Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Gefðu dekurgj öf um jóli n hins vegar er innlendur kostnaður okkar ekki hlutfallslega hár.“ Breytir ekki heildarmyndinni Fram kom í Morgunblaðinu 4. apríl síðastliðinn að 12,7 milljarða króna tap hefði verið af rekstri ál- versins í Straumsvík í fyrra. „Breytingar á álverði og gengi krónunnar í ár hafa engin áhrif á þá endurskoðun sem er í gangi á starf- semi ISAL. Hún snýst um að gera ISAL samkeppnishæft og fjárhags- lega sjálfbært til langs tíma, óháð skammtímasveiflum á álverði og gengi krónunnar,“ segir Bjarni Már. Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli, segir aukna notkun á áli ýta undir verðið. „Álverð hefur hækkað umtalsvert frá sínu lægsta gildi í apríl, sem var 1.422 dalir á tonnið, en í dag er það um 1.970 dalir. Það er umtalsverð hækkun á stuttum tíma. Hækkunina má fyrst og fremst rekja til aukinnar notkunar í Kína, en sem dæmi þá jókst notkun áls þar um 10% nú í október samanborið við árið í fyrra. Kína notar um helming alls áls sem framleitt er í heiminum. Þetta hefur þýtt að Kína hefur farið úr því að vera útflytjandi áls yfir í að vera inn- flytjandi. Framleiðsla áls hefur auk- ist um nær 5% í heiminum saman- borið við október á síðasta ári.“ Ekki eins mikil og óttast var – Rætt var um mikla birgðasöfnun á áli. Hvers vegna hefur hún ekki haldið aftur af verðhækkunum? „Birgðasöfnunin varð aldrei eins mikil og óttast hafði verið. Hún hef- ur því gengið til baka eins fljótt og hún varð til með aukinni eftirspurn.“ – Hefur það haft áhrif á álverðið að markaðurinn hafi „veðjað“ á verð- hækkanir vegna bóluefna? „Það er alveg klárt að fréttir af þróun bóluefna og aukin bjartsýni hafa haft jákvæð áhrif á álverð og aðra hrávöru. Ál er mikilvægt hrá- efni í t.d. rafbíla og flugvélar. Ef hagvöxtur eykst þá eykst eftirspurn eftir slíkum vörum og þar af leiðandi eftir áli.“ – Hvaða áhrif hefur þessi þróun á álverið ykkar og afkomuna í ár? „Þessi þróun hefur mikil og góð áhrif. Þetta hefur verið erfitt ár fyrir okkur eins og marga aðra. Þar með taldir eru okkar helstu birgjar þar sem afurðaverð er byggt á álverði, t.d. raforkusamningar við Orkuveit- una og HS Orku og súrálssamning- ar, sem hafa fundið fyrir þessari djúpu lægð rétt eins og við. Hagstæð skilyrði á álmarkaði hafa verulega jákvæð áhrif á efnahag Ís- lands og það væri óskandi að árinu 2020 myndi ljúka með björtum fram- tíðarhorfum,“ segir Sólveig. Hækkandi álverð styður álverin  Kína farið úr að vera útflytjandi á áli yfir í að vera innflytjandi á áli  Framleiðslan aukist um 5% í ár Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Álverið í Straumsvík Kórónuveirufaraldurinn hafði áhrif á eftirspurnina. Konur í framlínustörfum á tímum Covid-19 verða fyrir síauknu áreiti og hótunum af hálfu samborgara sinna, sem bætist ofan á hræðslu við smit og almennt andlegt og líkamlegt álag. Þá hefur atvinnu- leysi einnig bitnað harkalega á kon- um. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu sem ASÍ sendi frá sér í gær, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kyn- bundnu ofbeldi. „Á heimsvísu má greina óhugnanlega aukningu á ofbeldi í nánum samböndum og stafrænni kynferðislegri áreitni sem tengist því hversu margar konur eru bundnar heima við vegna sam- komutakmarkana og útgöngubanns. UN Women hafa nefnt þetta skuggafaraldur kórónuveirunnar. Verkalýðshreyfingin hefur bent á að konur eru meirihluti þeirra sem starfa í svokölluðum framlínu- störfum á tímum veirunnar, þ.e. starfsfólk í heilbrigðis- og félags- þjónustu, fræðslu, þjónustu og verslun, þar sem þær verða fyrir síauknu áreiti og hótunum af hálfu samborgara sinna, sem bætist ofan á hræðslu við smit og almennt and- legt og líkamlegt álag. Þá hefur at- vinnuleysi einnig bitnað harkalega á konum,“ segir enn fremur í til- kynningu Alþýðusambandsins. Aukið áreiti og ofbeldi  Mikil áhrif á konur í framlínustörfum Ljósmynd/Landspítali-Þorkell Faraldur Konur eru fjölmennar í framlínustörfum á sjúkrahúsum. Greint var frá því í haust að lagðir yrðu tollar á kínverskt ál innan ESB-ríkjanna vegna gruns um undirverðlagningu. Tollarnir yrðu við lýði þar til rannsókn á málinu væri lokið í vor. Sérfræðingur á álmarkaði sagði þetta hafa haft óveruleg áhrif á álverðið. Það væri enda lítið ál að „flæða frá Kína á aðra markaði þessa dagana“. Annar heimildarmaður sagði tollana eiga við þrýstimótað ál en ekki frumframleitt. Því hefðu þeir haft lítil sem engin áhrif á álverð í kauphöllinni með málma í Lundúnum (LME). Hafa haft lítil áhrif á verðið TOLLAR Á ÁL FRÁ KÍNABAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar ISAL og Norðuráls segja hækkandi álverð jákvæð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Skýringin sé m.a. aukin eftirspurn frá Kína. Eins og Morgunblaðið sagði frá í vikunni hefur álverð hækkað um tugi prósenta síðan það náði lág- marki við upphaf kórónuveirufarald- ursins í Evrópu og Bandaríkjunum sl. vor. Bjarni Már Gylfason, upplýsinga- fulltrúi Rio Tinto á Íslandi, þ.e. ISAL, segir þetta ánægjuefni. „Hækkun á álverði kemur sér vissulega vel fyrir ISAL og eftir- spurn eftir afurðum okkar er góð um þessar mundir. Þótt álverð hafi hækkað þetta árið er það samt ekki hátt í sögulegu samhengi og erfitt að segja til um hver þróunin verður á næstunni. Þó er líklegt að væntingar um bóluefni við veirunni hafi jákvæð áhrif og stuðli að efnahagsbata í heiminum sem kemur sér vel fyrir áliðnaðinn. Einnig eru breytingar að eiga sér stað í neyslumynstri sem hafa já- kvæð áhrif í okkar iðnaði, t.d. í fram- leiðslu samgöngutækja. Veiking á gengi krónunnar styður auðvitað við öll útflutningsfyrirtæki á Íslandi en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.