Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 ✝ Helgi Hall-grímsson, fv. vegamálastjóri, fæddist hinn 22. febrúar 1933 á Selsstöðum við Seyðisfjörð. Hann lést á líknardeild Landspítalans hinn 8. október 2020. Foreldrar hans voru Hallgrímur Helgason, f. 4.10. 1892, d. 18.12. 1940, og Mál- fríður Þórarinsdóttir, f. 10.1. 1900, d. 16.7. 1998. Bræður Helga voru Þórarinn, f. 28.4. 1928, d. 17.11. 2014, trésmiður á Egilsstöðum, og Jón Snæbjörn, f. 25.5. 1930, d. 10.12. 2010, járn- smiður í Reykjavík. Helgi ólst upp á Seyðisfirði, lauk stúdentsprófi frá MR 1952, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ og verkfræðiprófi frá Tækni- háskólanum í Kaupmannahöfn, 1958. Eftirlifandi eiginkona Helga til 62 ára er Margrét G. Schram, fv. leikskólakennari og kennari við KHÍ. Börn Helga og Mar- grétar eru: 1) Hallgrímur, f. brúardeild 1965-1972, yfirverk- fræðingur þar frá 1972, for- stjóri tæknideildar 1976, aðstoð- arvegamálastjóri 1985 og vega- málastjóri frá 1992 til starfsloka 2003. Hann var formaður BVFÍ og í aðalstjórn VFÍ 1973-1975, sat í stjórn Íslandsdeildar Norræna vegasambandsins, NVF, 1977- 2003 og var formaður hennar 1992-2003 en í aðalstjórn 1977- 2003. Helgi sat í ýmsum nefnd- um um vegagerð og flutninga á vegum Norðurlandaráðs 1979- 1991, í Skipulagsstjórn ríkisins frá 1992 uns hún var lögð niður 1998, formaður hennar 1993- 1994, í Almannavarnaráði 1992- 2003 og í ýmsum nefndum um samgöngu- og ofanflóðamál á vegum samgönguráðuneytis og félagsmálaráðuneytis 1973- 2003, formaður ofanflóðanefnd- ar 1992-1995. Helgi var formað- ur samráðsnefndar samgöngu- ráðuneytis og Reykjavíkur- borgar um úttektir á Reykjavík- urflugvelli 2005-2007. Helgi verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 15. októ- ber 2020, klukkan 13. Athöfninni verður streymt á YouTube undir: Útför Helga Hallgrímssonar. https://tinyurl.com/y33nbbrq Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat 18.2. 1959, rithöf- undur og myndlist- armaður, í sambúð með Þorgerði Öglu Magnúsdóttur. Á hann fjögur börn og eitt barnabarn. 2) Nína, f. 20.11. 1960, mannfræð- ingur og verkefna- stjóri hjá Rauða krossinum, í sam- búð með Kjartani Valgarðssyni og eiga þau tvö börn. 3) Ásmundur, f. 24.11. 1965, viðskiptafræðingur og bókaútgefandi, kvæntur Elínu G. Ragnarsdóttur og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn. 4) Gunnar, f. 24.11. 1965, leikari og rithöfundur, kvæntur Björk Jakobsdóttur og eiga þau tvo syni. Helgi var verkfræðingur hjá Vegagerðinni 1958-61, hjá ráð- gjafarfyrirtækinu Chr. Osten- feld & W. Jönsson (nú Cowicon- sult) í Kaupmannahöfn 1961-1962 og hjá Vegagerðinni frá 1962. Hann var umdæm- isverkfræðingur á Austurlandi til 1965, deildarverkfræðingur á Elsku afi, ég man eftir því þeg- ar við systurnar heimsóttum Glað- heima í fyrsta sinn, ég hef verið um þriggja ára. Amma Magga tók á móti okkur með ofur hressleika, hún bauð upp á gúmmelaði í eld- húsinu og við teiknuðum myndir sem voru strax festar á ísskápinn. Þar með var það staðfest; við vor- um barnabörnin ykkar, flóknara var það nú ekki. Það sem er svolít- ið skrítið við þessa minningu er að ég man ekki eftir þér. Þú hefur lík- lega verið á staðnum, brosandi og þögull að fylgjast með. En í mín- um huga og einmitt vegna þess að ég man ekki hvenær við hittumst fyrst hefur þú alltaf verið afi minn. Það er eitthvað svo stutt síðan við stóðum úti í Elliðaám að leita að sólgleraugunum þínum sem hurfu undir yfirborðið og á sama tíma datt lítill strákur ofan í ána og lenti undir hjólinu sínu, þið pabbi voruð ekki lengi að veiða hann upp úr og gera grín að óheppninni, sólgler- augun fundust aldrei. Ég man ekki tíma án þín og á mjög erfitt með að ímynda mér að sjá þig ekki aftur. Síðast þegar ég sá þig langaði mig svo að faðma þig en ég vissi ekki að þetta yrði síðasta skiptið, var bara að skreppa með bækur til ömmu og við olnboguðumst bless. Það var gott að vita að Hallgrímur gat les- ið síðasta bréfið mitt til þín og að þú hafir fengið að heyra hvað okk- ur þykir öllum vænt um þig áður en þú kvaddir. Takk fyrir að vera afi minn, fyrir að styðja alltaf við bakið á mér og sýna öllu því sem ég tók mér fyrir hendur áhuga. Takk fyrir minningarnar, fyrir hlýjuna, fyrir pabba minn sem þið amma virðist hafa sniðið fyrir mig sér- staklega. Hann er svo líkur þér á margan hátt og mikið er ég fegin að börnin mín fái að njóta þess að þekkja þig í gegnum hann. María Elínardóttir. Afi minn. Afi, þær eru ófáar minningarnar með þér í gegn um tíðina. Þú varst rólegi afinn sem nenntir að kenna mér teninga- spilið á hverju ári, alltaf með sömu þolinmæðinni. Smíðandi báta með mér og stóðst svo og horfðir á mig reyna að sigla þeim, sem gekk sjaldan, en það var allt í lagi því þá fórum við bara til baka og breyttum þeim og reyndum aftur. Þú hafðir allt- af svo góða nærveru. Þrátt fyrir rósemina í þér kom ég samt alltaf æðandi til þín og ætlaðist til þess að þú myndir stjana við mig í einu og öllu eins og amma gerir, sem þú svo gerðir auðvitað. Þú kenndir mér líka á litla traktor- inn og leyfðir mér að keyra á honum hring eftir hring á túninu, aftur og aftur. Þú hefur alltaf sýnt öllu því sem ég er að gera áhuga og það var alltaf gott að tala við þig. Það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig aftur en ég hugga mig við það að þér tókst vel í lífinu, það var langt og fallegt. Takk afi, fyrir að vera afi minn í allan þennan tíma, það er ekki sjálfsagt að hafa ver- ið úthlutað svona góðum afa. Indíana Ásmundardóttir. Helgi og Margrét. Margrét og Helgi. Þessi tvö nöfn eru samofin í lífi okkar systra. Annað varla nefnt án hins. Samt sjálfstæðir einstaklingar en samkenndin og elskan milli þeirra einstök. Og nú er Helgi allur. Helgi frændi, föðurbróðir okk- ar, var einstaklega vandaður mað- ur. Hann var líka svo skemmti- legur og hlýr. Það var svo gott að vera nálægt honum. Hann gaf sér ævinlega tíma fyrir mann og hafði einlægan áhuga á því sem viðkom manni sjálfum. Upp í hugann koma minningar frá ýmsum tím- um. Bernskuleikirnir í garðinum í Nökkvavoginum, jólaboðin, sem alltaf voru skemmtilegust hjá Margréti og Helga, heimsóknir á Háaleitisbrautina, Glaðheimana og nú síðast í Mörkina. Samveru- stundir á æskuslóðunum austur á Héraði, á Seyðisfirði, ættarmót, heimsóknir í bústaðinn í Flóanum, skemmtiferðir. Allir fundir ein- kenndust af fölskvalausri gleði, græskulausu gamni og þægileg- heitum. Allir skiptu máli og fengu athygli. Sérstakan sess í huga okkar systra skipar brúðkaups- dagurinn þeirra. Við vorum ekki háar í loftinu þá en hve glæsileg og geislandi brúðhjónin voru gleymist ekki. Kjóllinn hennar Margrétar eins og úr ævintýri. Við kölluðum líka kjólana okkar, sem við vorum í þá, brúðarkjóla og þeir voru til sparibrúks. Helgi var einstaklega frænd- rækinn og þótt við systur byggj- um sín á hvoru landshorninu sinnti hann okkur báðum af rækt- arsemi sem var honum eðlislæg. Það sama átti við um fjölskyldur okkar. Fylgdist af áhuga með öllu sem þeim viðkom. Það er minn- isstætt þegar haldið var upp á sjö- tugsafmælið hans og við vorum að kveðja og þakka fyrir okkur að hann gaf sér tíma til að spyrja unglingsstelpu að því hvort hún væri búin að ákveða hvað hún ætl- aði að verða. Svarið gladdi hann, - hún ætlaði að verða verkfræðing- ur. Þessi áform vissu þeir sem nær henni stóðu ekkert um. Þetta var einkennandi fyrir Helga, hann fylgdist með öllu. Við gætum ausið endalaust úr minningabrunninum og allt er það ljúft. Helgi var lítið fyrir að trana sér fram og kynni okkur litlar þakkir fyrir að mæra hann. Hann var ótrúlega fróður og seint komið að tómum kofunum hjá honum. Ættfræði var gaman að ræða við hann því hann vissi allt og gaukaði oft að manni upplýsingum sem hann reiknaði með að gætu nýst seinna. Hann unni náttúrunni, þekkti landið eins og lófann á sér og var mikill áhugamaður um skógrækt. Hríslurnar hans Helga má finna á fleiri en einum stað á landinu, meðal annars á Illuga- stöðum í Skálmarfirði en þar átt- um ég (Málfríður) og maður minn því láni að fagna að dvelja í góðu yfirlæti með Helga og Margréti við berjatínslu, spilamennsku, glaum og gleði. Yndislegar stund- ir sem við erum ævinlega þakklát fyrir sem og aðrar góðar stundir með þeim hjónum í seinni tíð. Að leiðarlokum viljum við syst- ur þakka fyrir alla þá hugulsemi sem við höfum notið í blíðu og stríðu. Helga frænda okkar geym- um við á sérstökum stað í hjarta okkar. Elsku Margrét og fjöl- skylda. Hugur okkar og fjöl- skyldna okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Helga frænda. Málfríður og Hrafnhildur Þórarinsdætur. Þrátt fyrir hin sterku fjöl- skyldubönd milli okkar Helga, en mæður okkar voru bræðrabörn og ólust upp saman, byrjar okkar góða vinátta ekki fyrr en um 1960 þegar við erum báðir að byrja okkar búskap í sama húsi á Njáls- götu 87, sem var hálfgert fjöl- skylduhús, báðir nýkomnir úr námi og nýgiftir. Þó höfðum við auðvitað alltaf vitað hvor af öðr- um. Þarna fæddust elstu börn okk- ar og ólust upp sem systkini og sú vinátta hefur haldist alla tíð síðan. Vináttuböndin styrktust svo með árunum og það hversu fjölskyld- urnar voru samstiga sannast best með því að yngsti sonur okkar, Siggi Valur, kallaði hann gjarnan Helga pabba. Þær eru ófáar sam- verustundir fjölskyldnanna gegn- um árin, bæði um jól og á öðrum tímum. Ekki spillti fyrir samver- an í Stóra-Langadal á sínum tíma við leik og störf og veiði. Þar dvöldu konur okkar oft langdvöl- um með börnin. Síðan tók við ÍR-tímabilið með mikilli vinnu við að byggja upp skíðasvæði félagsins í Hamragili en þar var Helgi ókrýndur verk- stjóri því allir, líka gömlu karlarn- ir sem höfðu ekki endilega mikið álit á verkfræðingum, báru mikla virðingu fyrir honum og fylgdu Helga orðalaust, því þannig var hann. Mér er minnisstæð stundin þegar Puma-lyftan kom á svæðið og Helgi opnaði fyrsta gáminn og lyftan blasti við í frumeindum. Þá leit Helgi undan og lokaði gámn- um strax aftur með svip sem sagði: Þetta er vonlaust. En hann gafst samt ekki upp, og upp fór lyftan undir styrkri stjórn hans. Eftir þetta tímabil tóku við ótal skíðaferðir til útlanda, bæði Aust- urríkis og Ítalíu, með þeim hjón- um og er árin liðu breyttust þær í golfferðir til Spánar og Þýska- lands. Þannig hefur þetta gengið og vináttan bara eflst og á hana hefur aldrei fallið skuggi þessi 60 ár. Við Erna og fjölskylda þökkum allar gömlu og góðu gleðistund- irnar saman og sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Margrétar og fjölskyldunnar allr- ar. Valur Pálsson. Fallinn er frá sá maður sem ég hef metið mætastan af mínum samferðamönnum á lífsleiðinni, Helgi Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóri. Þegar ég hóf störf hjá Vega- gerðinni árið 1973 var Helgi yf- irmaður brúadeildar. Samskipti okkar voru ekki mikil í fyrstu, en jukust er fram leið eftir að hann varð forstjóri tæknideildar og ekki síst eftir að hann varð aðstoð- arvegamálastjóri og síðar vega- málastjóri. Unnum við náið saman að ýmsum málum, t.d. undirbún- ingi Hvalfjarðaganga sem einka- framkvæmd. Átti Helgi drjúgan þátt í að koma því máli áleiðis þrátt fyrir efasemdir um það verklag, bæði innan Vegagerðar- innar og í ráðuneytum. Helgi var farsæll verkefnastjóri í stærstu framkvæmdum samgöngusögu Íslands. Má nefna gerð brúa á Skeiðarársandi, Borgarfjarð- arbrú, Vestfjarðagöng og lagn- ingu bundinna slitlaga. Helgi var mjög virtur maður og vinsæll, jafnt meðal samstarf- manna sem annarra starfsmanna. Einnig á meðal aðila utan stofn- unar, þingmanna, starfsfólks ráðuneyta og síðast en ekki síst landeigenda og annarra þeirra sem hafa þurfti samstarf við vegna framkvæmda. Kom þar til jafnaðarmennska, í bestu merk- ingu þess orðs, og eðlislæg virðing fyrir mönnum og málefnum. Helgi aðhylltist skoðanir vinstri manna, a.m.k. framan af ævi, og var jafnvel flokksbundinn á vinstri væng stjórnmálanna. Það kom ekki í veg fyrir að Halldór Blöndal, þáverandi samgönguráð- herra, skipaði Helga vegamála- stjóra þrátt fyrir pólitískan skoð- anamun, hafði sem sagt glöggt auga fyrir mannkostum hans. Helgi var strangheiðarlegur emb- ættismaður, lagði áherslu á góða stjórnsýslu og gott siðgæði í öllum störfum. Við Helgi ferðuðumst töluvert saman, bæði innanlands og er- lendis vegna funda og ráðstefna. Voru eiginkonur okkar þá gjarn- an með í för. Ekki er hægt að hugsa sér betra samferðafólk, Helgi rólegur og íhugull, en gat þó verið hrókur alls fagnaðar. Magga alltaf kát og glöð. Og ekki leyndi sér hlýjan og innileikinn í þeirra sambandi þótt Helga væri ekki gjarnt að bera tilfinningar sínar á torg. Ég gat þess í upphafi að sam- skipti okkar Helga hefðu ekki ver- ið mikil til að byrja með en þau þróuðust upp í það að verða góður kunningsskapur og að lokum góð vinátta. Í síðasta samtali sem ég átti við Helga sagði hann mér, að hann væri orðinn mikið veikur og nú væri bara reynt að halda í horf- inu. Ég náði að tjá honum þá að hann hefði verið minn besti læri- faðir á lífsleiðinni. Hann svaraði því til eitthvað á þá leið, af með- fæddri hógværð, að það skipti máli hvernig nemandinn væri. Ég tók það sem hrós og mér þótti vænt um það. Þegar ég var að hugsa efni í þessa minningargrein sá ég í sjón- varpinu þátt um Arnold Palmer, einn besta golfleikara sögunnar og mikinn mannvin. Það var um hann sagt að þeir sem sýndu öðr- um virðingu, vinsemd og um- hyggju yrðu elskaðir og virtir. Mér fannst þessi orð eiga vel við um vin minn, Helga Hallgríms- son. Gunnar Gunnarsson. Samstarf okkar Helga Hall- grímssonar var náið þau ár sem ég gegndi embætti samgönguráð- herra. Ég kynntist því vel hversu einstakur samstarfsmaður hann var, framsýnn og traustur. Það lá í hlutarins eðli að vegamálastjórinn átti mikið og margvíslegt sam- starf við samgönguráðherra. Það leið vart sú vika að við ættum ekki fund eða ræddum saman í síma um þau óteljandi verkefni sem á herðum vegamálastjóra hvíldu og hann var óspar á holl ráð og um- sagnir þegar eftir því var leitað. Það er áhugavert að rifja það upp hversu vega- og brúakerfi lands- ins byggðist hratt upp og batnaði þann tíma sem Helgi Hallgríms- son starfaði hjá Vegagerðinni. Þegar litið er yfir þessa áratugi Helga hjá Vegagerðinni er óhætt að segja að samgöngukerfinu í landinu hafi verið bylt eftir að far- ið var að endurbyggja gamla þjóð- vegi, leggja bundið slitlag á veg- ina sem áður voru malarvegir og byggja upp nútímaleg samgöngu- mannvirki svo sem jarðgöng og öflugar ferjuhafnir sem tengdu saman vegakerfið og siglingaleið- ir. Það var ánægjulegt viðfangs- efni að leggja á ráðin um fram- kvæmdir með framkvæmda- manninum Helga Hallgrímssyni. Hann var stöðugt með hugann við hvað mætti betur gera til þess að stytta leiðir á milli landshluta og auka umferðaröryggi. Þegar lög um samgönguáætlun voru sett ár- ið 2002 var Helgi skipaður í sam- gönguráð sem vann með sam- gönguráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins að gerð 12 ára áætl- unar um framkvæmdir í sam- göngumálum. Afgreiðsla sam- gönguáætlunar tók stundum langan tíma á Alþingi og var ekki samþykkt fyrr en eftir miklar um- ræður og óteljandi fyrirspurnir. Við umfjöllun í þinginu reyndi mjög á vegamálastjóra að kynna fyrir þingmönnum forsendur framkvæmda. Það var ekki ónýtt fyrir samgönguráðherrann að vegamálastjóri naut trausts og virðingar. Það voru mörg um- fangsmikil verkefni sett á dagskrá á þessum tíma þegar Helgi Hall- grímsson stóð í stafni hjá Vega- gerðinni. Flest þeirra vegagerð- arverkefna eru orðin að veruleika nema Sundabraut sem vegagerð- armenn voru sannfærðir um að ætti að leggja sem fyrst til þess að tryggja flutningaleiðir að og frá höfuðborginni og megin inn- og útflutningshöfn landsins. Eftir að Helgi hætti sem vegamálastjóri vann hann fyrir samgönguráð- herrann um tíma að mikilvægum verkefnum á vettvangi sam- göngumálanna þar sem ég vissi að reynsla hans var mikilvæg í þágu stórra verkefna. Ég kynntist því vel á ferðum okkar að Helgi þekkti landið vel og hann var ein- staklega skemmtilegur ferða- félagi. Við fórum margar ferðir saman um landið jafnt með ströndinni sem um hálendið þeirra erinda að skoða ástand vegakerfisins og meta þær áætl- anir sem unnið var eftir. Helgi var ekki einungis skemmtilegur ferðafélagi heldur hafsjór þekk- ingar um landið okkar og söguna. Var hann jafnan sjálfkjörinn til þess að vera leiðsögumaður við þær aðstæður. Um leið og ég rifja upp og minnist með þakklæti samstarfs við Helga Hallgríms- sonar vottum við Hallgerður Mar- gréti konu hans og fjölskyldu samúð okkar á kveðjustundu. Sturla Böðvarsson. Ég hitti Helga Hallgrímsson fyrst á sólríkum sumardegi 1959. Það var verið að byggja brú ná- lægt Möðrudal, ég vann við brúar- gerðina en Helgi, sem lokið hafði verkfræðinámi árinu áður, var kominn til að líta eftir fram- kvæmdinni. Þetta var á laugar- degi og tilvalið að fá far með verk- fræðingnum til Egilsstaða og fræðast hjá honum á leiðinni um verkfræðinám sem ég ætlaði að hefja um haustið. Helgi sagði mér frá verkfræðináminu á leiðinni en einnig frá örnefnum og ég fylgdist með viðræðum hans við bændur á Jökuldal sem hann hitti á leiðinni. Það vakti sérstaka athygli mína hversu góðan tíma hann tók sér og hvað þolinmæði hans var mikil í þessum viðræðum. Þetta var fyrsta ferðin okkar Helga saman en ferðirnar áttu eftir að verða ótalmargar og Helgi var frábær ferðafélagi. Ég kom til starfa hjá Vegagerðinni 1964 þegar ég hafði lokið verkfræðinámi og kynntist þá Helga sem félaga, samstarfs- manni og yfirmanni og bar aldrei skugga á þau kynni. Eitt af því sem einkenndi samskipti Helga við starfsmenn og aðra sem hann átti samskipti við var þolinmæði eins og á Jökuldalnum forðum. Í störfum sínum hjá Vegagerðinni kom Helgi með beinum og afger- andi hætti að þeirri byltingu í vegagerð sem hófst um 1970 og miðaði að því að koma vegakerfi landsins í nútímalegra horf. Á þessum tíma voru nánast allir þjóðvegir á landinu, að veginum til Keflavíkur undanskildum, með malarslitlagi. Hafist var handa með endurbyggingu veganna út frá Reykjavík þar sem Helgi kom að stjórn undirbúnings. Síðan fylgdi hvert verkefnið eftir annað þótt stundum þætti hægt ganga. Það verkefni í þessari byltingu sem ef til vill olli mestum breyt- ingum var tenging hringvegar á Skeiðarársandi en þar var hlutur Helga afgerandi. Við starfslok Helga var ástand vegakerfisins gerbreytt og bundið slitlag komið á stærstan hluta aðalvega á land- inu. Nú þegar leiðir skiljast er mér efst í huga þakklæti fyrir að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa átt Helga Hallgrímsson að sam- starfsmanni, yfirmanni og vini. Ég sendi Margréti, börnunum og öðrum aðstandendum innileg- ustu samúðarkveðjur. Jón Rögnvaldsson. Helgi var byrjaður í verkfræði- námi þegar leiðir okkar fyrst lágu saman í vinnu við landmælingar á Tungnáröræfum sumarið 1956. Báðir vorum við Austfirðingar en höfðum gengið hvor í sinn menntaskólann sem voru býsna ólíkir heimar í þá daga. Foreldrar Helga voru bæði ættuð af Héraði og margt öndvegisfólk á þeirra ættarslóð. Leiðtogi okkar mæl- ingamanna var þá og lengi síðan Steingrímur Pálsson sem hélt góðum aga á sínu fjörmikla liði. Helgi var þarna í ábyrgðarstarfi við þríhyrningamælingar og þurfti að ganga á hæstu fjöll og liggja þar stundum við dögum saman í bið eftir skyggni. Kom þá Helgi Hallgrímsson Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.