Morgunblaðið - 16.10.2020, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 6. O K T Ó B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 244. tölublað 108. árgangur
NÝTT ORGEL
Í KEFLAVÍKUR-
KIRKJU
LOKAVERK Í
MERKILEGU
SAFNI
FULLKOMIN
ÓVISSA Á
AFMÆLINU
SMÁSÖGUR 37 TJARNARBÍÓ 10 ÁRA 36TEKUR RÚMAN MÁNUÐ 10
Omeprazol
Actavis 20mg14 og 28 stk.
Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka
efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast-
andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar,
varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi-
seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða
lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar
um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi:
Actavis Group PTC ehf.
T
ev
a
0
2
8
0
6
2
Berjast við að halda velli
Reyna að tryggja að innviðir verði til staðar ,,svo við getum spyrnt okkur hressi-
lega frá botninum“ 27 fyrirtæki sóttu um kvóta vegna jökla- og íshellaferða
,,Út á það gengur baráttan þessa
mánuðina, að tryggja að innviðirnir
verði til staðar svo við getum spyrnt
okkur hressilega frá botninum sem
við erum nú á,“ segir Kristófer Oli-
versson, formaður Félags fyrirtækja
í hótelrekstri og gistiþjónustu.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, hefur áhyggjur af því að
fyrirtækin sligist undan skuldum og
bankarnir þurfi að innkalla veð sín.
„Það er ómöguleg staða ef stór hluti
af mikilvægum rekstrareignum
ferðaþjónustunnar verður ekki til
staðar þegar við þurfum á þeim að
halda til viðspyrnu,“ segir Jóhannes.
Mörg fyrirtæki sem bjóða upp á
jöklagöngur og íshellaskoðun virðast
ekki ætla að leggja upp laupana
þrátt fyrir lokun landsins. Alls sóttu
27 fyrirtæki um gerð samninga við
Vatnajökulsþjóðgarð til eins árs um
íshellaferðir og jöklagöngur á suð-
ursvæði þjóðgarðsins. Sett hefur
verið hámark á fjölda gesta í þessum
ferðum á fimm svæðum til að draga
úr álagi ferðamanna á viðkvæmum
svæðum. Hefur fyrirtækjunum nú
verið úthlutað kvótum fyrir þann
fjölda ferðamanna sem mega fara á
hvert svæði um sig. Er það í fyrsta
skipti hér á landi sem aðgangi að
jöklum er stýrt með þessum hætti.
Helgi Bjarnason
Ómar Friðriksson
Barátta fyrirtækja í ferðaþjónustu
stendur nú um að halda þeim starf-
hæfum í vetur þannig að þau geti
tekið við bókunum og þjónað ferða-
fólki sem vonast er til að byrji að
skila sér aftur til landsins í vor.
Mörg ferðaþjónustufyrirtæki eru
lokuð og sjá ekki fram á að fá neinar
tekjur sem skipta máli í vetur. MVerði starfhæf þegar … »4
Haustveðrið hefur verið einstaklega fallegt á
höfuðborgarsvæðinu undanfarið og margir nýtt
tækifærið í útiveru. Lokun líkamsræktarstöðva
hefur einnig eflaust orðið til þess að fleiri hafa
sótt í hreyfingu úti í náttúrunni eins og þessi
kona gerði þegar hún skellti sér út að skokka á
Laugarnesi í Reykjavík. Landlæknir mælir með
því að fólk hreyfi sig rösklega í minnst 30 mín-
útur daglega á tímum kórónuveiru.
Morgunblaðið/Eggert
Náttúrunnar notið
í fallegu haustveðri
Samantekt um stöðu áhættuþátta
heilbrigðis, í úttekt á velsæld og vel-
ferð íbúa Garðabæjar, gefur til kynna
að neikvæðir áhættuþættir heil-
brigðis eru mest áberandi hjá tveim-
ur yngstu aldurshópunum, það er að
segja hjá 17 ára og yngri og 18 til 44
ára. Aftur á móti er elsti hópurinn, 67
ára og eldri, í góðum málum.
Skýrsluhöfundar segja athygl-
isvert hversu bágborin andleg líðan
og mikil streita er hjá aldurs-
hópnum18 til 44 ára. Þriðjungur fólks
á þessum aldri segist oft eða mjög oft
upplifa mikla streitu í daglegu lífi og
fjórðungur glímir við andlega vanlíð-
an.
Þá segir að mikill einmanaleiki hjá
karlmönnum á aldrinum 18 til 26 ára
sé mikið áhyggjuefni sem verði að
taka alvarlega.
Sofa vel og lengi
Það vakti athygli skýrsluhöfunda
að elsti aldurshópurinn, 67 ára og
eldri, er best á sig kominn, bæði lík-
amlega og andlega. Þar er lægst tíðni
ofþyngdar, fólk hreyfir sig oftar,
kyrrseta er lítil, fólki líður betur and-
lega og streita ekki teljandi. Fólk sef-
ur vel og lengi. »6
Fólk á
besta aldri
er strekkt
Eldri Garðbæing-
um líður manna best
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Úttekt Fólki líður oft illa í miðju
lífsgæðakapphlaupinu.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Niðurstöður rannsóknar Ensku lýð-
heilsustofnunarinnar benda til þess
að fólk sem smitaðist bæði af nýju
kórónuveirunni og inflúensu á
tímabilinu frá janúar til apríl á
þessu ári hafi verið í meiri hættu á
að verða alvarlega veikt eða að
deyja en fólk sem einungis var með
COVID-19. Dánarhlutfall þeirra
sem smituðust af báðum sjúkdóm-
unum samtímis var meira en tvöfalt
hærra en þeirra sem voru bara með
COVID-19. Þekktir læknar á Eng-
landi hvetja til þess að sem flestir
verði nú bólusettir gegn hinni ár-
legu inflúensu vegna kórónuveiru-
faraldursins. Danskur smit-
sjúkdómalæknir hvetur fólk til að
hugleiða að láta bólusetja sig.
Það að bólusetja ungt og hresst
fólk gegn árlegri inflúensu ætti ef
til vill að mæta afgangi, að mati
Magnúsar Gottfreðssonar, prófess-
ors og smitsjúkdómalæknis. Það fer
þó eftir birgðum af bóluefni.
Hann telur að halda eigi þeirri
forgangsröðun sem stuðst hefur
verið við. Það er að bólusetja fyrst
viðkvæma hópa eins og aldraða,
fólk með undirliggjandi sjúkdóma
og heilbrigðisstarfsfólk. »14
Morgunblaðið/Hari
Flensusprauta Bólusetja ætti viðkvæma hópa fyrst gegn árlegri inflúensu,
að mati Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors og smitsjúkdómalæknis.
Inflúensubólusetning er mikilvæg nú
Það getur verið mjög slæmt að fá
inflúensu ofan í kórónuveirusmit