Morgunblaðið - 20.11.2020, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020
✝ Jóhanna Guð-jónsdóttir
fæddist á Suðureyri
við Súgandafjörð
28. maí 1926. Hún
lést 26. október
2020 á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Foreldrar henn-
ar voru Rebekka
Kristín Guðnadótt-
ir, f. 1892, d. 1964
og Guðjón Hall-
dórsson, f. 1881, d. 1960. Systkini
hennar eru Egill, f. 1917, d. 1988,
Halldór, f. 1919, d. 1922, Guð-
ríður, f. 1921, d. 1998, Guðrún, f.
1928 og Guðni Albert, f. 1931, d.
2013.
Jóhanna giftist 10.8. 1950 Ant-
oni Marinó Nikulássyni, vélstjóra
frá Vopnafirði, f. 30.10. 1923, d.
27.6. 1987. Hann var sonur Jó-
hönnu Pétursdóttur, f. 1891, d.
1963 og Nikulásar Albertssonar,
f. 1888, d. 1969.
Jóhanna og Anton áttu fimm
börn: 1) Hrönn, f. 5.7. 1950, dæt-
ur hennar eru Ágústa Jóhanna, f.
4.12. 1969, sambýlismaður Helgi
Guðlaugsson. Börn Anton Bjarni,
Sindri Snær, hann á 2 dætur, Ár-
nýju Sif og Hörpu Sóley, Eyrún
Ósk, Guðlaug Embla, Kolviður
Gísli og Hrafnkatla Ýma, Sigríð-
ur, f. 7.2. 1977, börn Hrönn Krist-
ey, Bára Sóley og Einar Ólafur.
Eyrún Björk, f. 31.8. 1980, maki
Árni Jónsson, börn þeirra Arnar
Már, Jón Birkir og Erla Björt.
2) Hlynur, f. 17.6. 1952, d. 2.10.
2017, sonur Ingvar Jón, f. 15.8.
1978, sambýliskona Ragnheiður
Kolsöe.
3) Iðunn, f. 15.11. 1954, börn
Hulda Þórey, f. 22.9. 1973, sam-
býlismaður Methúsalem Hilmars-
son. Börn Huldu Þóreyjar eru
Starri, Freyja, Saga og Vaka.
Bjarki Viðar, f. 15.1. 1976, maki
Kristrún Lind Birgisdóttir, börn
Jóhanna og Tómas. Rebekka
Kristín, f. 28.12. 1976, sambýlis-
maður Valur Traustason. Dóttir
Rebekku er Bríet Tinna. Petra
Hrönn, f. 4.3. 1982, synir hennar
eru Anton Vopni og Hálfdan
Sölvi.
4) Elfa Rún, f.
17.3. 1958, maki Eg-
ill Kristján Bjarna-
son. Synir Anton
Már, f. 6.9. 1978,
maki Berglind
Helgadóttir, synir
Kristófer Helgi og
Egill Már. Reynir
Bjarni, f. 24.4. 1980,
maki Hrafnhildur
Sæberg Þorsteins-
dóttir, börn Þorsteinn Freyr,
Elfa María og Arnar Þór. Krist-
ján Rúnar, f. 20.4. 1988, sam-
býliskona Katrín Melkorka
Hlynsdóttir, sonur Bjarki Mar-
inó.
5) Hnikarr, f. 18.8. 1960, fyrri
eiginkona Jónína Björk Guð-
mundsdóttir, d. 13.6. 2008, börn
Ýr, f. 30.12. 1979, maki Arnar
Már Bergmann, börn Hnikarr
Örn, Björgvin Þór og Íris Anna.
Arnór, f. 9.8. 1985, maki Anna
Kristín Höskuldsdóttir, börn
Andrea Björg og Höskuldur Ari.
Rebekka, f. 28.10. 1993. Seinni
kona Hnikars er Áróra Hlín
Helgadóttir og börn hennar eru
Arnþór Hinrik, Lena Sólborg,
Kristjana Hlín og Ingólfur Már.
Jóhanna ólst upp á Suðureyri
og gekk í skóla þar. Hún fór í
Húsmæðraskólann á Löngumýri
1948 og síðan flutti hún til
Reykjavíkur, vann við sauma og
heimilishjálp. Þar kynnist hún
Antoni, síðar eiginmanni sínum.
Þau bjuggu lengst af í Reykja-
vík. Jóhanna vann heima lengi
vel, en fór aftur að vinna úti þeg-
ar börnin fluttu að heiman. Þau
voru dugleg að ferðast með
börnin innanlands, en seinna
nutu þau þess að fara í sól-
arferðir til Kanaríeyja og Spán-
ar. Hún flutti á Hrafnistu í Hafn-
arfirði 2017 og bjó þar síðan.
Útförin fer fram frá Áskirkju
20. nóvember kl. 13.
Streymt verður á slóðinni:
https://www.sonik.is/johanna
Virkan hlekk á streymið má
finna á
https://www.mbl.is/andlat
„Fáðu þér loðber – nú, eða viltu
jógúrt?“ Allt frá því við munum
eftir okkur og loðber voru í boði í
kjörbúðinni var amma með þau
klár þegar við komum í heimsókn.
Eitt okkar eða öll, höfðum ein-
hvern tímann haft á orði við ömmu
að okkur langaði að smakka kíví
og hún passaði upp frá þeim degi
upp á að við fengjum að njóta
þeirra í hverri heimsókn.
Það lýsir reyndar ömmu ágæt-
lega. Þó hún segði gjarnan frá eða
spyrði okkur spurninga með
kímni í rómnum var hún án allra
málalenginga og gerði bara ráð
fyrir að maður meinti það sem
maður sagði. T.d. að kíví væri gott.
Þar með var það í ísskápnum.
Hún var svo skondinn karakter
að þessu leyti. Glöð og fyndin,
fann upp á allskonar skemmtilegu
að gera og segja manni, og á sama
tíma svo guðdómlega beinskeytt.
„Til hvers ertu að þessu?“ gat
hún hreytt í mann. Og það þýddi
einmitt það. Svo tautaði hún fyrir
munni sér svona hitt og þetta þar
sem hún dundaði sér heima fyrir.
Dillaði neðri löppinni.
„Jæjajá.“
„Þú segir það.“
„Hvað segirðu amma, spilum
nú yatzy.“
„Ég er löngu orðin ómöguleg í
því, hvað heldurðu að ég geti spil-
að það.“
(Tekur fram yatzy-teningana
og bókina).
„Hvað segirðu, ertu með enar-
ana?“
Það var alltaf hlýtt hjá ömmu.
Gólfteppið notalegt og sængurnar
á rúminu. Mjúkur sófinn. Sól í
íbúðinni hennar. Svo auðvitað
amma sjálf. Mjúk og hlý þó hún
væri svo lítil og mjó. Brosandi og
sæl, sólbrún og falleg. Nikkar með
augunum og skýtur upp hökunni
um leið.
Það eru mörg ár síðan við fór-
um frá Íslandi til hinna og þessara
landa til búsetu. Hún bað okkur öll
að hætta að gefa sér gjafir og vin-
samlegast að kveðja almennilega
því þetta yrði síðasta kveðjan, hún
ætti stutt eftir. Þetta endurtók
hún á hverju ári, – með kímni og
alvöru í röddinni.
Svo liðu tuttugu ár og aldrei
kom svefninn langi. Sem betur fer
var hún nokkuð hraust. Við sáum
líka oft hversu heppin hún var að
hafa mömmu sem var svo dugleg
að heimsækja hana, fara með hana
í stuttar ferðir og hafa ofan af fyrir
henni í þeirri löngu bið sem óneit-
anlega síðustu árin voru. Líklega
hefur amma sáð fallega í þann
jarðveg fyrr á ævinni.
Amma var ekki að flíka tilfinn-
ingum sínum. Stundum reyndum
við að veiða upp úr henni reynslu-
sögur og minningar en það var
eins og að draga Brekkukind. Hún
átti þó til að segja stórskemmti-
legar sögur af hinu og þessu og
sem hafði hent hana – sjálfviljug –
t.d. af sér og Diddu nöfnu þegar
þær voru á fyrirlestrum hjá Jóni
Bö eða af ferðalögum þeirra og
valdi hún þá bara nákvæmlega
hverju hún vildi deila – annað var
ósagt.
Þú hlýtur að vera á heimleið og koma
með heita og rjóða vanga,
því sólin guðar á gluggann minn,
og grasið er farið að anga.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Hvíl í friði, elsku amma.
Hulda Þórey, Bjarki Viðar,
Rebekka Kristín og Petra
Hrönn.
Jóhanna
Guðjónsdóttir
✝ Guðrún ÓlöfSveinjónsdóttir
fæddist 23. nóv-
ember 1926 á Ísa-
firði. Hún lést á
Landakotsspítala 9.
nóvember 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Sveinjón
Ingvarsson, sjómað-
ur í Reykjavík, f. 19.
maí 1901, d. 10.
ágúst 1943, og
Andrea Guðrún Guðmundsdóttir,
f. 10. október 1906, d.17. júlí 1996.
Bróðir Guðrúnar var Guðmundur
Ingvar, f. 5. desember 1930, d. 11.
mars 2010. Samfeðra bróðir Guð-
rúnar var Magnús, f. 21. sept-
ember 1920, d. 6. nóvember 1991.
Eftirlifandi eiginmaður Guð-
rúnar er Jóhannes Árnason, f. 26.
febrúar 1925. Þau giftust 6. des-
ember 1947. Börn þeirra eru: 1)
Sveinjón, f. 6. júlí 1947. Fyrri eig-
inkona hans er Helena Alberts-
dóttir, f. 26. nóvember 1947. Þau
skildu. Börn þeirra eru: Jóhanna
Þóra, f. 28. september 1966, og
Albert, f. 9. maí 1969. Seinni
eiginkona hans er Kolbrún Að-
alsteinsdóttir, f. 16. ágúst 1956.
Þau skildu. Börn þeirra eru:
Brynjar Örn, f. 6. september 1978,
og Aðalsteinn Janus, f. 16. júlí
1986, d. 4. maí 2005. 2) Árni, f. 10.
Lífstykkjabúðinni og Kjötbúðinni
Borg. Hún kynntist eftirlifandi
eignmanni sínum, Jóhannesi
Árnasyni, 1946 og gengu þau í
hjónaband ári síðar, 6. desember
1947. Til að byrja með bjuggu
þau á Hringbraut en fluttu síðar í
Efstasund og stuttu seinna á
Bergstaðastræti og Sundlauga-
veg. Árið 1963 fluttu þau í glæ-
nýja íbúð í Safamýrinni og stofn-
uðu eigið fyrirtæki, Bílaleiguna
Ferð, þar sem hann sá um við-
hald og hún hélt bílunum hrein-
um. Árið 1968 fluttu þau til Dan-
merkur og bjuggu þar í eitt ár.
Þar starfaði hann við bílavið-
gerðir og hún á spítala. Fljótlega
eftir heimkomu fluttu þau á
Tjarnarflötina þar sem Guðrún
bjó til æviloka og Jóhannes býr
enn.
Guðrún átti sér mörg áhuga-
mál. Má þar nefna saumaskap,
garð- og blómarækt, dvöl í sum-
arbústað þeirra hjóna og ferða-
lög innanlands sem utan. Sem
ung stúlka æfði hún fimleika hjá
Ármanni og var m.a. lengi vel
með vinkonum sínum í sýning-
arhópi hjá félaginu.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Garðakirkju í dag, 20. nóvember
2020, og hefst hún klukkan 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu
verða einungis nánustu aðstand-
endur viðstaddir útförina.
Streymt verður frá útförinni.
Stytt slóð á streymið er:
https://tinyurl.com/y2nth7uc
Virkan hlekk á streymið má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
ágúst 1948. Eigin-
kona hans er Stella
Hjörleifsdóttir, f. 3.
maí 1948. Þau
skildu. Börn þeirra
eru: Jóhannes, f. 12.
desember 1966,
Hjörleifur Einar, f.
19. október 1969, og
Sigríður Helga, f.
14. ágúst 1982. 3)
Kristín Andrea, f. 3.
janúar 1955. Eigin-
maður hennar er Sigurður
Straumfjörð Pálsson, f. 26. októ-
ber 1951. Börn þeirra eru: Jó-
hannes Páll, f. 17. febrúar 1972,
og Guðrún Ólafía, f. 3. janúar
1975.
Á bernskuárum bjó fjölskyld-
an saman með ömmu og afa Guð-
rúnar á Ísafirði þar til hún var
fjögurra ára gömul. Amma henn-
ar er Sigríður Símonardóttir, f.
25. september 1871, d. 16. mars
1943, og afi hennar er Guð-
mundur Jón Guðbjartsson, f. 14.
apríl 1873, d. 28. mars 1938. Afi
hennar var bakari staðarins. Hún
flutti síðan til Reykjavíkur með
foreldrum sínum. Hún lauk
gagnfræðaprófi frá Lindargötu-
skóla í Reykjavík. Starfaði við af-
greiðslu- og þjónustustörf hjá
ýmsum fyrirtækjum í Reykjavík,
m.a. hjá Mjólkursamsölunni,
Það sem mér er efst í huga
núna þegar ég kveð Lillu tengdó
er þakklæti fyrir allar góðu
stundirnar í gegnum langa ævi
saman, eða um 50 ár.
Ég á henni svo margt að
þakka, það sem hún gerði fyrir
mig og mína.
Lilla kom ósjaldan færandi
hendi fyrstu búskaparár okkar
Árna og alla tíð, sem kom sér oft
mikið vel og höfðum við það oftar
en ekki betra en efni stóðu til fyr-
ir hennar hjálpsemi.
Takk fyrir það, elsku Lilla. Í
minningunni þykir mér svo vænt
um öll jólaboðin okkar saman
bæði hjá okkur og á Tjarnarflöt-
inni þar sem fjölskyldan kom
saman og borðaði góða matinn
sem þú varst sko þekkt fyrir. Það
er ótrúlegt að hugsa til þess að
nánast engin jól liðu þar sem við
hittumst ekki.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífs þíns nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku Lilla. Blessuð
sé minning þín.
Megi allt það góða í heimi hér
umvefja Jóhannes tengdó og þína
fjölskyldu.
Saknaðarknús,
Stella Hjörleifsdóttir.
Fyrir nokkrum dögum lést
Guðrún Ólöf eftir töluverða spít-
alalegu. Það var heldur óvænt ef
mætti orða það svo. Ég sá Lillu,
eins og hún var oftast nefnd,
fyrst fyrir tæplega 50 árum fyrir
aftan búðarborðið í Kjötbúðinni
Borg á Laugaveginum, þangað
sem ég og margir aðrir lögðu leið
sína til til þess að fá eitthvað al-
mennilegt að borða. Já hún Lilla
sá sko um sína og maturinn og
magnið sem hún afgreiddi til við-
skiptavina ekkert smá góður og
þá sérstaklega kóteletturnar.
Hún var þó ekki ein þarna hinum
megin við borðið heldur líka önn-
ur glæsileg kona sem gerði það
að verkum að ég varð fyrir rest
tengdasonur Lillu. Ég naut þess
innilega að búa á Tjarnarflötinni í
nokkur ár og er þakklátur fyrir
þennan tíma. Lilla tengdamóðir
mín var í fararbroddi og það
gustaði af henni þegar hún gekk
um gólf. Glæsileiki, fegurð og
dugnaður hennar mun aldrei
gleymast. Heimilið og umgjörðin
til mikillar fyrirmyndar. Í for-
gangi var fjölskyldan sem hún
dýrkaði og dáði. Henni leið best
þegar hún vissi að það var allt í
lagi hjá öllum. Oft heyrði maður
spurningar eins og hvar er
hann..? hvar er hún..? hafið þið
heyrt eða hafið þið séð…?, sem
skapaði smá ókyrrð í sálinni
hennar Lillu. Þessar spurningar
komu líka frá henni á dánarbeð-
inum sem lýsir því hversu mikið
hún bar hag annarra fjölskyldu-
meðlima fyrir brjósti allt til and-
látsins. Nú er komin ró og friður
hjá henni blessaðri. Þessi 50 ár
sem ég hef þekkt hana hafa flogið
áfram og tíminn liðið hratt. Fjöl-
skylda hennar hefur stækkað og
tekið þeim breytingum sem geng-
ur og gerist. Lilla hefur alla tíð
fylgst vel með þeim breytingum
og sýnt öllum áhuga. Fyrir rest
gaf heilsan eftir og hún gat ekki
meir. Hún kom oft í heimsókn til
okkar þegar við bjuggum á Ítalíu
og í Danmörku og sem betur fer
kom hún nokkrum sinnum undan-
farin ár til Spánar. Ekki var hér
um neina skreppitúra að ræða
heldur góðar heimsóknir sem
skildu mikið eftir sig. Ýmist kom
hún ein eða með Hanna sínum.
Þessir tímar voru skemmtilegir og
verða varðveittir í hugum okkar
bæði í máli og myndum. Í ljósi að-
stæðna verður því miður ekki
hægt að hafa útför hennar eins og
hún helst vildi hafa hana. Ég er
þess þó fullviss að eftirlifandi eig-
inmaður Lillu, hann tengdapabbi
minn, og afkomendur þeirra hjóna
gera allt sem hægt er til þess að
koma á móts við óskir hennar í
þeim efnum. Ég er líka fullviss um
að móttökunefndin þarna hinum
megin hafi verið þéttsetin og mik-
ið tilhlökkunarefni að taka á móti
gleðigjafanum henni Lillu. Þar
verður veisla að innfæddra eldi.
Kæmi mér ekki á óvart ef hún
væri búin að taka nokkur dans-
spor við pabba gamla þarna í
austrinu þar sem sólin rís. Hann
hefur vafalaust boðið henni upp í
einn góðan „ræl“ því Lillu þótti
alltaf gaman að dansa. Við hin sitj-
um nú eftir í söknuði og sorg og
missum af þeirri dansveislu að
sinni. Minningin um einstaka konu
og tengdamóður lifir.
Tengdasonur.
Sigurður Straumfjörð
Pálsson.
Elsku fallega amma mín er lát-
in, lést á Landakoti 9. nóvember.
Þú hefðir orðið 94 ára þann 23.
nóvember og þá átti að verða smá
teiti en engar vöfflur með rjóma,
heldur góður matur, ekki mikið af
grænmeti, bara almennilegt kjöt,
sósa og kartöflur og ekki heima á
Tjarnarflötinni heldur átti að fara
á fínan veitingastað og við að
punta okkur.
Þú varst mín fyrirmynd, dug-
legasta og fallegasta kona sem ég
hef kynnst. Ráðleggingar og oft
ákveðnar skoðanir þínar fengu
mig oft til að hugsa.
Það var alltaf svo gaman að fá
þig um jól eða páska í þínu fínasta
pússi, hárið uppsett og með silki-
slæðu, hringirnir, fílabeinið og
pelsinn, alltaf svo fín og falleg að
innan sem utan, elsku amma.
Þessi jól verður þú ásamt Palla
afa og Hauk mínum að fylgjast
með okkur að handan.
Elsku amma mín, alltaf hélt ég
í vonina að þú myndir jafna þig af
þessu broti eins og svo oft áður,
en því miður voru örlögin önnur.
Þið afi tókuð mig inn á ykkar
heimili þegar ég byrjaði í hár-
greiðslunni 15 ára gömul á há-
tindi unglingsáranna minna. Þar
var agi en líka mikil væntum-
þykja og skilningur á unglinga-
veikinni. Á morgnana keyrðir þú
mig í Iðnskólann og þú fórst að
vinna í Kjötbúðinni Borg, þar
sem skammtar þínir til þeirra
sem minna máttu sín voru ansi
drjúgir, alltaf svo góð við alla.
Eftir skóla fór ég svo iðulega til
Andreu ömmu og beið eftir þér
þar og æfði mig í að setja rúllur í
hana og túpera, svo komst þú í
kaffibolla og við skiptumst á að
sitja reglulega í stólunum svo
þeir myndu slitna jafnt eins og
Andrea amma orðaði það, þetta
var svona smá stólaleikur hjá
okkur og svo fórum við heim á
Tjarnarflötina.
Oftar en ekki þá fórum við á
KFC og skelltum í okkur tveimur
bitum og tilheyrandi og svo var
farið heim og elda fisk og elsku
afi sagði: voðalega borðið þið lítið.
Þá sögðum við í kór: Já, við erum
í smá átaki. Þetta var svona smá
hvít lygi sem engan skaðaði og
fannst afa það bara fínt þar sem
honum fannst heldur þungt í okk-
ur pundið.
Við þeyttumst um á vínrauða
Concortinum með heilu framsæti
svo ég stundum lá í fanginu á þér
í kröppum beygjum, ekki var
komin bílbeltisskylda á þessum
tíma enda sagðist þú vera með
innilokunarkennd og gætir ekki
hugsað þér að fara í belti (þetta
sagðir þú líka við lögregluna í eitt
skiptið þegar við „óvart“ fórum
yfir á rauðugulu ljósi)
Þú varst góð amma, hafðir
ávallt einlægan áhuga á því sem
ég var að gera og sparaðir ekki
hrósið á börnin okkar Geirs,
sagðir að þau væru svo yndisleg,
falleg og duglegir krakkar.
Þegar þú kvaddir mig 7. nóv-
ember lá ég við hlið þér í tvo tíma
, þú talaðir um jólafötin og ég átti
að leggja á borð og lofta út, ég
held að þú hafir verið að undirbúa
ferðalagið þitt, en það var samt
svo mikil ró yfir þér, ég sagði allt
sem ég vildi þér segja og kvaddi
þig sátt og ró kom yfir mig líka,
þó svo að það sé alltaf erfitt að
kveðja þá sá ég að þú varst tilbú-
in í ferðalagið þitt langa, þangað
sem við öll förum einn daginn.
Þú lofaðir mér að fylgjast með
mér og mínum og þegar minn
tími kæmi ætluðum við að hittast
á Taílandi í hita og njóta sólarinn-
ar.
Elsku amma mín, hvíl þú í friði
, Guð geymi þig og varðveiti og
mundu að ég elska þig alltaf.
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega
þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson)
Guðrún Ólafía Sigurðar-
dóttir og fjölskylda.
Guðrún Ólöf
Sveinjónsdóttir
Minningarvefur á mbl.is
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát