Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útflutningsverð á atlantshafslaxi hækkaði í síðustu viku eftir að hafa lækkað síðustu vikur og verið langt undir því verði sem venju- legt hefur verið á þessum árs- tíma undanfarin ár. Verðið hefur venjulega hækk- að á haustin vegna góðrar sölu á aðventu og um jól en hækkunin hefur látið á sér standa í ár vegna kórónuveiru- faraldursins. Geyma fiskinn í sjónum Verðið var 44,89 norskar krónur í síðustu viku, samkvæmt Nasdaq- verðvísitölunni, sem svarar til rúmlega 670 kr. íslenskra. Hækk- aði meðalverð á laxi af öllum stærðum um 7,63% frá vikunni á undan. Var það langþráð hækkun vegna þess að verðið hefur farið lækkandi síðustu vikur. Jólavertíðin er hafin og venju- lega eru öll laxeldisfyrirtæki að slátra sem allra mestu á þessum árstíma. Þau sem geta halda nú að sér höndum og geyma laxinn í sjónum í von um að verðið lagist. Búast við hækkun eftir jól „Við höfum nánast engu slátrað í nóvember. Miðað við framvirkt verð mun heimsmarkaðsverðið taka við sér fljótlega eftir áramót- in. Við höfum því fært slátrunina að mestu yfir í janúar og febrúar,“ segir Jens Garðar Helgason, fram- kvæmdastjóri Laxa fiskeldis á Austfjörðum. Jens Garðar er þar að vísa til væntinga markaðarins. Samkvæmt Fish Pool er búist við að verðið fari í rúmar 57 krónur í janúar og febrúar sem svarar til rúmlega 860 króna íslenskra. Fari verðið í þá tölu er það samt lægra en það var á sama tíma á síðasta ári því það var hátt í 80 krónur norskar í jan- úar. Bjartsýni fylgir bóluefni „Þegar bóluefni kemst í umferð og það fer að slakna á samkomu- takmörkunum í Evrópu og hótel- og veitingahúsageirinn fer að taka við sér má búast við að bjartsýni aukist og markaðurinn taki við sér á nýjan leik,“ segir Jens Garð- ar. Reiknað er með því að verðið lækki aftur næsta sumar, eins og venjan er, en jafnvægi komist á árið 2022, samkvæmt samantekt Fish Pool á væntingum á markaði. Fyrsta verð- hækkun í langan tíma  Laxaframleiðendur slátra sem minnstu vegna lágs verðs á markaði Þróun heimsmarkaðsverðs á laxi Heimsmarkaðsverð 2013 til 2020 í viku 47 Framvirkt verð 2020-2021 Verð í 42.-47. viku 2020 75 65 55 45 35 25 75 65 55 45 35 25 75 65 55 45 35 25 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2020 2021 nóv. des. 1. 2. 3. 4. ársfj. 42. 43. 44.. 45. 46. 47. Heimild: NASDAQ Heimild: NASDAQ Heimild: Fish Pool 39,63 64,85 60,33 44,89 54,25 60,30 41,23 46,02 43,60 44,8945,01 Meðalverð í norskum krónum á kg NOK/kg NOK/kg Ljósmynd/Laxar fiskeldi Reyðarfjörður Laxar fiskeldi eru að byggja upp eldi í sjókvíum í Reyðar- firði. Hér er verið að vinna á einu kvíasvæðinu í firðinum. Jens Garðar Helgason Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Landslagið er allt öðruvísi en síð- ustu ár og það er erfitt að plana fram í tímann. Það erfiðasta er óvissan,“ segir Andrea Ösp Karlsdóttir hjá Jólasveinar.is. Fyrirtækið sér um að útvega jólasveina til að skemmta hjá fyrirtækjum, samtökum og skólum svo dæmi sé tekið. Vegna kórónuveirufaraldursins og samkomutakmarkana má gera ráð fyrir að lítið verði um hefð- bundnar jólaskemmtanir þetta árið og Andrea segir að af þeim sökum sé reynt að brydda upp á nýjungum svo yngri kynslóðin fái að hitta sveinana. „Skólar og leikskólar eru með að- eins meira svigrúm og það er útlit fyrir að það verði einhverjar skemmtanir, í það minnsta utan- dyra. En það verða nánast engin jólaböll hjá fyrirtækjum. Það er því hart í ári en við erum að reyna að halda gleðileg jól og finna leiðir fyrir þá sem vilja gera eitthvað.“ Andrea segir að dæmi séu um að fyrirtæki bjóði upp á bingó, pipar- kökubakstur eða föndurstund í gegnum netið í stað jólaballa. „Sum fyrirtæki ætla að senda jólasveina í heimahús til starfs- manna. Það er ekkert mál að koma í heimsókn, hittast úti í garði eða banka á gluggann,“ segir hún og bætir við að unnið sé að útfærslu á jólaböllum og leiksýningu utandyra í Guðmundarlundi í Kópavogi í des- ember. Þá geti fjölskyldur komið með vasaljós í hendi, gengið um og hitt mismunandi ævintýrapersónur, Grýlu og Leppalúða og fleiri. Jólasveinar munu heimsækja Þjóðminjasafn Íslands í ár eins og síðustu ár. Væntanlega munu þau Grýla og Leppalúði koma þar sömu- leiðis við áður en synir þeirra koma af fjöllum hver á fætur öðrum. Mar- grét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörð- ur segir það skýrast fljótlega hvern- ig heimsóknir jólasveinanna verða útfærðar en safnið er opið og allir velkomnir að hennar sögn. Þá verður sömuleiðis hægt að heimsækja jólasveinana í Dimmu- borgum. Vegna samkomutakmark- ana eru þó einungis tíu miðar til sölu á hvern viðburð fyrir fólk sem fætt er fyrir 2015 en börn á leikskólaaldri þurfa ekki að kaupa miða. Miðum verður bætt við ef slakað verður á sóttvarnareglum. Leita nýrra leiða fyrir jólaskemmtanir  Hart er í ári hjá jólasveinum vegna samkomutakmarkana  Dagskrá verður í Þjóðminjasafninu Morgunblaðið/Hari Jólagleði Búast má við því að meira verði um að börn hitti jólasveina utan- dyra í ár en á hefðbundnum jólaskemmtunum vegna samkomutakmarkana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.