arnar var aðeins sólarhring áður í Lúxem- borg að stýra U21 árs liðinu til 2:0-sigurs í undankeppni EM. „KSÍ vildi kalla mig heim til að vera í teyminu með Davíð og Þórði. Fyrir mig breytti það stöðunni, ég þurfti að hoppa upp í bíl og fara strax af stað. Þetta var ótrúlega gaman að fá að vera með strákunum inni í klefa. Drengirnir áttu frábær- an leik í dag og geta verið stoltir. Leikurinn var mjög vel settur upp hjá Erik og Frey og við gátum fylgt góðu plani,“ sagði Arnar. Íslenska liðið stillti upp þremur miðvörðum í gærkvöld og þá aðallega til að reyna að stöðva gott sóknarlið Belga. „Við tókum þá ákvörðun að spila þetta á móti þeim. Það er rosa- lega erfitt að spila á móti Belgum. Þeir spila 3-4-3 og eru sniðugir að finna svæði á milli miðjunnar og varnarinnar. Það er erfitt að verjast þessu en við náðum því ágætlega með þrjá miðverði og þrjá á miðjunni. Við hefðum mátt skapa 1-2 góð færi í viðbót og þá hefði þessi leikur verið nánast full- kominn,“ sagði Arnar. Strákarnir geta verið stoltir Morgunblaðið/Eggert Mark Jón Daði, Birkir Már og Albert fagna markinu. ÍSLAND – BELGÍA 1:2 0:1 Romelu Lukaku 9. með föstu vinstri- fótarskoti skoti rétt innan vítateigs. 1:1 Birkir Már Sævarsson 17. eftir sendingu Rúnars Más Sigurjónssonar í gegnum vörn Belga. 1:2 Romelu Lukaku 38. úr vítaspyrnu eftir að brotið var á honum. M Sverrir Ingi Ingason Hólmar Örn Eyjólfsson Rúnar Már Sigurjónsson Birkir Már Sævarsson Birkir Bjarnason Guðlaugur Victor Pálsson Albert Guðmundsson Dómari: Andris Treimanis, Lettlandi. Áhorfendur: 60.  Birkir Már Sævarsson skoraði sitt annað mark fyrir landslið Íslands í sín- um 94. landsleik. Það fyrra kom gegn Liechtenstein á Laugardalsvellinum í júní 2016.  Birkir Bjarnason var fyrirliði í fyrsta sinn og lék sinn 89. landsleik. Hann jafn- aði þar með Aron Einar Gunnarsson og Hermann Hreiðarsson í 4.-6. sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslands. Ekki var skemmtilegt að heyra þau tíðindi frá Póllandi að Hauk- ur Þrastarson, landsliðsmaður í handknattleik, hefði slitið kross- band í hné á dögunum. Haukur er aðeins 19 ára og á þeim aldri sem er mótunarskeið hjá leik- manni á uppleið og atvinnu- mannaferillinn auk þess nýhaf- inn hjá Kielce. Miklar vonir eru bundnar við Hauk og samherja hans úr yngri landsliðunum, Viktor Gísla Hall- grímsson. Er það ekkert leynd- armál enda voru þeir sérlega efnilegir og eru orðnir góðir. Þegar nánast heil hreyfing væntir mikils af mönnum í fram- tíðinni þá er það ekki úr lausu lofti gripið. Með þá innanborðs lék unglingalandsliðið til úrslita á EM í Krótaíu árið 2018. Ekki veit ég hversu margt ís- lenskt íþróttafólk ég þekki sem slitið hefur krossband. Þótt ég myndi bara nefna fólk úr knatt- spyrnu og handknattleik þá væri það óhugnanleg tala. Í raun þarf ekki að fara langt frá Hauki til að finna dæmi því systir hans, Hrafnhildur Hanna, hefur lent í því að slíta krossband. Eins leiðinlegt og það nú er þá getur Haukur alla vega aflað sér upplýsinga hjá mörgum hand- boltakempum um það hvernig best sé að vinna sig út úr slíku áfalli. Ég man ekki betur en að ekki ómerkari leikmaður en Ólafur Stefánsson hafi slitið krossband þegar hann lék ennþá hér heima með Val. Ef til vill hefur hann þá verið á svipuðum aldri og Hauk- ur er nú. Ólafur sneri öflugur til baka þótt það taki tíma að vinna úr meiðslum sem þessum. Haukur þarf að vera þolinmóður. Þegar ekki er lengra liðið á æv- ina en 19 ár þá geta átta mán- uðir virkað sem mjög langur tími. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Englendingar eru dottnir niður í þriðja sætið í 2. riðli Þjóðadeild- arinnar í fótbolta, riðli Íslands, eftir ósigur gegn Dönum á Wembley í gærkvöld, 0:1. Harry Maguire, miðvörður enska landsliðsins, var rekinn af velli á 34. mínútu og dæmd vítaspyrna sem Christian Eriksen skoraði úr. Er- iksen lék sinn 100. leik í gærkvöld og er yngsti landsliðsmaður Dana sem nær þeim áfanga, 28 ára gam- all. Simon Kjær lék einnig sinn 100. landsleik og er sá næstyngsti. Metið á undan þeim átti hinn íslenskætt- aði Jon Dahl Tomasson sem lék sinn 100. landsleik rétt fyrir 32 ára af- mælisdaginn. Danir fögn- uðu sigri á Wembley AFP Sigurmarkið Christian Eriksen fagnar á Wembley.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.