Morgunblaðið - 16.10.2020, Síða 21

Morgunblaðið - 16.10.2020, Síða 21
hennar og elsta dóttir okkar felldu hugi saman. Okkar kynni og samfylgd með henni hafa ver- ið afar farsæl frá fyrsta degi. Helga kom okkur alltaf fyrir sjónir sem lífleg kona með léttar kvikar hreyfingar enda útivist- arkona mikil, sem stundaði sund daglega fram í háan aldur. Hún var dugnaðarforkur sem lét aldrei deigan síga þótt á móti blési. Helga eignaðist tvo syni sem eru lifandi dæmi þess hversu gott og vandað atlæti þeir fengu í uppeldinu, sem veganesti út í lífið, svo góðar fyrirmyndir eru þeir báðir tveir. Að leiðarlokum þökkum við af alhug samfylgdina og þær góðu stundir sem við áttum sameig- inlega með börnum okkar og barnabörnum og vottum nán- ustu ættingjum okkar dýpstu samúð. Matthildur Þorláksdóttir og Hilmar Viktorsson Eftir því sem við verðum eldri þurfum við oftar að kveðja vini sem við höfum deilt með gleði og sorg í áratugi. Nú er komið að því að kveðja Helgu Helgadóttur sem við unnum með í SÍS-inu fyrir langalöngu. Tengdumst vináttuböndum sem gátu ekki slitnað nema þegar endakallið kom og Helga skipti um tilveru- stig. Nú skjóta upp kollinum minningar um ótal föstudags- kvöldferðir þar sem við sátum saman við kertaljós og drukkum Dubonnet eða appelsín eins og hæglátar stúlkur gerðu á þess- um tímum. Helgarferðirnar í Skammadal (bústað Starfs- mannafél. SÍS), ferðir út fyrir bæinn, gönguferðir í náttúrunni sem var vinkonu okkar svo kær. Helga gat gert ferð í Hafnar- fjarðarhraun ekki síðri skemmti- ferð en að liggja úti í Hallorms- staðaskógi heilan dag í 25 stiga hita. Hún Helga okkar var gegn- heil manneskja, svo gróin V- Skaftfellingur að hún var fáorð en gagnorð, ekkert þvaður þar. Stundum fannst okkur að það væri ekkert sem Helga gæti ekki gert betur en allir aðrir. Út- saumur hennar var nánast eins á báðum hliðum, af þvottinum geislaði í skápunum. Hún sveifl- aði trésmíðaverkfærum af sömu snilld og straujárninu. Garður- inn í Erluhrauninu bar merki náttúruvinarins. Og í bílskúrn- um á Álfaskeiðinu gætti margra grasa í orðins fyllstu merkingu, alls staðar tókst henni að finna ber á haustin og varð snillingur í að brugga berjalíkjör. 67 ára gömul tilkynnti hún okkur að hún væri hætt í vinnunni. Nei, það gat ekki verið að þessi hrausta kona ætlaði að setjast í helgan stein. Jú, eða þannig var svarið. Og svo kom spurningin til okkar; finnst ykkur ekki nóg að raða og flokka fylgiskjöl í hálfa öld? Auðvitað vissum við að vin- kona okkar gæti gert ýmislegt annað svo okkur þótti vænt um að vita að hún gekk snyrtilega frá á skrifborðinu og yfirgaf þann kafla í lífinu. Við tók frjáls- ari tími með fjölskyldunni, son- um, tengdadætrum og barna- börnum sem hún nýtti í botn. Fleiri nutu hlýju hennar og hjálpsemi næstu árin. Hvar sem Helga okkar kom eignaðist hún vini, skólafélagar, samstarfsfólk líkt og við, fólkið í Sundlaug Hafnarfjarðar sem hún hitti á hverjum morgni varð sumt ævi- vinir. Nú þætti Helgu nóg komið af skvaldrinu og því rétt að ljúka þessum minningarorðum með innilegum samúðarkveðjum til strákanna hennar og fjölskyldna þeirra. Við vinkonurnar vitum að ein besta gjöfin sem við eignumst í lífinu er vináttan. Minningin um Helgu lifir hjá öllum sem henni kynntust. Ágústa Þorkelsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Inga Teitsdóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 ✝ BrynleifurHallsson fædd- ist á Berglandi, Akureyri, 5. júní 1948. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 3. októ- ber 2020. For- eldrar hans voru hjónin Anna Brynjólfsdóttir, f. 1916, d. 2007, og Hallur Benedikts- son, f. 1888, d. 1973. Systkini Brynleifs eru Ragnar, f. 1936, d. 1997, Erla, f. 1938, gift Guð- jóni Helgasyni, f. 1956, og Theodór, f. 1950, kvæntur Höllu Snorradóttur, f. 1952. Eiginkona Brynleifs er Emma Magnúsdóttir, f. 16. júní 1951. Foreldrar Emmu: Hjör- dís Magnúsdóttir, f. 1928. og Magnús Aðalsteinsson, f. 1918, d. 1997. Emma og Brynleifur eignuð- ust þrjú börn: 1) Bryndís Ásta, f. 18. ágúst 1969. Var gift Guð- mundi Jónssyni. Þau skildu. Synir þeirra: Andri Þór, f. 15. janúar 1997, í sambúð með Guðrúnu Ásgeirsdóttur, f. 12. júlí 1996. Atli Þór, f. 25. apríl 2005. Sonur Bryndísar er unglingsár. Emma og Billi hófu sambúð 1968 og gengu í hjónaband 5. apríl 1969. Árið 1978 kaupa þau Þing. 44 og hafa búið þar æ síðan. Í mjólk- urfræðinám fór hann 1987 og lauk því með láði fertugur að aldri. En tónlistin skipaði stór- an sess í lífi hans frá unga aldri. Í áraraðir lék hann og söng með ýmsum hljómsveitum hér á landi svo og erlendis. Á sínum unglingsárum stofnaði hann ásamt Tedda bróður sín- um og nokkrum vinum hljóm- sveitina Comet. Einnig var hann meðlimur hljómsveitar Ingimars Eydal um árabil. En mesta ánægja hans var að geta glatt íbúa á Öldrunarheimilum Akureyrar með leik og söng á kráarkvöldum og þorrablótum þeirra. Í Tónræktinni kenndi hann á hljóðfæri árum saman. Golf var líka eitt af hans áhugamálum. Þar naut hann félagsskapar sem kallar sig Mosana. Útför Brynleifs verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 16. október 2020, kl. 13.30. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni: FB-síða: Jarð- arfarir í Akureyrarkirkju - Streymi https://tinyurl.com/yybfk6f4 Virka slóð á hlekk má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Brynleifur Hlyns- son, f. 19. janúar 1988. Hans kona er Íris Theódóra Unnsteinsdóttir, f. 24. mars 1993. Þau eiga tvær dætur, Sigrúnu Ástu, f. 11. nóv- ember 2014, og Hugrúnu Myrru, f. 19. nóvember 2019. 2) Birgir, f. 21. mars 1972, hans kona er Jóhanna Sif Hannesdóttir, f. 13. nóvember 1984. Þeirra sonur er Haukur Hannes, f. 12. ágúst 2018. Dóttir Birgis er Emma Líf, f. 27. júní 2006, og dóttir Jó- hönnu er Sunna Mist, f. 20. apríl 2012. 3) Benedikt, f. 31. janúar 1979. Var kvæntur Írisi Guðnadóttur, f. 21. september 1981. Þau skildu. Börn þeirra: Nökkvi, f. 12. júní 2006, Björg, f. 8. nóvember 2010, og Einar, f. 11. september 2014. Brynleifur ólst upp á Berg- landi til þriggja ára aldurs, en þá fluttu foreldrar hans í hús sem þau byggðu í Þingvall- astræti 44. Í foreldrahúsum bjó Billi öll sín bernsku- og Ég þakka Guði löngu liðinn dag sem lét mig eignast þig að ævivin. Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið með ilm og fegurð hresstu og glöddu mig. Og birtan sem þú breiddir yfir allt sló bjarma á lífið í kringum þig. (Oddný Kristjánsdóttir) Ástkær bróðir minn Billi er fallinn frá alltof fljótt og skyndilega. Margs er að minn- ast frá uppvaxtarárum okkar á Akureyri á 6. áratugnum. Við ólumst upp hjá kærleiksríkum foreldrum og ásamt systkinum okkar nutum við þess að búa við mikinn skilning og frelsi. Umhverfi Þingvallastrætis 44 var öðruvísi á þeim tíma. Svín, nautgripir og tún voru and- spænis heimilinu. Síðan tóku við unglingsárin og bítlatíma- bilið. Sú minning er einstaklega ljúf þegar við Billi röltum niður í bæ og keyptum hvor sinn gít- arinn og gítarkennsluhefti. Eft- ir það varð ekki aftur snúið og við stofnuðum ásamt tveimur félögum hljómsveitina Comet sem varð afar vinsæl á 7. ára- tugnum. Billi átti eftir að halda áfram á tónlistarbrautinni allt til loka. Að lokum viljum við Halla votta Emmu og fjöl- skyldu okkar innilegustu sam- úð. Blessuð sé minning góðs drengs. Theodór Hallsson. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Elsku litli bróðir minn. Nú er stórt stórt stórt tómarúm í kringum mig. Tómarúm sem aldrei verður fyllt. Ég sakna strax daglegu heimsóknanna þinna, þar sem kallað var í gættinni: góðan daginn, hvað er verið að brasa? Síðan var sest yfir kaffibolla og Gammel, mál líðandi stundar rædd, og að sjálfsögðu fékkst alltaf lausn á öllu. Það er svo ótalmargs að minnast en fyrsta minningin er frá sumardegi í júní, þegar ég var tæpra tíu ára. Þennan júní- morgun varst þú það fyrsta sem ég fékk að sjá, og þar með gerðist ég sjálfskipuð barnapía nokkur næstu árin. Þú varst ekki mjög hár í loftinu þegar borð og bekkir voru notaðir til loftfimleika, enda varstu æði oft með kúlur og skurði eftir bylturnar. Tónlistin höfðaði snemma til þín og mikið reyndi ég ellefu, tólf ára stelpan að þagga niður í þér þegar þú söngst hástöfum í kerrunni. Það hafði öfug áhrif, því þú söngst bara hærra. En Billa var margt til lista lagt og sama hvaða verk hann fékkst við. Hann var þúsundþjalasmiður af Guðs náð. Fyrir nokkrum árum tók hann sig til og málaði allt húsið mitt utan sem innan. Baðherbergið mitt endurnýjaði hann fyrir tveimur árum og allt sem laga þurfti það gerði Billi. Hann vissi sem var, að mágur hans var ekki sérlega handlag- inn. Aðeins einu sinni man ég eftir að honum mistækist. En pabbi okkar átti gamlan handsnúinn grammófón og Billa lék forvitni á að vita hvernig þessi græja virkaði. Skrúfaði allt í sundur til að kanna hvernig hljóð gæti borist úr þessu töfratæki, en fónninn varð aldrei nothæfur eftir þessa tilraun. Billi átti eftir að launa mér pössunina, því æði oft gætti hann minna barna. Það væri efni í heila bók ef ég ætti að telja allt upp sem við höfum átt saman. En elsku Billi, takk fyrir allar samveru- stundir, innanlands og utan og síðustu ferðina okkar síðsumars upp á fjöll. Nú ertu lagður í aðra og lengri ferð, og þín bíða ný verkefni. Hvíl í friði kæri litli bróðir minn. Elsku Emma, Bryndís, Biggi, Benni og fjöl- skyldur, Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Guðjóni. Guð vaki yf- ir ykkur öllum. Erla Halls. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kallaður á ör- skammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göf- uga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Án sorgar væri engin gleði. Þegar sorgin knýr dyra við lát ástvinar þá leka tár og ekkert virðist geta bægt henni burt. Persónan er farin og hefur skil- ið eftir í hjartanu djúpt skarð, enginn nýr getur komið í stað- inn, minning hans er það eina sem er eftir. Elsku Billi frændi er fallinn frá aðeins 72 ára að aldri. Billi var hjartahlýr og góður maður og var ég svo heppin að um- gangast hann mikið í æsku. Þegar Bryndís dóttir hans var um árs gömul fékk ég að passa hana en þá var ég aðeins 10 ára. Ég fór í veiðiferðir með þeim og berjamó að ógleymd- um öllum skemmtilegu jólaboð- unum heima hjá mömmu þar sem dansað var í kringum jóla- tréð og sungið af hjartans lyst. Þegar ég varð eldri var ég svo heppin að fá að syngja með honum í níræðisafmæli ömmu Önnu og seinna spilaði hann undir hjá mér þegar ég söng í brúðkaupi dóttur minnar. Þeg- ar ég missti pabba minn aðeins 11 ára þá komu þeir bræður Billi og Teddi og studdu mig í gegnum áfallið og hvöttu mig áfram og ég man að Billi gerði fyrir mig verkefni um Ísland, en því átti ég að skila daginn eftir í skólann. Billi var mikill listamaður, yndislegur pabbi, afi og langafi og er nú stórt skarð höggvið í fjölskyldu hans. Ég á eftir að sakna þín elsku Billi og takk fyrir allt og allt. Góða ferð í sumarlandið. Elsku Emma, Bryndís, Biggi, Benni og fjölskyldur, mamma og Teddi. Söknuður ykkar er mikill en minning um elsku kærleiksríka Billa okkar mun ylja okkur um ókomin ár. Þín frænka, Anna Halla. Jæja, elsku vinur. Komið er að kveðjustund, kveðjustund sem var svo víðs- fjarri þegar við hittumst fyrir örfáum dögum. Við Brynleifur eða Billi, eins og hann var alltaf kallaður, höf- um verið vinir í yfir 50 ár. Tónlistaráhuginn tengdi okk- ur saman. Við lékum saman í hljómsveitum, m.a. Ljósbrá, Hljómsveit Ingimars Eydal og Hvítum mávum. Fyrir 11 árum gekk hann til liðs við okkur Bravó-strákana. Við tókum upp plötur og sjónvarpsþætti, tók- um þátt í Júróvision, lékum á dansleikjum og tónleikum, ferðalög erlendis o.fl. gerðum við saman. Alltaf hefur verið gott að vera í kringum Billa, traustur, glaðvær og áreiðanlegur vinur sem var fullur af orku, alltaf til í spilaverkefni, golf eða bara hvað sem var, vinur sem verður sárt saknað. Ekki var það bara spila- mennskan sem tengdi okkur saman heldur er mikil vinátta milli okkar fjölskyldna. Við Bravó-menn, ég, Gúi Ring, Leibbi og Kiddi Guð- munds höfum hist nokkuð reglulega á undanförnum árum, tekið saman lagið, tekið upp lög og þar var Billi verkstjórinn, kunni sannarlega vel til verka, og við félagarnir bara notið samveru hver annars, miklar gleðistundir. En nú hefur stórt skarð myndast í okkar röðum, skarð sem verður ekki fyllt. Elsku Billi, minn góði vinur, góða ferð í Sumarlandið, við munum hittast þar seinna og þá verður aftur talið í einhver Bítla-, Stóns- og Kinks-lög. Elsku Emma, Bryndís, Birg- ir, Benedikt og fjölskyldur. Ég bið Guð um að veita ykkur styrk í sorginni við fráfall eig- inmanns, föður, afa og langafa. Megi minningin um góðan dreng gefa okkur öllum styrk á sorgarstundu. Takk fyrir, allt elsku vinur. Sævar Benediktsson. Stundum á lífsleiðinni mætir maður einhverjum sem strax við fyrstu kynni er í huga manns sem náinn vinur sem maður getur treyst og tengir við. Þannig var Billi. Ég kynnt- ist honum fyrir nokkrum árum á golfvellinum þegar ég kom nýr inn í rótgróinn hóp sem kallar sig Mosana. Billi var allt- af jákvæður og á vellinum var hann stöðugt hughreystandi fyrir okkur félagana þegar boltinn rataði ekki rétta leið og stutt í hláturinn og grínið. Billi hafði líka einstaklega gott lag á því að sýna öðrum einlægan áhuga og ég fann að hann lét sig það varða hvernig aðrir höfðu það. Mosarnir hafa um árabil lagt upp í golfferð á Suð- urlandið síðsumars og tvisvar fékk ég tækifæri til að vera með Billa í slíkri ferð og á úr þeim ferðum dýrmætar minn- ingar um frábæran félaga sem gerði gott betra. Alltaf skyldi hann koma okkur til að hlæja eða benda á spaugilegu hlið- arnar og fáir voru betri liðs- félagar í holukeppni. En svo, án nokkurs sýnilegs fyrirvara, er Billi farinn og eftir situr svo mikið tómarúm og sorg. Ég veit að við Mosafélagar eigum eftir að sakna Billa mik- ið en við munum líka halda á lofti minningu hans í okkar hópi og tala oft um þann góða félaga sem við áttum í honum. Ég vil votta eiginkonu hans, börnum og barnabörnum mína innilegustu samúð. Guð gefi ykkur huggun í sorginni og megi minningin um góðan dreng lifa. Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson Mosafélagi. Einstakur öðlingsdrengur hefur gengið á vit feðra sinna. Brosandi, hjálpsamur með spaugsyrði á vörum, alltaf tilbúinn að leysa hvers manns vanda og rétta hjálparhönd ef eftir var leitað. Hans aðalstarfsvettvangur var alla tíð í mjólkuriðnaði, en jafnframt átti hann lengstum hliðarsamleið með tónlistar- gyðjunni og lék meðal annars lengi með Hljómsveit Ingimars Eydal í Sjallanum en einnig með ýmsum tónlistarmönnum þar sem þörf var góðs liðs- manns. Á síðari árum sneri hann sér sífellt meira að ýmsu sem tengdist tónlist, meðal annars upptökum og fleiru sem sneri að frágangi og varðveislu og síðustu árin eftir að hefðbundn- um starfsdegi lauk helgaði hann sig tónlistarkennslu og þar sem annars staðar var hann vinsæll og eftirsóttur. Lífshlaup Brynleifs Halls- sonar er falleg hljómkviða alls þess sem er jákvætt og gefandi og hans mun lengi minnst vegna einstakra mannkosta og ljúflyndis. En nú hefur hurð verið hall- að að stöfum. Emmu og afkomendum þeirra Billa ásamt öllum ætt- ingjum og vinum eru sendar hugheilar samúðarkveðjur. Birna og Björn. Brynleifur Hallsson Okkar yndislega móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS MAGNEA GUNNLAUGSDÓTTIR, Laugarvegi 15, Siglufirði, lést á sjúkrahúsinu á Siglufirði föstudaginn 25. september. Útför fer fram laugardaginn 17. október klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana geta einungis nánustu aðstandendur og vinir verið viðstaddir. Af þeim sökum verður athöfninni streymt á slóðinni https://youtu.be/aLMMWZZPGRg Kristín Sigurjónsdóttir Gunnar Smári Helgason Jóhann Sigurjónsson Shirley Sigurjónsson Herdís Sigurjónsdóttir Erlendur Örn Fjeldsted barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma og systir, AUÐUR GÚSTAFSDÓTTIR, Næfurási 15, Reykjavík, lést laugardaginn 10. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. október klukkan 11. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/EGaIjItmutM Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið. Natacha Durham Georg Eysteinsson Dustin Durham Karen Durham Þórhildur Magnúsdóttir Gunnlaugur, Hilmar, Eysteinn, Levi og Caroline Audrey

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.