Morgunblaðið - 20.11.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lagði í gær-
morgun minningarkrans að Von, styttu og sjálfsmynd
Bertels Thorvaldsens í Hljómskálagarðinum í Reykjavík,
í tilefni af því að 250 ár voru liðin frá fæðingu lista-
mannsins. Þetta var gert í aðdraganda hátíðardagskrár
og málþings um Thorvaldsen sem haldið var í Listasafni
Íslands. Thorvaldsen var sem kunnugt er að hálfu Ís-
lendingur. Hann fæddist í Danmörku og eyddi þar ævi-
kvöldinu, en starfaði lengst af á Ítalíu. Ísland var þó
alltaf nærri í verkum hans og vitund.
„Mest er þó um vert að við gleymum ekki arfleifð lista-
mannsins. Hann lifir í verkum sínum – en lifa þau með
okkur?“ sagði forseti Íslands í ávarpi sínu en hann er
höfundur formála að ævisögu Thorvaldsens eftir Helga
Gíslason. Sú bók, sem kom upphaflega út árið 1944, er
nú endurútgefin á þessum tímamótum. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lagði krans að styttu Thorvaldsens
„Við erum bara orðlaus yfir við-
tökum landans. Það hefur gripið um
sig bingóæði,“ segir Sigurður Þorri
Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður
á K100, um bingó sem hann stýrði
ásamt Evu Ruzu á mbl.is og á rás 9
hjá Símanum í gærkvöldi.
Metfjöldi vinninga rauk út í bingó-
inu en aðalvinningurinn var Sam-
sung Galaxy-sími af tegundinni S20
FE og segir Sigurður, sem betur er
þekktur sem Siggi Gunnars, að
Berglind Helgadóttir sem vann sím-
ann hafi að vonum verið hæstánægð
með vinninginn.
„Öll fjölskyldan hennar spilaði
með svo það var mikil spenna,“ segir
Siggi, sem er í skýjunum með kvöld-
ið.
„Það var frábær stemning. Bríet,
vinsælasta tónlistarkona landsins,
var gestur þáttarins. Hún flutti tvö
lög.“
Þetta var í fjórða sinn sem bingóið
var haldið og þurfa landsmenn ekki
að örvænta því fram undan eru þó
nokkur bingókvöld undir stjórn
Sigga og Evu. „Við erum hvergi
bangin og keyrum af stað með bingó
í næstu viku og munum gera þetta
alla fimmtudaga fram að jólum,“
segir Siggi að lokum.
Metfjöldi bingó-
vinninga rauk út
Bingóæði hefur gripið um sig
Morgunblaðið/Eggert
Bingóstjórinn Siggi Gunnars er í skýjunum með bingó gærkvöldsins.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Rauði kross Íslands hefur haft for-
göngu um að efnt verði til hjálpar-
starfs í Vík með aðstoð fyrirtækja,
Hjálparstarfs kirkjunnar, sveitar-
félagsins og fleiri. Það mun veita
fólki jólaaðstoð. Þorbjörg Gísladótt-
ir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps,
sagði að um þriðjungur íbúa sveitar-
félagsins væri atvinnulaus. Þar búa
um 720 manns.
„Flestir eru á atvinnuleysisbótum.
Sveitarfélagið hefur ekki þurft að
veita fjárhagsaðstoð nema í mý-
flugumynd,“ sagði Þorbjörg. „Við
gerðum ráð fyrir um 30% samdrætti
í útsvarstekjum en mér sýnist við
ætla að fara í gegnum þetta ár með
um 14% lækkun.
Ég held að hluta-
bótaleiðin og
atvinnuleysis-
bæturnar hafi
haldið þessu
uppi.“
Hún sagði
mjög mikilvægt
að það rættist úr
ferðaþjónustunni
áður en tímabili
atvinnuleysisbóta lyki. „Við trúum
því að þetta verði farið að rísa næsta
vor og vinnum eftir því. Reynist það
ekki rétt tökum við stöðuna aftur,“
sagði Þorbjörg. „Það er ágætis
stemning í sveitarfélaginu, þrátt fyr-
ir allt. Það eru allir að vinna sér í
haginn og margir hafa endur-
skipulagt og tekið til í rekstrinum
hjá sér.“
Mýrdalshreppur hélt áfram fram-
kvæmdum í sumar til að skapa störf
nema að dregið var úr malbikun.
Vegagerðin var einnig með miklar
framkvæmdir og mest heimamenn
sem fengu verkið. „Hér var allt á
blússandi siglingu, þetta féll allt með
okkur,“ sagði Þorbjörg.
„Það hafa aldrei fæðst jafn mörg
börn í Mýrdalshreppi og á þessu ári.
Okkur vantaði börn og nú eru komin
15-16. Hér voru ekki nema um 80
börn í leik- og grunnskóla. Stærsti
árgangurinn til þessa var átta börn
og oft ekki nema 3-4 börn í árgangi.
Flestir íbúar eru á aldrinum 20-35
ára svo þetta var viðbúið. Nú þurf-
um við að byggja nýjan leikskóla!“
Ferðaþjónusta þarf að fara af stað
Þriðjungur íbúa Mýrdalshrepps án atvinnu Jólaaðstoð undirbúin Samdráttur í útsvarstekjum
minni en búist var við Miklar framkvæmdir á liðnu sumri Met slegið í barneignum í hreppnum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vík í Mýrdal Um þriðjungur íbúa sveitarfélagsins er atvinnulaus. Mikilvægt
er að ferðaþjónusta komist aftur af stað í vor, að sögn sveitarstjóra.
Þorbjörg
Gísladóttir