Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 nefna þegar hann tók eitt sinn smávaxna afgreiðsludömu, stakk henni inn í hefingarskápinn og sagðist ætla að hafa hana þar fram eftir degi og vita hvort hún gæti ekki hefast svolítið og stækkað. Á sokkabandsárunum lék hann með ýmsum strákahljómsveitum víða á Norðvesturlandi og spilaði fótbolta með Tindastólsliðinu, og eru til ófáar sögur frá þessum sveifluárum hans. Gunni lauk meistaraprófi í bakaraiðn og vann við fagið í allmörg ár, og á þessum tíma byggðu þau Sólrún sér heimili að Grundarstíg 5 og þar eignuðust þau Guðbjörgu Þuru, Kristínu, Gunnar Andra og Guðjón, glæsi- legan hóp og vel gerðan, sem öll hafa haslað sér völl í atvinnulífinu og eru þar að gera góða hluti. Ýmsar orsakir urðu til þess að fjölskyldan flutti til Danmerkur og vann Gunni þar við iðn sína í nokk- ur ár, en heimkominn gerðist hann nokkru síðar starfsmaður Reykja- víkurborgar og varð næturvörður í Ráðhúsinu við Tjörnina. Alla tíð stundaði hann stang- veiði og var ótrúlega fengsæll lax- veiðimaður, en hin síðari ár tóku þau Sólrún að leika golf, og áttu saman verulega góða tíma á hinum ýmsu golfvöllum innanlands og ut- an. Nú í sumarlok birtist Gunni hér í eldhúsinu á Öldustígnum, sól- brúnn og spilandi kátur rétt eins og alltaf áður, að koma af golfvell- inum hér á Króknum og á hratt líð- andi stund voru margar sögur sagðar, margt rifjað upp og mikið hlegið og er ómetanlegt að eiga þessa ljúfu mynd af honum alveg eins og hann var alltaf í gamla daga. En nú við leiðarlok Gunna eru Sólrúnu og börnum þeirra og öll- um afkomendum sendar hugheilar samúðarkveðjur af Króknum með þökk fyrir öll gömlu og skemmti- legu árin. Birna og Björn. Gunnar Þórir Guðjónsson – Gunni frændi – var yngstur níu systkina sem öll voru kennd við bakaríið á Sauðárkróki. Átta kom- ust á legg. Guðjón Sigurðsson bak- arameistari gekk fjórum ungum börnum Ólínu Björnsdóttur í föð- urstað við fráfall Snæbjörns Sig- urgeirssonar bakarameistara. Þá bar Ólína fimmta barnið undir belti. Ólína og Guðjón eignuðust saman þrjú börn. Sauðárkróksbakarí var mitt annað heimili. Afi og amma bjuggu á efri hæðinni en bakaríið var á jarðhæð. Og það var alltaf líf og fjör. Gunni frændi lagði fyrir sig bak- araiðnina, þótt hún yrði ekki ævi- starf hans nema að hluta. Alla mína æsku og unglingsár gat ég gengið að honum vísum í bakaríinu þar sem lífsviðhorf mitt mótaðist að stórum hluta. Þar drakk ég í mig trúna á sjálfstæða atvinnurek- endur og öðlaðist skilning á því að ekkert velferðarsamfélag fær þrif- ist án þeirra. Og þrátt fyrir að oft væri handa- gangur í öskjunni og unnið í kapp við klukkuna sýndi Gunni frændi litlum strákpolla, sem stöðugt var að sniglast í bakaríinu og truflaði vinnandi menn, þolinmæði og at- hygli. Tilbúinn til að leiðbeina og sýna réttu handbrögðin við að smyrja glassúrinn og súkkulaðið á snúð- ana. Og ekki leið á löngu þangað til ég var nothæfur við að vigta brauð- deigið og raða pylsubrauðunum á plöturnar. Gunni frændi var glaðlyndur. Brosið var honum eðlislægt enda stutt í grallarann. Hann gat verið stríðinn, ekki síst við systur sínar, án þess að vera meinfýsinn og meiðandi. Hrekkir og gamansemin kryddaði hversdaginn. Á stundum fékk lítill strákhnokki að taka þátt í prakkaraskapnum, ekki síst þegar verið var að undirbúa miklar veisl- ur í Bifröst. Gunni frændi var ástríðufullur kylfingur. Í golfinu, líkt og í lífinu sjálfu, sameinuðust þau hjónin. Fátt gat komið í veg fyrir að Gunni færi út á golfvöll, ekki einu sinni fimmtugsafmæli. Í stað þess að slá upp veislu hélt Gunni golfmót fyrir vini og vandamenn. Frændi átti ekki samleið með formlegheitum og snobbi. Léttleiki hans kom í veg fyrir það. Og lík- lega er það þess vegna sem Gunn- ar Þórir Guðjónsson var og verður aldrei annað í mínum huga en Gunni frændi. Að leiðarlokum eru orð fátækleg. Aðstæður í sam- félaginu komu í veg fyrir að við gætum átt síðasta samtalið – það bíður betri tíma. Gunni frændi gat verið óþolinmóður og þá fremur gagnvart sjálfum sér en öðrum. Þess vegna átti það kannski ekki að koma á óvart að hann skyldi kveðja snögglega eftir stutt veik- indi. Bakarísbörnin voru alin þann- ig upp að vera ekki mikið að dunda við verkefnin heldur klára þau og gera vel. Við Gréta og börnin sendum Sólrúnu, Guðbjörgu, Kristínu, Gunnari Andra og Guðjóni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minning- in um góðan dreng og skemmti- legan frænda lifir. Óli Björn Kárason. Í dag kveð ég elskulegan móð- urbróður minn, Gunnar Þóri Guð- jónsson, hann Gunna frænda. Gunni frændi var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann var alltaf hress og skemmtilegur og til í að grínast og stríða fólki aðeins, svona í góðu sko! Hann átti það til að gera þvílíkt at í manni ef hann náði að svara símanum heima í Fellsó á undan foreldrum mínum, svo mik- ið grín að ég var stundum ekki al- veg viss hvort ég hefði hringt í rétt númer. Ég man svo vel þær stundir, þegar ég var lítil, í bakaríinu hjá ömmu og afa á Sauðárkróki, að þvælast fyrir þeim afa og Gunna frænda og hinu starfsfólkinu sem voru á fullu að vinna í að búa til brauð og sætabrauð. Alltaf var tími til þess að gefa litlu frænku smá tíma og prakkarast aðeins í henni og leyfa henni að laumast í rúsínuskúffuna og kannski búa til sitt eigið brauð eða vínarbrauð. Mér finnst einmitt þessi natni hans frænda svo lýsandi fyrir hversu mikil barnagæla hann var og hvað krakkarnir hafa alltaf sogast að honum, því hann var alltaf til í smá grín og glens með þeim. Mér fannst alltaf gaman að koma til þeirra Gunna og Sóu og krakk- anna allra og sér í lagi þegar við stelpurnar vorum á smíðavellinum sem var bara rétt fyrir aftan húsið þeirra. Gunni var yngstur af systkinun- um úr bakaríinu og var oft gaman að vera með þeim systkinum þegar þau voru að rifja upp hitt og þetta frá fyrri árum, sér í lagi þar sem þær systur Snæja (mamma mín), Gígja, Eva og Bidda mundu kannski hlutina ekki á sama máta og þá mátti Gunni skerast í leikinn og leiðrétta þær og oft varð úr þessu hin mesta skemmtun fyrir okkur hin sem vorum viðstödd. Gunni var mikill vinur mömmu og pabba og kom mikið í heimsókn til þeirra í Fellsó. Hann og pabbi voru báðir með mikla bíladellu og gátu talað endalaust um bíla og svo má ekki gleyma veiðisögunum sem þeir voru oft að rifja upp. Það held ég að þeir sitji nú saman og hafi gaman í Sumarlandinu! Gunni frændi var líka alltaf að segja manni gamlar sögur að norðan sem mér þótti alltaf svo gaman að heyra. Mér er svo minnisstætt ættar- mót fjölskyldunnar á Sauðárkróki 2009, en þá var okkur öllum boðið í heimsókn í bakaríið, þar sem við fengum að skoða það allt, sem var mjög skemmtilegt fyrir þá yngri sem höfðu ekki upplifað það að vera í bakaríinu með ömmu og afa. Í þessari heimsókn fór ég með Gunna frænda niður í kjallara í bakaríinu þar sem við fundum gamla muni frá tíma hans og afa og á því augnabliki fannst mér eins og Gunni frændi kæmist á flug í að segja mér alls konar sögur um hitt og þetta frá tíma þeirra. Ég á nokkrar myndir af okkur tveimur þarna í kjallaranum að skoða göm- ul kökuform og hitt og þetta og það má sjá á myndunum hversu áhugasamur Gunni frændi var að segja mér frá þessu öllu. Mér þyk- ir mjög vænt um að eiga þessar minningar og mun geyma þær vel. Eftir að pabbi lést var Gunni svo duglegur að heimsækja systur sína, hana mömmu, og fyrir hver jól færði hann henni alltaf soð- brauð að norðan, því annars væri ekkert varið í hangikjetið á jóla- dag. Í dag er komið að kveðju- stund elsku besti frændi minn þangað til við hittumst næst. Ég bið góðan guð að varðveita minn- ingu þína. Elsku Sóa mín, missir þinn er mikill. Ég sendi þér og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Gunna frænda. Þín frænka, Guðrún Birna Jörgensen (Ditta). Látinn er eftir stutta en harða baráttu við óvæginn vágest sem fáu eirir. Gunnar Guðjónsson, eða Gunni bakari eins og flestir þekktu hann. Fæddur á Sauðárkróki og ól þar manninn æskuárin. Starfaði við bakaraiðn um skeið en sinnti síðan ýmsu öðru. Hann var vina- margur og bóngóður, fylgdi gjarn- an vinskap eftir með símtölum og fylgdist með hvernig gengi hjá fé- lögunum. Spilaði fótbolta ungur en hvarf síðar á vit golfsins og átti þar margar ánægjustundir með félög- unum og sinni góðu konu Sólrúnu. Þegar aldurinn færðist yfir og lík- aminn byrjaði að kvarta hélt hann ótrauður áfram og skeytti lítið um þótt brakaði í liðum. Var þó kom- inn á bíl síðustu árin. Var í fjölda- mörg ár „primus motor“ í að halda Skagfirðingamótin sem lengst voru í Borgarnesi. Sá staður valinn til að mæta norðanmönnum sem gjarnan mættu og svo burtfluttir Skagfirðingar. Margir muna Gunna á vellinum. Fljótur að slá og ef eitthvað fór öðruvísi en ætlað var þá kom gjarnan „gerir ekkert til“ og áfram var haldið. Hans er einnig minnst fyrir sérstakan pútt- stíl því Gunni púttaði bara með annarri hendinni og þótti fremur sérstakt. Fyrir margt löngu var stofnað- ur bridge-klúbbur á Sauðárkróki og mun sá vera með þeim elstu sem rekja ættir þangað. Aldurinn mun vera nálægt hálfu hundraði og geri aðrir betur. Gunni hefur verið með frá upphafi. Fjöldi með- lima verið tiltölulega stabill, eitt- hvað kvarnast úr og eitthvað bæst við eins og gengur. En eitt er víst að alltaf hefur verið gaman. Spilað einu sinni í viku yfir vetrartímann. Gunni sjaldan eða aldrei forfallaður og áfram um að allt gengi eins eins og ætlað var. Þegar við tókum sum- arhlé í vor datt engum í hug að kvarnast myndi úr hópnum. Við vissum að Gunni gekk ekki heill til skógar en hann gerði lítið úr sínum einkennum eins og venjulega, „gerir ekkert til“, og gengur vel. Við söknum nú frábærs félaga og góðs vinar. Það vildi svo til að næsta spilakvöld átti að vera hjá Gunna en af því verður ekki en hver veit nema vinur okkar sé sest- ur efra og opni á tveimur laufum sem alltaf veit á fjörugt spil í klúbbnum. Sólrúnu eiginkonu Gunna og vinkonu okkar sendum við þakkir fyrir að fóstra okkur og allar góðan viðurgjörning. Innilegar samúðar- kveðjur sendum við henni og öllum ættingjum og afkomendum þeirra hjóna. Gunna er sárt saknað. Spilaklúbburinn Stubbur, Ástvaldur Guðmundsson Einar Einarsson Gestur Þorsteinsson Ólafur R. Ingimarsson Sigurgeir Þórarinsson Páll Pálsson Við bjuggumst ekki við að Gunni bakari myndi kveðja svona snöggt. Töldum að eftir væru fleiri samverustundir utan sem innan vallar og fleiri golfmót að undir- búa. En svona getur lífið komið okkur á óvart og kennt okkur að njóta hvers dags og hverrar stund- ar. Hægt er að hafa mörg orð um vin okkar. Gunni var hláturmildur prakkari, einstakur sögumaður, ástríðugolfari, mikill fjölskyldu- maður og harðari sjálfstæðismann var vart hægt að finna. Og sprungulaus Króksari. Gunna er sárt saknað hjá okkur sem störfuðum með honum við framkvæmd Skagfirðingamótsins í golfi, sem Gunni ásamt Sólrúnu gerði að stærsta átthagagolfmóti landsins á nokkrum árum, með 80- 100 keppendum í hvert sinn. Þar hafa brottfluttir skagfirskir kylf- ingar komið árlega saman hér syðra síðan 1998 og spilað með gömlum sveitungum að norðan. Gunni lifði fyrir þetta mót og þau Sólrún geta verið stolt af því að hafa náð að tefla saman sveit- ungum sínum með þessum hætti og myndað stemningu sem jafnast á við gott ættarmót. Gunni var stöðugt vakandi fyrir nýjum styrktaraðilum. Eftir að hann gerðist heiðursformaður móts- nefndar hélt hann okkur arftökun- um vel við efnið. Hann þekkti flesta bakarameistara landsins og þaðan hefur komið ómældur stuðningur. Ef hann tók einhvern tali á förnum vegi og í ljós kom að viðkomandi átti fyrirtæki eða var þar í forsvari, þurfti jafnvel ekki að vera Skagfirðingur, þá var Gunni kominn í lok samtalsins með vilyrði um stuðning við mótið. Með þess- um hætti komu margir vinningar þegar hann starfaði sem húsvörð- ur í Ráðhúsinu, og hitti þar marga. Gunni lét fátt stöðva sig í golf- inu, hvort sem það voru fúnir fæt- ur eða krabbinn, sem hann glímdi við seinustu árin. Hann notaðist bara við golfbílinn og skellti á sig spelkum. Það var gaman að fylgj- ast með hvernig hann gat vippað og púttað með hægri hendi, og gerði það listavel, með vindilinn í öðru munnvikinu. Hann var brattur á mótinu sem við héldum á Akranesi um miðjan ágúst síðastliðinn. Sagði lækna bjartsýna á að lyfin héldu sér gangandi, þannig að þau Sólrún gætu haldið áfram að spila saman og njóta lífsins. En síðan bárust okkur slæmar fréttir á dögunum. Meinið hafði dreift sér og eftir stutta dvöl á spít- ala var baráttunni lokið hjá Gunna. Ekki náðum við að spila síðasta hringinn saman, og ekki heyrum við fleiri gamansögur frá honum á fundum okkar. Við verðum að taka þá hringi saman seinna, en fram að því munum við reyna að halda merki hans á lofti á mótinu góða. Við sendum Sólrúnu og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur á erfiðum tímum. Björn Jóhann, Sigfús (Fúsi) og Eyþór. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR VIGFÚSDÓTTUR. Innilegt þakklæti fær starfsfólk Sjávar- og Ægishrauns, Hrafnistu Hafnarfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Vigdís Grétarsdóttir Guðjón Grétarsson Stella Grétarsdóttir Ómar Grétarsson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ÁRNA HALLDÓRSSONAR, skipstjóra og útgerðarmanns á Eskifirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkrahússins í Neskaupstað fyrir umönnun og alúð. Kristín A. Árnadóttir Halldór Árnason Björn Árnason Sigrún Árnadóttir Guðmundur Árnason Auður Sigrúnardóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS KJARTANSSONAR viðskiptafræðings, Sóltúni 11. Ágústa Árnadóttir Margrét Gunnarsdóttir Jakob F. Ásgeirsson Kristín Gunnarsdóttir og barnabörn Ástkær systir, mágkona og frænka okkar, MARÍA GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, lést föstudaginn 9. október á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni. Útför fer fram í kyrrþey. Sigurbjörg Hervör Guðjónsd. Guðmundur Knútur Egilsson Halldóra Jóna Sölvadóttir og aðrir aðstandendur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, TRYGGVA PÁLS FRIÐRIKSSONAR listmunasala. Sérstakar þakkir okkar til heimaþjónustu líknardeildar Heru. Elínbjört Jónsdóttir Margrét Tryggvadóttir Jóhann Ágúst Hansen Elín Tryggvadóttir Guðjón Guðmundsson Friðrik Tryggvason Sóley Bjarnadóttir og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞRÖSTUR H. ELÍASSON sendibílstjóri, Melabraut 46, Seltjarnarnesi, andaðist sunnudaginn 11. október á hjúkrunarheimilinu Eir. Lilja Þrastardóttir Skúli Þorsteinsson Helgi Leifur Þrastarson Guðrún R. Maríusdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KR. ÁRNADÓTTIR, Didda, Blásölum 21, sem varð bráðkvödd 29. september, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 16. október klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verður boðið til athafnarinnar. Fyrir hönd aðstandenda, Auður Árný Kristján Salberg Ólöf Ágústína Ásta Bergljót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.