Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 ✝ Ólafur fæddist15. apríl 1922 á Dyrhólum í Vestur- Skafafellssýslu og ólst þar upp til 9 ára aldurs. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. nóv- ember 2020. Frá Dyrhólum flutti Ólafur með foreldrum sínum og systkinum að Felli í Mýrdal. Foreldrar hans voru Eiríkur Jóhannsson bóndi, f. 1883, d. 1954, og Guðrún Hafliðadóttir húsmóðir, f. 1885, d. 1973. Systkini Ólafs eru Örnólfur, f. 1915, d. 1941, Hafliði, f. 1917, d. 1957, Björgvin, f. 1918, d. 2003, Jóhann, f. 1920, d. 1992, Leifur, f. 1923, d. 2005, Svava Guðbjörg, f. 1925, og Guð- laugur, f. 1927, d. 2016. Ólafur kvæntist árið 1948 danskri konu, Jyttu Laursen Ei- ríksson, f. 1927, d. 2020. Þau skildu árið 1973. Ólafur og Jytta eignuðust þrjú börn: 1) starfaði við Áburðarverksmiðju ríkisins. Ólafur lauk burtfararprófi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 30.4. 1945 og prófi úr Vélskólanum í Reykjavík árið 1948. Árið 1950 flutti Ólafur til Danmerkur með eiginkonu og elsta son og hóf nám í vélfræði við tækniskólann í Odense. Þar fæddist þeim sonurinn Alex Örn. Ólafur dvaldi með fjöl- skyldu sinni í Danmörku í nokk- ur ár við nám og vinnu. Eftir heimkomuna vann Ólafur hjá Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi til ársins 1963. Hann kenndi einnig við Iðnskólann þar 1961-62. Ólafur flutti síðan með fjöl- skylduna til Reykjavíkur og fékk vinnu hjá RARIK, fyrst á teiknistofunni í tvö ár en síðan við uppsetningu díselrafstöðva víða um landið. Útför fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, 26. nóvember 2020, kl. 13. Vegna aðstæðna geta aðeins nánir aðstandendur og vinir verið viðstaddir. At- höfninni verður streymt á slóð- inni https://www.promynd.is/olafur. Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat. Erik Bo, f. 1949, kvæntur Tove And- ersen, f. 1954, býr í Danmörku. Sonur þeirra er Lars Bo, f. 1986, maki Sop- hie. 2) Alex Örn, f. 1951, fráskilinn, býr í Danmörku. Alex og Elsebeth, fyrsta kona hans, eiga synina Jónas Matthías, f. 1978, maki Marie, Simon Daniel, f. 1980, maki Ibet, og Bertram Jó- hann, f. 1991, sambýliskona Olga Andrea. 3) Racel, f. 1954, gift Oddi Garðarssyni, f. 1952, býr á Íslandi. Langafabörnin eru Folke, f. 2007, Pelle, f. 2011, og Svea, f. 2018. Að loknu grunnskólanámi fór Ólafur að vinna sem vinnumað- ur m.a. á Votmúlahjáleigu í Landeyjum á milli þess sem hann hjálpaði foreldrum sínum við bústörfin. Hann fluttist til Reykjavíkur í byrjun seinna stríðsins og hóf nám í renni- smíði. Var á sjó um tíma og Ég kynntist Ólafi skömmu eft- ir að við Racel, dóttir Ólafs, hóf- um búskap í nóvember 1992. Ólafur var strax boðinn og búinn að aðstoða dóttur sína og við- hengið á alla lund, er við stofn- uðum heimili og fluttum inn í íbúð á Barónsstígnum um áramótin 92-93. Hann hjálpaði okkur við hvað eina sem gera þurfti og dró hvergi af sér þó sjötugur væri. Hann var útsjónarsamur og dug- legur til allra verka. Það var nán- ast sama hvað hann tók sér fyrir hendur, allt lék í höndunum á honum. Vorið eftir bauð Ólafur mér með sér í veiðitúr norður í Mið- fjörð, en bróðursonur hans Örn- ólfur Björgvinsson og kona hans Sigurrós Kristín Indriðadóttir áttu veiðirétt í nyrðri Kvíslavötn- um á Arnarvatnsheiði og þangað var förinni heitið. Örnólfur ók okkur frá Stóra-Núpi áleiðis en við þurftum að fara fótgangandi drjúgan spöl klyfjaðir viðlegu- búnaði, nesti, veiðarfærum og beitu til að komast í veiðiskálann við Kvíslavötn. Ólafur var fæddur í sveit og uppalinn við sveitastörf og í nán- um tengslum við náttúru lands- ins. Eftir stutta göngu varð mér ljóst að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af að rata. Ég fylgdist með og sá að Ólafur leit á úrið sitt annað slagið og skimaði svo eftir sólinni til að ná áttum. Þegar við áttum skammt eftir læddist að okkur þoka sem þykknaði þar til við sáum varla handa okkar skil. Eftir smávægilegar tafir, vanga- veltur og þreifingar tókst okkur að finna skálann og vorum við fegnir að komast í húsaskjól. Morguninn eftir var gott veður til veiða. Það var enn nokkur vetr- arkrapi í vatninu og lítil von á fiski. Eftir að hafa barið vatns- flötinn árangurslaust um hríð pakkaði ég saman og gekk til Ólafs. Hann sat á bakkanum, sneri baki í mig og var að bjástra við að þræða iðandi maðk á öng- ulinn sinn. Ég heyrði hann muldra fyrir munni sér „æ aum- ingja maðkurinn“. Eftir hádegi ákváðum við svo að halda aftur til byggða með öngulinn í afturend- anum, eins og gjarnan er sagt þegar ekkert fiskast. Við höfum farið saman í fjöl- mörg ferðalög, sum með stórfjöl- skyldunni, um landið, skipst á að halda matarveislur, hjálpað hvor öðrum við húsaviðhald, bílavið- gerðir og hvað eina sem tínst hef- ur til. Ólafur var réttsýnn, örlát- ur, hafði sterka siðferðisvitund og passaði ávallt vel upp á að gefa meira af sér en hann þáði. Ólafur hafði haldið heimili með glæsibrag í Hlíðarhvammi 12 í Kópavogi um áratuga skeið. Þar átti öll fjölskyldan víst athvarf, börn, barnabörn svo og Jytta, fyrrverandi eiginkona Ólafs, þeg- ar hún var hér á landi og einnig systkini Ólafs og þeirra fjölskyld- ur. Ólafur var einstakur höfðingi heim að sækja, prýðiskokkur og góður sögumaður. Síðustu ár ævinnar glímdi Ólafur við alzheimerssjúkdóminn sem dró hægt og bítandi úr færni hans bæði til verka og samræðna. Árið 2013 flutti hann til okkar á Barónsstíginn en fyrir var móðir mín Ragnhildur Árnadóttir hjá okkur Racel á tíræðisaldri. Þrátt fyrir sjúkdóminn hélt Ólafur ljúfri lund, hlýju og æðruleysi allt þar til yfir lauk. Blessuð sé minn- ing Ólafs Kjartans Eiríkssonar. Oddur Garðarsson. Elsku afi minn. Þakka þér fyr- ir óendanlega ást þína, einlægni og alltumlykjandi umhyggju. Þakka þér fyrir knús þín sem ég fann alveg inn í merg og bein. Þakka þér fyrir ástúð þína, blíðu, hina óhagganlegu ró þína og styrk. Þakka þér fyrir hin endalausu sumur í Danmörku og á Íslandi með mótorolíu, steypuefni, bros og sólskin. Við töluðum ekki sama tungu- mál en ég veit að þú lifir áfram í mér og börnum mínum. Hvíldu í friði elsku afi. Lars Bo Eiríksson, Sop- hie og Svea, Danmörku. Ég hitti Óla fyrst sumarið 1975 þegar Bo, elsti sonur hans, kynnti mig fyrir föður sínum. Þegar ég kynntist Óla nánar reyndist hann vera hjartahlýr og yndislegur maður. Óli var mikill fjölskyldumaður. Hann naut þess að vera með börnum sínum og barnabörnum og hjálpa þeim með hvaðeina sem þörf var á. Við gleymum aldrei árinu þegar til stóð að hlaða steinvegg við kjallarainnganginn heima hjá okkur í Álaborg. Hann vissi nákvæmlega hvað gera þurfti og gekk fumlaust til verks. Sendibílsjórinn, sem kom með steina og möl, var smástressaður þegar hann skilaði af sér sending- unni vegna þess að Óli lét sér ekki nægja að skoða efnið, hann þefaði af og smakkaði á moldinni áður en hann tók við efnunum! Sendi- bílstjórinn hefur ekki gleymt þessum harðduglega Íslendingi sem vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Hann hefur iðulega vísað fólki á að skoða þennan steinvegg þegar hann ráðleggur viðskiptavinum um hvernig hlaða á steinvegg, hann sé fagmann- lega unninn í alla staði. Óli var líka mættur þegar við hjónin reistum viðbyggingu við húsið okkar í Hou og sá til þess með ráðum og dáð að byggingin yrði góð og vel byggð. Samveran bauð líka upp á ann- að en eintóma vinnu og þrældóm. Okkur þótti gaman að vera sam- an í sumarleyfum bæði á Íslandi, Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi. Eitt árið keypti Óli sér tjaldvagn til að ferðast með fjölskyldunni. Óli var matgæð- ingur, hafði gaman af að njóta góðs matar og víns og mörg urðu matarboðin bæði hér í Danmörku og á Íslandi. Þegar við vorum á Íslandi sá Óli sjálfur um elda- mennskuna og bauð upp á góm- sæta lamba- og fiskrétti, ekkert var of gott fyrir börn og barna- börn sem hann vildi gera vel við. Ég hef oft verið spurð í áranna rás hvernig ég gæti „umborið“ að hafa tengdapabba minn á heim- ilinu svona langtímum saman (eitt ár, hálft ár eða einn eða fleiri mánuði í senn) en það var ekki erfitt því Óli var kærleiksríkur og nægjusamur maður sem var aldr- ei yfirþyrmandi eða fyrirferðar- mikill, þvert á móti tók hann þátt í daglegu lífi fjölskyldunnar og hjálpaði þegar þörf var á. Blessuð sé minning Óla tengdaföður míns. Ég votta fjöl- skyldu hans allri innilega samúð mína. Tove Andersen. Ólafur Kjartan Eiríksson HINSTA KVEÐJA Ég hugsa oft til þín og ferðar minnar og Børge mannsins míns til lands miðnætursólarinnar, Ís- lands. Ég minnist gestrisni þinnar og ferðanna með þér til Þingvalla og nágrennis Reykjavíkur; hinnar stór- fenglegu náttúru heima- lands þíns. Hinsta kveðja til þín með þakklæti fyrir allt. Grethe Laursen, Danmörku. Elsku afi. Þakka þér öll árin og minningarnar sem ég á um samverustundir okkar. Í kærleika, Bertram Johann Eiríksson, Danmörku. Kæri Óli. Þakka þér fyr- ir öll árin sem við höfum þekkst og góðar minningar. Mér þykir leitt að geta ekki verið viðstödd og kvatt þig hinstu kveðju. Elsebeth Vinten, Danmörku. Elsku amma mín. Ég er svo þakklát fyrir allar stundirn- ar sem við áttum saman, góðu minningarnar eru endalausar. Ég var svo heppin að fá að verja svona miklum tíma hjá ykkur afa þegar ég var barn og vildi ég helst fá að flytja til ykkar. Þið tókuð mér alltaf opnum örmum. Þau voru ófá sumrin sem ég kom til ykkar. Sigurborg Benediktsdóttir ✝ SigurborgBenedikts- dóttir fæddist 22. nóvember 1937. Hún lést 31. októ- ber. Útför hennar fór fram 7. nóvember 2020. Við vorum mikið uppi í sumarbústað og þar var mikið brallað, enda sann- kallaður ævintýra- heimur. Þú elskaðir að hafa nóg að gera. Oft þegar við vorum uppi í bústað og El- ísabet og Kristján voru með þá var varðeldur í fjörunni og þú spilaðir á gítar og við sung- um. Við krakkarnir fórum líka oft út á bát með afa að veiða. Þegar ég kom um jól eða páska var alltaf fjölskylduboð, þú varst með bingó og oft varstu líka búin að búa til einhver skemmtiatriði sem þú fluttir fyrir okkur. Allt var skreytt hátt og lágt. Svo spil- aðir þú mikið á píanóið og kennd- ir okkur Elísabetu mörg lög á það. Börnin mín hafa verið svo lán- söm að fá að kynnast ykkur afa. Hápunktur hvers sumars var að fara vestur til að vera hjá ykkur. Alltaf vorum við velkomin og þið hugsuðuð svo vel um okkur. Ég er svo þakklát fyrir að eiga svona mikið af fallegu handverki eftir þig. Eins og til dæmis peysurnar sem þú prjónaðir á mig þegar ég var barn og svo þær sem þú prjónaðir fyrir mín börn. Svo ég tali nú ekki um fallegu búta- saumsstjörnuna undir jólatréð sem mér þykir svo vænt um. Ég hugsa til þín og afa alla daga. Ég hef alla tíð verið stolt af því að vera alnafna þín, og mont- að mig af því af við séum þær einu í heiminum sem berum þetta nafn. Takk fyrir allt elsku amma mín, ég elska þig. Þín Sigurborg, Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, langamma og langalangamma, GUÐLAUG MÁRUSDÓTTIR, Lauga frá Haganesi, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar fimmtudaginn 19. nóvember. Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 5. desember klukkan 14. Vegna samkomutakmarkana verður athöfnin einungis fyrir nánustu aðstandendur. Streymt verður frá útförinni og er öllum velkomið að fylgjast með henni https://www.facebook.com/groups/360034031760801 Elísabet Jónsdóttir Þórir Hermannsson Stefanía Jónsdóttir Snorri Evertsson Björk Jónsdóttir Jón Sigurbjörnsson Gyða Jónsdóttir Pétur Stefánsson Erla Sjöfn Jónsdóttir og ömmubörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, VIÐAR NORÐFJÖRÐ GUÐBJARTSSON, lést á líknardeildinni í Kópavogi 22. nóvember. Útför tilkynnt síðar. Fanný Norðfjörð Viðarsdóttir Konráð Ragnar Sveinsson Adam Norðfjörð Viðarsson Ásdís Ragna Óskarsdóttir Simon Norðfjörð Viðarsson Margrét Dís Yeoman Þorleifur Guðbjartsson Bjarni Geir Guðbjartsson Kristín Ósk Gestsdóttir Elín Guðbjartsdóttir Marten Ingi Lövdahl Guðbjartur Guðbjartsson Kazi Pátá Signý Guðbjartsdóttir Sigurður Örn Reynisson Elísabet Röfn Konráðsdóttir JÓN SIGURÐUR EIRÍKSSON Drangeyjarjarl lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þriðjudaginn 24. nóvember. Eiríkur Jónsson Sigurjón Jónsson Viggó Jónsson Sigmundur Jónsson Alda Jónsdóttir Sigfús Agnar Jónsson Björn Sigurður Jónsson Ásta Birna Jónsdóttir Brynjólfur Þór Jónsson Jón Kolbeinn Jónsson og fjölskyldur Okkar heitt elskaði og besti vinur, GUNNAR ÖRN HEIMISSON MARÍUSON, Kaupmannahöfn, er látinn. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Sigríður María Gunnarsdóttir Weiss María Magnúsdóttir Heimir Jón Gunnarsson Sari Paavola Tinna Heimisdóttir Þorvaldur Guðjónsson Þorvaldur Jón Tinnu Þorvaldsson Matthías Örn Tinnu Þorvaldsson Sigríður Samúelsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURÁST SIGURJÓNSDÓTTIR, Álfheimum 68, lést laugardaginn 21. nóvember. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurjón Hannesson Ragnhildur B. Erlingsdóttir Grímur Hannesson Guðrún Norðdahl Sigurður Hannesson Lóa María Magnúsdóttir Ragnhildur D. Hannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.