Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS ÍSLENSK HÖNNUN Í JÓLAPAKKANN! Garðveisla thermobolli rauður – verð 3.990,- synir stýra. Með þeim hópi höfum við tekið þátt með vinum okkar í ýmsum fjallaævintýrum, en árið 2018 stóðum við á tindi Kilimanjaro í 5.895 metra hæð.“ Ingólfur og Árný Inga hafa gam- an af því að ferðast og fara um há- lendi Íslands. „Þegar færi gefst skellum við okkur í leikhús, bæði hér heima og erlendis, og danssýn- ingar verða þá oftar en ekki fyrir valinu.“ Fjölskylda Eiginkona Ingólfs er Árný Inga Pálsdóttir, f. 27.6. 1956, skólastjóri. Foreldrar hennar eru Páll Jónsson, f. 16.1. 1936, og Bergný Hjörleifs- dóttir, f. 8.1. 1935. Ingólfur var áður giftur Björgu Valdimarsdóttur, f. 19.11. 1953, flugfreyju. Börn Ingólfs eru: 1) Sigríður Ing- ólfsdóttir, f. 29.1. 1973 (með Björgu Valdimarsdóttur); 2) Halla Steinunn Stefánsdóttir, f. 16.9. 1975; 3) Hrafn Stefánsson, f. 25.5. 1982 (móðir Árný Inga); 4) Birkir Blær Ingólfs- son, f. 14.1. 1989 (móðir Bjarnveig Guðbjörnsdóttir); 5) Ingólfur Páll Ingólfsson, f. 11.2. 1992 (móðir Árný Inga). Barnabörnin eru orðin fjög- ur: Ingi Þór Ómarsson, f. 18.11. 1997, og Magdalena Ósk Að- albjörnsdóttir, f. 4.6. 2012, móðir Sigríður Ingólfsdóttir en maki hennar er Aðalbjörn Sigurðsson, f. 18.5. 1972. Bjarki Hrafnsson, f. 5.10. 2013, og Vera Hrafnsdóttir, f. 25.1. 2017, en þau eru börn Hrafns Stef- ánssonar og Rakelar Sveinsdóttur. Systkini Ingólfs eru Margrét, f. 6.11. 1949; Örn Bragi, f. 21.12. 1952, og Baldur, f. 16.12. 1957. Foreldrar Ingólfs eru Sigurður Aðalsteinsson, f. 14.10. 1927, d. 9.6. 2016, málarameistari og Sigríður G.Ó. Ingólfsdóttir, f. 17.11. 1928, húsmóðir í Reykjavík. Ingólfur Björn Sigurðsson Sigríður María Sigurðardóttir húsfreyja á Hrafnsnesi og var á Gvendarnesi Magnús Guðmundsson bóndi á Hafnarnesi, S.-Múl. og Bæjarstæði í Stöðvarfirði Guðný Margrét Magnúsdóttir verkakona áAkureyri Ingólfur Árnason verkamaður áAkureyri Sigríður G.Ó. Ingólfsdóttir húsmóðir í Reykjavík Guðrún Jónsdóttir húsmóðir íAuðbrekku í Hörgárdal Árni Jónatansson bóndi íAuðbrekku í Hörgárdal Ingiríður Einarsdóttir var í Reykjavík 1910 Vigfús Ólafsson bóndi á Suður-Reykjum í Mosfellssveit Margrét Vigfúsdóttir húsmóðir í Reykjavík Björn Jóhannsson verkamaður í Reykjavík Ingibjörg Björnsdóttir húsfreyja á Selnesi á Skaga Jóhann Þorsteinsson bóndi í Selnesi á Skaga Úr frændgarði Ingólfs Björns Sigurðssonar Sigurður Aðalsteinn Björnsson málarameistari í Reykjavík „ÉG NEYÐIST TIL AÐ RÆÐA VIÐ YFIR MANN- INN EF ÞÚ MÆTIR AFTUR MEÐ RAK SPÍRA. SNYRTIVÖRUR MEÐ ILM ERU BANNAÐAR.” „LILJA, STÖKKTU UPP Á LOFT OG ATHUGAÐU HVORT GASGRILLIÐ HANS ER Í SVEFNHERBERGINU OKKAR.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hafa mömmu og pabba í huga. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann LYKILLINN AÐ HAMINGJUNNI ER AÐ KUNNA AÐ HLÆJA NEI, AÐ ÖÐRUM. SÉRSTAKLEGA ÞEGAR ÞEIR DETTA OG SULLA NIÐUR OG KÚTVELTAST UM ALLT, OG … AÐ SJÁLFUM SÉR? TERMÍTAR! STEIN VEGG- IRNIR ERU OF HÁIR OG VIÐAR - DYRNAR OF RAMM - GERÐAR! VIÐ KOMUMST EKKI INN Í KASTALA HERTOGANS! ÉG VEIT HVERNIG VIÐ GETUM GENGIÐ INN UM DYRNAR… EF VIÐ ERUM ÞOLINMÓÐIR! Sigurlín Hermannsdóttir segir áBoðnarmiði, að hún hafi aldrei verið sérstakur aðdáandi vetr- arveðra og yrkir þetta und- urfallega ljóð um árstíðirnar: Ég kætist lítt við kuldatíð með krapi, frosti, snjó og hríð. Enda hef ég ár og síð haft ímugust á vetri. Finnst mér allur annar tími betri. Er vorið heilsar landi og lýð þá lifna blóm, sú undrasmíð, grænka tekur grund og hlíð það gerist ekki að vetri. Finnst mér vorsins veður miklu betri. Sumarsins er birtan blíð best er golan, mild og þýð við grillum kát í gúrkutíð og gleymum myrkum vetri. Finnst mér sumarbirtan miklu betri. Þótt haustið bjóði stundum stríð með stormasamri lægðatíð við uppskerum í erg og gríð og ekki komið að vetri. Finnst mér haustsins húmkvöld öllu betri. Hallmundur Kristinsson yrkir: Getur á sig blómum bætt. Býst ei við hún slóri. Val sitt hefur Vigdís rætt: Verða borgarstjóri! Gunnar J. Straumland greip hann á orðinu og orti: Um völdin í borginni biður bljúg, sem er Vigdísar siður. Svo kannski er lag loksins í dag að leggj’etta embætti niður. Philip Vogler Egilsstöðum gerði þessa athugasemd: „Saga séð aftur á bak“: Eyjan rúin ömtum var Ísland þakið snjó. Viggu lipra í leikinn bar, ei lagði á hillu skó. Jóhann Björn Ævarsson spann áfram: Hún Vigdís sem varlega fer, varla í sérflokki er. Að leggjana niður, er ljómandi siður. Í lagi það er fyrir mér. Guðmundur B. Guðmundsson bætti við: „Steinbjörn Jónsson frá Háafelli, ömmubróðir minn, orti þegar hann flutti úr Hvítársíðu norður í land“: Þekkti ég bæði hret og hjarn en hvorki ást né blíðu, þegar ég var bitabarn bænda í Hvítársíðu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um árstíðirnar og væntanlegan borgarstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.