Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Faraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á húsnæðismarkaði. Á skömmum tíma hefur ungu fólki í foreldrahúsum stórfjölgað að því er fram kemur í nýrri skýrslu hagdeild- ar Húsnæðis- og mannvirkjastofn- unar. Þar segir að í lok seinasta árs hafi 42% ungs fólks á aldrinum 18 til 24 ára búið í foreldrahúsum. Hlut- fallið hafi aukist verulega síðan þá og mældist seinast 70% í ágúst sl. Far- aldurinn eigi án efa þar mikinn hlut að máli. Fram kemur í skýrslunni að skýr merki séu komin fram um að leigj- endum á húsnæðismarkaði fari fækkandi. Aðstæður til húsnæðis- kaupa hafi aldrei verið hagstæðari og mun fleiri séð sér fært að kaupa sér fasteign. Er það talin líkleg ástæða þess að leigjendum sé að fækka. Framboð á leiguhúsnæði hafi aukist á tímum faraldursins og leigu- verð lækkað. „Hlutfall þeirra sem eru á leigu- markaði hefur ekki verið viðlíka lágt síðan í kringum hrun þegar það mældist 12% í lok árs 2008. Síðan þá hefur þetta hlutfall verið að sveiflast í kringum 14-18% og verið að með- altali um 16%. Frá miðju ári 2019 hefur hlutfall leigjenda verið á nið- urleið og farið úr því að vera 18% í júlí 2019 og niður í 13% í júlí 2020.“ Á sama tíma og leigjendum fækk- ar fer stærri hluti ráðstöfunartekna leigjenda í húsaleigu. Hlutfall leigu- fjárhæðar af ráðstöfunartekjum hef- ur hækkað upp í 44%. Hlutfall þeirra sem greiða meira en 50% í húsnæð- iskostnað hefur hækkað úr 23% í 30% frá í fyrra. omfr@mbl.is Fleiri í foreldrahúsum  Skýr merki um að leigjendum er að fækka  Aukið framboð á leiguhúsnæði Hlutfall 18 til 25 ára í heimahúsum 70% 60% 50% 40% 30% Heimild: Zenter/HMS júlí sept. des. jan. apríl ágúst 2019 2020 50% 42% 70% Alls sjö kórónuveirusmit greindust innanlands í fyrradag, þar af fimm meðal fólks sem var utan sóttkví- ar. Tvö smit greindust við landmæraskimun. Annað smitið er virkt en hitt gamalt. Alls 736 sýni voru tekin innanlands á þriðjudag- inn og 157 í landamæraskimun. Í gær voru 176 manns í einangrun, 291 í sóttkví og 878 í skimunar- sóttkví. Nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur er nú 34,4 innanlands en 12,8 hvað varðar landamærasmit. Flestir eru í ein- angrun á höfuðborgarsvæðinu, eða 143. Engir voru í einangrun eða sóttkví á Norðurlandi vestra. Smit kom upp á leikskólanum Hulduheimum í Grafarvogi í Reykjavík í gær og voru 38 leik- skólabörn og sex starfsmenn settir í sóttkví í kjölfar þess. Á sjúkra- húsi liggja nú 45 manns vegna Co- vid-19, þar af tveir á gjörgæslu. 35 sjúklingar eru lausir úr einangrun og að jafnan sig eftir að hafa smit- ast af kórónuveirunni. Enn gerist það að fólk sé lagt inn á spítalann veikt af Covid-19 en róðurinn í starfseminni er þó léttari en var á dögunum, að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns for- stjóra LSH. Fimm smit voru utan sóttkvíar  176 nú í einangrun  Róðurinn er léttari Andrés Magnússon andres@mbl.is Á Alþingi er komin fram tillaga til þingsályktunar frá umhverfis- og samgöngunefnd um orkuskipti í flugi. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks er flutningsmaður hennar en í tillögunni felst að sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, í samráði við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra, setji á fót starfshóp til að móta stefnu og að- gerðaáætlun um orkuskipti í flugi á Íslandi. Starfshópurinn á að móta tillögur um hvernig Ísland geti orðið í fremstu röð í orkuskiptum í flugi og hvernig styðja megi við nýsköpun á því sviði, en jafnframt kanni hann fýsileika landsins til slíkra orku- skipta með tilliti til veðurfars, inn- viða og þátttöku í alþjóðlegri þróun á þessu sviði með það að markmiði að hafið verði að nota umhverfis- væna orkugjafa í innanlandsflugi fyrir árið 2030. Um þetta á starfshópurinn svo að skila skýrslu til ráðherra eigi síðar en 1. nóvember 2021, sem síðan kynni Alþingi nið- urstöðuna. Gert er ráð fyrir að til- lagan renni greiðlega í gegnum þing- ið, enda standa allir flokkar að henni og málið óumdeilt. „Ég held að við eigum möguleika í þessu umfram margar aðrar þjóðir vegna náttúruauðlinda okkar, hér er gnægð grænnar orku og gætum jafnvel orðið útflutningsland á því sviði, til dæmis með vetnisfram- leiðslu,“ segir Jón Gunnarsson. Jón segir Íslendinga hafa allt að vinna í þeim efnum. Þar séu um- hverfismarkmið í fyrirrúmi en efna- hagsþátturinn skipti einnig verulegu máli. „Fyrst og síðast blasa hér við mikil tækifæri og þar eiga Íslend- ingar að gera verið fánaberar meðal þjóða í nýtingu vistvænnar orku.“ Ísland er mjög háð aðflutningum á jarðefnaeldsneyti og myndi illa þola minnstu röskun þar á, verðsveiflur úti í heimi geta haft mikil áhrif á ís- lenskt efnahagslíf, en jafnframt fer þar vænn biti landsframleiðslunnar úr landi og það í erlendri mynt. Með orkuskiptum í samgöngum gæti Ís- land vel verið sjálfu sér nægt, með vænni og mun ódýrari orkugjafa. Orkuskipti í flugi vandasöm Miklar framfarir hafa verið í orku- skiptum í samgöngum undanfarin ár, en í fluggeiranum vekur ör þróun nýrra aflvéla fyrir flugvélar góðar vonir, bæði blendingsvélar, hreinar rafmagnsvélar og vetnisvélar. Vandinn við rafmagnsflugvélar felst í rafhlöðutækninni, en orku- þéttleiki fullkomnustu rafhlaða stenst jarðefnaeldsneyti engan snúning. Liþíum-rafhlaða sem er eitt kg á þyngd inniheldur um 250 watt- stundir, en eitt kg af flugvélabensíni um 12.000 wattstundir. Rafmagns- flugvél með sömu orku á geymunum kæmist aldrei í loftið sakir þyngdar. Á móti kemur að rafmagnsvélar í flugvélum geta verið mun sparneyt- nari, en hrekkur þó ekki til, bensín- vélarnar eru samt um 14 sinnum orkuríkari. Miðað við það væri flug- drægi rafmagnsútgáfu af Airbus A380, stærstu farþegavélar heims, aðeins um 1.000 km í stað 15.000 km. Í því ljósi er langt í að millilanda- flug verði rafvætt, en milli Reykja- víkur og London eru um 1.900 km. Þar kynnu hins vegar vetnisknúnar vélar að reynast lausnin, en vetni er framleitt með rafmagni úr vatni. Hins vegar kynni þess að vera skemmra að bíða að innanlandsflug- ið megi rafvæða. Frá höfuðborginni eru 248 km flugleiðina til Akureyrar, 378 km til Egilsstaða, 158 km til Vestmannaeyja og 223 km til Ísa- fjarðar, en nú þegar eru í þróun 20- 40 sæta farþegavélar með 400-500 km drægi. Og gróskan er mikil, því talið er að alls séu um 200 rafflug- vélagerðir í þróun, þótt tæplega nái þær allar flugi. Orkuskipti í flugi næst á dagskrá  Stefnt að því að orkuskiptin geti hafist fyrir 2030  Þingsályktunartillaga allra flokka lögð fram Jón Gunnarsson Fley liggja nú bundin við bryggju í Húsavíkurhöfn og æði margt í kaup- staðnum við Skjálfanda er komið í vetrardvala, enda liggur snjór yfir öllu. Hvalaskoðunarskipin – skútur og trébátar – voru lítið hreyfð nú í sumar enda fátt um ferðamenn. Allir vænta hins vegar að úr því rætist með vor- inu og þá verða leystar landfestar og stefnan tekin út flóann, þar sem hvel- in setja upp hrygginn og sveifla sporði sem allra aðdáun vekur. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Bundið við bryggju í Húsavíkurhöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.