Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020
Samkvæmt upplýsingum frá
Vinnumálastofnun eru um 20 þúsund
manns atvinnulausir í almenna bóta-
kerfinu og þar af eru um 36% í ferða-
þjónustu, eða um 7.400 manns. Þá
eru um 4.800 í skertu starfshlutfalli
og um helmingurinn í ferðaþjónustu.
„Nú þegar von er á að viðspyrna sé í
sjónmáli verða aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar að miða að því að fyrirtæki í
ferðaþjónustu verði í stakk búin til
að taka á móti erlendum gestum af
miklum myndarskap,“ segir Vilborg.
Gæti skapað hundruð starfa
Fyrirtækið Airport Associates
þjónustar mörg af þeim flugfélögum
sem fljúga til Keflavíkurflugvallar.
Félagið hefur fylgt vexti ferðaþjón-
ustunnar en mest störfuðu um 700
manns hjá félaginu 2018.
Sigþór Kristinn Skúlason, for-
stjóri félagsins, segir umsvif félags-
ins ráðast af áætlunum flugfélag-
anna sem það þjónustar.
„Tíðindin af bóluefnum gefa tilefni
til bjartsýni. Ég er til dæmis ekki
sammála greiningu Seðlabankans
um ferðasumarið 2021. Ég held að
með útbreiddri bólusetningu fyrir
næsta sumar verði mun meiri áhugi
á Íslandi en Seðlabankinn spáir,“
segir Sigþór Kristinn sem áætlar að
félagið kunni að ráða 150-400 starfs-
menn á næsta ári en um 100 manns
starfa nú hjá félaginu.
Spá fjölgun með vorinu
Fjöldi erlendra ferðamanna um Keflavík 2019-2020 og spá fyrir 2021
Þúsundir ferðamanna 2021 sem hlutfall af 2019
2019 2020 Spá SAF um fjölda árið 2021
Fjöldi árið 2021 sem hlutfall af fjölda 2019
Heimild: Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)
7 7 9 12
25
58
93
126 110
130
105 100
121
133
80
1 1 6
46
64
10 6 5 5
139
149
170
120 126
195
231
252
184
163
131 125
80%
10%
5%
50%
250
200
150
100
50
0
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
100%
80%
60%
40%
20%
0%
Samkvæmt áætlun SAF koma 12 þúsund erlendir ferðamenn hingað í apríl
Það yrði 10% af fjöldanum í apríl 2019 Hlutfallið hækki svo í 80% í desember
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þróun bóluefna gegn kórónuveir-
unni hefur glætt vonir ferðaþjónust-
unnar um hægan bata á næsta ári.
Ef nýjustu sviðsmyndir ganga eftir
gæti greinin tekið við sér á öðrum
fjórðungi næsta árs.
Vilborg Helga Júlíusdóttir, hag-
fræðingur Samtaka ferðaþjónust-
unnar (SAF), gerir ráð fyrir að hing-
að komi 476 þúsund erlendir
ferðamenn í ár, eða ríflega fjórfalt
færri en árið 2019. Þá megi gera ráð
fyrir að tekjur af útfluttri vöru og
þjónustu verði um þúsund milljarðar
í ár – eða um 390 milljörðum króna
lægri en í fyrra – þar vegi þyngst
lægri tekjur í ferðaþjónustu.
Slengt aftur um 10-12 ár
„Nær algert stopp í flug- og ferða-
þjónustu landsins gerir það að verk-
um að vægi greinarinnar í heildar-
útflutningstekjum ársins verður á
bilinu 12-13%, sem er viðlíka og það
var fyrir hrun,“ segir Vilborg um
gjaldeyristekjur greinarinnar í ár.
Hún tekur fram að óvissan sé enn
mikil en að góðar fregnir um þróun
þriggja bóluefna veki vonir um að
ferðamennska í heiminum taki við
sér fyrr en síðar. Beðið er samþykkis
yfirvalda á notkun bólefnis hjá Pfiz-
er, Moderna og AstraZeneca en
áformað er að hefja bólusetningu í
desember, þ.m.t. í Bandaríkjunum,
stærsta markaði ferðaþjónustunnar.
Afléttingin jákvæð tíðindi
Vilborg segir það einnig jákvæð
tíðindi að evrópsk og bandarísk flug-
málayfirvöld hafi aflétt flugbanni á
Boeing Max 737-vélunum sem létti
róður Icelandair út úr þeirri óvissu
sem ríkt hefur.
Áætlun Vilborgar um fjölda ferða-
manna er í takt við spá Seðlabank-
ans í nýjum Peningamálum en þar er
áætlað að hingað komi 750 þúsund
erlendir ferðamenn á næsta ári og
um 1,5 milljónir farþega árið 2022.
„Það má gera ráð fyrir að erlend-
um ferðamönnum fari að fjölga í apr-
íl og verði þá 10% af fjöldanum í apríl
2019. Svo fer hlutfallið stighækkandi
út árið og verður vonandi komið í um
80% í desember miðað við sömu
mánuði árið 2019,“ segir Vilborg sem
áætlar aðspurð að ferðamennirnir
verði orðnir álíka margir í ársbyrjun
2022 og þeir voru í byrjun árs 2019.
Til upprifjunar fór WOW air í þrot
28. mars 2019.
Gæti sett áætlanir úr skorðum
Vilborg ítrekar að mikil óvissa sé
um framhaldið. Það geti vel komið
bakslag sem setji áætlanir úr skorð-
um. Þá segi fjöldi ferðamanna ekki
alla söguna heldur sá virðisauki og
þau framleiðsluverðmæti sem verði
til af þjónustu við hina erlendu gesti.
Hún bendir á að í því samhengi
skipti mestu að það fari að draga
markvert úr atvinnuleysi hér á landi.
Morgunblaðið/Eggert
Beðið eftir flugi Farþegar ganga
um borð á Keflavíkurflugvelli.
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
26. nóvember 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 135.6
Sterlingspund 180.77
Kanadadalur 103.77
Dönsk króna 21.619
Norsk króna 15.069
Sænsk króna 15.768
Svissn. franki 148.53
Japanskt jen 1.297
SDR 193.13
Evra 160.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 194.8392
Hrávöruverð
Gull 1818.1 ($/únsa)
Ál 1969.5 ($/tonn) LME
Hráolía 45.9 ($/fatið) Brent
Kristófer Oliversson, formaður
Fyrirtækja í hótel- og gistiþjón-
ustu (FHG), segir bókanir fyrir
næsta sumar 20-30% af því
sem gerist í eðlilegu árferði á
þessum tíma ársins.
Áhuginn á Íslandsferðum hafi
markvert aukist eftir að greint
var frá árangri við þróun bólu-
efna gegn kórónuveirunni.
„Það er greinilega meiri
bjartsýni en við köllum alltaf á
aukinn fyrirsjáanleika,“ segir
Kristófer um stöðuna.
Hann segir það mundu muna
miklu ef stjórnvöld gæfu út dag-
setningu um hvenær slakað
verður á sóttvörnum.
„Við gætum verið að selja
meira þessa dagana ef við gæt-
um lofað dagsetningum. Eftir
því sem nær dregur sumrinu
minnka möguleikarnir og verðið
lækkar. Það munar um hverja
viku,“ segir Kristófer og bendir
á að bólusetning eigi að hefjast
í Bandaríkjunum í desember.
Bókunum
fjölgar á ný
ÁHRIF BÓLUEFNA Á HÓTEL
Stjórnir Kviku banka, TM og Lyk-
ils fjármögnunar (sem er í eigu
TM) hafa ákveðið að sameina fé-
lögin. Er það gert í kjölfar ítar-
legra viðræðna sem staðið hafa yf-
ir undanfarnar vikur. Samkvæmt
samrunasamningi mun TM færa
vátryggingastarfsemi sína í dótt-
urfélag, TM tryggingar, og í kjöl-
farið verður ráðist í þríhliða sam-
runa félaganna þriggja. TM
tryggingar verða í kjölfarið
dótturfélag sameinaðs félags.
Samkvæmt samningnum munu
hluthafar TM fá sem endurgjald
fyrir hluti sína ríflega 2,5 millj-
arða hluta í Kviku sem greitt
verður fyrir með úgáfu nýs hluta-
fjár. Í dag er fjöldi útgefinna
hluta í Kviku ríflega 2,1 milljarður
og því munu hluthafar TM fá um
54,4% útgefins hlutafjár í félaginu
í sínar hendur. Fyrirvari er
reyndar settur við að Kvika kunni
vegna núverandi samnings-
skuldbindinga að gefa út nýtt
hlutafé fram að afhendingardegi
sem kunni að breyta hlutfallinu
eitthvað.
Samruninn er háður samþykki
FME og Samkeppniseftirlitsins.
Verði hann að veruleika verður
Marinó Örn Tryggvason, núver-
andi forstjóri Kviku, forstjóri sam-
einaðs félags og Sigurður Við-
arsson, forstjóri TM, verður
forstjóri TM trygginga. Þá verður
Ragnar Páll Dyer framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs og Ólöf Jóns-
dóttir, sem nú er framkvæmda-
stjóri Lykils, verður framkvæmda-
stjóri rekstrar- og þróunarsviðs
sameinaðs félags.
Mikil kostnaðarsamlegð
Stjórnir félaganna telja að árleg
kostnaðarsamlegð, án viðskipta-
og einskiptiskostnaðar af samrun-
anum, geti numið 1.200-1.500
milljónum. Þannig verði hún 500-
600 milljónir á næsta ári en
einskiptiskostnaður 250-300 millj-
ónir, árið 2022 verði samlegðar-
áhrifin 1.000-1.100 milljónir en
einskiptiskostnaður 50-100 millj-
ónir og að eftir það verði samlegð-
aráhrifin að fullu komin fram.
Kvika, TM
og Lykill í
eina sæng
Hluthafar TM með
meirihluta í félaginu
Allt um
sjávarútveg