Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | Opið alla virka daga kl. 10-17 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju Jólamyndatökur Einstökminning Til að koma í veg fyrir frekara ólæsi á Íslandi teldi ég heilla- ráð að ríkisstjórnin réði tíu eða tólf barna- og unglingabókahöf- unda í fullt starf í tvö til þrjú ár. Á hverju ári gæti hver um sig skrif- að tvær til fjórar ólík- ar bækur á mismun- andi erfiðleikastigi fyrir leik- og grunnskólabörn og í takt við áhugamál þeirra, sem er lykilatriði. Allir skólar fengju eitt bekkjarsett af hverri bók, 25 bækur, og höfundarnir myndu síðan skipta með sér skólum, heimsækja þá alla og vera með „kveikjur“, upplestur, skapandi skrif og fleira til að auka áhuga á lestri. Mín reynsla sem rithöfundur sýn- ir að þetta glæðir áhuga á sögum, eykur orðaforða, námsárangur verð- ur betri og sjálfstraust eykst. Skól- arnir þurfa aðstoð, börnin þurfa hjálp, flestir foreldrar líka þegar læsi er annars vegar. Þessi fjárfest- ing í komandi kynslóðum myndi kosta ríkissjóð brotabrotabrot af þeim fjármunum sem dreifast víða í núverandi ástandi. Fyrsta stigs for- varnir hafa yfirleitt setið á hakanum en það litla fjármagn sem er þó sett í þann málaflokk sparar samfélaginu milljarða þegar fram líða stundir. Hvers virði er hvert mannslíf? 100 milljónir? Milljarður? Ég er sann- færður um að við Ís- lendingar myndum safna milljarði á skömmum tíma til að bjarga einu lífi. Ofan- greind aðgerð myndi kosta um 160 milljónir á ári, með öllu! Við rithöfundar erum algjörlega vannýttir þegar kemur að því að heimsækja skóla með spennandi kveikjur, yfirleitt vegna fjárskorts skólanna og bágborins skilnings yf- irvalda. Nú er sannarlega lag. Með samtakamætti er hægt að fjárfesta í komandi kynslóðum! En hvers er að taka fyrsta skrefið? Hvers virði er hvert mannslíf? Eftir Þorgrím Þráinsson Þorgrímur Þráinsson » Þessi fjárfesting í komandi kynslóðum myndi kosta ríkissjóð brotabrotabrot af þeim fjármunum sem dreifast víða í núverandi ástandi. Höfundur er rithöfundur. Í tengslum við Dag íslenskrar tungu fyrir skömmu kom út ný og stækk- uð uppfærsla á mál- örvunarforritinu Orðagulli og er það sem fyrr frítt til nið- urhals. Bætt hefur verið í það 15 nýjum borðum og eru þau nú 38 talsins. Markmið Orðagulls er að styrkja orðaforða, málskiln- ing, vinnsluminni, heyrnræna úr- vinnslu, lesskilning og máltjáningu barna sem allt eru mikilvægir undirstöðuþættir máls og læsis. Að læra í gegnum skemmtilegan leik Orðagull er byggt upp sem leik- ur þar sem hver og einn notandi getur skapað sig sem leikmann og gefið sér nafn og útlit. Í forritinu eru 38 borð og er hægt að velja á milli þrenns konar verkefna fyrir hvert borð; fyrirmæla, spurninga og orðalesturs. Það eru því í raun 114 borð sem boðið er upp á. Orðabók fylgir hverju borði með nýjum orðum og hugtökum sem tengjast ákveðnu þema sem hvert borð er byggt á. Við hlið hvers borðs eru sjónrænar vísbendingar sem hjálpa nemendum að hlusta frá byrjun til enda, framkvæma fyrirmæli og endurtaka það sem þeir hafa heyrt. Hægt er að taka upp svör og endurtekningar nem- enda á fyrirmælum með því að virkja hljóðnema í forritinu. Umb- unarkerfi er innbyggt í forritið í formi stjörnugjafar sem býður upp á að kennarar sem vinna með forritið hafi umsjón með notkun og framförum nemenda. Fyrir öll börn heima og að heiman Notkunarmöguleikar Orðagulls eru fjölbreyttir þar sem m.a. er hægt að vinna markvisst með les- skilning og lestur orðmynda. Í nýjustu uppfærslu forritsins er tekið tillit til fjölmenningar þannig að öll börn geti samsamað sig við persónur sem koma fram í forrit- inu. Orðagull hentar elstu börnum í leikskóla og börnum á yngsta stigi grunnskóla. Einnig getur það nýst eldri nemendum sem glíma við erfiðleika hvað varðar vinnslu- minni, heyrnræna úrvinnslu, orða- forða og endursögn, sem og nem- endum á öllum aldri sem eru að læra íslensku sem annað tungumál og íslenskum börnum sem eru bú- sett erlendis og vilja viðhalda ís- lenskunni. Orðagull var fyrst gefið út fyrir spjaldtölvur á degi íslenskrar tungu 2016. Ári síðar var það gef- ið út fyrir snjallsíma og spjaldtölv- ur sem styðjast við Android og iOS Forritið hefur fengið mjög góð- ar viðtökur hjá kennurum í leik- og grunnskólum, sem og for- eldrum og börnum. Mikil umræða hefur átt sér stað um slaka stöðu íslenskunnar og minnkandi lestr- arfærni. Ný og stækkuð útgáfa málörvunarforritsins Orðagulls ætti því að falla í góðan jarðveg. Vegna stuðnings fjölmargra aðila er hægt að bjóða forritið frítt til niðurhals. Það gefur börnum sem þess þarfnast tækifæri til að njóta Orðagulls í leik og námi. Fyrir þennan stuðning eru höfundar þakklátir. Eftir Bjarteyju Sigurðardóttur og Ásthildi Bj. Snorradóttur »Málörvunarforritið Orðagull er frítt for- rit sem nú er komið út í stækkaðri og endur- bættri uppfærslu. Höf- undar eru talmeina- fræðingar og sérkennarar. Höfundar Orðagulls eru talmeina- fræðingur og sérkennari. bjarteysigurdar@gmail.com Orðagull – frítt málörvunarapp fyrir börn Bjartey Sigurðardóttir Ásthildur Bj. Snorradóttir Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.