Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 ✝ Sveindís Egg-ertsdóttir, öðru nafni Dease Chara- is, fæddist í Reykja- vík 29. júní 1940. Hún lést í Forest Lake í Minnesota 14. nóvember 2020. Kynforeldrar henn- ar voru hjónin Helga Ágústa Hall- dórsdóttir, f. 1909, d. 1994, og Eggert Sveinsson, f. 1905, d. 1994. Al- systkini Sveindísar eru: Halldór, f. 1931, Sigurður, f. 1933, Guðný Anna, f. 1934, Salóme Ósk, f. 1935, d. 2013, og Ásgeir Valur, f. 1942, d. 2015. Hálfsystkini Sveindísar í föðurætt eru: Egg- ert, f. 1950, d. 2017, Ómar, f. 1951, Kristín, f. 1952, d. 2007, og Sveinn, f. 1954, d. 2005. Uppeld- isbróðir Sveindísar er G. Þor- steinn Veturliðason, f. 1949. Sveindísi var út- vegað fósturheimili vorið 1943 á Þúfu í Kjós hjá hjónunum Guðrúnu Bjarna- dóttur og Jóni Bjarnasyni. Þegar Guðrún dó árið 1952 tók dóttir þeirra, Ásta, við og varð „mamma“ hennar upp frá því. Sveindís giftist árið 1964 John. N. Charais og þeirra heimili hefur alla tíð ver- ið í Minnesota. Börn þeirra eru Cathy Asta Charchedi og Nick Charais og eiga þau allnokkur börn og barnabörn. Á löngu æviskeiði vann Sveindís margvísleg störf hér- lendis en erlendis voru þau hjón- in með eigin fasteignasölu. Útför hennar fór fram í For- est Lake í Minnesota. Kæru vinir. Það er mér þungbært að skrifa þessi orð en ég veit að mjög margir elskuðu líka mömmu mína. Gleðjumst saman því hún er nú komin til Guðs og laus við allar kvalir. Dease Charais (Sveindís) yfir- gaf á sinn friðsæla hátt jarðvist sína 14. október og hefur nú sam- einast Drottni sínum. – Hún var elskuð eiginkona, móðir, amma, langamma, systir og kær safnað- arsystir í trúnni. – Kærleika hennar til Jesú sýndi hún með ástríki og umhyggju og hreif með sér alla þá sem hana þekktu. – Það skipti ekki máli hvort hún hafði þekkt viðkomandi í 5 mín- útur eða 50 ár; hún miðlaði af ást sinni, trú og kærleika – allir voru henni kærir. Dease fæddist í Reykjavík 29. júní 1940 – varð stoltur banda- rískur ríkisborgari um 1960 og bjó alla tíð í Minnesota – það var henni mikils virði. – Hún var meðlimur í Linwood Covenant Church og það sam- félag var henni mjög mikils virði. – Uppáhaldstímar hennar voru samvera og tilbeiðsla á sunnu- dagsmorgnum og líka samlestur biblíufræða með tryggum vin- konum nokkrum sinnum í viku. – Hún gaf sér líka tíma til að heim- sækja þá sem áttu ekki heiman- gengt, rabbaði við þá og sat hjá þeim og deildi með þeim Guðs- orði. Fjölskylda hennar er eigin- maðurinn John, dóttirin Cathy Zarchedi gift Joe, sonurinn Nick kvæntur Amy, barnabörnin Zachary, Travis Tayler gift Ni- cole, barna- barna –börnin Car- son og Huntleigh. – Einnig á Dease fjölmörg systkini, frænkur og frændur um allan heim. Kveðjuathöfn var 23. nóvem- ber í Linwood Convenant Church í Minnesota. Cathy Asta Carcedi Elsku systir mín. Þú komst til okkar á Þúfu vorið 1943. Amma og afi tóku þig í fóstur en þú hafð- ir fram að því upplifað mikla erf- iðleika með foreldrum þínum. Þú fæddist 29. júní 1940 en varst ekki skírð fyrr en 11. maí 1941 – mikil örlagasaga sem verður allt- af óskráð. Afi og amma veittu þér alla sína foreldraást eins og þú værir þeirra eigið barn. Á heimilinu voru þá líka Bjarni, Mundi og Ásta, sem varð seinna „mamma“ þín þegar amma dó árið 1952. Þú varst skemmtileg og fjörug lítil stelpa og heillaðir alla sem kynntust þér. Lífsgleði, leikur, stríðni og endalaus forvitni að læra allt sem aðrir gátu kennt þér voru þín einkenni og þannig var þér lýst og þér fylgdi gleði og fögnuður hvar sem þú fórst. Þú lékst þér með dúkkur, safnaðir leikaramyndum, servíettum, lærðir að lesa hjá Ástu mömmu og last örugglega allar stelpu- bækur sem gefnar voru út á Ís- landi. Hún kenndi þér að sauma dúkkuföt, hekla og prjóna og þú varst líka dugleg að hjálpa til við sveitastörfin. Ég kom sem fósturbarn á Þúfu þegar þú varst rúmlega 11 ára gömul. Þá varstu búin að vera „litla prinsessan“ á bænum í rúm átta ár, vissir allt og kunnir allt og lífið var dásamlegt. Það að eignast bróður var svolítið erfitt til að byrja með. Litli bróðir átti ekki að eiga sömu mömmu og þú, ekki að fá að sofa þegar þú vaktir og varst að leika þér, hann átti ekki heldur neitt í tíkinni Freyju og kisunum á Þúfu! Samt fórstu fljótlega að passa mig, kenndir mér alls konar leiki, leiddir mig svo ég dytti ekki, hjálpaðir mér að borða – ég fékk líka að skoða inn í „dularfulla læsta skápinn“ sem þú áttir og var í stóra leik- herberginu okkar. Þú kenndir mér að leika með fylgihlutina sem voru með prjónavélinni hennar mömmu og varst óþreyt- andi að fylgja mér úti á þríhjólinu mínu. Ég fylgdist með þér þegar þú lærðir að raka saman hey en þar stjórnaðir þú hesti sem dró rakstrarvélina, einnig vissi ég þegar Bjarni gafst alveg gjör- samlega upp á því að kenna þér á traktor en þú áttir eitthvað erfitt með að læra að stýra og ekki var traktorinn sjálfskiptur. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa öllum. Mundi, móðurbróðir okkar, var okkar leikfélagi og mikið hafði hann gaman af að stríða þér og klípa pínulítið. Þú kallaðir hann stundum „Mundi klípa“. Allir krakkarnir sem voru hjá okkur á sumrin voru okkar leikfélagar og eilífðarvinir, þau voru líklega 20- 25 en samt ekki öll á sama tíma. Þú stækkaðir, fermdist og varðst ennþá fallegri stelpa, allir strákarnir í sveitinni voru örugg- lega smávegis skotnir í þér. Þú tókst þátt í leiksýningum, fórst á dansleiki og sýndir öllum hvað þú varst flink að dansa „rokk og ról“ og alla aðra dansa. Þú fórst einn vetur á húsmæðraskóla, fórst að vinna sem vinnukona á einka- heimilum, þjónustustúlka á veit- ingahúsum, afgreiðslustúlka á leigubílastöð – alltaf eitthvað að vinna bæði þegar þú varst heima og líka þegar þú varst farin að heiman. Ennþá eru 80-90 ára „strákar úr Kjósinni“ að spyrja um þig, hvar þú hafir verið síð- ustu 60 árin. Þeir hafa rifjað upp hvað var gaman að sjá þig sýna hvernig á að dansa „rokk og ról“ eins og atvinnumaður og aðra dansa kunnir þú líka og hefðir örugglega getað orðið góður danskennari. Alltaf var fjör og gleði þar sem þú varst. Svo fórstu til BNA árið 1960, eignaðist dásamlega vini, eigin- mann og yndislega fjölskyldu. Aldrei gleymdir þú okkur, fólk- inu þínu, hér á Íslandi, komst oft í heimsókn, fyrst með Donnu, vin- konu þinni, sýndir okkur dóttur þína Cathy Ástu og manninn þinn hann Jack, og síðar meir kom sonurinn Nick með. Við fengum að fylgjast vel með fjölskyldunni og það var okkur mjög mikils virði. Þú áttir sjálf níu systkini og reyndir að fylgjast með þeim öll- um eins og hægt var. Samt sagðir þú alltaf að ég væri eini alvöru- bróðir þinn og þú hefur líka alltaf verið eina alvörusystir mín þótt ég eigi 11 hálfsystkini. Við eigum margar góðar minningar sem við geymum hjá okkur, þær minn- ingar eru kærleiksríkar og okkur þykir vænt um þær. Þú átt dásamlega fjölskyldu sem elskar þig og hefur umvafið þig ótak- markaðri ást og kærleika. Ég veit að þú varst hamingjusöm og sátt við þann tíma sem þú fékkst hér á jörð. Þegar við hverfum á braut úr líkama okkar tekur eilífðin við – við sameinumst þeim sem við þekktum áður og munum von- andi njóta þess langa friðar sem öllum er boðaður. Ég elska þig, Sveindís, systir mín, svo er og verður um alla ei- lífð. G. Þorsteinn Vetur- liðason (Steini bróðir). Sveindís Eggertsdóttir Góður vinur, Sverrir Axelsson, er látinn. Ég kynnist Sverri í Vatnaskógi er við nokkrir unglingar úr Keflavík hófum að venja komur okkar í vinnuflokka á staðnum. Við vorum fjörugir og fyrirferð- armiklir, en Sverrir bar virðingu fyrir þessum guttum sem voru til í flest verkefni. Það kunni hann vel að meta og stóð ávallt með okkur. Nærvera og framkoma Sverris varð til þess að flestir þessara ungu manna festu rætur í starfinu í Vatnaskógi. Bæði sem starfsmenn, velunnarar og síðar sumir hverjir sem stjórnarmenn í stjórn Vatnaskógar. Einn vinnuflokkurinn er mér sérlega minnisstæður, að vetrar- lagi fyrir mörgum árum, verkefn- ið var nokkuð flókið, að endur- nýja vatnsból staðarins. Lagði hópur sjálfboðaliða af stað snemma á laugardagsmorgni og notaðar voru gröfur og fleiri verkfæri frá velunnurum úr Sverrir Ingi Axelsson ✝ Sverrir IngiAxelsson fædd- ist 25. október 1927. Hann lést 8. nóvember 2020. Útför hans fór fram 25. nóvember 2020. sveitinni. Unnið var fram á kvöld og alla nóttina, Sverrir stýrði vinnunni og Ása sá til þess að mannskapurinn yrði ekki svangur. Ný öflug vatnsveita var komin í Vatnaskóg og dugar vel enn í dag enda var fram- kvæmt til framtíðar, það var Sverrir. Sverrir bar umhyggju fyrir samferðafólki sínu og var dugleg- ur að inna menn frétta af vinum og kunningjum. Sverrir var einn af þessum mönnum sem gera lífið betra fyrir þá sem í kringum þá eru, ég var einn þeirra sem fengu að njóta þess. Guð blessi minn- ingu um góðan mann. Ársæll Aðalbergsson. Fáir hafa verið mér kærari en Sverrir Axelsson. Hann var sannkallaður sómamaður. Reyndar er fyrsta minning mín af honum í Vatnaskógi þar sem hann talar hátt og hratt eins og hann sé að rífast og skammast út í eitthvað. En eins og svo oft í líf- inu opnast ný sýn á fólk við aukin kynni. Ástæða þess að hann tal- aði hratt og ákveðið var að hann vildi koma hlutum í verk – og það stúdentsveislunni minni, Sverrir og Ása í brúðkaupinu okkar Önnu, Sverrir glaðhlakkalegur í kaffi heima hjá okkur, Sverrir heilsar mér fagnandi á AD-fundi og þannig má lengi telja. Í gegnum árin ræddum við margt og voru þjóðmálin honum hugstæð, ásamt málefnum KFUM og KFUK að sjálfsögðu. En hann hafði óbilandi áhuga á svo mörgu. Áhuga á lífinu, fjöl- skyldunni, vinunum og kristilegu starfi. Þessi áhugi hélt honum gangandi þegar ellin fór að sækja að. Hann átti einlæga trú á Jesú Krist og óttaðist ekki dauðann. Nú er Sverrir farinn „heim“ eins og hann kallaði það. Guð blessi minningu hans. Guðmundur Jóhannsson. Sannur listamaður Hann talaði ekki oft, en sagði þeim mun meira. Var ekki endilega margmáll og þurfti ekki alltaf að eiga síðasta orðið. En hann ræktaði með sér þá gefandi list að hlusta og sjá með hjartanu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Sverrir Axelsson var þjóð- sagnapersóna í augum okkar sem unnum æskulýðsmiðstöð KFUM í Vatnaskógi. Sverrir var oftar en ekki svo áratugum skipti mættur í Vatnaskóg um helgar og svo miklu oftar til að gera og græja. Moka skurði, koma rafmagns- dælunni af stað, sjá til þess að vatnið kæmist sína leið, moka upp úr rotþrónni, tengja pípu- lagnir, krana og rör og bara nefndu það. Allt í sjálfboðavinnu. Líkt og Ólafur sonur hans sem hefur nú verið formaður stjórnar Vatnaskógar í yfir 20 ár. Algjör- lega magnaðir feðgar. Til eru margar skemmtilegar sögur af Sverri í vinnuflokkum í Vatnaskógi í gegnum tíðina þar sem hann skólaði ungu mennina til og reyndi að kenna þeim til verka. Ég SÞ var svo lánsamur að kynnast Ólafi syni hans snemma ævinnar og var fastagestur á heimili Sverris og Ásu á ung- lingsárunum og var ávallt vel tekið. Ég var spurður út úr og Sverrir sagði sögur á meðan við gæddum okkur á slátri, kleinum eða jólakökum. Sverrir var sigld- ur mjög, hafsjór fróðleiks, víð- sýnn og umburðarlyndur þótt hann hefði sínar skoðanir og gæti vissulega verið fastur fyrir. Sverrir var ekki endilega einn af þeim sem klifra reglulega upp í ræðustóla og var þannig lagað kannski ekki endilega margmáll en hann lét verkin tala og sagði þeim mun meira. Alltaf var hann jafn áhuga- samur um hagi okkar hjóna. Spurði um heilsufar og líðan. Þakkaði fyrir skrif SÞ í Morg- unblaðið, fundarstjórn á aðal- fundum Skógarmanna og margt fleira. Einnig fyrir einsöng LG við ýmis tækifæri, m.a. á stórum stundum í hans lífi. Auk stjórn- unar LG á Karlakór KFUM sem hann var reyndar búinn að óska eftir að syngi við útför hans en svo verður ekki vegna ástandsins nú sem reyndar varð til þess að hann varð að segja skilið við jarð- vist sína á Landakoti á dögunum. Alltaf var hann jafn uppörv- andi og þakklátur og átti það til að komast við þegar hann þakk- aði eitthvað sem honum líkaði, þótti vel gert og snart hann. Hann valdi að sjá og hlusta með hjartanu. Sverrir var einlægur trúmað- ur og lifði lífi sínu í einlægri bæn til Guðs, í Jesú nafni. Enda þakk- aði hann honum allt sitt líf og lán því hann hafði sem ungur maður orðið snortinn af gæsku Guðs og fyrirheitum enda fól hann sig og sína daglega og öllum stundum frelsara sínum, Jesú Kristi. Við hjónin þökkum Sverri Ax- elssyni fyrir að lita og auðga til- veru okkar á þessari jörð og biðj- um algóðan Guð, höfund og fullkomnara lífsins sem hann lifði fyrir að blessa góða og fallega minningu hans sem við vitum að á eftir að vera mjög eftirminnileg enda verður áfram vitnað í Sverri og aðkomu hans að svo mörgu og sagðar sögur sem tengjast honum. Börnum hans, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnum sem og öðrum sem hann unni heitast sendum við okkar einlægustu samúðar- og kærleik- skveðjur. – Lifi lífið! Sigurbjörn Þorkelsson og Laufey Geirlaugsdóttir. auðnaðist honum, á langri og far- sælli ævi. Sem unglingur fór ég reglu- lega í vinnuflokka í Vatnaskógi um helgar og oft með Sverri. Hann undirbjó vinnuflokkana af mikilli kostgæfni, oft með dyggri aðstoð Ásu sinnar, og nýtti mörg kvöld í undirbúninginn, gjarnan í bílskúrnum sínum í Fossvogin- um. Var stundum gantast með að bílskúrinn væri aðalstöðvar Vatnaskógar í Reykjavík. Þegar upp í Skóg var komið var búið að undirbúa allt og menn gengu ein- beittir til verks með þau verkfæri sem þurfti og afköstin voru ótrú- leg. Sverrir á stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Vatnaskógi á síðustu ára- tugum en ekki er síðra framlag hans til þess að halda við innvið- um á staðnum. Sverrir hafði ein- stakt verksvit, var framsýnn og hamhleypa til verka. KFUM og KFUK og sumarbúðirnar fengu að njóta þess. Hann gegndi lyk- ilhlutverki við byggingu nýrra aðalstöðva KFUM og KFUK á Holtavegi. Ekki er að undra að hann hafi verið gerður að heið- ursfélaga KFUM og KFUK. Með okkur Sverri tókst mikil persónuleg vinátta, þrátt fyrir talsverðan aldursmun. Þegar ég lít til baka koma upp í hugann margar myndir: Sverrir ofan í skurði í Vatnaskógi með pottlok- ið á höfðinu að stjórna fráveitu- framkvæmdum, Sverrir með tvistinn á lofti í Hitaveitu Reykjavíkur en þar útvegaði hann mér sumarvinnu, Sverrir í Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma, UNNUR HJARTARDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi mánudaginn 9. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. nóvember klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir. Útförinni verður streymt á sonik.is/unnur Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Brákarhlíðar fyrir kærleiksríka umönnun. Dídí Jóhannsdóttir Ólöf Jóhannsdóttir Hjörtur Jóhannsson Matthildur Guðnadóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGVALDUR RÖGNVALDSSON, Ásbraut 21, Kópavogi, lést þriðjudaginn 17. nóvember á Landakoti. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fjölskyldan vill þakka starfsfólki Landspítalans fyrir góða og hlýja umönnun. Hafdís Gústafsdóttir Þóra Ingvaldsdóttir Pétur Kristjánsson Haukur Ingvaldsson Henny Kartika Sary Sigrún Hallsdóttir Barði Ingvaldsson Valgerður Ragnarsdóttir Sigurður Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, TÓMAS ELLERT ÓSKARSSON endurskoðandi, frá Sandeyri við Ísafjarðardjúp, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn 16. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. nóvember klukkan 11, að nánustu ættingjum viðstöddum. Athöfninni verður streymt á netinu á https://youtu.be/bHHyPY50zyY Elízabet Guðný Tómasdóttir Lúðvík Karl Tómasson Kristín Guðmundsdóttir Tómas Ellert Tómasson Dýrleif Júlía Guðlaugsdóttir Ragnheiður Óskarsdóttir Þórir H. Óskarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.