Morgunblaðið - 20.11.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020
Skólavörðustíg 22 / www.agustav.is / s. 823 0014
Opið alla virka daga 11-18 og laugardaga 12-16
20. nóvember 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 136.1
Sterlingspund 180.71
Kanadadalur 104.11
Dönsk króna 21.673
Norsk króna 15.074
Sænsk króna 15.812
Svissn. franki 149.37
Japanskt jen 1.3102
SDR 193.97
Evra 161.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 196.155
Hrávöruverð
Gull 1877.2 ($/únsa)
Ál 1944.5 ($/tonn) LME
Hráolía 43.75 ($/fatið) Brent
● Hagnaður Eimskipafélagsins á
þriðja ársfjórðungi nam 6,2 milljónum
evra, jafnvirði tæplega milljarðs króna.
Dróst hagnaðurinn saman um 1,2%
frá sama tímabili í fyrra. EBITDA nam
21,4 milljónum evra, jafnvirði 3,5 millj-
arða króna, og jókst um 5,4% frá
sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur
félagsins námu 170,4 milljónum evra,
jafnvirði 27,6 milljarða króna, á fjórð-
ungnum og drógust saman um 1,2%.
Rekstrarkostnaður dróst hins vegar
saman um 2,1% og nam 149 millj-
ónum evra, jafnvirði 24,1 milljarðs
króna. Kemur m.a. fram í fjár-
festakynningu félagsins að starfs-
mannafjöldi félagsins hafi dregist
saman um 10,6% á árinu og starfa
nú 1.596 manns hjá félaginu. Eigið
fé félagsins stóð í 228 milljónum evra,
jafnvirði 36,9 milljarða króna, í lok
síðasta fjórðungs og hafði þá lækkað
um 2,7 milljónir evra. Eiginfjárhlutfall
félagsins var 42,6% í lok síðasta
fjórðungs. Í gildi er yfirtökutilboð til
allra hluthafa Eimskipafélagsins frá
Samherja Holding sem á nú 30,28%
hlut í félaginu. Tilboðið stendur til 8.
desember. Býðst Samherji til að
kaupa hluti annarra hluthafa á geng-
inu 175. Gengi félagsins í dag stendur
í 206 og hefur ekki verið hærra síðan
í apríl í fyrra.
Eimskip hagnast um
tæpan milljarð króna
STUTT
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Reykjavíkur, segir breytingar á
verslun í miðborginni geta reynt á
tímabundið en einnig skapað tækifæri
fyrir nýjar gerðir verslunar og
smærri og meðalstór fyrirtæki.
Tilefnið er að
ný verslun Góða
hirðisins var opn-
uð í nýbyggingu á
Hverfisgötu 94-96
í fyrradag.
„Ég held að
þetta dæmi sýni
fyrst og fremst að
með nýjum og
fleiri rýmum
koma alls konar
nýjungar og tæki-
færi sem kannski blöstu ekki við áður.
Við sáum að eftir þrengingar
blómstraði miðborgin undanfarin ár,
að hluta til í takt við aukna ferða-
mennsku, en núna, þegar ferðamenn-
irnir eru nánast horfnir í bili, er versl-
unin að laga sig að því að íbúum hefur
fjölgað í fyrsta skipti í langan tíma á
þessum svæðum og þeim á eftir að
fjölga enn meira.“
Skapa margs konar tækifæri
„Ég á von á því að við sjáum tals-
verðar breytingar í miðborginni á
næstu árum. Þær munu geta tekið á
en þær munu líka skapa alls konar
tækifæri fyrir verslanir, sem hafa
kannski ekki komist að á góðum stöð-
um áður, og ýmsa þjónustu. Þá erum
við ekki aðeins að horfa á jarðhæð-
irnar heldur líka efri hæðirnar. Það er
að bætast við töluvert af nýju skrif-
stofuhúsnæði en annað og eldra skrif-
stofuhúsnæði að losna. Það má því sjá
fyrir sér að lítil og meðalstór fyrir-
tæki muni eiga mun auðveldara með
að koma sér fyrir miðsvæðis en þau
hafa áður. Síðustu ár hefur allt verið
stútfullt.“
– Þannig að það verði aðlögun í
miðbænum, eftir því sem fyrirtækin
laga sig að breyttri eftirspurn og
framboði af húsnæði?
„Já, eflaust, en eftirspurnin verður
áfram sterk við Laugaveg og í mið-
borginni, á Hverfisgötu og annars
staðar. Ég hef enga trú á öðru.“
– Nú hefur verið mikil umræða um
Laugaveginn og fjölda auðra verslun-
arrýma þar og í nágrenninu. Telurðu
að leigusalar þurfi að hugsa út fyrir
rammann við leit að leigjendum?
„Faraldurinn skapar auðvitað sér-
stakar aðstæður sem eru ekki dæmi-
gerðar. En hann varir ekki að eilífu.
Við höfum séð að verð hefur hækkað
gríðarlega á undanförnum árum. Því
er kannski ekkert óeðlilegt að einhver
leiðrétting verði þar á. Hækkandi
verð var auðvitað hluti af ástæðunni
fyrir því að einstakar verslanir og
rekstur var að færast til. Þannig að
kannski getum við gert okkur vonir
um betra jafnvægi þegar fram í sækir
og kannski meiri langtímahugsun en
að hlaupa til og hækka leigu um leið
og færi gefst.“
Vilja fjölga íbúðum
– Hvað með íbúðarhúsnæði í gömlu
skrifstofubyggingunum sem þú nefn-
ir að kunni að taka breytingum?
„Við erum mjög opin fyrir því að
skoða það með fasteignaeigendum að
efri hæðirnar fái að þróast yfir í að
vera íbúðarhúsnæði í auknum mæli
og þá erum við ekki að hugsa um
Airbnb eða skammtímaleigu, heldur
eignaríbúðir eða íbúðir í langtíma-
leigu.“
– Hvaða byggingar?
„Þetta getur átt víða við á efri hæð-
um miðsvæðis þar sem aðstæður
leyfa. Til dæmis er fyrirséð að það
losni töluvert af skrifstofuhúsnæði og
atvinnuhúsnæði í Kvosinni. Annars
vegar er Alþingi að byggja skrifstofur
þingmanna [gegnt Ráðhúsinu] og
hins vegar er Landsbankinn að fær-
ast á einn stað [í nýjar höfuðstöðvar
við Hörpu]. Maður hefur stundum
saknað þess að það sé ekki ljós í fleiri
gluggum á efri hæðunum á þessu
svæði þegar húmið færist yfir á
kvöldin. Þetta hefur verið svolítið
hreint atvinnu- og þjónustusvæði en
blöndun upp að einhverju marki get-
ur verið mjög spennandi fyrir þetta
svæði eins og önnur.“
Opin fyrir breytingum
– Kemur til dæmis til greina að
heimila að byggja ofan á núverandi
skrifstofuhúsnæði Landsbankans í
Tryggvagötu, svo mögulegt verði að
hafa þar fleiri íbúðir?
„Við höfum ekki skoðað það sér-
staklega en það þarf að huga að ýmsu.
Þar beint á móti er að verða til frá-
bært torg við Tollhúsið en þar nýtur
sólar betur en á flestum stöðum í
borginni, liggur mér við að segja. Og
við þurfum auðvitað að gæta okkar á
að hugsa fyrir skuggavarpi, heildar-
mynd og almannahagsmunum. Við
erum hins vegar opin fyrir því að
skoða hugmyndir sem tengjast þess-
um miklu breytingum, að því gefnu að
það sé í þágu almannahagsmuna og
góðrar borgarþróunar á svæðinu.“
Miðborgin muni laða að
sér fjölbreyttari fyrirtæki
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Breytt notkun Landsbankinn mun flytja úr skrifstofum gegnt Tollhúsinu.
Borgarstjóri segir leiguverð of hátt Boðar fjölgun íbúða í skrifstofuhúsnæði
Dagur B.
Eggertsson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Tryggvi Þór Herbertsson segir
menn reiðubúna til viðræðna um
staðsetningu lúxushótels við
Reykjavíkurhöfn, en hann stýrir fyr-
ir hönd malasíska
fjárfestisins Vin-
cents Tans undir-
búningi að bygg-
ingu Four
Seasons-lúxus-
hótels á Miðbakk-
anum.
„Það er greini-
legt að það er vilji
hjá borginni og
höfninni til að
ræða við okkur.
Ég tel því eðlilegt að opna á þær við-
ræður og athuga hvort eitthvað
kemur út úr því. Ég fagna því ef
borgin myndi fara í viðræður við
okkur,“ segir Tryggvi Þór.
Benda á aðra möguleika
Tilefnið er viðtöl Morgunblaðsins
við Dag B. Eggertsson borgarstjóra
og Pawel Bartoszek, forseta borg-
arstjórnar, en þeir lýsa yfir vilja til
að skoða aðrar staðsetningar fyrir
hótelið. Telja þeir Miðbakkann ekki
henta undir hótelið sem yrði með 150
herbergjum og íbúðum í einkaeign.
Örfirisey ekki til skoðunar
Þá kom fram í samtali blaðsins við
Magnús Þór Ásmundsson hafnar-
stjóra að Faxaflóahafnir hefðu bent
á óbyggðar lóðir í Örfirisey.
Spurður um þessa ábendingu
segir Tryggvi Þór að Örfirisey hafi
ekki komið til álita sem staður fyrir
lúxushótelið.
Búið er að tryggja fjármögnun
vegna verkefnisins innan Berjaya.
„Við gætum hafið framkvæmdir
um leið og tilskilin leyfi liggja fyrir.
Okkur er ekkert að vanbúnaði,“ seg-
ir Tryggvi Þór sem telur að hótelið
geti risið á rúmum tveimur árum.
Greint hefur verið frá árangri við
þróun tveggja bóluefna gegn
kórónuveirunni.
Spurður hvaða áhrif þessi tíðindi
hafi á væntingar fjárfestanna segir
Tryggvi Þór að mögulega verði árið
2022 gott ár í íslenskri ferðaþjón-
ustu. Hann hafi trú á að Ísland verði
einna fyrst til að endurreisa ferða-
þjónustuna. Það muni taka lengri
tíma að koma ferðaþjónustunni í
gang í stórborgunum.
Fagna áhuga
á lúxushótelinu
Fjárfestar reiðubúnir til viðræðna
Tryggvi Þór
Herbertsson