Morgunblaðið - 20.11.2020, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.11.2020, Qupperneq 37
AF KVIKMYNDUM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Raging Bull, kvikmynd Mart-ins Scorseses um hnefa-leikamanninn og skítseiðið Jake LaMotta, er orðin 40 ára. Er hennar einkum minnst fyrir magn- aða frammistöðu Roberts DeNiros í hlutverki LaMotta, millivigtar- hnefaleikamannsins sem var eins og naut í flagi, innan hrings sem ut- an. DeNiro var sannarlega eins og naut í flagi við tökur á mögnuðum hnefaleikaatriðum myndarinnar, uppfullur orku og vakti líka heims- athygli fyrir að fita sig um ein 30 kílógrömm til að geta leikið La- Motta eftir að boxaraferlinum lauk, akfeitan, einmana, drykkfelldan og árásarhneigðan sem fyrr. Í fyrra sagði DeNiro þennan undirbúning hafa reynt hvað mest á sig á ferl- inum, þ.e. að fita sig svona svaka- lega og líka hratt sem hann endur- tók svo fyrir hlutverk sitt í The Untouchables þar sem hann lék enn eitt skítseiðið, Al Capone. Andstæða Rocky Raging Bull þykir með merkari bandarískum kvikmyndum níunda áratugarins. Hún var frumsýnd ár- ið 1980 og segir sagan að Scorsese hafi verið tregur til að gera hana og hafnað því árum saman. Hann hafði engan áhuga á því að gera kvik- mynd um hnefaleikakappa en ein slík, Rocky, hafði þá gert það býsna gott árið 1976. Fjallaði sú um góð- hjartaðan einfeldning sem komst til metorða á hnefunum. Myndin um LaMotta átti hins vegar að vera sannsöguleg, byggð á ævisögu hans og allt annars eðlis. Rocky malaði gull en heldur ólíklegt þótti fram- leiðendum að Raging Bull myndi gera það, kvikmynd um ofbeldis- fullan og ógeðfelldan náunga. Enda kom það á daginn, miðasala rétt náði framleiðslukostnaði en aðsókn og eftirspurn verður sem betur fer aldrei mælikvarði á gæði listar. Scorsese lét á endanum tilleið- ast en þá hafði DeNiro gengið lengi á eftir honum að gera myndina og tókst að lokum að sannfæra leik- stjórann um að þarna væri merki- leg saga á ferðinni. Þótt handritið væri byggt á ævisögu LaMotta var ekkert dregið úr höggunum þegar kom að því að lýsa þeim ofbeldisfulla manni sem var augljóslega haldinn sjálfseyð- ingarhvöt á háu stigi og þjakaður af minnimáttarkennd og óöryggi í samskiptum við konur. Eigingjarn, uppstökkur og stjórnlaus af bræði brenndi LaMotta allar brýr að baki sér, fór illa með sína nánustu, beitti þá ofbeldi og þá bæði líkamlegu og andlegu. Tvær eiginkonur fengu að kenna á blindandi reiði hans og sögðu báðar skilið við hann. Bróðir hans var lengi vel umboðsmaður hans en hætti að tala við hann eftir að LaMotta gekk í skrokk á honum þar sem hann ímyndaði sér að eiginkona hans hefði sofið hjá bróð- urnum. LaMotta varð heimsmeist- ari í millivigt og lifði hátt á tímabili en fallið var að sama skapi hátt. Sorgarsaga Raging Bull vakti líka mikla at- hygli á sínum tíma fyrir listilega myndatöku, lýsingu og klippingu. Handverkið er óaðfinnanlegt en grófkornótt myndin var tekin upp í svarthvítu og fræg er táknræn upp- hafssenan þar sem DeNiro dansar í „slow motion“ um hnefaleikahring- inn í sloppi og með hettu á höfði, andlitið hulið skugga og áhorf- endur virða þokkafullt og hættu- legt dýrið fyrir sér. Hnefaleikasal- urinn er líkt og sveipaður þoku og undir ómar eftirminnilega tregafull tónlist úr óperunni Cavalleria Rust- icana. Frá fyrstu mínútu er ljóst að hér er engin Rocky á ferð. Nei, þetta er sorgarsaga, fyrst og fremst, og ólíklegt að hún endi vel. Scorsese hefur sagt marga sög- una af ógeðfelldum mönnum, of- beldismönnum og morðingjum, sið- leysingjum, mafíósum, mönnum sem betur væru geymdir í búri. Scorsese er slétt sama um samúð áhorfandans og jafnvel fórnarlömb illmennanna eru ógeðfelld á ein- hvern hátt og erfitt að hafa samúð með þeim. Enginn óþarfi Ljóst varð snemma að leik- stjórinn væri undir áhrifum frá ítalska nýraunsæinu og frönsku ný- bylgjunni og þykir Raging Bull í anda ítalska nýraunsæisins og þá ekki síst fagurfræðilega. Sagan er í raun berstrípuð og laus við allan óþarfa og skáldskap á borð við róm- antík eða forsögur persóna sem oft- ar en ekki er beitt til að útskýra eða jafnvel afsaka hegðun persóna. Nei, ætlunin er ekki að auka vellíðan áhorfandans og „happy ending“ er ekki til í hugtakasafni leikstjórans. Slík endalok eiga betur heima í æv- intýrum. Raging Bull reynir á, á milli blóðugra hnefaleikabardaga dvelur myndavélin á LaMotta og fylgist með samskiptum hans við sína nánustu eins og fluga á vegg. Deilur bræðranna virðast engan enda ætla að taka og spurningar sí- endurteknar líkt og í öðrum mynd- um leikstjórans um ítalska innflytj- endur New York-borgar. Sá vondi sér ekki að sér, hann verður ekki að betri manni undir lok myndar þótt hann átti sig á mis- gjörðum sínum og brjóti sjálfan sig niður í hádramatísku fangelsis- atriði. Þar lemur LaMotta bæði höfði og hnefum í vegg fangaklef- ans og spyr hvers vegna svona sé komið fyrir sér. Þar birtist persón- an okkur sem dýr í búri sem á sér engrar undankomu auðið. Það fer illa fyrir LaMotta, eins og við mátti búast, og þannig er nú raunsæið. Þetta er ekki Rocky og það þýðir ekkert að kalla á Adrian. Hún er farin. Raging Bull hefur ennþá, 40 árum eftir frumsýningu, bæði list- ræna vigt og frásagnarlegan slag- kraft. Saga af ofbeldi og sjálfstortímingu » Scorsese er sléttsama um samúð áhorfandans og jafnvel fórnarlömb illmennanna eru ógeðfelld á einhvern hátt og erfitt að hafa samúð með þeim. Mannýgur Robert DeNiro í hlutverki Jakes LaMotta í Raging Bull sem frumsýnd var árið 1980. Hún var tillnefnd til átta Óskarsverðlauna en hlaut aðeins ein, fyrir bestan leik karls í aðalhlutverki, þ.e. DeNiro. Raging Bull er til umfjöllunar í nýjasta þætti kvikmyndahlað- varpsins BÍÓ sem finna má á vef- slóðinni mbl.is/hladvarp/hlusta/ bio-kvikmyndahladvarp/ MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is 71% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐI Á SANNRI SÖGU. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.