Morgunblaðið - 16.10.2020, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 16.10.2020, Qupperneq 34
EM Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Þriðja bylgja kórónuveirufaraldurs- ins hefur sett undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu í uppnám fyrir leik liðsins gegn Sví- þjóð í undankeppni EM á Ullevi- vellinum í Gautaborg í Svíþjóð hinn 27. október næstkomandi. Íslenska liðið er með 13 stig í öðru sæti F-riðils undankeppninnar eftir fimm spilaða leiki, jafn mörg stig og Svíþjóð, en Svíar hafa skorað fjórum mörkum meira. Æfinga- og keppnisbann er á höf- uðborgarsvæðinu þessa dagana vegna faraldursins en íslenski lands- liðshópurinn, sem var kynntur 9. október síðastliðinn, kemur saman til æfinga á mánudaginn kemur. „Það hefur gengið á ýmsu í okkar undirbúningi og skipulaginu líka,“ sagði Jón Þór í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Við komum saman á mánudaginn kemur og markmiðið var að byrja hérna heima fyrst en það ræðst aðeins af því hvernig fer með þetta æfinga- og keppnisbann sem nú er við lýði á höfuðborgar- svæðinu og hvort því verður aflétt á mánudaginn. Ef bannið verður framlengt reyn- um við að fara fyrr út til Svíþjóðar með liðið ef við megum ekki og get- um ekki æft hérna heima. Þetta er ekki ákjósanleg staða, svo ég sé nú bara hreinskilinn með það. Í sjálfu sér hefur þetta ekki mikil áhrif á okk- ar upplegg í leiknum eða undirbún- inginn þannig séð en stærsti óvissu- þátturinn er auðvitað bara hvenær og hvar liðið getur komið saman.“ KSÍ reynslunni ríkara Jón Þór ítrekar að það sé að mörgu að huga fyrir leikinn mik- ilvæga í Gautaborg. „Við erum búin að teikna upp nokkrar sviðsmyndir að því hvernig við getum gert hlutina ef allt fer á versta veg. Ein útfærsla er að fara snemma með liðið til Svíþjóðar, æfa og undirbúa sig fyrir leikinn þar, en það gæti líka reynst erfitt upp á flug og annað með stuttum fyrirvara. Það hefur gengið á ýmsu hérna heima að undanförnu, bæði í kring- um karla- og U21-árs landsliðið, og verið nóg að gera hjá KSÍ. Á sama tíma er þetta dýrmæt reynsla sem sambandið öðlast með þessum uppá- komum og þetta kennir manni að við þurfum að vera við öllu búin í því ástandi sem ríkir í heiminum í dag. Ef við lendum í smiti eða sóttkví í Svíþjóð sem dæmi þurfum við að vera tilbúin að eiga við það og það er einn liður í undirbúningi okkar fyrir Svíþjóðarferðina. Það er því að mörgu að huga og að því leyti er þetta kannski aðeins frábrugðið hin- um venjulega keppnisleik.“ Aðeins er um einn leik að ræða í þessum landsleikjaglugga. „Við settum verkefnið þannig upp til að byrja með að hópurinn kæmi saman 19. október. Við munum hins vegar ekki kalla þá leikmenn sem spila erlendis heim fyrir þessar æf- ingar, einfaldlega vegna flækjustigs- ins sem það mun skapa og óþarfa ferðalaga. Við myndum svo fljúga út á fimmtudegi eða föstudegi þannig að við fáum ágætis tíma hérna heima með þeim leikmönnum sem hér spila, ef allt gengur að óskum. Þeir leik- menn sem leika erlendis myndu svo hitta okkur í Svíþjóð í lok vikunnar. Það jákvæða við þennan leikja- glugga er að þetta er bara einn leikur sem við erum að fara að spila og við fáum þess vegna mjög góðan tíma til þess að undirbúa liðið.“ Ekki þungar áhyggjur Í 23 manna hópi landsliðsins eru 16 leikmenn sem leika á Íslandi en síð- ast var leikið í efstu deild hérlendis hinn 4. október. Á meðan er leikið af fullum krafti í Svíþjóð, Englandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni þar sem leikmenn sænska landsliðsins spila. „Ég hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af þessu. Auðvitað er það ekki ákjósanlegt en við erum að klára tímabilið hérna á Íslandi og þar af leiðandi eru allir leikmenn í topp- formi. Ég hefði meiri áhyggjur af þessu ef við værum að fara inn í þennan leik að vori til þar sem tíma- bilið væri að hefjast en það hefur minna að segja eins og staðan er núna. Félögin hérna heima hafa gert virkilega vel í faraldrinum þegar kemur að æfingum fyrir sína leik- menn, bæði einstaklingsmiðuðum æfingum og hópæfingum. Það eru þrekþjálfarar í fullu starfi hjá félög- unum þar sem er haldið vel utan um allt sem er í gangi og við höfum líka verið í mjög góðu sambandi við þjálf- ara liða í deildinni um þessi mál. Allir leikmenn eru því að æfa af fullum krafti, þótt það sé ekki verið að spila fótbolta þessa stundina. Af því leiðir að við fáum þessa leikmenn til okkar í mjög góðri æfingu sem er auðvitað frábært fyrir landsliðið.“ Nýr leikur í Gautaborg Fyrri leik liðanna á Laugardals- velli hinn 22. september síðastliðinn lauk með 1:1-jafntefli þar sem Anna Anvegård kom Svíum yfir í fyrri hálf- leik en Elín Metta Jensen jafnaði metin fyrir Ísland um miðjan seinni hálfleikinn. „Við förum inn í þennan leik full sjálfstrausts eftir mjög góð úrslit hér heima. Það var fullt af atriðum í þeim leik sem við gerðum virkilega vel og markmiðið er auðvitað að byggja of- an á þau í leiknum úti. Við þurfum að eiga mjög góðan leik til þess að ná í úrslit og það er mikilvægt að við ger- um okkur grein fyrir því að þetta er nýr leikur sem við erum að fara út í. Jafntefli gegn Svíþjóð á Laugar- dalsvelli gefur okkur ekkert í leikn- um í Svíþjóð og ástæða þess að við náðum í stig var sú að við undir- bjuggum okkur virkilega vel og vor- um mjög einbeitt allan tímann. Við þurfum því að stilla okkur rétt af strax í næstu viku og setja fullan fók- us á erfiðan leik gegn einu af bestu liðum heims.“ Jón Þór tók við liðinu í október 2018 og viðurkennir að það hafi mikið gengið á síðan hann tók við. „Ég gef ekki mikið fyrir tal um að Svíar hafi ekki verið vel undirbúnir fyrir leikinn hérna heima. Þeir mæta með tuttugu manna starfslið til Ís- lands og öll umgjörð í kringum liðið er miklu stærri en við eigum að venj- ast. Mér finnst þess vegna mjög áhugavert þegar sagt er að þeir hafi ekki verið undirbúnir en hins vegar er það alveg rétt að okkur tókst að koma þeim í opna skjöldu. Það er eðlilegt enda vorum við bara búin að spila þrjá landsleiki á árinu, alla í mars. Síðustu landsleikir fyrir það voru í október þannig að auðvitað eru þættir í okkar leik sem eru óvæntir. Sveindís og Karólína sem dæmi eru báðar nýliðar í hópn- um og þess vegna var ekkert sem gaf Svíum tilefni til þess að undirbúa sig eitthvað sérstaklega fyrir inn- komu þeirra. Svo má ekki gleyma frammistöðu Dagnýjar Brynjarsdóttur sem var stórkostleg en þetta var hennar besti landsleikur í langan tíma. Liðið er í ákveðinni þróun og hefur verið það að undanförnu. Markmið okkar er þess vegna að halda áfram að bæta og þróa okkar leik eftir því sem fram líða stundir því eins og ég hef áður sagt þá hefur gengið á ýmsu frá því ég tók við liðinu í október 2018. Við höfum aldrei náð neinum takti í liðið, því miður, því það hefur ein- faldlega verið of langt á milli leikja, bæði vegna faraldursins og svo vegna annarra stoppa. Við erum hins vegar bjartsýn núna á að geta haldið uppi góðum takti og að við séum loksins komin á fulla ferð ef svo má segja.“ Allir leikir úrslitaleikir Íslenska liðið er í vænlegri stöðu í öðru sæti F-riðils undankeppninnar en sigur í Gautaborg myndi fara langleiðina með að tryggja efsta sæti riðilsins. „Við erum komin á þann stað í riðlinum núna að við eigum þrjá leiki eftir. Markmiðið er og hefur alltaf verið að fara til Englands í loka- keppnina en við eigum þrjá úrslita- leiki eftir. Þú færð þrjú stig fyrir sig- ur og við þurfum öll þau stig sem í boði eru til þess að ná ætlunarverk- inu. Þessi leikur er ekki hinn einstaki úrslitaleikur ef við horfum á stóru myndina því við þurfum að vinna bæði Ungverja og Slóvaka til þess að komast áfram í lokakeppnina. Ef við ætlum okkur hins vegar að vinna rið- ilinn þurfum við að leggja Svía að velli og það má þess vegna líta á þetta sem úrslitaleik upp á það að gera. Við megum hins vegar ekki fara fram úr okkur og fyrsta markmiðið er að halda áfram þróun liðsins og svo sjáum við bara til að endingu hvert það skilar okkur.“ Gengið á ýmsu frá því þjálfarinn tók til starfa  Jón Þór Hauksson undirbýr kvennalandsliðið fyrir úrslitaleik í Gautaborg Morgunblaðið/Eggert Svíþjóð Elín Metta Jensen, Sveindís Jane Jónsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir fagna marki Elínar gegn Svíum. 34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 Bandaríkin Orlando – New York City....................... 1:1  Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn með New York sem er í sjötta sæti Austurdeildar MLS. Þýskaland Bikarkeppnin, 1. umferð: Düren – Bayern München ....................... 0:3  Meistaradeild karla A-RIÐILL: Porto – Pick Szeged............................ 25:19  Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Pick Szeged. París SG – Elverum ............................. 35:29 Vardar Skopje – Flensburg................. 31:26  Flensburg 6 stig, Kielce 6, Meshkov Brest 4, Porto 4, Elverum 2, París SG 2, Vardar Skopje 2, Pick Szeged 0. Þýskaland RN Löwen – Leipzig ........................... 23:28  Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Löwen en Ýmir Örn Gíslason 1. Ludwigshafen – Magdeburg.............. 22:28  Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist- jánsson lék ekki með. Bergischer – Wetzlar.......................... 20:22  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson lék ekki með. . Füchse Berlín – Hannover-Burgdorf. 31:27  Efstu lið: Leipzig 7 stig, Flensburg 6, Magdeburg 6, Wetzlar 6, RN Löwen 6, Bergischer 6, Fücshe Berlín 5. Danmörk Skjern – Tvis Holstebro...................... 37:31  Elvar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Skjern.  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 1 mark fyrir Tvis Holstebro.  Efstu lið: Aalborg 15, GOG 12, Mors 11, Skjern 11, Tvis Holstebro 10, Bjerringbro/ Silkeborg 10, Skanderborg 9, SønderjyskE 9, Kolding 8. Svíþjóð Boden – Lugi ........................................ 21:26  Markvörðurinn Hafdís Renötudóttir leikur með Lugi. Frakkland B-deild: Dijon – Nice.......................................... 30:26  Grétar Ari Guðjónsson varði 6 skot í marki Nice og var með 29% markvörslu.   Skjern vann Holsterbro í markaleik í efstu deild danska handboltans í gær 37:31. Með sigrinum fór Skjern upp fyrir Holsterbro og er með 11 stig en Holsterbro 10 stig í 5. sæti. Álaborg er í efsta sæti með 15 stig, GOG með 12 stig og Mors-Thy með 11 eins og Skjern. Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Skjern og Óðinn Þór Ríkharðsson 1 mark fyrir Hol- sterbro. Gamli refurinn Anders Eggert í vinstra horninu hjá Skjern virðist eiga nóg eftir og var marka- hæstur með 10 mörk. 68 marka leikur í Danmörku Ljósmynd/Robert Spasovski 3 mörk Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson leikur með Skjern. ESPN fullyrðir að ítalska knatt- spyrnufélagið Juventus ætli að leggja fram tilboð í franska sókn- armanninn Kylian Mbappé næsta sumar. Útlit er fyrir að slegist verði um franska heimsmeistarann sem er aðeins 21 árs gamall en fyrir löngu orðinn fastamaður í franska lands- liðinu. Real Madrid og Liverpool eru einnig sögð afar áhugasöm. Margar franskar stjörnur hafa leikið með Juve. Nægir þar að nefna Michel Platini, Zinedine Zid- ane og Paul Pogba. Juve ætlar sér að ná Mbappé AFP Eftirsóttur Kylian Mbappe mun færa sig um set næst sumar.  Fullyrt er í nýrri bók að knatt- spyrnumaðurinn Lionel Messi hafi íhugað sterklega að ganga til liðs við Chelsea árið 2014. Í samningi Messi var klausa sem myndi leyfa honum að fara ef eitthvert félag væri tilbúið að greiða vissa upphæð sem getið var um í samningi. Á þessu ári var sú upphæð stjarnfræðilega há. Upphæðin var öllu lægri í þeim samningi sem var í gildi árið 2014. Chelsea var tilbúið að greiða þessa upphæð og þá var lítið sem Barcelona gat gert en að bíða átekta. Gianluca Di Marzio ritaði bókina en hann starfar fyrir Sky Sports á Ítalíu. Fullyrðir hann að José Mourinho hafi sannfært Lionel Messi um að koma til Chelsea eftir að tilboðið var lagt fram. Er fundur Mourinho og Messi sagður hafa farið fram í gegnum fjar- fundabúnað. Á þessum tíma var mál í gangi fyrir dómstólum á Spáni gegn Messi vegna skattsvika. Messi er sagður hafa sam- þykkt munnlega að ganga til liðs við Chelsea eftir fundinn með Mourinho en hafi síðar hætt við. Talið er að faðir hans og umboðsmaður hafi verið á móti því að Messi færi til Chelsea. Di Marzio segir einnig að Messi hafi ráð- fært sig við Portúgalann Deco. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.