Morgunblaðið - 16.10.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 16.10.2020, Síða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 Vefverslun brynja.is Rafmagnsbrýni 11.850 kr. JIFF-S hnífa- og skærabrýni 1.995 kr. TriHone þriggja steina brýni 6.920 kr. Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Ný sending af vönduðum brýnum frá Smith‘s - Mikið úrval Kitc dem fyrir 5.110 kr. hen 2 stiga antsbrýni hnífa og skæri Demantsstál 5.980 kr. Vasabrýni 2.980 kr. CCKS einfalt brýni, gróft, fínt 1.200 kr. Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Rafmagnsbrýni 8.950 kr. Demantsbrýni 8.520 kr. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er margt að gerast í kringum þig og þú mátt hafa þig alla/n við að straumurinn hrífi þig ekki með sér. Veldu af kostgæfni það sem þú ákveður að trúa á. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér kemur alveg ótrúlega vel saman við aðra – það er eins og fólk skilji full- komlega allt sem þú segir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert einbeitt/ur og tilbúin/n til að hella þér út í vinnu í dag. Settu félaga þinn inn í málið sem þú vinnur að og biddu um hans álit. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert í algerlega nýrri aðstöðu þessa stundina og veist varla hvað snýr upp og hvað niður. Þú drífur hlutina áfram á þinn hátt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þetta er góður dagur til þess að hugsa um vináttuna. Heimurinn liggur allur fyrir fótum þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hættu að bíða eftir því að aðrir geri hlutina. Þú vekur aðdáun annarra fyrir fág- aða framkomu og flottan stíl. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú munt ekki sjá eftir þeirri ákvörðun þinni að deila sjálfum þér og jafnvel eigum þínum með þeim sem eru þér kærir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er rétt að huga að ferða- áætlunum sem hafði verið slegið á frest eða aflýst. Gefðu þér tíma til þess að dekra við þig, þú átt það skilið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er nauðsynlegt að taka til- lit til hagsmuna annarra, þegar mál, sem margir eiga aðild að, eru til lykta leidd. Hafðu þetta í huga þegar þú gengur fram á vettvangi dagsins. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu ekki svo hrædd/ur um til- finningar þínar, að þú þorir alls ekki að láta neitt uppi. Þú lendir í rifrildi við nágranna þína. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt erfitt með að sjá hlutina í skýru ljósi í dag og því er hætt við ruglingi og misskilningi. Fólk er tilbúið til að deila með þér leyndarmálum en þú verður að gæta trúnaðar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Yfirleitt er það svo að gæska þín og gjafmildi falla í góðan jarðveg. Allt mun fara vel að lokum. Taktu lífið ekki of alvar- lega. var. „Það var gaman að vera ungur á þessum tíma. Ég hlustaði mikið á tón- list eins og öll mín kynslóð, enda Bítl- arnir og Rolling Stones ekkert slor.“ Kolbeinn er mikill bílaáhugamaður og hefur séð um viðhald á bílum sín- um öll árin. Þrátt fyrir það ákvað hann að breyta um vinnuvettvang. „Eins og ég hafði gaman af bílum, þá hentaði það mér ekki vel að vera allt- af fastur á sama stað.“ Hann fór að vinna á ýmsum stöðum frá 1971-76, m.a. hjá Skipasmíðastöð Mars- ellíusar. „Ég kynntist mörgu góðu fólki í skipasmíðinni, sem ég er enn í góðu sambandi við í dag.“ Árið 1977 fór Kolbeinn á náms- samning í pípulögnum í Stálvík í Garðabæ og lauk sveinsprófi 1980. Næstu fimm árin var hann verktaki í hitaveitulögnum og vann síðan hjá eldrar hans fluttu til Reykjavíkur 1961 og Laxeldisstöð ríkisins tók við búinu var hann áfram tvo næstu vet- urna í Klébergsskóla. Það voru viðbrigði að flytja til Reykjavíkur eftir að hafa verið á Kjalarnesinu þar sem allir þekktu alla. Kolbeinn gekk einn vetur í Hlíða- skóla og eignaðist þar góða vini. Næst fór hann í Gagnfræðaskóla verknáms í Brautarholti og Ármúla einn vetur og síðan í Iðnskólann þar sem hann lærði bifvélavirkjun. „Það var frekar erfitt atvinnuástand á þessum tíma og ekki sjálfgefið að komast á samning alls staðar, en fyrir vinskap komst ég á samning hjá Kistufellinu árið 1965.“ Á þessum tíma var rúnturinn í há- marki og Kolbeinn keyrði um á Chevrolet með sítt krullað hár og í út- víðum buxum eins og tíska tímans K olbeinn Guðmundsson fæddist 16. október 1950 í Kollafirði á Kjal- arnesi, en bærinn hafði verið heimili margra ættliða. „Það var gaman að alast upp á Kjalarnesinu. Ég var yngstur okkar systkinanna og þau hugsuðu alltaf vel um mig.Nú er ég, sá yngsti, orðinn sjötugur,“ segir hann og hlær. Kolbeinn gekk í barnaskólann á Klébergi, þar sem skólastjórinn og eini kennari skólans, Ólafur Kr. Magnússon, réð húsum. „Þarna voru góðir krakkar og ég var í heimavist, sem var skemmtilegast af öllu. Ólafur kenndi okkur öll fögin og hugsaði vel um okkur. Við tölum ekki um neina óþekkt, en það var oft mikið fjör.“ Heyra má að Kolbeinn hugsar til skól- ans með mikilli hlýju og þegar for- öðrum pípulagningameisturum til 1990, þegar hann ákvað að starfa sjálfstætt, sem hann hefur gert allar götur síðan. Árið 1980 kynntist Kolbeinn konu sinni Árnýju. „Ég bauð henni í bíltúr á Bronco-jeppa sem ég átti og hún var svo hrifin af bílnum að ég held að ég hafi fengið að fylgja með,“ segir Kolbeinn og skellihlær. Síðan urðu bíltúrarnir fleiri og þá var Áslaug, sjö ára dóttir Árnýjar, með í för. „Við fluttum fyrst í íbúð Árnýjar í Foss- vogi en fórum fljótlega í Hraunbæ og vorum þar í tíu ár. Síðan byggðum við einbýlishús í Grafarvoginum, þar sem við búum enn.“ Kolbeinn hefur gaman af hálendis- ferðum og fer á upphækkuðum jepp- um í margar ferðir, en upp úr standa þó alltaf ferðir með fjölskyldunni. Kolbeinn Guðmundsson pípulagningameistari – 70 ára Einstaklega heppinn með fjölskyldu Fjölskyldan Frá vinstri: Kolbeinn, Ingólfur, Ólafur, Áslaug, Árný og Helga. Afi Kolbeinn Hér er Kolbeinn með barna- barnið Arnar Bjarka Þórisson í Herjólfi á leið til Eyja. Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Una María Óskars- dóttir fæddist 6. október 2019 kl. 5.42. Hún vó 3.280 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Elísa Björg Björgvinsdóttir og Óskar Guðbrands- son. Nýr borgari 30 ára Darri ólst upp í Litla-Skerjafirði en býr núna í gamla Vestur- bænum. Hann er leikari og hefur m.a. leikið í Tjarnarbíói, Hörpu og Borgarleikhúsinu. Núna er hann að leika í Borgar- leikhúsinu í Stúlkunni sem stöðvaði heim- inn og í Hörpu í Karíusi og Baktusi. Eftir áramót stígur hann á fjalir Þjóðleikhússins. Maki: Erna Guðrún Sigurðardóttir, f. 1989, hugbúnaðarverkfræðingur. Börn: Kolbeinn Loki, f. 2016, og Kolfinna Margrét, f. 2019. Foreldrar: Margrét I. Hallgrímsson, f. 1959, ljósmóðir, og Kristján Eric Krist- jánsson, f. 1958, smiður. Kjartan Darri Kristjánsson 30 ára Fatima ólst upp á Filippseyjum en býr núna í Kópavogi. Fatima er hjúkr- unarfræðingur og vinn- ur á lungnadeild á Landspítalanum. Núna er búið að breyta deild- inni í Covid-deild út af ástandinu í þjóð- félaginu og er Fatima að vinna þar. Helstu áhugamálin eru ferðalög. Maki: Gunnar Örn Eggertsson, f. 1983, námsmaður. Barn: Jóhann Óskar Gunnarsson, f. 2014. Foreldrar: Jeremias Abitona Labitigan, f. 1963, bóndi, og Nora Mandia Labitigan f. 1966, húsmóðir. Þau búa á Filippseyjum. Fatima Mandia Labitigan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.