Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 35
FÓTBOLTI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu mætir því slóvakíska í und-
ankeppni Evrópumótsins á morgun
klukkan 17:00 í Slóvakíu. Ísland vann
fyrri leikinn 1:0 á síðasta ári.
Íslenska liðið er sem stendur í 2.
sæti með 13 stig eftir sex leiki í F-
riðli. Náist sigrar í leikjunum tveimur
sem liðið á eftir getur liðið orðið eitt af
þeim þremur sem eru með bestan ár-
angur í 2. sæti riðla undankeppninnar
og farið þannig beint á EM. Hin sex
liðin í 2. sæti fara í umspil og keppa
um síðustu þrjú lausu sætin.
Slóvakía er í 3. sæti F-riðilsins með
10 stig eftir sex leiki og getur því jafn-
að Ísland að stigum með sigri í leikn-
um. Slóvakía kæmist upp fyrir Ísland
með stærri sigri en 1:0 á morgun þar
sem innbyrðis viðureignir hafa gildi
fram yfir markatölu í undankeppn-
inni.
Von er á hörkuleik þar sem erfitt er
að brjóta varnarmúr slóvakíska
landsliðsins á bak aftur. Fá mörk eru
skoruð í leikjum þeirra og hafa þær
aðeins skorað sex mörk og fengið á
sig 10, þar af sjö í einum og sama
leiknum í 7:0 tapi gegn Svíþjóð.
Því er ljóst að íslenska liðsins bíður
mikið þolinmæðisverk. „Ég reikna
með hörkuleik,“ sagði Jón Þór
Hauksson landsliðsþjálfari.
„Þetta slóvakíska lið er öflugt varn-
arlega. Þær eru þéttar og það getur
verið erfitt að spila sig í gegnum þær
en við þurfum að reyna að spila inn á
þeirra veikleika. Það eru veikleikar í
þessu liði og við ætlum að nýta okkur
þá,“ bætti hann við.
„Við þurfum að vera klár á okkar
hlutum og það mun vera aðalatriðið
fyrir okkur. Okkar undirbúningur
hefur snúist um okkar lið og að ná
okkar takti. Að ná því besta út úr okk-
ar liði,“ sagði Jón Þór einnig.
Ætlum að komast til Englands
Jón Þór sagði liðið hlakka til leiks-
ins. „Það er mikill hugur í okkur.
Undirbúningurinn hefur gengið vel.
Við erum hérna í frábærum að-
stæðum. Það er auðvitað talsvert liðið
á árið þannig að við getum ekki kvart-
að. Hugarfarið í hópnum og leik-
mönnum hefur verið frábært . Ef eitt-
hvað hefur komið upp á þá hefur því
mótlæti verið tekið mjög vel eins og
þessa liðs er von og vísa. Við erum
klár í slaginn og klár fyrir leikinn á
morgun.“
Bækistöðvar Íslands eru í Brati-
slava í Slóvakíu. Liðið æfir þó hinum
megin við landamærin í Austurríki.
Hópurinn ferðast frá hótelinu á æf-
ingasvæðið í rútu og tekur ferðin um
30-40 mínútur. „Bratislava er á landa-
mærunum og ég held að stelpurnar
hafi nú setið lengur í rútu en þetta.
Hugarfarið er bara þannig í þessum
hóp að við ætlum að komast til Eng-
lands. Það er ekkert sem truflar eða
stoppar hópinn í því. Þannig að þetta
truflar ekki neitt.“
Ætlum okkur til Englands
Mikill hugur í
mannskapnum
Morgunblaðið/Eggert
EM Karólína Lea og Elín Metta í leiknum gegn Svíþjóð á dögunum.
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020
Það voru fáir jafn peppaðir
fyrir árinu 2020 og ég. Þegar ég
bauð nýtt ár velkomið á gamlárs-
kvöld 2019 í faðmi tengda-
fjölskyldu minnar á Suðurnesj-
unum ætlaði ég mér stóra hluti.
Árið 2020 hefur hins vegar
verið frekar glatað ár svo við
segjum það bara eins og það er.
Þessi skoðun mín litast svo
sannarlega af kórónuveiru-
faraldrinum og öllu því sem hon-
um hefur fylgt. Íþróttalega séð
hefur þetta líka verið svekkelsi á
svekkelsi ofan þannig séð.
Kobe Bryant lést í hræðilegu
þyrluslysi í janúar og í gær
kvaddi Diego Maradona þennan
heim. Tvær goðsagnir sem höfðu
svo stórkostleg áhrif á sínar
íþróttagreinar að það er erfitt að
setja það í orð.
Heimsbyggðin var í sárum
þegar Bryant lést. Ég man að ég
las skilaboð til hans á samfélags-
miðlum sem sitja ennþá í mér.
„Ég vissi ekki að fráfall einhvers,
sem ég þekkti aldrei né hitti,
gæti haft svona mikil áhrif á
mig,“ skrifaði þessi ágæti maður.
Orð sem eiga vafalaust við um
Maradona hjá mörgum líka.
Hér heima mistókst svo ís-
lenska karlalandsliðinu að
tryggja sér sæti á þriðja stór-
mótinu í röð. Þeir fengu á sig tvö
mörk á síðustu fimm mínútum
leiksins. Það verður eiginlega
ekki meira svekkjandi en það.
Þá var Íslandsmótunum í bæði
handboltanum og körfunni aflýst
í vetur og ákveðið var að hætta
keppni á Íslandsmótinu í knatt-
spyrnu á dögunum.
Ég var svo gott sem edrú um
síðustu áramót. Ég stefni á ölvun
um næstu áramót og hver veit
nema maður eyði nokkrum tíu-
þúsundköllum í flugelda, svona
til þess að sprengja árið 2020
eitthvað lengst út í rassgat.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
FH mætir tékk-
neska liðinu Robe
Zubrí í 3. umferð
Evrópukeppni fé-
lagsliða í hand-
knattleik karla en
dregið var í Vín í
Austurríki í gær.
Til stendur að
fyrri viðureignin
fari fram 12. eða
13. desember og
sú seinni 19. eða 20. desember. Robe
Zúbrí er ekki mjög þekkt lið og Sig-
ursteinn Arndal, þjálfari FH, mun
leggjast í vinnu við að kynna sér lið-
ið.
Robe Zubrí er í sjötta sæti tékk-
nesku úrvalsdeildarinnar með 8 stig
eftir sjö umferðir.
Fyrri viðureign liðanna mun fara
fram í Kaplakrika en sú síðari á
heimavelli Robe Zubrí í Tékklandi.
Þá mæta Óskar Ólafsson og liðs-
félagar hans í Drammen liði Ferlach
frá Austurríki.
Viðureignirnar:
Ystads – Tallinn
Neva SPb – Tenax Dobele
Gorenje Velenje – Cocks
Berchem – West Wien
Ferlach – Drammen
Pölva Serveti – Dukla Prag
FH – Robe Zubøí
Granitas – Povazska Bystrica
FH dróst á
móti liði frá
Tékklandi
Sigursteinn
Arndal
KÖRFUBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í körfu-
knattleik verður án Hauks Helga
Pálssonar þegar liðið mætir Lúx-
emborg í Bratislava í Slóvakíu í for-
keppni HM 2023 í dag.
Þá verður Haukur Helgi einnig
fjarverandi þegar Ísland og Kosovó
mætast í Bratislava á laugardaginn
kemur, 28. nóvember, en Haukur
átti að koma til móts við landsliðið í
gær en af því varð ekki þar sem
hann er smitaður af kórónuveirunni.
Íslenska liðið er með 3 stig í öðru
sæti B-riðils, stigi minna en Kosovó,
en tvö efstu liðin fara áfram í und-
ankeppni HM sem hefst í ágúst á
næsta ári.
„Ég er með góða tilfinningu fyrir
þessu og við erum á góðum stað að
mínu mati,“ sagði Hörður Axel Vil-
hjálmsson, fyrirliði íslenska liðsins, í
samtali við Morgunblaðið í gær.„Við
erum bara að einblína á leikinn
gegn Lúxemborg á þessum tíma-
punkti og síðustu dagar hafa í raun
bara farið í það að ná upp
ákveðnum takti og flæði.
Við hugsum fyrst og fremst um
það að vera klárir og tilbúnir í slag-
inn þegar á hólminn er komið, bæði
andlega og svo líkamlega auðvitað
enda orðið ansi langt síðan margir
af okkur spiluðu síðast alvöru-
keppnisleik. Við erum með betra lið
en þeir að mínu mati og þetta er
leikur sem við eigum að vinna, svo
einfalt er það,“ bætti Hörður Axel
við.
Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir
að það hafi verið mikið högg að
missa Hauk Helga Pálsson.
Ekki handlama án Hauks
„Það er gríðarlega mikill skellur
að missa Hauk út á þessum tíma-
punkti. Svo við segjum það bara
eins og það er þá hefur fjarvera
hans svakaleg áhrif á okkar leik,
bæði sóknar- og varnarlega. Hann
gefur okkur þvílíkt mikið á báðum
endum vallarins og hann losar um
aðra leikmenn með nærveru sinni í
sókninni sem dæmi.
Hann gefur okkur líka allt aðra
vídd og getur skipt meira á „skrín-
um“ sem dæmi en aðrir stórir leik-
menn því hann er í raun meiri bak-
vörður, stór leikmaður í teignum.
Allur okkar undirbúningur fyrir
þessa tvo leiki snerist um það að
hann yrði með og það setur þjálf-
arann klárlega í ákveðna klemmu
núna að þurfa fara stilla upp liðinu
og endurhugsa hlutina án hans.“
Þrátt fyrir allt er landsliðsfyr-
irliðinn bjartsýnn á framhaldið.
„Við erum með fullt af gæjum
sem geta spilað körfubolta og það
er ekki eins og við séum allir hand-
lama þótt Haukur sé ekki með.
Þetta var högg sem við bjuggumst
alls ekki við en vandamálin eru hins
vegar til þess að leysa þau. Ég hef
því enga trú á öðru en að okkur tak-
ist að finna lausnir. Við munum
þurfa að spila öðruvísi körfubolta og
hraðari. Þá þurfum við að vera dug-
legir að nýta Tryggva í teignum og
fá þannig góða dýpt í sóknarleikinn.
Það er bara þannig að þessir tveir
leikir eru gríðarlega mikilvægir upp
á framhaldið að gera í forkeppninni.
Það má alveg setja þetta upp sem
tvo úrslitaleiki og ef við vinnum
bæði Lúxemborg og Kosovó þá set-
ur það okkur í hrikalega góða stöðu
í riðlinum. Þessir leikir áttu að fara
fram á Íslandi og það er svekkjandi
að geta ekki spilað á heimavelli en
við verðum að gera það besta úr
stöðunni,“ bætti Hörður Axel við.
Gríðarlega mikill skellur
Karlalandsliðið mætir Lúxemborg í
forkeppni HM 2023 í Slóvakíu í dag
Ljósmynd/FIBA
Fyrirliði Hörður Axel er leikjahæstur í landsliðshópnum með 84 landsleiki.
Knattspyrnukonan Kristín Erna
Sigurlásdóttir er gengin til liðs við
uppeldisfélagið ÍBV á nýjan leik en
ÍBV greindi frá því á samfélags-
miðlum í gær. Hún gerir tveggja
ára samning við ÍBV.
Kristín Erna kemur til ÍBV frá
KR þar sem hún lék fjórtán leiki í
úrvalsdeildinni, Pepsi Max-
deildinni, í sumar og skoraði eitt
mark.
Hún á að baki 136 leiki í efstu
deild með ÍBV, Fylki og KR og
skoraði 45 mörk. Hún lék á sínum
tíma með yngri landsliðum Íslands.
Kristín Erna fer
heim til Eyja
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
ÍBV Kristín Erna Sigurlásdóttir
gengur aftur í raðir ÍBV.
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úr-
skurðaði stjórn KSÍ í vil í málum
sem Fram og KR sóttu og var
niðurstaðan tilkynnt í gær. Hægt er
að áfrýja niðurstöðunni og málin
gætu því haldið áfram. Um tvö mál
er að ræða en þannig vill til að þau
eru afgreidd á sama tíma. KR vildi
láta reyna á hvort bráðabirgða-
reglugerðin stæðist lög KSÍ. Fram
vildi fá úr því skorið hvort rétt væri
að Leiknir fengi sæti í efstu deild að
ári þegar Leiknir og Fram hefðu
verið með jafn mörg stig þegar
hætt var keppni. sport@mbl.is
Kröfum Fram
og KR hafnað
Morgunblaðið/Hari
KSÍ Guðni Bergsson er formaður
Knattspyrnusambandsins.