Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku 15. október 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.46 Sterlingspund 180.14 Kanadadalur 105.62 Dönsk króna 21.926 Norsk króna 15.121 Sænsk króna 15.781 Svissn. franki 152.03 Japanskt jen 1.3118 SDR 195.78 Evra 163.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 193.0449 Hrávöruverð Gull 1920.8 ($/únsa) Ál 1841.0 ($/tonn) LME Hráolía 41.81 ($/fatið) Brent BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Netpartar ehf., umhverfisvæn endur- vinnsla bifreiða, fékk í gær verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfis- mála. Eins og fram kemur á vef Sam- taka atvinnulífsins fá Netpartar við- urkenninguna fyrir að vera leiðandi í umhverfismálum við niðurrif bíla og sölu varahluta. Aðalheiður Jacobsen, fram- kvæmdastjóri og eigandi Netparta, segir að hún og allir hjá fyrirtækinu séu stolt og þakklát fyrir viðurkenn- inguna. Hún sé þeim mikil hvatning. Spurð um þýðingu verðlaunanna fyr- ir fyrirtækið segir Aðalheiður að þau séu mikilvæg viðurkenning á um- hverfisvænni starfsemi fyrirtækisins og liður í að fá fleiri bílapartasölur til að skilgreina sig sem umhverfisvæna endurvinnsluaðila. Allt verði endurunnið Leiðarljós Netparta er að sögn Að- alheiðar að ekkert sé urðað og allt sé endurunnið. Í dag séu 85% af bílhræj- um hjá Netpörtum endurunnin, og næst sé stefnt að 95% markmiði Evr- ópusambandsins. „Verðlaunin eru einnig mikilvæg til að styðja við meiri notkun á notuðum varahlutum. Ég vil til dæmis að tryggingafélögin hvetji enn frekar til notkunar notaðra vara- hluta og verði virk í þeim efnum. Verðlaunin hjálpa til við að vekja at- hygli á þeim málstað.“ Aðalheiður bætir því við að verð- launin séu líka ákveðin viðurkenning á því að bílapartasala sé góður „bis- ness“. Starfsemin sé samfélagslega ábyrg og snerti alla hluta reksturs fyrirtækisins á jákvæðan hátt, hvort sem um er að ræða viðskiptavinina, starfsmenn eða birgja. Eina ISO-vottaða partasalan Netpartar eru að sögn Aðalheiðar eina bílapartasalan á landinu með ISO-umhverfisvottun. Spurð að því hvort aðrar bílapartasölur hafi sýnt áhuga á að fara sömu leið og hún, segir Aðalheiður að hún hafi orðið vör við áhuga hjá bílapartasölum að innleiða sömu gagnagrunnstækni og Netpart- ar eru með í smíðum, en sú tækni mun auðvelda leit eftir pörtum á vefsíðu Netparta. Þar er tekið mið af nýrri Evrópureglugerð (Tilskipun 53/EC) um meðferð bíla við lok lífdaga (e. end- of life vehicles). „Bílapartasölur sem vilja fara sömu leið í tækninni og við þurfa um leið að taka til í sínum ranni hvað umhverfismálin snertir. Ég hef ekki áhuga á að vinna með neinum nema sá hluti sé í lagi líka. Í Svíþjóð fá eingöngu þær bílapartasölur sem eru með þessi mál á hreinu samninga við tryggingafélögin. Mig langar að hífa þennan geira hér á Íslandi upp á sama stað.“ Samnorrænt verkefni Netpartar, ásamt endurvinnslufyr- irtækinu Hringrás, taka þátt í sam- norræna verkefninu Proactive sem gengur út að gera heildarúttekt á stöðu nýtingar á bílarafhlöðum á Norðurlöndunum. „Við skoðum stöð- una í löndunum öllum. Hverjir verk- ferlarnir eru og hvernig farið er með rafbíla sem færðir eru til niðurrifs.“ Aðalheiður segir að verkefnið, sem taka muni tvö ár, sé komið vel af stað og hópurinn hittist á netforritunum Zoom og Teams reglulega. Verkefnið fékk styrk frá norræna nýsköpunar- sjóðnum Nordic Innovation Fund á dögunum. Tekjur jukust milli ára Tekjur Netparta árið 2019 jukust um tíu milljónir milli ára og voru 109 milljónir króna. Hagnaðurinn jókst einnig umtalsvert og var 7,4 milljónir króna en hann var 800 þúsund árið 2018. Aðalheiður segir um árið í ár að fyrirtækið haldi sjó, þrátt fyrir að illa ári í samfélaginu vegna kórónuveir- unnar. „Hér hefur engum verið sagt upp. Við verðum mjög nálægt núllinu í ár, og vonandi réttum megin við það.“ Vill fleiri umhverfis- vænar partasölur Ljósmynd/Samtök atvinnulífsins Verðlaun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Kristín Jóhannsdóttir, al- mannatengill Netparta, Aðalheiður Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Umhverfisverðlaun atvinnulífsins » Umhverfisfyrirtæki ársins er Terra en framtak ársins á sviði umhverfismála eiga Netpartar. » Fyrirtækin Landsnet og Orka náttúrunnar hafa áður átt framtak ársins á Umhverfis- degi atvinnulífsins. » Netpartar voru reknir með 7,4 milljóna króna hagnaði árið 2019. » Fyrirtækið er framúrskar- andi að mati Creditinfo.  Netpartar framtak ársins á Umhverfisdegi atvinnulífsins „Kreppan er dýpri og langvinnari en nokkur hefði getað ímyndað sér,“ segir Alexander de Juniac um ástand og horfur í alþjóðaflugi. Alexander er yfirmaður hjá IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga, sem kynnti horfur og uppfærðar spár á rafrænni kynningu í liðinni viku. Þar kom fram að dregið hefur úr væntingum þess að iðnaðurinn rétti úr kútnum og talið er líklegt að vand- inn dragist enn á langinn. Sem dæmi er nú talið að heildarflugumferð í heiminum (mæld í sætiskílómetrum) verði nk. desember 68% minni en á sama tíma í fyrra, en í júlí höfðu sam- tökin spáð 55% minni umferð. Stjarnfræðilegur taprekstur Til að setja ástandið í samhengi segir Alexander að flugfélög heims- ins tapi nú sem nemur tvö þúsund milljörðum króna á mánuði og jafnvel þó að bóluefni verði fljótlega kynnt til sögunnar, megi gera ráð fyrir því að iðnaðurinn muni halda áfram að vera rekinn með ca. þúsund milljarða króna tapi á mánuði árið 2021. Alexander segir að kjarni vandans sé sá að flugfélög standi frammi fyrir algeru tekjufalli, eða 80% að meðal- tali á heimsvísu. Erfitt sé að fylgja eftir með samdrætti í kostnaði og þó gripið hafi verið til róttækra aðgerða sé hann enn um 50% af því sem hann var á heimsvísu. „Þess vegna eru flugfélög enn að brenna lausafé og eru enn rekin með miklu tapi,“ segir Alexander um ástandið og bætir við að mörg félög geti ekki aflað rekstr- arfjár með hefðbundnum leiðum og standi því frammi fyrir fjárþurrð áð- ur en langt um líður. Þörf á frekari ríkisaðstoð Mörg ríki hafa varið miklu fé til að- stoðar flugfélögum og metur IATA að umfangið sé um 160 milljarðar dollara á heimsvísu. Þær tímabundnu ráðstafanir hafi þau áhrif að mun færri flugfélög hafi gefið upp öndina, en þó séu blikur á lofti vegna þess að dregið hafi úr sértækum ráðstöfun- um. IATA ákallar því stjórnvöld að halda uppi fjárhagslegri aðstoð í því neyðarástandi sem ríkir. „Ríkisaðstoðar er þörf fyrir allan iðnaðinn,“ segir Alexander, því áhrif- anna gætir í allri virðiskeðjunni, þ.m.t flugvöllum og öðrum innviðum sem eru háðir tekjum af flugumferð, eins og þeir voru fyrir tíma veirunn- ar. Hann segir ógnina ekki einskorð- ast við flugiðnaðinn sjálfan, því að mati IATA eru 10% af hagkerfi heimsins tengd honum á einn eða annan hátt; fjöldi beinna og afleiddra starfa sé um 46 milljónir og efna- hagsleg starfsemi í kringum iðnaðinn sé 1,8 trilljónir bandaríkjadala að mati IATA. Ákallið er skýrt: frekari aðgerða er þörf áður en flugiðnaðurinn lendir í meiri þurrð og fleiri fyrirtæki fara á höfuðið. sighvaturb@mbl.is AFP Flugvöllur Stórir flugflotar á jörðu niðri eru ein af birtingarmyndum þess ástands sem ríkir í iðnaðinum á heimsvísu. Útlitið er enn dökkt að mati IATA. Áfram svart- sýni í flugi  Alþjóðasamtök flugfélaga spá miklu tapi þrátt fyrir mögulegt bóluefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.