Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 Við erum sérfræðingar í malbikun Ljóðabálkur HallgrímsHelgasonar, Við skjótumtítuprjónum, er hárbeittádeila á Ísland samtímans. Skáldið vekur athygli á þeim þæg- indum sem vestræn velsæld býður upp á. Ekki síst á þeim þægindum að geta lokað augunum fyrir þeim vandamálum sem á heiminn herja. Hallgrímur stillir velferðarríkinu Íslandi upp gegn öðrum þjóðum. Á öld hnattvæðingar erum við í stöð- ugu sambandi við umheiminn, en bú- um við þann lúxus að geta valið og hafnað eftir hentisemi. Ódýr fatnaður framleiddur í Kína, já takk. Flóttamenn á Lesbos, nei takk. Sangría á spænskri strönd, já takk. Kynþáttabundið ofbeldi banda- rískrar lögreglu, nei takk. Feneyja- tvíæringurinn, já takk. Hækkandi yfirborð sjávar, nei takk. Eins og skáldið bendir réttilega á með títuprjónamyndlíkingu sinni kljáist íslenska þjóðin aðeins við erf- ið málefni með læk-takkanum á fés- bók eða vel til fundnum tístum en stingur höfðinu í sandinn þess á milli. Íslendingarnir sem Hallgrímur lýsir sjá ekkert nema naflann á sjálfum sér og eru óbærilega óviðkunnanlegir. En maður sér því miður sjálfan sig í þessum lýsingum Hallgríms og skammast sín niður í tær. Ljóðin í þessum bálki eru því sannkallaðir „samviskubitar“. Í ljóðabálkinum hefur skáldið fundið hárfína línu milli húmors og alvöru og fetar eftir henni af öryggi. Stóran hluta skopsins er að finna í leik skáldsins með tungumálið. Hann er þekktur fyrir að hafa einstakt vald á tungumálinu og vera fær um að skapa eitthvað alveg nýtt. Hallgrímur er einstaklega leikinn nýyrðasmiður. Í Við skjótum títu- prjónum er allt krökkt af orðum sem vekja kátínu lesanda og ekki síður hann sjálfan til umhugsunar. Ofan- ritaðri þótti til dæmis orðið „gleym- isveita“ stórskemmtilegt, lýsandi og þarft, sem og „samviskubitar“ sem nýttist vel hér að ofan. Hallgrímur setur sig ekki á háan hest gagnvart tungumálinu heldur sækir í hversdagslega orðræðu, snýr upp á hana og býr til eitthvað alveg nýtt. Hann kafar ofan í íslenska tungu eins og hún er í dag og vekur athygli á því hvaða möguleika hún býður upp á. Hann sýnir fjölbreytni tungumálsins og hvað hægt er að vinna með það á frjóan hátt. Oft á tíðum minna ljóðin á rapp- texta, vegna þess hve taktföst og grípandi þau eru. En ef íslenskur rappheimur hefði aðeins snefil af þeirri orðsnilld og beinskeyttu ádeilu sem einkennir ljóð Hallgríms væri honum fyrir löngu bjargað. Við skjótum títuprjónum er heild- stæður ljóðabálkur sem á mikið erindi við íslenska lesendur. Með honum skýtur Hallgrímur títuprjón- um í íslensku þjóðarsálina, hittir beint í mark og sprengir hana eins og blöðru. Hárbeittir og hitta í mark Morgunblaðið/Einar Falur Skáldið Í þessum nýja ljóðabálki „skýtur Hallgrímur títuprjónum í íslensku þjóðarsálina, hittir beint í mark og sprengir hana eins og blöðru.“ Ljóðabók Við skjótum títuprjónum bbbbm Eftir Hallgrím Helgason. JPV útgáfa, 2020. Kilja, 60 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Glæpir eru oft dauðans al-vara en rannsakendur ogaðrir, sem glæpamálumtengjast, hljóta að sýna líf í athöfnum sínum í vinnunni, að ekki sé minnst á utan hennar, og það er það sem getur gert glæpasögu glettna í bland. Blóðrauður sjór eftir Lilju Sigurðardóttur er af þeirri teg- undinni, grátbrosleg í öllum alvar- leikanum, skemmtileg og spennandi glæpasaga, sem kemur út í dag. Til að fólki farnist vel í lífinu er mikilvægt að það hafi sannleikann að leiðarljósi. Hann er ávallt sagna bestur og eng- inn kemst langt á lyginni, hvað þá endur- teknum ósann- indum. Lilja kemur þessu vel til skila og einna best með greiningu á viðskipta- manninum Flosa. Hann er ein aðalpersóna sög- unnar og telur sér trú um að hann sé lukkunnar pamfíll, hafi „siglt í gegn- um lífið á öldufaldi lukkunnar“, en sannleikurinn er ekki hans sterkasta hlið. Leitin að sannleikanum getur ver- ið þyrnum stráð. Áróra fann fyrir því í Helkaldri sól og leit hennar heldur áfram í Blóðrauðum sjó, sem er sjálfstætt framhald fyrrnefndu bókarinnar. Alvaran leynir sér ekki enda er Áróra ákveðin og klár og veit hvað hún vill. Kærleikur, ást og væntumþykja eru önnur mikilvæg atriði í lífi hvers einstaklings. Þessar tilfinningar eru ríkar hjá helstu söguhetjum og jafn- vel skúrkum. Áróra, sem vekur stöð- ugt minningar um Lisbeth Salander, ber mikla virðingu fyrir föður sínum, sem á ekki aðeins nafnið sameigin- legt með sterkasta manni heims á árum áður heldur líka árangurinn, og notfærir sér þekkingu hans þegar á þarf að halda. En ástin er lævís og lipur. Flosi virðist elska konurnar í lífi sínu, en er tvöfaldur í roðinu og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Helena vill hafa ástkonur til skiptanna en það hentar ekki endilega öllum kon- um. Daníel sér ekki sólina fyrir Áróru og hún virðist vilja vera sam- stiga honum, en fólk í krefjandi vinnu þarf að forgangsraða hlut- unum og það getur stundum verið erfitt. Jafnvel Lady Gúgúlú, sem er algjör jaðarpersóna en léttir brún í hvert sinn sem hún birtist, hefur skilning á því. Öll þessi flækjustig fylgja spenn- andi atburðarás glæpa og svika, sem virðist teygja anga sína í ólíkustu áttir, en rétt eins og kóngulóin spinnur vef sinn af mikilli list falla nær allir endar Lilju saman á listi- legan hátt í lokin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lilja Sigurðardóttir „… rétt eins og kóngulóin spinnur vef sinn af mikilli list falla nær allir endar Lilju saman á listilegan hátt í lokin.“ Grátbrosleg veröld lyga og svika Glæpasaga Blóðrauður sjór bbbbn Eftir Lilju Sigurðardóttur. JPV útgáfa, 2020. Innb., 314 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Nafn bókar sænska höf-undarins Mikael Niemi,Eldum björn, vekurstrax talsverða athygli og forvitni þess sem tekur bókina upp og er bókarkápan ekki síður til þess að vekja óhug. Kiljan setur í raun strax tóninn fyrir drungalega sögu morða, vakningar, ofbeldis og útskúfunar í nyrsta hluta Svíðþjóðar um miðja nítjándu öld. Sagan er að mestu sögð frá sjónarhorni umkomulausa sama- piltsins Jussa, sem góðviljaður en jafnframt áhrifamikill og umdeildur prestur, talsmaður vakningarinnar, tekur hann upp á arma sína, gefur honum nafn, kennir honum lestur og rökhugsun og leyfir honum raunar að fylgja sér hvert fótspor. Þegar fyrsta ódæðisverkið er framið í Kengis og sökinni komið á björn ákveða presturinn og Jussi að skoða málið betur og komast að því að mjög ólíklega hafi björn verið að verki, en tala fyrir daufum eyrum hreppsstjórans sem er ólmur í að leysa málið sem fyrst og hljóta fyrir það lof þegna sinna. Saga Jussa er átakanleg en jafn- framt fallega skrifuð og samband hans og prestsins ætti ekki að láta lesendur ósnortna. Athyglisgáfa prestsins, jú og höfundarins, er aðdáunarverð og raunar er ótrúlegt að fylgjast með því hvernig örsmá smáatriði verða að heildarmynd sem að endingu leysir snilldarlega skrif- aða fléttu Niemis. Þó að vissulega sé um að reifara að ræða ættu frekari aðdáendur annarra bókmenntategunda ekki endilega að láta Eldum björn fram hjá sér fara. Morð, vakning, of- beldi og útskúfun Glæpasaga Eldum björn bbbbn Eftir Mikael Niemi. Ísak Harðarson þýddi. Mál og menning, 2020. Kilja 456 bls. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR Mikael Niemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.