Morgunblaðið - 16.10.2020, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020
✝ Magnús Jó-hannsson
fæddist á Akureyri
10. janúar 1959.
Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Akureyri 7. októ-
ber 2020, eftir
snögg veikindi
nóttina áður.
Hann var sonur
hjónanna Guð-
rúnar H. Aspar, f.
2.1. 1922 á Akureyri, húsmóður
þar, d. 25.7. 2014, og Jóhanns
Júlíusar Kristinssonar, f. 30.7.
1921 í Syðra-Dalsgerði í Djúpa-
dal, framkvæmdastjóra á Akur-
eyri, d. 21.11. 2004. Þau áttu níu
börn, fyrst dóttur sem dó á 1.
ári, en síðan átta sem upp kom-
ust.
Systkin hans eru Kristinn
Halldór (látinn), var búsettur á
Akureyri, kvæntur Margréti Al-
freðsdóttur, Elín Björg býr í
Kópavogi, gift Sævari Sæ-
mundssyni, Ingunn Þóra býr í
Reykjavík, gift Skúla Eggerti
Sigurz, Björn býr á Akureyri,
kvæntur Sigrúnu Harðardóttur,
Jóhann Gunnar býr á Akureyri,
kvæntur Rögnu Ósk Ragnars-
dóttur, Ásta Hrönn býr á Egils-
stöðum, gift Gísla Agnari
Bjarnasyni, og Sólveig býr á
Byggingarlag húsa var þó þann-
ig að ekki hæfði vel hjólastóla-
umferð hans um stalla og stiga
og lyftuleysi flest árin. Alla tíð
fór hann mikið í helgarheim-
sóknir heim í Ránargötu og síð-
an til systkina einnig, eftir að
þau tóku flugið úr hreiðrinu.
Systkinafjöldi gerði þessar
heimsóknir og ýmsan þvæling
mögulegan og var góð tilbreyt-
ing og öllum mikil gleði.
Maggi undi sér vel á Sólborg
innan um marga, bæði vistmenn
og gott starfsfólk, og voru
áhyggjur af honum er kom að
lokun vistheimilisins. Hann
flutti í sambýli í Ægisgötu 26 í
ársbyrjun 1992. Áhyggjurnar
voru þarflausar, þar sem glað-
værð hans og nægjusemi, ásamt
mjög góðri umönnun allra, pass-
aði honum vel. Maggi færði sig
síðan inn í Hafnarstræti 16 og
var þar síðustu rúma tvo ára-
tugi í góðu yfirlæti þess góða
starfsfólks sem þar starfar.
Hann sótti Hæfingarstöðina í
Skógarlundi hvern dag eftir að
hún var byggð, en áður Iðju-
lund.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag, 16.
október 2020, klukkan 10.30, að
viðstaddri nánustu fjölskyldu,
en athöfninni streymt á face-
booksíðunni: Jarðarfarir í Akur-
eyrarkirkju – Beinar útsend-
ingar.
https://tinyurl.com/y37qr6ay
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á
https://www.mbl.is/andlat
Akureyri, gift
Þresti Axelssyni
Vatnsdal.
Maggi var næst-
yngstur systk-
inanna, sem öll ólust
upp í húsi foreldra
lengst af og þau
þrjú yngstu alltaf í
Ránargötu 9, húsi
tveggja kynslóða,
með föðurforeldra á
neðri hæð og yngri
hjónin á efri hæð með börnin.
Hús sem þó ekki endilega var
með bestu aðstöðu hvað varðar
umgengni og enn síður gott að-
gengi fyrir fatlaðan dreng, sem
hann var frá fæðingu.
Glaðværð, þrautseigja og
æðruleysi var hans, hann alltaf
kátur innan um aðra á ferð og
flugi, en heimilislífið stundum
líkara umferðarmiðstöð, vegna
fjöldans í húsinu, þar sem margt
var í heimili, en að auki gesta-
fjöldi og margir vinir sem litu
inn, bæði menn og dýr. Þeim
mun fleiri, því betra fyrir
Magga til að kankast á við og
fylgjast með í erli dagsins.
Með tilkomu vistheimilisins á
Sólborg fékk hann þar vist og
naut sín vel í þeim erli sem þar
var og staðurinn sístækkandi
griðastaður, þá „úti í sveit“.
Bróðir og mágur Magnús Jó-
hannsson – Maggi/Knúsi – er lát-
inn.
Þú varst alltaf svo glöggur á
raddir og þekktir alla gesti sem
komu heim í Rán, jafnvel þótt að-
eins kæmi „hæ“ neðan úr forstofu.
Þú fylgdist alltaf vel með öllu sem
var að gerast í kringum okkur og
ljómaðir af gleði þegar að þér var
vikið kveðjum.
Oft gast þú tekið þátt í leikjum,
s.s. að róla og hafðir yndi af því
þegar farið var með þig í stólnum
þínum í göngutúra, að ekki sé
minnst á unaðinn af góðum bíltúr.
Það var t.d. mikil ánægja með það
þegar ég fór með þig í stólnum þín-
um á móti pabba í hádeginu og
hann tók þig yfir í bílinn til sín, en
ég rölti með stólinn til baka.
Þú varst svo mikill gleðigjafi og
vonandi getur þú núna hlaupið
óheftur í Sumarlandinu, þar sem
þú hefur nú sameinast pabba,
mömmu og öðrum úr fjölskyld-
unni, sem farnir eru á undan þér.
Nokkur orð frá Agga mág: Ég
kynntist þér á fyrstu jólunum sem
ég átti hjá Ástu minni í Rán og allt
frá fyrsta augnsambandi vorum við
góðir vinir. Alla tíð dáðist ég að
dugnaði þínum og þínum jákvæða
huga. Bros þín og hlátur voru svo
sönn og fölskvalaus.
Ég mun sakna þín, en þó fyrst
og fremst gleðjast yfir því að hafa
notið þess að fá að kynnast þér,
elsku Maggi minn.
Ásta H. Jóhannsdóttir,
Gísli A. Bjarnason.
Það er sárt að kveðja hann
Magga bróður. Maggi var mikill
gleðigjafi, alltaf glaður og bros-
andi. Þrátt fyrir að geta lítið tjáð
sig með orðum í seinni tíð sögðu
augun allt sem segja þurfti.
Ég var svo lánsöm þegar hann
fæddist að vera á fullkomnum
barnapíualdri, átta ára. Á milli okk-
ar skapaðist mikil og góð vinátta og
væntumþykja. Fyrstu árin keyrð-
um við systkinin hann Magga í
kerru því ekki var auðvelt að eign-
ast hjólastól í þá daga. Aldrei
kvartaði Mag’+i þó að hann kæm-
ist ekki allt sem við systkinin vor-
um að fara, við sögðum einfaldlega
„þú getur þetta ekki, Maggi“, svar-
ið frá honum var bara „nei“, hvorki
rell né grátur.
Við Maggi spiluðum mikið
löngu-vitleysu og lengd spila-
mennskunnar fór eftir því hvaða
tíma ég hafði, en Maggi vann alltaf.
Þegar ég var komin með bílpróf
plataði ég oft Magga til að biðja
pabba að lána sér bílinn og tókst
honum það alltaf. Þannig fórum
við vinkonurnar og Maggi alsæl á
rúntinn.
Fyrstu árin eftir að ég flutti til
Reykjavíkur beið Maggi þolinmóð-
ur eftir að koma í heimsókn til mín,
en mamma hafði sagt honum að
hann gæti ekki heimsótt mig þar
sem ég kynni ekki að búa til mat.
Það varð til þess að í hvert skipti
sem ég kom norður spurði Maggi:
„Kanntu að búa til mat núna?“
Glaður varð hann þegar hann loks
fékk svarið já.
Maggi var með eindæmum vin-
margur. Allir og þá meina ég allir
sem kynntust honum urðu vinir
hans. Það var alveg sama hvort
maður var á Lækjartorgi, Kringl-
unni, Smáralind eða IKEA; alltaf
þekkti einhver Magga.
Maggi hafði gaman af að
ferðast, jafnt innanlands sem utan,
og fór hann t.d. í ógleymanlega
ferð til Majorka með starfsstúlk-
um úr Hafnarstrætinu.
Maggi var lánsamur með starfs-
fólk í Hafnarstræti 16, það er leit-
un að annarri eins manngæsku og
þar er. Allt var gert með virðingu
gagnvart honum og hann dekrað-
ur út í það óendanlega.
Fjölskyldan er stór og allir elsk-
uðu Magga. Systkinabörnin dýrk-
uðu hann og söknuður þeirra er
mikill.
Mér er ofarlega í huga þakklæti
til allra sem önnuðust Magga og
gerðu honum lífið auðveldara.
Hvíldu í friði elsku Maggi minn.
Ég elska þig.
Þín systir,
Ingunn (Inga) Þóra.
Þá er Magnús bróðir genginn.
Þá hefur hann loks losað fjötra
sína af sér, þá sem hann fékk í fæð-
ingu. Nú gengur hann glaður á
móti ljósinu, kátur með sitt eins og
alltaf. Hann „Mangús“ eins og við
kölluðum hann oft var gleðigjafi
allra sem þekktu hann, en það
voru afar margir. Það vildu flestir
koma inn í „þetta fallega“, sem
umvafði hann. Alltaf glaður og
þakklátur því sem hann fékk, bæði
af vináttu og gleðistundum. Hann
var til í allt og gerði líka margt, þar
sem mjög margir voru duglegir við
að hafa hann með í öllu. Þrátt fyrir
fötlun sína sútaði hann það ekki
eða kvartaði, en mikið þótti honum
gott að geta samsamað sig við aðra
í því sem hann gat gert eins. Bara
að vera í blárri úlpu frá 66°, eins og
ég, eða með vera húfu/trefil eins
og einhverjir aðrir og þannig vera
hluti af heild. Hvort það var KA
eða Þór, það fór eftir þeim sem
með honum voru, þá KA með okk-
ur Sigga og Þór með Ingu Möggu.
Þannig sýndi hann líka sína vin-
áttu við sitt umhverfi og vildi með
því öllum gott gera. Fjöldi í heimili
tveggja fjölskyldna í Rán 9 hæfði
honum vel, hjá okkur og „afa og
ömmu niðri“, alltaf einhver í hús-
inu og oftast einhver að flýta sér
að fara eða koma. Foreldrum trú-
lega ekki alltaf auðvelt, á hans
yngri árum, en það lítt borið á torg
og þau þakklát því sem gert var.
Þegar aðstæður þar þrengdust og
hann varð eldri, fékk hann vist á
nýrri Sólborg, á vistheimili þar
sem var fjör og nóg um að vera.
Síðar þegar rekstri þar var hætt
flutti hann í sambýli við færri og
þar voru áhyggjur óþarfar, þar
sem hann var þakklátur því sem
hann fékk og hafði. Á öllum stöð-
um fékk Maggi góða umönnun og
ber að þakka öllum þeim sem um
hann önnuðust, lengst af í Hafn-
arstræti 16. Kærar þakkir til alls
þessa góða fólks. Helgarheim-
sóknir hans til okkar voru fjöl-
skyldu minni kærar og þegar okk-
ar börn voru flogin úr hreiðrinu
sóttust þau eftir að koma, helst öll
í heimsókn og þannig fylgdist
„Mangús“ með öllum bæði fólki og
dýrum. Dóttur okkar þótti einnig
mjög vænt um að fá að þjónusta
hann sem iðjuþjálfi við búnaðar-
útvegun o.fl. Elsku Maggi, hafðu
það gott í Sumarlandinu bjarta og
berðu bestu kveðjur. Takk fyrir
allt og allt.
Björn og fjölskyldur.
Elsku Maggi okkar, mikið verð-
ur skrítið að koma norður og fara
ekki beint í Hafnarstrætið og fá
knúsið þitt og risastóra brosið með
tilheyrandi hljóðum. Þú varst allt-
af svo glaður og kátur, nokkuð
sem við hin ættum að taka þig til
fyrirmyndar með.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að vera í kringum þig frá
því við munum eftir okkur eða
komum inn í fjölskylduna, það
sem þú hefur kennt okkur margt,
sem mun fylgja okkur áfram í
gegnum lífið. Þú varst svo barn-
góður, mikil félagsvera, elskaðir
dýr, varst mjög stríðinn og svo má
nú ekki gleyma því hvað þú varst
kvensamur (híhíhí).
Það sem þú afrekaðir í þau rúm
60 ár sem þú lifðir var ótrúlegt. Þú
varst nánast til í að prófa allt. Við
fórum með þig í tívolí, keyrðum
risastóra gröfu, fórum í go-kart
þar sem þú klesstir þig og Stjána
nánast í dekkjakaf því þú varst svo
spenntur að fóturinn á þér sperrt-
ist upp og festist á bensíngjöfinni,
trylltir um á fjórhjólum þar sem
þú varst teipaður fastur við Stjána
svo þú dyttir ekki og óhljóðin frá
þér voru svo mikil að við vorum
mest hrædd um að fólk myndi
hringja á lögguna og halda að það
væri verið að ræna þér (en þetta
voru auðvitað gleðihljóð).
En svo var líka ýmislegt sem
við gerðum til að stríða þér og þér
fannst það nú ekki leiðinlegt þar
sem þú gerðir í því að æsa alla upp
með stríðninni þinni. Minnisstæð-
ast er mér þegar Stjáni sagði við
þig að ef þú hættir ekki að kalla
hann Stjána bláa myndi hann
festa kaðal við stólinn þinn og
festa á krókinn á bílnum og keyra
með þig í eftirdragi alla leið til
Reykjavíkur! Auðvitað kallaðir þú
hann aftur og aftur Stjána bláa
þangað til hann kom með kaðalinn
sem hann festi í stólinn og bílinn
og byrjaði að keyra út götuna hjá
Ellu frænku, það sem þú hlóst
mikið.
Síðan þegar Stjáni fór með þig
út í háa grasið í Asparlundi og
sagði þér að þú mættir ekki láta
heyra neitt í þér því hann ætlaði að
láta alla leita að þér, fara í feluleik.
Auðvitað gegndir þú og allir byrj-
uðu að leita en enginn fann þig –
Stjána var nú ekki farið að standa
á sama og mundi ekkert hvar í
grasinu hann hafði falið þig. Hann
byrjaði að kalla á þig en auðvitað
svaraðir þú ekki því hann var bú-
inn að segja að þú mættir ekki láta
heyra neitt í þér. Eftir dágóða leit
fannst þú og þvílíkur léttir hjá öll-
um en auðvitað hlóst þú bara, ha-
haha.
Svo var líka nóg að prumpa fyr-
ir framan þig eða nefna prump, þá
bara gastu ekki hætt að hlæja, það
sem þér þótti það fyndið.
Við gætum talið upp svo margt
margt fleira en látum hér við sitja.
Elsku Maggi mús, þín verður
sárt saknað og við munum aldrei
gleyma þér, þú verður alltaf í
hjarta okkar.
Góða ferð í Draumalandið til
ömmu, afa og Kidda Dóra, við vit-
um að það verður vel tekið á móti
þér.
Saknaðarkveðjur,
Margrét frænka, Krist-
ján (Stjáni), Alexander
Ingi, Skúli Eggert, Rúna,
Kristjana Rún, Inga
Þóra, Patrik Máni og
Kristján Darri.
Við erum stödd í Ránargötunni,
það er laugardagur sem var graut-
ardagur hjá ömmu og afa. Inni í
eldhúsi er Maggi skælbrosandi
með glasið sitt fullt af Cocoa Puffs
því það er bara mikið betra en
grautur. Þessi minning og aðrar
fylla huga minn þessa dagana en
Maggi var einstakur og hann
bætti svo miklu við líf okkar sem
vorum svo lánsöm að fá að fylgja
honum í þessu lífi. Hann fékk
kannski ekki heppilegasta hulstrið
en hann fékk svo sannarlega fal-
legustu sálina. Maggi var ekkert
að flækja hlutina heldur var hann
okkur öllum góð fyrirmynd og
kennari. Hans hlutverk hér var að
gera lífið fallegra og litríkara. Til
að mynda tók hann alltaf fagnandi
á móti öllum með bros á vör og þá
meina ég með stóru brosi sem náði
alla leið til augnanna og auðvitað
var faðmlag í kaupbæti. Annað
sem einkenndi Magga var að hann
sýndi öðrum mikinn áhuga og var
alltaf að spyrja um velferð ann-
arra en Maggi fylgdist vel með
fjölskyldunni sinni og vinum. Svo
var nú líka stutt í púkann hjá hon-
um og hann til í að gantast og
hlæja mikið. Allir sem Magga
þekktu vita hversu innilega hann
gat hlegið og þá með öllum líkam-
anum og það var erfitt að vera
ekki glaður þegar maður var með
honum.
Þó að það eina sem við vitum
þegar við fæðumst er að við mun-
um kveðja þennan heim þá verður
það skrýtið að halda áfram án
Magga. Ég vona að við sem eftir
erum getum nýtt okkur lífsspeki
hans, þ.e. „Taktu öllum fagnandi –
sýndu öðrum áhuga – hlæðu inni-
lega“ til að gera heiminn betri.
Nú ertu farinn á annan stað,
Maggi minn, þar sem ég veit að
sálin er frjáls. Líf okkar hér verður
tómlegra án þín en minningarnar
ylja þangað til við hittumst næst,
gamli minn.
Minning þín er mér ei gleymd,
mína sál þú gladdir,
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Jóhanna Mjöll og fjölskylda.
Sumar sálir eru einfaldlega fal-
legri en aðrar og að öllum öðrum
ólöstuðum held ég að þín hafi verið
sú allra fallegasta. Því finnst mér
þessar línur úr ljóði eftir Þórarin
Eldjárn (Óli) lýsa þér og okkur
sem þig þekktum svo vel:
Það sem heftir þroska þinn
efldi minn
Allt sem þú gafst mér:
þú kynntir mig Sorginni og Voninni
og kenndir mér að ekkert er sjálfsagt
Þrjú G lýsa þinni ævi best; gleði
– glens - grín, því þrátt fyrir allar
þínar líkamlegu og andlegu höml-
ur fannst manni þú í raun ekki
hafa neinar. Þú varst til í að prófa
nánast allt, hvort sem það var að
leyfa manni að drösla þér í tívolí-
tæki, niður rennibrautir, á fjórhól
eða hvað sem var. Þú komst líka
með á fótboltaleiki Breiðabliks ef
okkar maður var að spila fyrir
norðan, ekki af því að þú hefðir
brennandi áhuga á boltanum held-
ur elskaðir þú fólk, líf og fjör og
alltaf tilbúinn að vera lukkudýrið
okkar. Það sem ungir leikmenn
Breiðabliks græddu. Sumir voru
aðeins lengur að hætta að vera
„feimnir“ við þig en með árunum
urðu þeir jafn glaðir að sjá þig og
þú þá.
Mikið verður skrýtið að fara
norður héðan í frá og koma ekki í
Hafnarstræti 16 þar sem þú bjóst
með dásamlegu heimilisfólki og
ekki síðri starfsmönnum. Það að
kalla fólkið þitt starfsmenn er í
raun ekki rétta orðið … þvílíkir
gullmolar sem þar voru og sáu um
þig og þína. Þakklæti og forrétt-
indi eru mér efst í huga eftir að
hafa fengið að kynnast þeim í
gegnum þig.
Í huga barna minna varstu og
verður alltaf aðalfrændinn, mest
elskaður og skemmtilegastur.
Það er því með miklum trega og
sorg en jafnframt þakklæti sem
við kveðjum í dag. Takk fyrir allt
elsku Maggi mús – elskum þig
óendanlega.
Berglind, Sigurður
(Siggi), Bryndís Kara
og Stefán Ingi.
Þú varst fljótur að átta þig á því,
að ef þú barst þig ekki eftir hlut-
unum sjálfur, var minna að fá.
Ungur að árum gastu dregið þig
milli staða, skellt annarri hendinni
upp á borðbrúnina, híft þig upp til
að sjá hvað var í boði og svo teygt
þig í það. Það veitti ekkert af þess-
ari sjálfsbjargarviðleitni, enda 10
munnar og 20 hendur um það sem
í boði var á borðinu. Lífið var eng-
inn dans á rósum en þó var það
þannig að þú hafði lag á því að fá
alla í herberginu til að brosa og
gast létt lund hjá öllum þeim sem í
kringum þig voru.
Með árunum stækkaði fjöl-
skyldan og hittumst við reglulega
á sunnudögum þar sem ýmislegt
var brallað, náttúruminjar skoðað-
ar í Mývatnssveit eða góður
göngutúr tekinn í Eyjafirði í
ferska loftinu. Eitt var þó eins og
fasti, þú varst alltaf í góðu skapi,
tókst á móti okkur með bros í and-
liti og spurðir hvað væri að frétta
af öllum í fjölskyldunni. Þú varst
nefnilega forvitnari en restin af
fjölskyldunni samanlagt! Það
skipti engu þó Ragga Stína hafði
flutt til Danmerkur fyrir mörgum
árum, þú þurftir að vita hvað væri
að frétta af utanlandsævintýrinu
hennar í hvert skipti. Þú vildir vita
hvað væri að frétta af Öglu og
Njálu og hvar var Egill og hvar
var Magga? Þú þurftir að vita
hvað væri að frétta af öllum alltaf!
Svo var það húmorinn, alltaf
fyrstur til að hlæja af bröndurum,
þeim mun grófari, þeim mun
fyndnari! Svolítill bósi sem fannst
ekkert leiðinlegt að láta stjana við
þig af fallegum konum. Hvers
manns hugljúfi sem dýrkaðir börn
og þau þig! Árlegur hittingur í
Asparlundi var svo hátindurinn,
hitta niðjarnar sem stækkuðu
með hverju árinu og þú miðpunkt-
ur skemmtunarinnar. Þú gafst
okkur öllum svo mikið, en fórst
fram á svo lítið! Þú varst gleði-
sprengja í hversdagsleikann og
þín verður sárt saknað.
Minning um frænda
Ég man eftir þér sem Maggi mús,
Sumir minnast þín sem Maggi knús.
Þú sast mér við hlið í aftursæti,
Misstir takið, það ei vakti kæti.
Flaugst til hliðar og yfir til mín
Gunni bróðir þá kallaði til þín
„Hertu takið“ og ég aðstoðaði þig
Fingurnir gripu handfangið þannig
að aldrei takið átti að missa
horfðir til mín, ég sá þig flissa
Þetta þér fannst gaman og nú skyldi
kalla
Því bróðir þinn var sko eitthvað að
bralla.
Svo liðu árin og ég þig gat gripið
Upp með annari en þá var klipið
Í hálsinn með klónum og öskrað hátt
Litli strákurinn sterkur þá hlegið var
dátt
Ekki ég fékk hjá þér nokkurn afslátt.
Forvitinn framar öllu um alla
Engan gast hitt nema fram að kalla
Hvar er hann þessi og hvar er hann
hinn,
Ertu viss um að þetta sé bíllinn þinn?
Heilu ræðurnar hélst og spurninga
flóðið
Allt kom frá þér og eins var hljóðið
Öllu komst frá þér án þess að reyndi á
Við öll orðið skildum hvað þýddi þetta
jaááááá!
Fyrstur að skilja og fyrstur til að
hlæja
Húmorinn til staðar hann ekkert náði að
bæja
Piss og prump og helst smá kúkur
Þá var sko öskrað og helst með fullar
lúkur
Því súkkulaði og sætindi þú dýrkaðir
Allir í kringum þig það réttu glaðir
Því til baka með brosi þú borgaðir.
Fjölskylda Jóhanns
Gunnnars Jóhannssonar.
Þá ertu farinn, elsku besti kall-
inn minn, búinn að skila þínu hlut-
verki í þessari jarðvist. Þú leystir
það sannarlega vel af hendi, gleði-
sporin þín eru mörg.
Þig hitti ég fyrst þegar ég fór
að venja komur mínar í Ránar-
götu 9, þú spurðir af hverju ég
væri þarna og ég svaraði að ég
væri sko skotin í honum Kidda
stóra bróður þínum. Þá gastu
hlegið og sagðir oft við mig
„Magga skotin“.
Þær aðstæður sem þú bjóst við
voru með eindæmum góðar. Fjöl-
mennt heimili og miklar gesta-
komur, auk ömmu og afa á neðri
hæðinni. Þarna var komin öll sú
þjálfun sem ungur fatlaður dreng-
ur þurfti. Hann var þarna á holinu
og kallaði bara „tímirðu að tala við
mig“ og svona liðu dagarnir þínir.
Hvert sem fjölskyldan fór, þá var
Magnús með – þín fötlun var aldr-
ei vandamál.
Þegar þú bjóst á Vistheimilinu
Sólborg vorum við svo heppin að
ég var að vinna þar, þér þótti nú
ekki leiðinlegt að mega sitja hjá
mér á skrifstofunni og horfa á allt
fólkið sem labbaði þar um. Sér-
staklega þegar sætu stelpurnar
sem þarna unnu áttu erindi til
okkar, þá stækkaði nú brosið tals-
vert.
Magnús
Jóhannsson