Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur unnið að undir- búningi á breikkun Reykjanes- brautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Hefur hún lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdar- innar og getur almenningur kynnt sér hana á vef Skipulagsstofnunar. Á þriðjudaginn var umferð hleypt á allar fjórar akreinar Reykjanes- brautar á 3,2 kílómetra kafla í Hafn- arfirði, frá Kaldárselsvegi að Krýsu- víkurvegi.Tvöföldun kaflans er lokið og tími til kominn að hefja breikkun á næsta kafla vegarins. Lengd vegkaflans sem um ræðir er um 5,6 kílómetrar og er þetta eini kafli Reykjanesbrautar, frá Ásbraut í Hafnarfirði að Njarðvík, sem ekki hefur verið breikkaður. Í verkefninu eru settar fram tillögur að einum mislægum vegamótum við Rauða- mel sem og tillögur að staðsetningu undirganga fyrir gangandi/hjólandi. Þá eru settar fram tillögur að veg- tengingu að Straumsvík og vegteng- ingu að skólphreinsistöð austan Straumsvíkur. Sunnan vegamótanna við ISAL er gert ráð fyrir hringtorgi og nýrri vegtengingu við Álhellu til suðurs. Mörg slys hafa orðið þarna Umferð um Reykjanesbraut við Straumsvík hefur aukist undanfarin ár samhliða fjölgun ferðamanna til landsins. Fjöldi slysa á umræddum vegkafla hefur verið að meðaltali um 20 á ári samkvæmt skráningu Sam- göngustofu. Tilgangur framkvæmd- arinnar er að auka umferðaröryggi og greiðfærni m.a. með því að að- greina akstursstefnur og fjölga ak- reinum úr tveimur í fjórar. Samhliða mati á umhverfisáhrif- um er unnið að breytingu á aðal- skipulagi og gerð deiliskipulags. Gangi tímaáætlun eftir er gert ráð fyrir að verkið verði boðið út síðari hluta árs 2021 og að framkvæmdir geti hafist á vormánuðum 2022. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir taki allt að tvö ár og verði lokið árin 2023- 2024. Land það sem framkvæmdin (þ.e. breikkun núverandi vegsvæðis og vegamót) liggur um er í eigu Hafn- arfjarðarbæjar og nokkurra einka- aðila, s.s. ISAL, Straums, Óttars- staða og Lónakots. Stærstur hluti svæðisins er innan veghelgunar- svæðis núverandi vegar, sem er raskað land að hluta til og land sem kvöð hvílir á samkvæmt vegalögum. Landslag svæðisins sem fyrirhug- aður vegur liggur um einkennist af sléttlendi, hraunum og ísöltum tjörnum. Hluti svæðisins er í nálægð við byggingar og iðnaðarsvæði, þ.e. við álverið í Straumsvík, Hellna- hraun og annað iðnaðarsvæði. Hætt var við beygjuna Þá liggur Reykjanesbrautin framhjá golfvelli Keilis við Hvaleyri og um svæði sem skilgreint er sem útivistarsvæði í aðalskipulagi Hafn- arfjarðar 2013-2025. Í samræmi við núgildandi aðal- skipulag Hafnarfjarðar er gert ráð fyrir að Reykjanesbraut liggi í sveig suður fyrir álverslóðina og aftur í núverandi legu við sveitarfélaga- mörkin. Fallið hefur verið frá legu brautarinnar eins og hún er sýnd í aðalskipulagi og ráðgert að Reykja- nesbraut verði breikkuð/tvöfölduð í núverandi vegstæði. Núverandi breidd vegar er 11,5 metrar en verður 24,5 metrar að lok- inni breikkun. Núverandi vegur mun í framtíðinni nýtast sem akbraut fyr- ir umferð til vesturs svo breikkunin verður sunnan við núverandi veg. Að vestan tengist vegkaflinn núverandi 2+2-vegi í Hvassahrauni og að aust- an 2+2-vegi við Krýsuvíkurvega- mót. Umferð um vegkaflann hefur auk- ist talsvert undanfarin ár, en árdagsumferð (ÁDU) árið 2019 var yfir 19 þúsund ökutæki/sólarhring. Áætlað er að hversdagsumferð (HVDU) sé 10% meiri eða um 21 þúsund ökutæki/sólarhring. Athugasemdir eiga að berast Skipulagsstofnun eigi síðar en 10. desember 2020. Breikkun vegar boðin út 2021  Matsáætlun vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar við Straumsvík í kynningu  Einn síðasti kafli brautarinnar sem eftir er að tvöfalda  Á þessum kafla hafa orðið mörg alvarleg slys undanfarin ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Straumsvík Breikkun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð hefur tekið á sig nýja mynd. Umferð var hleypt um fjórar akgreinar fyrr í vikunni. Breikkun Reykjanesbrautar Frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni Fyrirhuguð tvöföldun Reykjanesbrautar í núverandi vegstæði á um 5,6 km kafl a Reykjanesbraut er tvöföld frá Hvassahrauni til Njarðvíkur Re ykja nesbrau t K rýsu víku rveg u r 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 Nú getur þú keypt gjafabréf á Hótel Örk í netverslun okkar Kynntu þér málið á hotelork.is NOTALEG SAMVERA Útgerðarmenn fylgjast vel með leið- angri uppsjávarskipsins Polar Am- aroq fyrir Norðurlandi. Loðna virðist vera á svæði með landgrunns- kantinum allt frá Vestfjörðum og austur fyrir Melrakkasléttu. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrann- sóknastofnun, segir að ekki sé ljóst hversu mikið magn sé á ferðinni, en stofnunin fái gögn frá skipinu á næstu dögum. Aðspurður hvort Hafró muni senda skip til mælinga á næstunni, segir Birkir að ekki standi til að skip Hafró fari til mælinga fyrr en í janúar, en Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi lýst áhuga á að senda aftur út veiði- skip í nóvember-desember. Ef af verði sé Hafró tilbúin að aðstoða við skipulagningu og úrvinnslu gagna og sýna. Í byrjun janúar verður farið í hefðbundinn loðnuleiðangur. Loðna á 180 sjómílna belti Á heimasíðu Síldarvinnslunnar var á þriðjudag talað við Geir Zoëga, skipstjóra á Polar Amaroq, en leið- angurinn hófst á föstudag. „Við hóf- um leitina norðvestur af Straumnesi en síðan eru farnir ákveðnir leggir austur með kantinum. Það var full ástæða til að leita núna enda hafa bor- ist heilmiklar loðnufréttir frá togur- um sem hafa verið að veiðum á svæð- inu. Við fundum strax loðnu. Hún var dálítið blönduð fyrst en fljótlega var einungis um að ræða stóra kynþroska loðnu. Það hefur sem sagt verið loðna á 180 sjómílna belti sem við höfum nú farið yfir og inn á milli hafa verið góð- ar torfur. Loðnan kemur að norðan og virðist vera að ganga upp að landinu í verulegu magni. Þetta ætti ekki að koma á óvart og er í góðum takti við haustmælinguna 2019,“ sagði Geir. SFS standa fyrir leitinni, sem er gerð í samráði við Hafrannsókna- stofnun hvað varðar skipulagningu og úrvinnslu gagna. Birkir segir að dreif- ing loðnunnar sé hugsanlega austlæg- ari heldur en á þessum árstíma á síð- ustu árum, en ítrekar að vinna þurfi gögnin áður en lagt sé mat á það. Hann segir að leiðangur Polar muni gefa upplýsingar um útbreiðslu og samsetningu á svæðinu fyrir norð- an en ekki verði um heildarstofnmat að ræða. Þegar heildarmyndin liggi fyrir verði væntanlega hægt að átta sig á hvort marktækt magn af loðnu sé þarna á ferðinni. Ekki hefur verið gefinn út kvóti til loðnuveiða í vetur. aij@mbl.is Loðna sést víða úti fyrir Norðurlandi  Hafró vinnur úr gögnum Polar Amaroq

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.