Morgunblaðið - 20.11.2020, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020
✝ Sigrún Sigur-bergsdóttir
fæddist 10. október
1931 í Hofi í Gerða-
hreppi, Gull-
bringusýslu. Hún
lést 8. nóvember
2020. Foreldrar
hennar voru Sig-
urbergur Helgi,
hreppstjóri og vita-
vörður á Garð-
skaga, f. 30. ágúst
1905, d. 23. nóvember 1989, Þor-
leifsson útvegsbónda á Hofi,
Ingibergssonar og kona hans
Ásdís, f. 16. apríl 1912, d. 31.
desember 1997, Káradóttir
hreppstjóra á Hallbjarnarstöð-
um á Tjörnesi, S-Þing., Sig-
urjónssonar. Kári var kvæntur
Sigrúnu Árnadóttur.
vitamálastjóra Péturssonar, og
konu hans Margrétar Björns-
dóttur.
Dóttir Sigrúnar og Tómasar
er Ásdís. Maður hennar er Garð-
ar Þorbjörnsson, þau eiga og
reka fyrirtækið Urð og grjót
ehf. Börn þeirra: 1) Tómas Sig-
ursteinn, eigandi Sigursteins
ehf. Börn: Benedikt Emil, Tóm-
as og Hinrik Steinn. 2) Þorbjörn
verkstjóri. 3) Sigrún Silka Dís,
nemi í Flugakademíu Íslands. 4)
Þorsteinn Grétar, nemi í MR.
Sigrún lauk söngkenn-
araprófi 1951. Hún söng í Pólý-
fónkórnum og Ekkókórnum og
var í bekkjarklúbbi með bekkj-
arsystrum í u.þ.b. hálfa öld. Þá
sótti hún ýmis kennaranám-
skeið.
Sigrún verður jarðsungin frá
Langholtskirkju 20. nóvember
2020 klukkan 15.
Útförinni verður streymt á:
https://tinyurl.com/y2vbq828
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Albróðir hennar
er Kári læknir, f.
17. október 1934.
Fóstursystir:
Valgerður Marínós-
dóttir.
Sigrún nam við
unglingaskóla
Gerðahrepps 1945-
46, héraðsskólann á
Núpi 1946-1947 og
tók kennarapróf
1951. Hún fór í
námsferð til Danmerkur 1954.
Hún kenndi í Barnaskóla Hafn-
arfjarðar 1951-55 og Langholts-
skóla í Reykjavík frá 1955-1998.
Sigrún giftist 29. desember
1954 Tómasi Þorsteini, for-
stöðumanni hjá Vitastofnun Ís-
lands, f. 29 apríl 1932, d. 22. júlí
2017, Sigurðssyni verkstjóra hjá
Elsku besta Sigrún.
Nú er komið að kveðjustund
eftir að vera samferða síðustu tíu
árin. Þrátt fyrir að hafa vitað í
hvað stefndi er maður aldrei al-
veg tilbúinn að sleppa góðu fólki;
þú ert ein af þeim, við vorum ekki
tilbúin að sleppa þér. Hinrik
Steinn bendir okkur á, okkur öll-
um til huggunar, að þú sért þó
laus undan veikindunum en Tóm-
as Ingi hefur áhyggjur af því að
þú vitir hreinlega ekki að þú sért
farin því þú hafir jú verið sofandi
undir lokin, þeir hugsa mikið til
langömmu sinnar. Að fá að eiga
langömmu eru forréttindi og að fá
að eiga þig sem langömmu voru
stórkostleg forréttindi sem við er-
um þakklát fyrir. Þú varst algjör-
lega einstök kona, manni leið allt-
af svo vel í kringum þig og þú sást
það besta í öllum, alltaf.
Nú þegar ég hugsa til baka
hugsa ég um allar þær stundir
sem við áttum saman, þá aðal-
lega í Hlunnavoginum og heima
hjá okkur í Vesturtúninu. Þú
varst alltaf að þakka okkur fyrir
hvað við vorum góð við þig en
hér sit ég, of seint, og óska þess
að ég hefði verið duglegri að
þakka þér fyrir hvað þú varst
góð við okkur. Ef ég fengi eitt
tækifæri til viðbótar með þér
myndi ég segja takk Sigrún,
takk fyrir hvað þú varst frábær
langamma, takk fyrir hvað þú
varst frábær amma, frábær við
mig frá fyrsta degi og frábær
kona. Það voru sönn forréttindi
að fá að ganga með þér og fá
þann heiður að deila með þér
börnunum mínum.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Nú ert þú komin til elsku
Tomma sem þú elskaðir svo heitt
og ég heiti þér því að passa hina
Tommana þína, Hinrik og Benna
fyrir þig.
Takk fyrir mig og mína, elsku
Sigrún, farðu í friði.
Bryndís Kolbrún.
Jæja amma, þá ertu komin til
afa, ég veit svo sem ekki alveg
hvernig ég á að koma orðum að
hugsunum mínum þessa síðustu
daga þannig að ég hef þetta í
styttra lagi að sinni.
Minningarnar hreinlega
hrannast upp, hvort sem þær
áttu sér stað í Hlunnavoginum,
suður í Hofi eða núna á seinni ár-
um í efri byggðum Reykjavíkur.
Eftir fremur saklausa barn-
æsku, ef ég man rétt, er mér
minnisstætt þegar mér var ekið
úr Árbænum fyrir tilstuðlan
ykkar mæðgna niður í Hlunna-
vog þar sem skyldi hamra í
óharðnaðan unglinginn tölur og
stafi úr námsskruddum þess
tíma, við litla hrifningu undirrit-
aðs og, ef ég man rétt, með mis-
jöfnum árangri í þá daga. En
alltaf varst þú, sú gamla, til í að
leggja hönd á plóg með jákvæðni
og gott málfar að vopni. Þetta
varð að góðri rútínu yfir nokk-
urra ára tímabil og þótti ekkert
tiltökumál þótt erfiði unglingur-
inn þyrfti sitt andrými og að
leggja sig stöku sinnum í sófan-
um við lampann í þessum einka-
kennslustundum. Svo þegar afi
kom heim úr vinnunni var ýtt við
manni og reynt að koma vitinu
fyrir mann þangað til fór að líða
að kveldi, en þá tók við að fara í
gegnum eins og þrjá fréttatíma
og borða íslenskan mat. Maður
áttaði sig kannski ekki á því þá
en þetta hefur gert manni býsna
gott og býr maður að þessu um
ókomna tíð, ég er þakklátur fyrir
þennan tíma.
Þú máttir sjaldan eitthvað
aumt sjá og fannst til með
náunganum við minnsta tilefni,
ég man eftir því þegar við afi
vorum stundum að gera að
gamni okkar til þess að reyna að
æsa þig upp. Forskriftin var ein-
föld af okkar hálfu, helst þurfti
að finna einhvern þér nákominn
eða einhvern með íhaldssamar
pólitískar skoðanir, eins og þig,
til þess að gera gys að og alltaf
varstu tilbúin að taka upp hansk-
ann fyrir viðkomandi og draga
úr högginu, alveg sama hversu
ómerkileg röksemdin var af okk-
ar hálfu.
Ég held að það mættu fleiri í
þessu samfélagi taka sér þig til
fyrirmyndar hvað varðar já-
kvæðni og samkennd gagnvart
náunganum.
Ég gerði það stundum, sér-
staklega síðasta áratuginn, þeg-
ar ég átti kannski erfiðan dag, að
hringja í þig, án þess að vera að
berja mér eitthvað sérstaklega á
brjóst þá ræddum við bara dag-
inn og veginn eða þess vegna
einhverja atburði liðinnar aldar
og það bara tæmdi hugann og
alltaf leið mér betur eftir á.
Hafðu það gott, amma,
sjáumst síðar.
Tómas (Tommi).
Elsku langamma Sigrún.
Þú varst besta langamma sem
hægt var að hugsa sér. Þú varst
okkur svo kær og við munum
sakna þín svo sárt. Það er sárt að
þú sért dáin en við huggum okk-
ur við að þú sért laus undan veik-
indum og búin að hitta elsku
besta afa Tomma.
Það var alltaf svo gaman hjá
okkur, það var gaman að heim-
sækja þig, að hlusta á þig segja
okkur sögur frá því í gamla daga,
það var gaman að lesa fyrir þig,
keyra þig í hjólastólnum og fá
þig í heimsókn til okkar.
Við bræður erum allir sam-
mála Hinriki þegar hann segir að
hjarta þitt var svo bjart að það
glóir eins og stærsta stjarnan.
Sárt er að sakna þín, amma mín,
svo gott var þig hjá mér að hafa.
En mikið hún yljar mér minning þín
og megir þú nú rata aftur til afa.
(Bryndís K.)
Takk fyrir allt, elsku
langamma, kysstu afa Tomma
frá okkur.
Þínir
Benedikt Emil, Tómas
Ingi og Hinrik Steinn.
Þann 17. október árið 1954,
þegar ég var að verða 6 ára, var
ég tekin í fóstur af hjónunum Ás-
dísi Káradóttur og Sigurbergi H.
Þorleifssyni sem bjuggu á Garð-
skagavita í Garði. Þau hjón áttu
tvö börn, Sigrúnu sem þá var 23
ára og Kára sem var tvítugur.
Það voru mikil gæfuspor fyrir
mig þegar Kári sótti mig þennan
dag, sem reyndar er afmælisdag-
ur hans, og keyrði mig til for-
eldra þeirra á Garðskagavita.
Frá fyrsta degi var mér tekið
opnum örmum af þeim hjónum
og fjölskyldunni allri, en Sigrún
var þegar þetta gerðist flutt að
heiman og giftist þetta sama ár
Tómasi Sigurðssyni og var að
hefja búskap með honum, síðar í
Hlunnavogi 6, þar sem þau
bjuggu í um 60 ár, en Tómas lést
árið 2017. Nú þegar ég kveð Sig-
rúnu og set þessar línur á blað,
koma í huga minn ótal minningar
um Sigrúnu í þau 66 ár sem líf
okkar hefur fléttast saman.
Sterkust er minningin um henn-
ar innilega og hlýja faðmlag.
Alltaf var hennar faðmur mér
opinn og hún tók mér ævinlega
sem ég væri hennar litla systir.
Þegar ég gekk í skóla í Reykja-
vík var heimili þeirra Tomma
mér ávallt opið og dvaldi ég hjá
þeim í tvo vetur. Sigrún var
glæsileg kona, hafði létta lund,
var bókelsk, hafði ánægju af
samveru við fólk og fólk laðaðist
að henni. Sigrún var kennari að
mennt og kenndi við Langholts-
skóla í fjölmörg ár. Á seinni ár-
um hef ég hitt marga fyrrver-
andi nemendur hennar sem
minnast hennar með væntum-
þykju og hlýhug frá skólaárun-
um og oft hef ég verið beðin um
að færa henni kveðjur frá fyrr-
verandi nemendum. Sigrúnu
þótti vænt um að fá þessar
kveðjur. Síðustu árin dvaldi Sig-
rún á dvalarheimilinu Eir og leið
þar vel. Þegar ég kom í heim-
sókn til hennar var hún ávallt
glöð, vel tilhöfð og það geislaði af
henni og hún fagnaði mér svo
innilega. Þegar ég kom til henn-
ar og bar grímu, vegna ástands-
ins í þjóðfélaginu, sagði hún við
mig: „Taktu af þér grímuna svo
ég geti séð framan í þig.“ Það var
sárt fyrir mig að atvikin höguðu
því þannig að ég náði ekki að
kveðja hana þegar hún var orðin
veik og ljóst var að stutt var eftir
að hún kveddi þetta jarðlíf, en ég
held í minninguna um símtal
okkar á afmælisdegi hennar
þann 10. október síðastliðinn.
Elsku Sigrún, ég kveð þig með
söknuði og þakka þér fyrir allt
sem þú hefur verið mér. Hafðu
þökk fyrir allt og allt. Ég sendi
fjölskyldunni allari innilegar
samúðarkveðjur.
Valgerður Marinósdóttir.
Sigrún föðursystir okkar var
fædd að Hofi í Garði 10. október
1931. Hún var 89 ára þegar hún
kvaddi, eftir innihaldsríka ævi.
Hún var dóttir Sigurbergs H.
Þorleifssonar, vitavarðar á Garð-
skagavita, og Ásdísar Káradótt-
ur, skáldkonu og húsfreyju.
Bróðir Sigrúnar er faðir okkar,
Kári Sigurbergsson læknir, og
fóstursystir hennar Valgerður
Marinósdóttir bankamaður.
Á fyrstu árum Sigrúnar voru
efnin á heimilinu ekki mikil. For-
eldrar hennar bjuggu í risinu í
Hofi. Þau voru útvegsbændur,
stunduðu búskap og sóttu sjó í
opnum róðrarbát. Sem ungabarn
var Sigrún látin sofa í kassa og
fara tvennar sögur af því hvort
hann var undan grænsápu eða
smjörlíki. Víst er að það fór vel
um hana og ástríki í foreldrahús-
um var mikið.
Sigrún hneigðist snemma til
náms og eftir barnaskólann í
Garði hélt hún til gagnfræða-
náms að Núpi í Dýrafirði. Hún
útskrifaðist með ágætiseinkunn
og fékk því undanþágu til að
hefja nám í Kennaraskólanum í
Reykjavík ári yngri en venja var
og stóð sig þar með prýði. Eftir
þetta sneri Sigrún sér að
kennslu og starfaði í Langholts-
skóla í áratugi.
Hún unni starfi sínu og hafði
góð áhrif á þá fjölmörgu nem-
endur sem hún kenndi í gegnum
tíðina. Við starfslokin var það
áhrifamikil stund fyrir Sigrúnu
þegar stór hópur fyrrum nem-
enda kom saman og þakkaði fyr-
ir umhyggju hennar og kennslu.
Þegar nýr Garðskagaviti var
byggður 1944 tók Sigrún eftir
ungum manni, rauðhærðum og
sterklegum, sem gekk rösklega
til verka. Hér var á ferðinni
Tómas Sigurðsson sem seinna
varð forstöðumaður vitamála.
Ástir tókust með Sigrúnu og
Tómasi sem giftu sig 1954 og
eignuðust dótturina Ásdísi 1961.
Þau bjuggu sér fallegt heimili að
Hlunnavogi 6.
Samgangur milli okkar fólks
og fjölskyldu Sigrúnar var alltaf
mikill, ekki síst þegar safnast
var saman á Garðskagavita þar
sem afi og amma, Sigurbergur
og Ásdís, bjuggu. Oft var farið
niður í fjöru og stundum gengið
út í Flös.
Sigrún og Tómas höfðu unun
af því að ferðast. Þegar við
bjuggum í Bandaríkjunum heim-
sóttu þau okkur þangað ásamt
Dísu. Tómas var með kvik-
myndavél og síðar nutu fjöl-
skyldurnar þess að horfa saman
á þessar myndir frá 1968. Seinna
heimsóttu þau okkur til Svíþjóð-
ar og urðu þar fagnaðarfundir.
Sigrún var nákvæm, hugul-
söm og ástrík. Hún var tónelsk
og lagviss og falleg rithönd
hennar vakti athygli. Henni var
annt um sína nánustu og fjöl-
skyldur þeirra og hafði það oft á
orði. Hún tók tengdasyni sínum,
Garðari Þorbjörnssyni verktaka,
opnum örmum og átti sérlega
gott samband við barnabörnin
sín. Tómas, stoð og stytta Sig-
rúnar, lést í júlí 2017. Þegar ald-
urinn færðist yfir fluttist Sigrún
á Eir þar sem fór vel um hana í
umsjón afbragðsstarfsfólks.
Samband Sigrúnar við bróður
sinn og fóstursystur var náið og
samskiptin tíð. Þegar hún hafði
ekki lengur þrek til að ferðast
sendi hún vinum og ættingjum
hjartnæm hugskeyti í staðinn.
Við kveðjum Sigrúnu frænku
með söknuði og hlýhug og minn-
umst glaðværðar hennar og góð-
vildar.
Við sendum Dísu og fjölskyldu
hennar okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Kristján, Sigurbergur,
Hrafnkell og Ásdís.
Kveðja frá bekkj-
arsystkinum
Enn fækkar í hópnum sem
útskrifaðist úr Kennaraskóla
Íslands 1951. Nú hefur Sigrún
kvatt hópinn. Sigrún var fædd
og uppalin á Suðurnesjum. Fað-
ir hennar var vitavörður í Garð-
skagavita og þar ólst Sigrún
upp. Móðir hennar var frá Hall-
bjarnarstöðum á Tjörnesi í
Þingeyjarsýslu og átti Sigrún
þar stóran frændgarð. Nem-
endahópurinn sem útskrifaðist
1951 var á misjöfnum aldri en
11 ár voru á milli yngsta og
elsta nemanda. Þannig var
þetta á þessum árum. Flest
okkar vorum utan af landi en fá
af höfuðborgarsvæðinu. Breidd-
in náði nánast yfir allt landið.
Sigrún var meðal þeirra yngri í
hópnum. Mín kynni við Sigrúnu
urðu svolítið með öðrum hætti
en við sambekkinga vegna þing-
eysks uppruna okkar. Sigrún
var falleg ung kona sem bauð af
sér mikinn þokka. Nærvera
hennar var svo notaleg. Hún hóf
strax kennslu eftir útskrift,
kenndi í Hafnarfirði en lengst af
við Langholtsskóla í Reykjavík.
Hún var farsæl í starfi og naut
þess vel að kenna. Hún var
mjög músíkölsk og hafði lokið
söngkennaraprófi.
Hún naut sín vel í söng. Þau
Tómas voru dugleg að sækja
bekkjarmótin meðan heilsan
leyfði og þar naut Sigrún þess
vel að hafa forystu er við tókum
lagið. Þær stúlkur sem luku
kennaraprófi þetta ár héldu vel
hópinn eftir að út í kennsluna
kom og voru með saumaklúbb í
60 ár. Sigrún naut sín vel í þeim
hópi, var alltaf svo viðmótshlý
og öll dómharka var henni
fjarri. Við minnumst þeirrar
glaðværðar sem henni fylgdi.
Og alltaf var skarð fyrir skildi
gætu hún og Tómas ekki mætt.
Nú eru bekkjarfélagarnir smátt
og smátt að kveðja þessa jarð-
vist. Það er lífsins gangur. En
þakklát erum við fyrir þann
tíma sem við áttum saman og
þau kynni sem þá urðu. Að
kynnast og eiga samskipti við
fólk eins og Sigrúnu dýpkar
mannskilninginn og auðgar
mannlífið.
Það fólk sem aðeins skilur
eftir góðar minningar er svo
mikils virði. Þannig minnumst
við Sigrúnar.
Við bekkjarsystkinin sendum
Ásdísi og öðrum afkomendum
Sigrúnar og frændfólki innileg-
ar samúðarkveðjur.
Kári Arnórsson.
Sigrún
Sigurbergsdóttir
✝ Ester Hjaltalínfæddist í
Reykjavík 3. októ-
ber 1962. Hún lést á
Líknardeild Land-
spítalans 2. nóvem-
ber 2020. Eig-
inmaður hennar er
Dagbjartur Tóm-
asson. Börn þeirra
eru Ólafur Róbert,
eiginkona hans er
Jónína Jónsdóttir,
þau eiga tvö börn. Sandra Dís,
unnusti hennar er Ásgeir Ein-
arsson, þau eiga tvær dætur.
Bjarni Dagur, eiginkona hans
er Birna Björt Eyjólfsdóttir,
þau eiga þrjá drengi. Þorlákur
Máni, unnusta hans er Elva Rún
Erlingsdóttir. Jón
Logi er yngstur
systkinanna. Ester
bjó mestan hluta
ævi sinnar í
Hveragerði og
vann ýmis umönn-
unarstörf og með
börnum. Útför
hennar fer fram
frá Hveragerð-
iskirkju í dag, 20.
október 2020, kl.
14.
Stretnt verður frá útför á
slóðinni:
https://www.ebkerfi.is/streymi
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
Elsku mamma, þú hafðir ver-
ið þreytt og þjáð lengi þegar
loks kom rétt greining. Grein-
ingin var mikið högg, enda strax
frá upphafi ljóst að það var við
illan og ómögulegan að eiga. Þú
reyndir samt og pabbi stóð eins
og klettur þér við hlið. Mánuðina
áður en þú greindist kvartaðirðu
aldrei, þú mættir í vinnu og
tókst tvöfaldar vaktir, því aðrir
voru veikir, passaðir svo barna-
börnin þess á milli án þess að
hika því það veitti þér svo mikla
gleði. Dugnaðurinn var svo mik-
ill.
Þú hefur gert ýmislegt í
gegnum tíðina. Þónokkur ár
varstu að vinna á hjúkrunar-
heimilinu þar sem þú eignaðist
góðar vinkonur. Þar vannstu á
nóttunni og hugsaðir svo um
okkur á daginn. Ég eiginlega
skil ekki alveg hvernig það var
hægt, en þú gerðir það samt og
meira til. Einhvern veginn var
það samt þannig að þú varst
mestan hluta ævi þinnar í kring-
um börn, þegar þú varst ung
passaðirðu fyrir systurnar og
seinna fórstu að vinna í kringum
börn, m.a. í tívolíinu, á gæslu-
völlum, skólaseli og svo núna
síðast í íþróttahúsinu. Börn voru
alltaf stór hluti af þínu lífi og þú
sást bara gott í öllum börnum og
náðir alltaf svo vel til þeirra.
Þegar maður kom í heimsókn
náði maður oft varla að tala við
þig af því þú varst að tína bók-
staflega allt sem þú áttir út úr
skápunum á borð fyrir okkur.
Það var m.a. umtalað hjá vin-
konum mínum á unglingsárun-
um hvað þú varst yndisleg og
hvað það var gott að koma í
heimsókn og fá svona góða með-
ferð, þó svo ég hafi ekki endilega
verið mjög móttækileg fyrir
þessum upplýsingum á þessum
árum. Þegar maður þekkir ekk-
ert annað hættir manni til að líta
á það sem sjálfsagðan hlut.
Þegar stelpurnar okkar komu
í heimsókn eða pössun til þín var
alltaf einhver ævintýraleikur
gangi og þær fengu að gera allt
sem þeim datt í hug og meira til.
Þú varst svo hugmyndarík, með
listræn gen en einnig svo gjaf-
mild og þær voru alltaf spenntar
að koma til þín. Ef önnur stelp-
an átti afmæli, þá fékk hin
pakka líka. Enginn mátti vera
skilinn út undan og allir þurftu
að fá jafn mikið. Og ef ég nefndi
föt í gjafir, þá komu þau kannski
en það þurfti alltaf að vera dót
líka og helst margir og stórir
pakkar. Þú vildir svo vel.
Þú elskaðir nokkrar vel
valdar hópíþróttir. Þakið rifnaði
af húsinu þegar það voru
ákveðnir leikir í gangi, svo mikið
var öskrað á sjónvarpið að það
var varla verandi í sama her-
bergi. Þú áttir yfirleitt einhver
mishressandi nöfn yfir lykil-
menn í hinu liðinu og lést þá og
dómarann óspart heyra það. Nú
er orðið ansi hljóðlátt í Heið-
arbrún eftir að þú fórst og því
verður erfitt að venjast, og þá
sérstaklega fyrir Jón Loga og
pabba sem þurfa að finna nýjan
takt saman.
Þú varst fyrst og síðast góð
manneskja og það skein í gegn-
um allt sem þú gerðir. Takk fyr-
ir allt, mamma, takk fyrir allt,
amma Ester. Minning þín lifir í
hjörtum okkar.
Sandra Dís, Ásgeir, María
Sif og Hanna Sjöfn.
Ester Hjaltalín