Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Í dag kveð ég Steinunni Stef- ánsdóttur, elskulega vinkonu mína. Ég kynntist Steinunni árið 1984 þegar við báðar hófum störf við Verzlunarskóla Ís- lands. Strax í byrjun skemmti- legrar samveru okkar myndað- ist traust vinarband sem aldrei rofnaði. Steinunn var traustur vinur vina sinna og höfðingi heim að sækja. Á þeim tíma vann Steinunn sem bókasafns- fræðingur á bókasafni Haga- skóla. Þorvarður Elíasson, þá- verandi skólastjóri VÍ, réð Steinunni til að setja á stofn bókasafn við VÍ. Það var mikið gæfuspor fyrir skólann, sem ár- ið 1986 flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði í Ofanleiti 1. Bókasafn VÍ var annálað fyrir fag- mennsku og gæði. Steinunn naut þess í hvívetna að aðstoða nemendur og starfsfólk skólans. Margt skemmtilegt var brall- að á þessum árum, nokkrar sameiginlegar utanlandsferðir voru farnar að ógleymdum laufabrauðsbakstrinum sem var fastur liður hjá okkur í desem- Steinunn Ingigerð- ur Stefánsdóttir ✝ Steinunn Ingi-gerður Stef- ánsdóttir fæddist 11. ágúst 1945. Hún lést 12. nóvember 2020. Útför Stein- unnar fór fram 24. nóvember 2020. ber. Á lífsins göngu erum við stundum svo lánsöm að kynnast fólki sem gott er að umgang- ast, fólki sem verð- ur vinir okkar. Steinunn var hrók- ur alls fagnaðar og tók þátt í öllum við- burðum þar til ský dró fyrir sólu. Það var sárt að meðtaka hvernig þessi kröft- uga, glaðlynda og einlæga kona smám saman hvarf frá okkur í áralöngum veikindum. Maður verður svo hjálparvana og lítill, eina sem maður getur gert er að sýna kærleika og væntum- þykju. Elsku Siggi, Berglind, Bryn- dís Kara og Stefán Ingi, við Garðar sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hrafnhildur Briem. Steinunn fyrrverandi mág- kona mín er látin eftir langvar- andi veikindi. Ég var svo lán- samur að kynnast Steinunni þegar hún og Valtýr bróðir minn fóru að draga sig saman á menntaskólaárunum á Akur- eyri. Þau giftu sig síðar og sett- ust að í Reykjavík. Sigurður sonur þeirra fæddist svo árið 1967, á sama ári og Gísli sonur okkar Eddu. Það jók á sam- skiptin, enda bjuggum við í sömu blokk um tíma. Steinunn var vel greind og með mikla þekkingu á sviði bók- mennta og íslenskra fræða. Þau voru ófá skiptin sem ég nýtti mér kunnáttu hennar í íslensku. Engar blaðagreinar eða önnur skrif á íslensku fóru úr mínum höndum án þess að hún hefði fyrst lesið yfir og leiðrétt. Ég hefði eflaust beðið hana að fara yfir íslenskuna í þessari grein líka ef þess hefði verið kostur. Þá var unun í því að sækja fjölskylduna heim. Steinunn alltaf jafn hress og það ískraði í henni kímnin. Steinunn og Val- týr slitu síðar samvistum. Síðar bjó Steinunn með Ein- ari Magnússyni fyrrverandi kennara og skólastjóra Mela- skóla. Þau tvö voru alla tíð í miklu uppáhaldi hjá foreldrum okkar Valtýs, Gyðu og Sigurði. Mamma Gyða var einstaklega dugleg að halda stórfjölskyld- unni saman og á hún mikinn heiður skilinn fyrir það. Í jóla- og Þrasaboðum hennar voru Steinunn og Einar hrókar alls fagnaðar. Steinunn gekk ekki heil til skógar síðustu ár ævi sinnar og dvaldi þá á hjúkrunarheimilinu Mörk. Í veikindum sínum naut hún áfram mikillar ástúðar og umhyggju Sigurðar sonar síns og konu hans Berglindar. Við sem eftir sitjum minn- umst Steinunnar með hlýhug. Við sendum Sigurði, Berglindi, börnum og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Jóhann Ág. Sigurðsson. Við Steinunn þekktumst lít- illega þegar ég réðst að Haga- skóla haustið 1969 en þá hafði hún starfað þar í tvö ár. Við vorum samstarfsmenn næstu 12 árin. Þegar Steinunn hóf nám í bókasafnsfræði greip Björn skólastjóri tækifærið og réð hana til starfa við að byggja upp bókasafn við skólann. Verk- efnið var metnaðarmál þeirra beggja og samvinna þeirra skil- aði safni sem varð fljótt þunga- miðja í skólastarfinu. Björn bar mikið traust til Steinunnar og í hans munni varð „verkahringur bókavarðar“ býsna umfangs- mikill. Skýrar reglur og hlýtt og glaðvært viðmót Steinunnar gerðu safnið að griðastað nem- enda bæði til náms og tóm- stunda. Hún var einnig óþreyt- andi að leiðbeina kennurum og nemendum við upplýsingaöflun. Skólinn var fjölmennur og fjöldi kennara á góðum aldri starfaði þar. Andinn var góður og líf og fjör bæði á vinnutíma og utan hans. Þarna þróaðist vinátta sem haldist hefur allt fram á þennan dag þótt hóp- urinn hafi dreifst í ýmsar áttir. Steinunn var glæsileg kona, skemmtileg, hláturmild og með smitandi húmor, en var ekki endilega allra. Við í vinahópn- um í Hagaskóla töluðum stund- um um „stórveldið“. Það var ekki illa meint. Mikill vinur vina sinna, gjafmild og hafði yndi af að veita vel. Þau Einar, seinni maður hennar, urðu heimilisvin- ir okkar Auðar í áratugi með reglulegum heimsóknum og samgangi. Hún er minnisstæð börnum okkar Auðar. Önnur dóttir okk- ar sagði: „Ég mun minnast Steinu sem þessarar stóru, sterku, glaðværu og háværu konu sem kom svo oft heim.“ Þau vitna ekki síst í skötuveisl- urnar hjá okkur þar sem Stein- unn, með ræturnar í Bolung- arvík, var í essinu sínu. En lífið er ekki endilega sanngjarnt. Steinunn fór ekki varhluta af áföllum í lífinu. Hún átti að baki tvö hjónabönd sem bæði slitnuðu. Það átti ekki vel við skapferli hennar en sýndi um leið stórmennsku hennar því hún lét særindi eða beiskju aldrei ná tökum á sér og hélt vinskap við báða eiginmenn sína og fjölskyldur þeirra eftir sem áður. Það var ógleymanlegt. Ár- ið 2001 fékk hún alvarlega heilablæðingu. Hún virtist ná sér af henni og komst aftur til vinnu í meira en áratug. Heila- blæðingin hafði þó greinilega haft áhrif sem komu í ljós síð- ustu árin. Hennar hamingja var svo sonurinn, hann Siggi, ljúfur drengur en grjótharður varn- armaður í KR. Það sópaði ekki síður að Steinu á leikjunum í Kaplaskjólinu en á bókasöfnun- um hennar. Ekki skemmdi þeg- ar hann náði sér í hana Berg- lindi og gaf henni tvö mannvænleg barnabörn. Síðustu árin átti hún í Mörk- inni þar sem afar vel var að henni hlúð. Þar leið henni vel og þrátt fyrir að minnisglöpin sæktu stíft að var hún alltaf glöð þegar gestir komu og kímnigáfan virtist endast betur en flest annað. Berglind tengdadóttir henn- ar og Bugga vinkona voru sér- staklega duglegar að sinna Steinunni síðustu árin og ekki síður Einar, seinni maður henn- ar, sem leit til hennar oft í viku uns veiran takmarkaði heim- sóknir. Við Auður og börnin okkar vottum Sigga og fjölskyldu hans og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúð. Haraldur Finnsson. Þegar hafist var handa við skipulag og byggingu núverandi húsakynna Verslunarskóla Ís- lands var ákveðið að þar skyldi vera gott bókasafn. Skólinn átti nokkurt magn bóka en engan starfsmann til að sinna sérstak- lega þeim málum og því blasti við að ráða þyrfti í það starf. Þegar nafn Steinunnar Stefáns- dóttur kom þar upp fannst öll- um sem til hennar þekktu að réttur maður væri fundinn og hugsanlegt væri að hún hefði áhuga á starfinu. Það varð úr og Steinunn tók að sér að skipuleggja bókasafn VÍ í nýju húsnæði skólans við Ofanleiti og reka það þegar skólinn flutti. Svo vel tókst Steinunni til við starf sitt að það vakti athygli jafnt innan sem utan veggja skólans og er óhætt að segja að fáir skólar hafi á þeim tíma boðið nemendum sín- um og kennurum betri aðstöðu. Steinunn var afar vinsæl meðal kennara og alls starfs- fólks og naut sérstakra vin- sælda meðal nemenda enda lagði hún mikla áherslu á að nemendur fengju sem flest af því sem gæti hjálpað þeim og þjónaði þeim með þeirri virðu- legu hlýju sem einkenndi hana og nemendur sóttu í. Steinunn var áhugasöm, vinnusöm og stjórnsöm um allt sem varðaði málefni skólans. Hún tók þátt í og leiddi margt nefndarstarfið sem ráðast þurfti í við uppbygg- ingu skólans við nýjar aðstæður og fórst það jafnan vel úr hendi. Hún tók jafnframt þátt í upp- byggingu háskólastarfs VÍ frá byrjun og allt þar til Háskólinn var klofinn frá og gerður að sjálfstæðri stofnun eða í meir en áratug. Steinunn varð fyrir alvarlegu áfalli skömmu eftir aldamótin og varð að vera fjarverandi um tíma meðan hún næði heilsu aft- ur. Við hin biðum þolinmóð eftir að okkar gamla Steinunn kæmi og allt yrði aftur eins og áður var. Steinunn kom aftur og starfaði mörg ár enn við skól- ann en heilsan leyfði aldrei fylli- lega að hún yrði aftur hin gamla Steinunn og það tók langan tíma að átta sig á því til fulls. Við hjónin áttum marga gleðistund með Steinunni og Einari manni hennar. Þau voru bæði hrókar alls fagnaðar þegar það átti við og Steinunn var vinaföst og rækti vináttu sína meðan hún hafði heilsu til á sinn sérstaka hátt sem ekki gleymist. Við erum þakklát fyrir að hafa mátt eiga Steinunni að vini sem við söknum sárt og sendum aðstandendum hennar hlýjar samúðarkveðjur. Inga Rósa og Þorvarður Elíasson. Elsku hjartans vinkona. Það er sárt að setjast nið- ur og skrifa grein um konu sem hafði svo endalaust mikið að gefa. Fjölskyldan var Lóu allt, þau Pálmi voru vakin og sofin yfir börnunum sínum fjórum, barnabörnum og tengdabörnum. Lóa elskaði fjölskylduna skil- yrðislaust, hún fylgdist vel með öllum hópnum sínum og var allt- af til staðar fyrir þau. Hún vildi vita hvað hvert og eitt þeirra var að bardúsa, hvernig þeim gengi og var samband hennar við þau til fyrirmyndar. Kynni okkar af Lóu ná langt aftur í tímann, allt frá 1985 þar sem við unnum saman í leikskól- anum Bæjarbóli og síðar á Hæð- Anna Lóa Marinósdóttir ✝ Anna Lóa Mar-inósdóttir fæddist 24. nóv- ember 1945. Hún lést 13. nóvember 2020. Útför Önnu Lóu fór fram 24. nóv- ember 2020. arbóli. Þetta voru skemmtilegir tímar, margt brallað, við ungar og karlarnir á besta aldri. Það hrannast upp minningabrot, minningar sem ekki gleymast eða verða teknar í burtu. Lóa var alltaf til í allt og hafði frumkvæði að alls konar skemmti- legum uppákomum. Það voru ófáar sumarbústaða- ferðirnar. Lóa var alltaf flottust og er okkur minnisstætt þegar við fórum eitt sinn í bústað, þemað var Moulin Rouge og hún var The Madam of the House. Hún stoppaði í sjoppu á leiðinni, fór inn í öllum skrúðanum og fannst það lítið mál. Einnig kem- ur upp í hugann gönguferð upp á Búrfell þar sem gengið var rösk- lega, allt til þess eins að geta áð á bakaleiðinni, borðað nesti og skálað í hvítvíni sem var búið að fela í gjótu. Árshátíðir starfs- manna Garðabæjar voru kapítuli út af fyrir sig, þá var öllu til tjaldað sem til var, farið í sitt fínasta púss og skemmt sér fram á nótt, öllum til ómældrar gleði. Þessi upptalning er bara brot af því sem við tókum okkur fyrir hendur, en alltaf var jafn gaman. Tónlist var Lóu í blóð borin, hún var í kór, söng eins og eng- ill, allt eftir eyranu. Þegar hún var spurð í hvaða gítarskóla hún hefði farið var svarið: „Engan, þoli ekki nótur, svo er líka best að læra í skóla lífsins.“ Alltaf með svörin á hreinu. Leikskólinn fékk að njóta hennar á þessu sviði og naut hún þess að spila og syngja með börnunum og kenna þeim nýja söngva. Ekki má gleyma öskudags- gleðinni í leikskólanum. Á hverju ári kom Lóa í nýju gervi og sló alltaf í gegn. Á þorrablótum í leikskólanum mætti hún alltaf í upphlut og glæsileikinn heillaði alla, börn og fullorðna. Við höfum haldið hópinn í öll þessi ár þó við færum sitt í hverja áttina og hist reglulega. Lóa var alltaf hrókur alls fagn- aðar á þeim stundum. Elsku Lóa okkar, við trúðum því og vonuðum að þú myndir vinna þessa baráttu, en reyndin var önnur. Við getum huggað okkur með því að nú taki annað við, eitthvað sem kemur á óvart. Við vitum að þú ert á góðum stað, ert frjáls og tekur á móti okkur fagnandi þegar við birtumst ein af ann- arri. Við vottum fjölskyldunni alla okkar samúð, söknuður þeirra er mikill, en mun mildast og góðar minningar taka yfir allt. Kæra vinkona, þakka þér fyr- ir að vera svona yndisleg alla tíð, guð geymi þig og góða nótt, þín verður sárt saknað. Fyrir hönd Hæðarbólsgella, Ágústa Kristmundsdóttir og Ósk Fossdal. Valdís mín, Lóa hér … svona byrjuðu alltaf samtölin þegar þú hringdir, mig langar að minnast elskulegrar tengdamóður minn- ar með auðmýkt og þakklæti í þeim söknuði sem nístir hjartað. Þegar við hittumst í fyrsta sinn fyrir 33 árum þegar við Siggi þinn fórum að stinga sam- an nefjum var mér frá fyrsta degi tekið opnum örmum. Það var alveg ljóst að ég hafði svo sannarlega dottið í tengda- mömmulukkupottinn, lífsgleðin, dansinn og hláturinn mun lifa með okkur. Barnabörnin fóru að birtast eitt af öðru en aðra eins ömmu er vart hægt að finna, þú vildir alltaf koma fyrst í heimsókn upp á spítala og sjá gullmolana þína eins nýja og hægt var til að sjá hverjum þeir nú líktust. Svo þegar heim var komið varst þú búin setja upp vögguna og gera allt klárt fyrir litlu ungana þína en það var bara hefðin þín að þú vildir nostra við það strauja og gera allt tilbúið. Þú varst svo stór partur af lífi okkar, alltaf boðin og búin að passa fyrir okkur og tókst ekki annað í mál en að fara með alla strákana okkar sjálf á fyrstu sundnámskeiðin sín og ansi oft að kaupa eitthvað fallegt handa þeim þegar þeir fengu að verja gæðastund með ömmu sinni. Þú lifðir fyrir drengina mína og þegar þú leist í augu þeirra sá ég þá mestu og fallegustu ást sem til er og þú varst alltaf svo stolt af þeim. Allar veislurnar sem við erum búin að fá að halda í Holtsbúð- inni eru svo dýrmætar, skírnir, afmælis- og útskriftarveislur og alltaf varst þú búin að græja allt helst deginum áður, leggja á borð, blómaskreyta svo fallega og baka ef með þurfti og langar mig að minnast á Rice krispy- turninn sem var svo dásamlega skreyttur í samræmi við það til- efni sem verið var að halda upp á heima í Holtsbúð. Ef úti var sól og sumarilmur þá hringdir þú í mig og spurðir hvort ég ætlaði ekki örugglega að koma í garðinn en þar varst þú í essinu þínu liggjandi eða sitjandi í sólinni með eitthvað svalandi upp á að bjóða og iðu- lega búin að fara í pottinn og tana aðeins, búin að taka allt sumardótið út fyrir börnin eða búin að ákveða að senda þau í pottinn svo við gætum nú örugg- lega bara setið í sólinni og spjall- að. Mér er svo minnisstætt þegar ég fór með þér að velja mót- orhjólagallann en þú vissir sko alveg hvað þú vildir, en því mið- ur var draumagallinn ekki til í þinni stærð en þú lést þig samt hafa það að taka númeri minna enda alltaf svo grönn og flott. Þú elskaðir að vera á mótorhjólinu með riddaranum þínum honum Pálma svo örugg og algjörlega skorðuð í leðursætinu á Goldw- ing-hjólinu ykkar þar sem þið þeystust austur, vestur og allt um kring en það fannst þér gam- an, en þú hafðir á orði að Pálmi hefði í raun aldrei farið nógu hratt og því ekkert skrítið að þú hefðir verið kölluð amma spítt … Svo er það stelpuferðin sem er svo minnisstæð með þér til Krítar, þvílík ferð, þar nutum við okkar í botn og sleiktum sólina, hlógum bara alla ferðina og þú hafðir á orði að þú vissir ekki að við værum svona skemmtilegar, en við vorum staðráðnar í að þessa ferð ætluðum við að end- urtaka en því miður náðum við því ekki og það er svo sárt að hafa ekki fengið meiri tíma með þér. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig á mínum erfiðu tímum í minni sorg en þú gerðir allt til að koma mér í gegnum það og hafðir svo miklar áhyggj- ur af mér en þannig varst þú bara, máttir ekkert aumt sjá en það var svo gott að koma til þín og fá hreinlega bara að vera, sem gaf mér svo mikla huggun á mínum erfiðu tímum. Þú varst svo spennt fyrir nýja húsinu okkar, skildir ekki hvað ég væri róleg, sagðir að ef þetta hefði verið þú þá værir þú sko löngu flutt, enda var það síðasta sem þú spurðir mig hvenær við ætluðum að flytja. Elsku tengdamamma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og mun ég gæta drengj- anna þinna sem voru þér svo kærir. Megi Guð geyma þig. Þín tengdadóttir, Valdís. Okkar kæri SIGURGEIR HÖSKULDSSON, Selfossi II, Selfossi, andaðist að kvöldi sunnudagsins 22. nóvember á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður, Arna Viktoría og Valdís Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.