Morgunblaðið - 15.10.2020, Qupperneq 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Heyrnarþjónusta í alfaraleið
Heyrðu umskiptin með háþróuðum ReSound gæðaheyrnartækjum.
Margir verðflokkar, SÍ niðurgreiðir heyrnartæki.
Heyrnargreining, ráðgjöf og heyrnartæki til reynslu afgreidd samdægurs.
Íslandspóstur ohf.,
sem fengið hefur vel á
annan milljarð króna
frá skattgreiðendum á
síðustu misserum til að
bjarga sér frá greiðslu-
þroti, fékk 250 milljón-
ir króna úr ríkissjóði í
upphafi ársins til að
mæta fyrirframmögu-
legri byrði fyrirtækis-
ins af alþjónustu, en
undir hana falla bæði bréfa- og
pakkasendingar upp að ákveðnu
marki. Birgir Jónsson, forstjóri Ís-
landspósts, sagði í Morgunblaðinu
síðastliðinn laugardag að fyrirtækið
þyrfti meiri peninga frá skattgreið-
endum; kostnaðurinn við veitingu al-
þjónustu væri a.m.k. helmingi hærri
en þetta „varúðarframlag“.
Póstlöggjöfin gerir vissulega ráð
fyrir að póstrekandi, sem sinnir al-
þjónustu, fái greiðslur úr ríkissjóði –
en það er þá til að sinna þjónustu
sem enginn annar vill sinna á við-
skiptagrundvelli, til dæmis að dreifa
pósti á dreifbýlum svæðum sem ekki
geta talizt virk markaðssvæði. Ís-
landspóstur virðist hins vegar vilja
fá greiðslur úr vösum skattgreið-
enda fyrir samkeppni á virkum
markaðssvæðum.
Undirverðlagning
í pakkadreifingu
Í upphafi ársins breytti Pósturinn
gjaldskrá sinni fyrir pakka- og vöru-
sendingar innanlands. Gjaldskráin
fyrir dreifingu innan höfuðborg-
arsvæðisins hækkaði lítið eitt, eða
um 3%, en lækkaði um tugi prósenta
á öðrum dreifingarsvæðum; allt að
38%. Þar með fór verð
Íslandspósts enn
lengra en áður undir
verð keppinautanna,
t.d. landflutningafyrir-
tækjanna, sem halda
uppi dreifingu til þétt-
býlisstaða um allt land.
Þessi gjaldskrár-
breyting var gerð með
vísan til nýrra póst-
laga, sem kveða á um
að gjaldskrá fyrir
pakka upp að 10 kg
skuli vera sú sama um
allt land. En í póstlögunum er líka
ákvæði, sem á að koma í veg fyrir
tap á þjónustunni; að gjaldskrá fyrir
alþjónustu skuli taka mið af raun-
kostnaði að viðbættum hæfilegum
hagnaði. Með því að láta verð höfuð-
borgarsvæðisins gilda um allt land
var hins vegar augljóslega verið að
dúndra verðinu rækilega undir raun-
kostnað – og svo er farið fram á að
skattgreiðendur greiði mismuninn.
Íslandspóstur er með þessu ekki
aðeins að fara fram á að skattgreið-
endur niðurgreiði samkeppni hans
við stóru landflutningafyrirtækin,
heldur ekki síður við ýmsa smærri
keppinauta, sem eru að reyna að
hasla sér völl t.d. í dreifingu fyrir
netverzlanir. Netverzlun er mjög
vaxandi starfsemi og með þessari
undirverðlagningu reynir ríkisfyrir-
tækið að krækja sér í stærri sneið af
þeirri köku.
Telur PFS gjaldskrána
standast lög?
Það vakti vonir með keppinautum
Íslandspósts þegar Póst- og fjar-
skiptastofnun (PFS) krafðist þess í
byrjun febrúar (eftir að FA hafði
vakið athygli á undirverðlagning-
unni) að Íslandspóstur sýndi fram á
það að gjaldskráin stæðist lög.
„Að mati PFS þarf ÍSP að sýna
fram á að verðlagning fyrirtækisins
hverju sinni taki mið af raunkostnaði
að viðbættum hæfilegum hagnaði. Á
þetta sérstaklega við um kröfuna um
sömu gjaldskrá um allt land þar sem
ÍSP kýs að miða verðlagningu á
landinu öllu við gildandi verð á svæði
1, þ.e. vegna svæða 2, 3 og 4 sem or-
sakar samsvarandi tekjutap á pökk-
um innanlands að óbreyttu,“ sagði í
bréfi PFS til Póstsins. Lagt var fyrir
ríkisfyrirtækið að endurskoða gjald-
skrána fyrir 5. maí.
Í stöðuskjali, sem PFS birti á
sama tíma, kom fram að stofnunin
hefði ekki tekið afstöðu til þess hvort
ný gjaldskrá Póstsins innan alþjón-
ustu væri í samræmi við ákvæði
samkeppnislaga.
Ekkert fréttist af endurskoðun
gjaldskrárinnar fyrir 5. maí. Í ágúst
tilkynnti Pósturinn 9,5% hækkun á
pakkagjaldskránni, sem breytir
engu um undirverðlagningu félags-
ins á virkum markaðssvæðum;
gjaldskrá ríkisfyrirtæksins er enn
tugum prósenta undir gjaldskrá
keppinauta þegar horft er t.d. á
flutning á pakka milli Reykjavíkur
og Akureyrar.
Fyrirspurnum FA til Póst- og
fjarskiptastofnunar um endur-
skoðun gjaldskrárinnar og hvort
hún sé talin standast lög hefur ekki
verið svarað og stofnunin hefur ekk-
ert látið frá sér fara um málið. Í níu
og hálfan mánuð hefur ríkisfyr-
irtækið komizt upp með það sem að
mati FA er klárlega ólögleg undir-
verðlagning og náð til sín stækkandi
hluta af vaxandi markaði fyrir
pakkasendingar.
Um leið hefur fyrirtækið fjölgað
dreifingardögum á pökkum til að
styrkja stöðu sína í samkeppninni.
Þeir eru nú sex í viku en alþjónustu-
skyldan kveður eingöngu á um
tveggja daga dreifingu í viku. Þann-
ig hækkar kostnaður ríkisfyrirtæk-
isins verulega en væntanlega vill það
svo sækja þá peninga í vasa skatt-
greiðenda.
FA hefur einnig bent Samkeppn-
iseftirlitinu á hina ólögmætu gjald-
skrá. Miðað við vinnsluhraða mála
sem varða Íslandspóst hjá þeirri
stofnun má búast við niðurstöðu að
einhverjum árum liðnum.
Vill Alþingi niðurgreiða sam-
keppnisrekstur ríkisfyrirtækis?
Ætli það hafi verið meining Al-
þingis, þegar það lagði Íslandspósti
til peninga, að ríkisfyrirtækið færi í
niðurgreidda samkeppni við einka-
aðila á virkum markaðssvæðum?
Var meining þingsins að klekkja sér-
staklega á einkafyrirtækjum sem
reyna að halda uppi viðskiptum og
þjónustu á landsbyggðinni? Ef ekki,
þarf þingið að leggjast rækilega yfir
það hvernig opinbera hlutafélagið
hagar sér.
Eftir Ólaf
Stephensen »Ætli það hafi verið
meining Alþingis,
þegar það lagði Íslands-
pósti til peninga, að
ríkisfyrirtækið færi í
niðurgreidda sam-
keppni við einkaaðila?
Ólafur Stephensen
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags atvinnurekenda.
Niðurgreidd samkeppni ÍslandspóstsMóttaka að-
sendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og
tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Allt um
sjávarútveg