Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
Síldarvinnslan
Síldarvinnslan er eitt öflugasta sjávarútvegs-
fyrirtæki landsins. Það er stærsti framleiðandi
fiskimjöls og lýsis á Íslandi og á sér rúmlega
60 ára sögu. Fyrirtækið gerir út fjögur skip
undir eigin merkjum og rekur fiskiðjuver og
fiskimölsverksmiðju í Neskaupstað og frysti -
hús og fiskimjölsverksmiðju á Seyðisfirði.
Fyrirtækið á einnig útgerðarfélagið Berg-Hugin
í Vestmanna eyjum, auk þess að eiga hlut í fleiri
útgerðum. Síldarvinnslan leggur áherslu á sjálf-
bæra nýtingu sjávarauðlindarinnar og leitast við
að nota nýjustu tækni sem völ er á til veiða og
vinnslu. Hjá félaginu starfa um 360 manns og
leggur fyrirtækið sig fram um að bjóða upp á
öruggt og gott vinnuumhverfi og samkeppnis-
hæf laun. Síldarvinnslan hefur hlotið jafnlauna-
vottun frá Jafnréttisstofu.
Síldarvinnslan hf. auglýsir eftir aðalbókara í Neskaupstað.
Aðalbókari
Aðalbókari hefur yfirumsjón með fjárhags- og viðskiptabókhaldi félagsins og tryggir
réttmæti fjárhagsupplýsinga. Jafnframt kemur aðalbókari að gerð ársreiknings,
árshlutareikninga og annarra reglubundinna uppgjöra móðurfélagsins og sam-
stæðunnar í samvinnu við fjármálastjóra. Aðalbókari tekur þátt í greiningu fjárhags-
upplýsinga og undirbúningi upplýsinga fyrir stjórn og framkvæmdastjóra.
Menntun og hæfni
• Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði. Meistaragráða (MACC) í reikningshaldi
og endurskoðun er kostur
• Reynsla af uppgjörsvinnu og ársreikningsgerð
• Reynsla af færslu og umsjón bókhalds
• Þekking á Navision, Excel og PowerBI
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
Neskaupstaður
Neskaupstaður er blómlegt samfélag með um
1.500 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og þar er gott
að ala upp börn. Í Neskaupstað er öflugt íþrótta-
starf og félags- og menningarlíf, gott skíðasvæði
í Oddsskarði, fallegur 9 holu golfvöllur, einhver
besta sundlaug landsins og fjölbreytt tækifæri
til útivistar og veiða. Einnig er skólastarf
metnaðar fullt og auðvelt er að fá pláss á glæ-
nýjum leikskóla, auk þess sem Fjórðungs-
sjúkrahús Austurlands er á staðnum. Neskaup-
staður er hluti af Fjarðabyggð, 5.000 manna
sveitarfélagi sem byggir á öflugu og stöðugu
atvinnulífi. Ný veggöng til Eskifjarðar sem tekin
voru í notkun árið 2017 voru bylting í samgöngu-
málum byggðarlagsins.
Vinnustöð aðalbókara er á skrifstofu félagsins í Neskaupstað. Ef nýr aðalbókari býr
ekki þegar á svæðinu mun Síldarvinnslan aðstoða við búferlaflutninga, þ.m.t.
atvinnuleit maka.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin í gegnum Alfreð (alfred.is).
Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2020.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Hákon Ernuson,
starfsmannastjóri (hakon@svn.is)