Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Svartur/ Dark Ash Walnut
að innan. 2020 GMC Denali,
magnaðar breytingar t.d. 10 gíra
skipting, auto track millikassi,
multipro opnun á afturhlera,
flottasta myndavélakerfið á
markaðnum ásamt mörgu fleirra.
5th wheel í palli.
VERÐ
13.190.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 GMC Denali Ultimate 2500
Litur: Silver/ Grár að innan.
6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of
torque, 4X4, 10-speed Automatic
transmission. 6 manna.
Heithúðaður pallur.
VERÐ
11.290.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 Ford F-350 XLT 6-manna
Litur: Carbon Black/ Walnut að
innan. 2020 GMC Denali, magn-
aðar breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleira. Samlitaðir
brettakantar, gúmmimottur í húsi
og palli.
VERÐ
13.190.000 m.vsk
2020 GMC Denali Ultimate 3500
ATH. ekki „verð frá“
Hilduleikur, skáldsaga Hlínar Agn-
arsdóttur, segir frá Arnhildi
Adamsdóttur, alltaf kallaðri Hildu,
sem komin er á „aflifunaraldur“,
eins og það er orðað í bókinni, og
glímir við einkafyrirtækið Futura
Eterna sem hefur það hlutverk að
lögum að sýsla með gamalt fólk og
miða því inn í eilífðina, nauðugu vilj-
ugu.
Ellefu ár eru síðan Hlín sendi síð-
ast frá sér bók, en hún segir að hug-
myndin að Hilduleik hafi kviknað
þegar móðir hennar lést vorið 2017.
„Ég rankaði við mér hálfu ári eft-
ir dauða hennar og fannst undarlegt
að hún væri horfin úr lífinu þótt hún
væri orðin 88 ára gömul. Hún dó að-
eins sex mánuðum eftir að hún loks-
ins fékk inni á hjúkrunarheimili eft-
ir píslargöngu okkar systkinanna í
kerfinu en við fengum þrisvar sinn-
um neitun við umsóknum okkar
varðandi svokallað vistunarmat. Og
þarna, hálfu ári eftir að hún dó, fór
ég að hugsa, hvað ef allir þyrftu nú
bara að sækja um undanþágu til að
fá að halda áfram að lifa eftir 67 ára
aldur?“
— Sú spurning blasir og við í
bókinni, en við lesturinn varð mér
líka hugsað til þess hvernig sænsk
heilbrigðisyfirvöld komu fram við
aldraða í fyrstu Covid-bylgjunni þar
í landi.
„Merkilegt að þú nefnir það, því
vissulega verður manni hugsað til
þess og ekki síst mér sem bý með
annan fótinn í Svíþjóð og varð vitni
að þessum ósköpum sl. vor þegar
gamalmennin stráféllu á einkareknu
hjúkrunarheimilunum í Stokkhólmi
aðallega þar sem starfsfólkið vinnur
eftir skeiðklukku, fær aðeins að
vera ca. hálftíma með hverjum og
einum einstaklingi við að koma við-
komandi á fætur o.s.frv. Þar að auki
voru heimilin alls ekki undirbúin
fyrir þennan faraldur, lítið sem ekk-
ert til af sóttvarnabúnaði, hönskum,
grímum, spritti o.s.frv. Margt af
starfsfólkinu er lausráðið, hefur
enga fasta samninga, er illa launað
og úr þjóðfélagshópum sem tilheyra
innflytjendum og í fyrstu bylgjunni
dóu líka margir innflytjendur, að-
allega frá Sómalíu. En það sem er
sláandi í þessu öllu er að maður
fann fyrir ákveðinni óvirðingu og til-
finningakulda gagnvart þessum
þjóðfélagshópi, þ.e. öldruðum, dauði
þeirra var ekki eins hræðilegur af
því þeir voru hvort eð er komnir á
grafarbakkann.
Ég var samt búin að skrifa bókina
áður en þessi hryllingur skall á í
Svíþjóð, hryllingur sem við erum að
horfa upp á hér núna.“
Heitir lokalausn hjá mér
— Það kemur líka vel fram í bók-
inni við hverju má búast þegar búið
er að einkavæða heilbrigðiskerfið.
„Nákvæmlega, það er þessi til-
hneiging til að finna lokalausnir á
erfiðum vandamálum. Í Bretlandi
eru til fyrirtæki og ferðaskrifstofur
sem bjóða aðstandendum aldraðra
að senda þá til Taílands til að ljúka
ævikvöldinu þar á einkareknum
hjúkrunarheimilum og losna þannig
við þennan bagga sem veikir og
aldraðir foreldrar geta orðið afkom-
endum sínum. Og svo er það auðvit-
að öll umræðan um dánaraðstoðina
sem er orðin aktúel í Svíþjóð, um
öldrunarrofið sem virðist vera óhjá-
kvæmilegt segja sumir læknar þar.
Hjá mér heitir þetta lokalausn og
þær hafa nú verið praktíseraðar áð-
ur.“
— Þetta snýst þó ekki bara um
aldur, heldur blandast einnig inn í
fyrirlitning á þeim sem hafa minna
á milli handanna. Á bls. 68 kemstu
að þeim kjarna þar sem Oddur
Oddsson ræðir um nauðsyn þess að
búa öldruðum áhyggjulaust ævi-
kvöld, „sérstaklega þeim sem hafa
átt nístandi og kalda ævi eða búið
við fátækt og skort. Slíka ævi þarf
ekki að framlengja.“
„Já, í reynd er það þannig í okkar
samfélagi að þeir sem hafa minna
milli handanna eiga ekki eins greið-
an aðgang að heilbrigðisþjónustu
þegar þeir eru komnir á þennan ald-
ur og þess varð ég áskynja þegar ég
kynntist nágrönnum móður minnar
sem sumir áttu hvorki digra sjóði né
aðstandendur til að aðstoða þá í
veikindum. Það voru þá hinir
hjartahlýju öldungar í sama húsi
sem reyndu af veikum mætti að
koma þeim til aðstoðar, færa þeim
mat og hjúkra þeim, jafnvel eftir
beinbrot.
Auðvitað fjallar þetta um hvernig
stjórnvöld ætla að búa að öldruðum
í framtíðinni og í því sambandi má
einmitt nefna umræðuna sem geisar
nú varðandi Landakot og dauðs-
föllin þar. Í þeirri umræðu hefur
komið fram að allur aðbúnaður til
hjúkrunar, húsnæði, tæki og fleira,
er löngu úrelt og heilsuspillandi.
Það er eins og stjórnvöld átti sig
ekki á að þessi málaflokkur kostar
peninga nema stjórnvöld og aðrir
sem ráða þessum málum hugsi
bara, æi, það deyja hvort eð er allir
að lokum, þetta er lífsins gangur,
hugsun sem endurspeglar visst
tómlæti, jafnvel tómhyggju, kannski
djúpt þunglyndi, ekki veit ég. Hins
vegar virðist það vera þannig að
samfélagið sé ekki tilbúið til að veita
öðrum en þeim sem eiga eitthvað
undir sér almennilega og virðing-
arverða þjónustu sérstaklega þegar
veikindi sverfa að. Og hvað gerist
þá? Fyrirtæki eins og Futura
Eterna í bókinni minni verða ekki
langt undan.“ arnim@mbl.is
Framtíðarsýn „Auðvitað fjallar þetta um hvernig stjórnvöld ætla að búa að öldruðum í framtíðinni,“ segir Hlín.
Aldraðir á aflifunaraldri
Í nýrri skáldsögu ímyndar Hlín Agnarsdóttir sér heim þar
sem aldraðir þurfa að fá undanþágu til að lifa eftir 67 ára aldur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Við afhendingu Limelight-
verðlaunanna áströlsku hreppti
Víkingur Heiðar Ólafsson bæði
verðlaunin fyrir bestu klassísku
plötu ársins, fyrir plötuna Debussy
Rameau sem Deutsche Grammo-
phon gaf út, og verðlaunin fyrir
einleikaraplötu ársins, fyrir sama
verk.
Limelight-verðlaunin eru afhent
af samnefndu tímariti sem hefur
verið gefið út í meira en fjóra ára-
tugi og þykja alþjóðleg verðlaunin
þau merkustu sem veitt eru fyrir
klassíska tónlist þar í landi.
Í fimm stjörnu dómi rýnis tíma-
ritsins um plötu Víkings segir að
enginn píanóleikari síðan Glenn
Gould var og hét hafi þrykkt ein-
kenni sín á píanóefnisskrána með
jafn spennandi og afgerandi hætti
og ungi íslenski virtúósinn Vík-
ingur Heiðar.
Í umsögn um einleikaraverðlaun-
in segir að á blaði hafi samkeppnin
virst hörð, þar sem virtir einleik-
arar á borð við Paul Wee, Paul
Lewis, Stephen Hough og Igor Le-
vit hafi sent frá sér áhrifamiklar
plötur en engu að síður hafi plata
Víkings þótt best með afgerandi
hætti. Haft er eftir Víkingi að það
sé mikill heiður og afar ánægjulegt
að hljóta Limelight-verðlaunin.
Plata Víkings Heiðars valin best í Ástralíu
Margverðlaunaður Víkingur Heiðar við
flygilinn í Eldborgarsal Hörpu.
Rung læknir eft-
ir Jóhann Sigur-
jónsson í þýðingu
Bjarna Jóns-
sonar og leik-
stjórn Vigdísar
Hrefnu Páls-
dóttur er annað
leikritið sem
flutt verður und-
ir merkjum
Hljóðleikhússins
í beinni útsendingu frá Kristalsal
Þjóðleikhússins annað kvöld kl. 20,
en útsendinguna má sjá bæði á vef
og Facebook-síðu Þjóðleikhússins.
„Rung læknir var samið á dönsku
árið 1905. Það fjallar um tilraunir
Rungs læknis til að finna mótefni
gegn berklum og um ástina í lífi
hans. Verkið talar sterkt inn í sam-
tímann nú þegar faraldur geisar og
vísindamenn eru í óða önn við að
þróa bóluefni. Rung læknir hefur
aldrei verið sett upp á sviði hér á
landi en er af mörgum talið með
athyglisverðustu verkum Jóhanns
Sigurjónssonar,“ segir í tilkynn-
ingu frá leikhúsinu.
Guðjón Davíð Karlsson fer með
hlutverk Rungs læknis, Ebba Katr-
ín Finnsdóttir er Vilda Locken,
Hilmar Guðjónsson er Ottó Locken
og Arnmundur Ernst B. Björnsson
leikur aðstoðarmann Rungs læknis.
Í uppfærslunni er notuð tónlist úr
verkinu RHÍZOMA eftir Önnu Þor-
valdsdóttur.
Hljóðleikhúsið flytur Rung lækni
Jóhann
Sigurjónsson
Aflausn eftir Yrsu Sigurðardóttur
er tilnefnd til
Petrona-verðlaunanna sem besta
norræna glæpasagan í Bretlandi
2020. Yrsa hlaut þessi sömu verð-
laun 2015 fyrir Brakið. Aflausn
kom fyrst út á íslensku 2016 og er
þriðja bókin í röðinni um Freyju
sálfræðing og Huldar lögreglu-
mann. Fyrsta bókin í flokknum,
DNA, var valin besta glæpasaga
ársins 2016 í Danmörku, auk þess
að hljóta Blóðdropann hérlendis.
Í tilkynnningu frá útgefanda
kemur fram að Yrsa hefur sent
frá sér fimmtán glæpasögur frá
2005 sem hafa selst í á sjöttu millj-
ón eintaka, nú síðast Bráðina sem
kom út á dög-
unum. Verk
hennar hafa ver-
ið gefin út á yfir
þrjátíu tungu-
málum í öllum
byggðum heims-
álfum jarðar.
Auk Yrsu eru
tilnefnd til
Petrona--
verðlaunanna í
ár Norðmennirnir Jörn Lier
Horst, Thomas Enger og Kjell Ola
Dahl, Antti Tuomainen frá Finn-
landi og Stina Jackson frá Svíþjóð.
Victoria Cribb þýddi Aflausn á
ensku.
Tilnefnd til Petrona-verðlaunanna
Yrsa
Sigurðardóttir