Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að ingar við kórónuveirunni í Banda- ríkjunum. Á sjöundu milljón skammta bóluefnis lyfjarisanna Pfi- zer-BioNTech verða til reiðu í fyrstu viku eftir að veitt hefur verið leyfi til að brúka það í neyðarskyni. Og fyrir desemberlok verður búið að dreifa 40 milljónum skammta, fáist leyfið í tæka tíð, að sögn embættismanna. Nokkur Evrópuríki eru þessa dag- ana að draga hægt og rólega úr ráð- stöfunum sem gripið hefur verið til í stríðinu gegn kórónuveirunni. Þá hafa bæði Bretar og Þjóðverjar sam- þykkt sérstakar ráðstafanir svo fjöl- skyldur geti hist um jólahátíðina. Það hefur verið réttlætt með því að Evrópa væri komin yfir hrygginn bárunnar því umtalsverð fækkun hefur orðið á nýsmiti víða í álfunni. Formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), Ursula von der Leyen, varaði ríki sam- bandsins við því að hverfa of hratt frá þvingunaraðgerðum. „Við eigum að draga lærdóm af sumrinu og end- urtaka ekki þau mistök að hleypa öll- um kúnum út úr fjósinu í einu,“ sagði hún. Í sjónvarpsávarpi í fyrrakvöld tilkynnti Emmanuel Macron Frakk- landsforseti að verslanir mættu opna að nýju frá og með nk. laugardegi og innilokun fólks á heimilum sínum tæki enda 15. desember. Þar sem lítt hefur fengist ráðið við kórónuveiruna í Búlgaríu var þar gripið að nýju til strangra ráðstafana til að hindra samgang fólks og enn víðtækari útbreiðslu veirunnar. Með- al annars kveða aðgerðirnar á um lokun veitingahúsa og skóla, en tekin verður upp fjarkennsla um tölvur. Þá verða spilavíti, æfingamiðstöðvar og verslunarmiðstöðvar áfram lokaðar. Asíuríki standa misvel að vígi og sum, t.d. Pakistan, eru að sligast undir álaginu á heilbrigðiskerfið. Í Kína komu hins vegar upp aðeins fimm nýsmit í fyrradag og voru þau öll sögð „innflutt“. Bretar, Frakkar, Austurríkis- menn og Spánverjar hafa heitið því að hefjabólusetningu við kórónuveir- unni í síðasta lagi í ársbyrjun 2021. Jafnvel þótt bóluefni verði fljótlega fáanlegt mun langur tími líða þar til daglegt líf um heim allan verður aft- ur komið í eðlilegt horf. Sömu sögu er að segja af efnahagslífinu. agas@mbl.is Vegna vaxandi veirufaraldurs verða veitingahús í Los Angeles og ná- grenni lokuð frá og með deginum í dag. Voru íbúar ríkisins hvattir til þess að halda sig heima um þakk- argjörðarhátíðina. Á sama tíma er verið að slaka á ráðstöfunum, boðum og bönnum í hluta Evrópu, einkum um jólaleytið. Lokunin í Los Angeles varir þrjár næstu vikurnar en sýkingar af völd- um kórónuveirunnar hafa aldrei ver- ið fleiri í Kaliforníu frá því farald- urinn gaus upp. Hvatti Mark Ghaly, heilbrigðisráðherra Los Angeles, borgarbúa til þess að halda kyrru fyrir og forðast að efna til fjölmennra fjölskyldufunda. „Mikilvægt er að fólk afþakki, segi jafnvel nei við boði um að heimsækja sína nánustu,“ sagði Ghaly, sem er læknir. Í fyrradag voru rúmlega 86.000 manns lagðir inn á sjúkrahús vegna sýkingar, staðfest var smit hjá 167.000 manns þann dag og rúmlega 2.000 létust. Heilsuverndarstofnun Bandaríkj- anna hefur í fyrsta sinn frá því far- aldurinn gaus upp skorað á lands- menn að leggjast ekki í ferðalög á hinum árlega frídegi sem jafnan dregur Bandaríkjamenn til fjöl- skylduheimsókna þar sem snæddur er hefðbundinn kalkúnaréttur. Vegna stöðugrar aukningar veiru- sýkinga og fjölgunar dauðsfalla var í gær hert á undirbúningi bólusetn- AFP Snjóhús í New York Á förnum vegi í Bryant-garðinum í New York-borg nýtur fólk samveru og veitinga í huggu- legum snjóhúsum. Á vesturströnd Bandaríkjanna er öldin önnur og veitingahús lokuð vegna kórónufaraldursins. Lok, lok og læs í LA  Hert á undirbúningi bólusetninga við kórónuveirunni í Bandaríkjunum  Skorað á landsmenn að ferðast ekki AFP Skilti Lokað vegna veiru, segir í glugga bæversks veitingahúss. Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Þrátt fyrir að bandarísk stjórnvöld í Washington DC kunni að beita þá refsiaðgerðum í formi tolla á franskar innflutningsvörur ætla Frakkar að krefja netrisa á verald- arvefnum um nýjan „stafrænan veltuskatt“. Þetta staðfesti fjármálaráðuneyt- ið í París í gær og bætti við að tæknirisarnir sem í hlut ættu hefðu verið upplýstir um hvað til stæði. Þar munu meðal annars vera bandarísku fyrirtækin Google, Amazon, Facebook og Apple, sem Bandaríkjamenn segja að séu beitt óréttlæti sem sérstök skotmörk. Leiddu í lög á síðasta ári Stjórnvöld beggja vegna Atlants- ála hafa undanfarin misseri þráttað um skattlagningu af þessu tagi og þá sér í lagi hvernig gera mætti bandarísku tæknirisunum að borga hærri skerf í skatta í löndum þar sem þeir eru með umsvif viðskipta- legs eðlis. Samkvæmt lögum Evrópusam- bandsins (ESB) geta bandarísk fyrirtæki talið fram tekjur í ESB- löndunum öllum til skatts í einu þeirra. Í flestum tilvikum hafa þau talið fram í Írlandi og Hollandi vegna mun lægri skatta þar en í hinum ríkjunum. Undir þrýstingi um að taka harð- ari línu í deilunni leiddu Frakkar stafræna skattinn í lög í fyrra. Kveður hann á um 3% skatt af um- boðsgjöldum vegna netsölu, af aug- lýsingum og af sölu á stafrænum gögnum, persónuupplýsingum um viðskiptavini sína. Þriggja prósenta skattur nær til fyrirtækja með heimsveltu upp á 750 milljónir og 25 milljóna tekjur eða meira í Frakklandi. Nær hann til um 30 fyrirtækja og eru flest þeirra með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum, en einnig í Evrópu og Kína. Trump hefur varað Frakka við Franska stjórnin náði samkomu- lagi við stjórn Donalds Trumps um að bíða með skattlagninguna meðan reynt væri að ná samkomulagi um hnattrænan stafrænan skatt undir merkjum Efnahags- og samvinnu- stofnunarinnar OECD. Trump hefur varað Frakka við og sagt að þeir ættu yfir höfði sér 25% skatt ofan á innflutning sinn til Bandaríkjanna, en hann nemur 1,3 milljörðum dollara, sætu þeir við sinn keip. Refsiskatturinn næði meðal annars til frægra franskra snyrtivara og handtaska. Í síðasta mánuði játti OECD því að útilokað væri að stofnunin næði á þessu ári sátt um forsendur nýs samkomulags um skattlagningu á stafræn fyrirtæki. Ástæðan er fyr- irstaða og andstaða Bandaríkjanna við tillögur stofnunarinnar. Halda fast í stafrænan skatt í Frakklandi  Skatturinn nær til um 30 fyrirtækja AFP Skattlagning Frakkar ætla að skattleggja inntekt Amazon í Frakklandi. Þáttaskil urðu í gær í endurbyggingu Notre-Dame- dómkirkjunnar í París í gær er síðustu vinnupallarnir frá því fyrir eldsvoðann voru teknir niður. Stillansarnir afmynduðust í brunanum mikla í kirkj- unni 15. apríl 2019. Um var að ræða 40 þúsund málm- rör sem vógu um 200 tonn. Að þeim horfnum verður hægt að stíga næstu skref viðgerða á brunaskemmdum og tryggja burð veggja. Brottnám vinnupallanna hefur staðið yfir frá í júní sl. Notre-Dame-kirkjan var fyrst reist á þrettándu öld og hefur verið eitt af helstu kennileitum Parísarborg- ar. Stillansar hverfa af Notre-Dame AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.