Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020
Bio-Kult Candéa
Sérhönnuð góðgerlablanda með það að
markmiði að styðja við virkni ónæmiskerfi-
sins, draga úr meltingartengdum
vandamálum og að vernda viðkvæm svæði.
Inniheldur 7 sérvalda góðgerlastofna ásamt
hvítlauk og greipaldinþykkni.
Bio-Kult Pro-Cyan
Sérhönnuð góðgerlablanda með það
aðmarkmiði að styðja við heilbrigði
þvagfærakerfis. Inniheldur sérvalda
góðgerlastofna, ásamt trönuberja-
þykkni og A-vítamín.
Bio-Kult Original
Sérhönnuð góðgerlablanda með það
aðmarkmiði að byggja upp öfluga
þarmaflóru og styðja við eðlilega virkni
ónæmiskerfisins. Inniheldur
14 sérvalda góðgerlastofna.
Bio-Kult Infantis
Sérhönnuð góðgerlablanda með það
aðmarkmiði að styðja við vöxt og
þroska barna á öllum aldri.
Inniheldur 7 sérvalda góðgerlastofna
ásamt Omega3 og D-vítamíni.
Bio-Kult Migréa
Sérhönnuð góðgerlablanda með það að
markmiði að styðja við meltingarveginn
og taugakerfið. Inniheldur 14 sérvalda
góðgerlastofna ásamt magnesíum
og B6-vítamíni.
.
Bio-Kult Mind
Sérhönnuð góðgerlablanda með það að
markmiði að styðja við meltingarveginn
og hugræna virkni. Inniheldur sérvalin
góðgerlastofn, villt bláber,
vínberjaþykkni og sink.
Bio-Kult stendur vörð umþína heilsu
Heilbrigð þarmaflóra - Öflugmelting - Sterkar varnir
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Lögmenn í Stóra-Bretlandi undirbúa
nú lögsókn fyrir hönd 200 þarlendra
kvenna gegn framleiðanda Essure-
gormsins. Tækið var smíðað til að
valda ófrjósemi og var markaðssett
sem varanleg getnaðarvörn. Það var
sett upp í eggjaleiðara kvenna þar
sem það átti að mynda örvef og valda
samgróningum. Þannig lokuðust
eggjaleiðararnir og konurnar urðu
varanlega ófrjóar. BBC greindi frá
málinu.
Essure var fyrst sett á markað árið
2002. Margar konur sem tækið var
sett upp hjá hafa síðan gengist undir
legnám eða bíða eftir aðgerð til að
láta fjarlægja tækið. Konur hafa lýst
vanlíðan og kvölum sem þær rekja til
tækisins.
Á heimasíðu Essure (essure.com) í
Bandaríkjunum kemur fram að fram-
leiðandinn, Bayer, hafi ákveðið að
hætta sölu tækisins og markaðs-
setningu þar að eigin frumkvæði árið
2018. Að sögn Bayer voru seld meira
en 750 þúsund Essure-tæki um allan
heim. Fyrirtækið sagði að engar
breytingar hefðu orðið á öryggi og
áhrifamætti Essure. Þar birtist einn-
ig viðvörun um að sumir sjúklingar
sem fengu Essure sem varanlega
getnaðarvörn hefðu orðið fyrir eða
greint frá ýmsum neikvæðum áhrif-
um á heilsu og meðfylgjandi sársauka
og vanlíðan. Skurðaðgerð þurfi til að
fjarlægja tækið.
Var notað hér á landi
Fyrstu tvær ófrjósemisaðgerð-
irnar þar sem Essure var notað hér á
landi voru gerðar fyrir 15 árum á
Landspítalanum, eins og Morgun-
blaðið greindi frá á sínum tíma.
Hjá Embætti landlæknis fengust
þær upplýsingar að ekki hefðu borist
neinar kvartanir til embættisins
vegna Essure. Embætti landlæknis
hafði eftirlit með lækningatækjum,
líkt og Essure, til ársins 2010. Það
fékk tvisvar, árin 2007 og 2009, til-
kynningar frá ESB um mögulegar
aukaverkanir af notkun Essure.
Lyfjastofnun tók við eftirliti með
lækningatækjum og annast það í dag.
Þar fengust þær upplýsingar að tæk-
ið hefðu verið tekið af markaði í kjöl-
far þess að CE-merking Essure var
gerð ógild árið 2017. Lyfjastofnun
hafa ekki borist tilkynningar um at-
vik eða aukaverkanir vegna uppsetn-
ingar tækisins hjá konum hér á landi.
Upplýsingar um hversu mörg Ess-
ure-tæki voru notuð hér á landi lágu
ekki fyrir hjá Sjúkratryggingum Ís-
lands þegar eftir þeim var leitað.
Viðbúnir skaðabótakröfum
Bayer hefur lagt til hliðar meira en
1,6 milljarða bandaríkjadala til að
mæta skaðabótakröfum fleiri en
40.000 kvenna í Bandaríkjunum, að
sögn BBC.
Meira en 1.000 konur eru í face-
bookhópi í Bretlandi og deila þar
reynslu sinni af Essure. Ástralskar
konur eru einnig að undirbúa mál-
sókn vegna Essure-gormsins líkt og
konur í Bandaríkjunum, Stóra-
Bretlandi og Kanada.
Málsóknir
vegna ófrjó-
semisaðgerða
Essure-gormar fyrst settir í íslensk-
ar konur 2005 Notkun þeirra hætt
Essure Í gorminum var dakronbút-
ur sem örvaði myndun örvefjar.
Varanleg getnaðarvörn
» Byrjað var að nota Essure-
gorminn sem leiddi til ófrjó-
semi sem varanlega getnaðar-
vörn í Bandaríkjunum, Evrópu
og Ástralíu árið 2002.
» Gormar voru settir upp í
eggjaleiðarana með aðstoð
myndavélar. Ekki þurfti skurð-
aðgerð til.
» Það tók um þrjá mánuði fyr-
ir örvef að fullgera sig inni í
eggjaleiðurunum og loka þeim
til frambúðar.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það iðar allt af lífi í húsinu núna,“
segir Ingi Ólafsson, skólastjóri
Verslunarskóla Íslands, en nemend-
ur tóku að streyma í skólann á mið-
vikudag þegar nýtt kennslufyrir-
komulag tók gildi eftir breytingar á
reglugerð um smitvarnir.
Fyrirkomulag kennslu í Versló er
nú þannig að hver árgangur kemur í
hús þrisvar í viku og er fjóra tíma í
senn, annaðhvort fyrir eða eftir há-
degi. Á móti eru svo jafnmargir
tímar heima í fjarkennslu.
Ingi segir að góð mæting hafi ver-
ið meðal nemenda og þeir gleðjist yf-
ir því að fá að mæta á ný. „Kenn-
ararnir eru líka ánægðir og ekki einn
einasti setti sig upp á móti þessum
breytingum.“
Sýni styrkleika bekkjakerfis
Skólastjórinn segir að gætt sé að
sóttvörnum og nálægðartakmörkun-
um. Hver bekkur hefur til að mynda
tvær skólastofur til umráða. Kenn-
arar geta þannig skipt bekkjum upp
við verkefnavinnu, svo dæmi sé tek-
ið.
Aðspurður segir Ingi að á þessum
tímum komi styrkleikar bekkjakerf-
isins glöggt í ljós. Þegar ekki megi
blanda hópum saman sé kostur að
bekkir geti verið saman í hólfi. Hann
bendir á að bekkjarfélagar þekkist
vel frá fyrra skólaári og umgangist
því einnig utan skóla. „Styrkleikar
bekkjakerfisins hafa sýnt sig þegar
hægt hefur verið að bjóða upp á stað-
bundna kennslu. Ef einhver hefur
verið veikur eða heima í sóttkví þá
hafa aðrir nemendur kveikt á síma
og streymt kennslustundinni beint
heim til viðkomandi.“
Ingi kveðst vera vongóður um að
hægt verði að klára haustönn og jóla-
próf sómasamlega úr því sem komið
er. „En svo er það spurning með vor-
önnina. Ég er skeptískur að það
verði hægt að vera með hefðbundið
skólastarf á vorönn.“
Már Vilhjálmsson, rektor Mennta-
skólans við Sund, segir að aðeins list-
greinakennsla sé í staðnámi í skól-
anum um þessar mundir en bóknám
er í fjarnámi. „Við skipuleggjum
tvær vikur í senn eftir því hvaða sótt-
varnareglur gilda en við eigum ekki
von á stórum breytingum fyrr en eft-
ir áramót. Við munum keyra á bók-
námið í fjarnámi en það verða engin
próf hér um jólin enda erum við í
nokkuð öðrum takti en aðrir skólar
því við erum með þriggja anna
kerfi,“ segir hann.
Góður árangur á haustönn
Már segir að áfangakerfið bjóði
ekki upp á staðnám í bóklega hlut-
anum sem stendur. „En krakkarnir
okkar eru ótrúlega dugleg, bæði í vor
og núna í lok haustannar. Við sjáum
ekki nein merki um að nemendur séu
að gefa eftir í námi og námsárangur
á nýafstaðinni önn er raunar með því
besta sem við höfum séð. Ég man
bara eftir einni önn þar sem með-
aleinkunnin var hærri,“ segir rektor
og bætir við að lítið hafi verið um
brotthvarf. „Hins vegar vitum við að
þetta reynist nemendum erfitt bæði
andlega og félagslega. Það er stór
þáttur að vera innan um félaga sína
og félagsþroskinn skiptir ótrúlega
miklu máli á þessum árum. Því leng-
ur sem þetta ástand varir, þeim mun
meiri hætta er á að einstaklingar ein-
angrist. Neikvæð áhrif af völdum fé-
lagslegrar einangrunar geta líka
komið í ljós á lengri tíma, einmana-
leiki getur brotist fram seinna.“
Morgunblaðið/Eggert
Kennsla Nýnemar í Verslunarskóla Íslands mættu í gær í sína fyrstu kennslustund í staðnámi í nokkrar vikur.
Nemendur gleðjast
og skólinn iðar af lífi
Staðbundin kennsla í Versló Bóknám í fjarnámi í MS
Ingi Ólafsson Már Vilhjálmsson