Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 Hinn frábæri ferðagarpur og jöklafari, Magnús Hallgrímsson, er fallinn frá. Andlát hans kom ekki á óvart. Hann var kominn á 89. aldursár og hafði lengi átt við vanheilsu að stríða. Það mun hafa verið í janúar 1954 að ég sá hann fyrst. Það var í skíðaskála Í.K. í Skálafelli. Hann var þar með félaga sínum Jóhanni Lár Jónassyni, síðar lækni. Skálinn var þéttsetinn af fólki, enda hörkuveður úti. Stórhríð og hörkufrost. Magnús hafði fengið lánað teppi, sem þeir Jóhann bundu á skíðastafi og sigldu síð- an yfir Mosfellsheiði í Skíðaskál- ann í Hveradölum. Leiðin er um 30 km og voru þeir aðeins röska klukkustund á leiðinni. Næst þegar ég sá Magnús var 1965. Ég var þá nýgenginn í Flugbjörgunarsveitina í Reykja- vík og auðvitað var hann þar, réttur maður á réttum stað. Hann var þá að undirbúa eina af ferðum sínum, sem hann hugðist Magnús Hallgrímsson ✝ Magnús Hall-grímsson fædd- ist 6. nóvember 1932. Hann lést 8. nóvember 2020. Magnús var jarð- sunginn 18. nóv- ember 2020. fara um páskana. Nú hugðist hann fara á Öræfajökul og ganga á Hvannadalshnúk og taka með sér all- ar græjur, tjöld og svefnpoka og að auki mannbrodda og ísaxir. Það var því ljóst að þetta yrðu þungar byrð- ar, 25 til 30 kg á hvern mann. Í ferðinni kom í ljós hversu kröftugur Magnús var og úrræðagóður ef eitthvað bjátaði á. Öllu tók hann með stakri ró og lét ekkert setja sig út af laginu. Er ferðin nálgaðist brún jökulsins í 1.800 metra hæð varð fyrir okkur breið sprunga a.m.k. 10 metrar á breidd, en vel fyllt af snjó. Við bundum Magn- ús í kaðal og lagði hann af stað út á snjófylluna. Þegar hann nálgaðist brúnina að ofan fór skíðastafurinn í gegn. En hann var þá ekkert að ekkert að tví- nóna við það. Vék sér til hliðar og dreif sig upp úr sprungunni. Hann kallaði til baka að við ætt- um að tengja okkur saman í band og koma í slóðina á eftir sér. Allt gekk þetta eins og í sögu og von bráðar stóðum við á brún Öræfajökuls í 1.800 metra hæð. Við stöfuðum saman í Jökla- rannsóknafélagi Íslands og fór ég margar ferðir með honum á vegum félagsins. Það var alveg sama hvað bjátaði á. Alltaf var Magnús jafn rólegur og úrræða- góður. Hann hafði einstakt lag á því að rata eftir áttavita, jafnvel þó að um langar vegalengdir væri að ræða. Ef Magnús réð för var það gefið mál að leiðang- urinn endaði á réttum stað. Með Magnúsi er genginn mikill ferðagarpur en líka stakt ljúfmenni. Hann taldi ekki eftir sér að leggja mikið á sig en allt sem upp á kom leysti hann með stakri ró og skynsemi. Blessuð sé minning Magnús- ar Hallgrímssonar. Pétur Þorleifsson. Á köldu vori snemma á stríðs- árunum bættust tveir ungir bræður frá Akureyri í barna- hópinn sem var að læra sund í litlu sundlauginni á Laugalandi á Staðarbyggð í Eyjafirði. Bræðurnir voru þá í sumardvöl á bæjum í nágrenninu. Þetta voru þeir Magnús og Ólafur Hallgrímssynir. Ég kannaðist aðeins við þá því faðir þeirra, Hallgrímur Einarsson ljós- myndari, og faðir minn, Jón M. Júlíusson, voru frændur og góð- ir vinir. Drengirnir tveir, glað- værir og prúðir, féllu vel inn í barnahópinn og ekki þótti okkur stelpunum verra að þeir voru fríðir sýnum, dökkhærðir og brúneygir, og lausir við stríðni. Þarna hófst vinátta okkar Magga Hall, en mér er tamt að kalla hann því nafni. Fáeinum árum seinna vorum við Maggi um skeið í sama bekk í Mennta- skólanum á Akureyri. Þar var Maggi sá af nemendunum sem vissi næstum allt, en aldrei stærði hann sig af því. Man ég að í náttúrufræðitíma var kenn- arinn eitt sinn að fræða okkur um lítið óalgengt skordýr, en Maggi vissi meira um það en kennarinn sjálfur. Eins og gengur slitnaði þráð- urinn milli okkar frændsystkin- anna í nokkur ár. Bæði vorum við í námi í útlöndum um tíma, en mikið var gaman að hitta Magga mörgum árum seinna og kynnast þá Hlíf, hans góðu og skemmtilegu konu. Maggi var mikill náttúruunnandi og bar- áttumaður fyrir verndun ís- lenskrar náttúru. Alltaf var gaman að hlusta á ævintýri sem hann hafði lent í á ferðalögum þar sem hann fór um fjöll og firnindi. Hann var mikill mann- vinur og sýndi það í verki þegar hann tók virkan þátt í hjálpar- starfi víða um heim. Á langri ævi lenti hann oft í ýmsum raun- um, alvarlegum slysum og veik- indum, en hans meðfædda bjart- sýni, hugarró og góðvild til allra sem hann umgekkst gerði hann að miklum gæfumanni. Minn- ingin um hann og lífsverk hans mun lifa með þjóðinni. Ég sakna hans og ætla nú að kveðja hann með svipuðum orðum og hann var vanur að kveðja mig með þegar við töluðum saman í síma: Ævinlega blessaður, kæri vinur og frændi. Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Á Landspítala vinnur stór hópur fólks, fólk sem sjúk- lingar og aðstand- endur sjá og svo allt hitt fólkið. Fólkið sem kemur að þeirri margbreytilegu vinnu, sem þarf til að sjúkrahús virki frá degi til dags. Einn slíkur hópur eru tölvukallarnir og svo auðvitað tölvukonurnar og Dóra var ein af tölvukonunum á Landspítala. Hún byrjaði að vinna þar stuttu eftir að námi í tölvunarfræðinni lauk og þar vann hún þar til starfsævinni lauk vegna veik- inda. Dóra kom að fjölmörgum verkefnum og sinnti mörgum tölvukerfum í sínu starfi. Eitt síð- asta stóra verkefnið sem Dóra kom að var innleiðing og kerfis- stjórn fyrir rafrænt lyfja- skömmtunarkerfi. Í því verkefni Halldóra Magnúsdóttir ✝ HalldóraMagnúsdóttir fæddist 9. ágúst 1954. Hún lést 1. nóvember 2020. Útför Halldóru fór fram 19. nóv- ember 2020. var hún vakin og sofin, hún taldi ekki eftir sér að standa upp úr sófanum á kvöldin og skjótast upp á spítala, bara af því einhver hjúkr- unarfræðingurinn var í vandræðum með kerfið. Ég er viss um að stór hóp- ur starfsmanna LSH minnist Dóru með miklu þakklæti fyrir alla þá aðstoð sem hún veitti öll árin sem hún kom að kerfisstjórn lyfja- skömmtunarkerfisins. En Dóra var ekki bara vakin og sofin í vinnunni, hún átti sér áhugamál utan vinnunnar, áhugamál sem hún stundaði af krafti og miklum áhuga, annars vegar var það briddsinn yfir veturinn og á sumrin tók golfið við. Fyrir tólf árum greindist Dóra með krabbamein og við tók lang- ur og erfiður tími aðgerða og meðferða. Meðferðin tók á, en hún tók á henni með krafti og keppnisskapi og var ákveðin í að koma aftur til starfa. Eftir langt og strangt meðferðarferli kom hún aftur í vinnuna. Hún átti mörg góð ár, en fyrir rúmlega tveimur árum kom krabbinn aft- ur og þá dugði seiglan og keppn- isskapið ekki lengur. Hún þurfti að játa sig sigraða. Þó svo Dóra hafi verið upptek- in í vinnu, bridds og golfi gaf hún sér alltaf tíma til að sinna fjöl- skyldunni sinni. Hún átti stóra og góða fjölskyldu sem henni þótti vænt um. Hún skaust oft til for- eldra sinna í hádeginu, bara til að hitta þau og spjalla. Synirnir þrír voru henni mikils virði og fengum við vinnufélagarnir að fylgjast með þeim í leik og starfi, í gegn- um hana. Og svo þegar litla ömmustúlkan bættist í hópinn, þá var ljóst að nú var Dóra búin að fá enn eitt hlutverkið, sem yrði henni til gleði og ánægju. Litla ömmustúlkan var auðvitað sú fal- legasta og besta sem sést hafði. Því miður fá litlu barnabörnin sem nú eru orðin þrjú ekki að kynnast ömmu Dóru. Fyrir hönd núverandi og fyrr- verandi samstarfskvenna á tölvu- deild Landspítalans kveð ég Dóru og þakka samstarfið. Fjöl- skyldu Dóru sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg Richter. Þegar Halldóra lauk námi í tölvunarfræði frá Háskóla Ís- lands voru á þeim tíma tiltölulega fáar konur sem höfðu aflað sér þeirrar menntunar. Þetta var vorið 1985, fyrir tíma einkatölv- unnar og hvað þá netsins. En stórfyrirtæki voru þó að feta sín fyrstu alvöruspor í tölvu- tækninni. Sú var staðan á Landspítalan- um þegar Halldóra réð sig til starfa á tölvudeildinni, þar sem hún vann lengstan hluta starfs- ævinnar. Hún tók á löngum ferli að sér ýmis verkefni, en umfangsmest var þó innleiðing á nýju lyfjafyr- irmælakerfi. Þetta var flókið verkefni sem Halldóra sinnti af samviskusemi og metnaði. Fyrir Landspítalann var það stórt framfaraskref að leggja af fyrir- mæli á pappír og nota þess í stað fullkomið rafrænt kerfi. Halldóra tókst á sama hátt á við sína krabbameinsmeðferð af festu og æðruleysi. Hún lagði hart að sér að koma aftur til starfa og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. En fáum árum síðar var ljóst að heilsu hennar var enn farið að hraka og hið ill- skeytta mein komið til að vera. Á Birkiborg í Fossvogi starfaði með Halldóru þéttur og góður hópur starfsmanna Hugbúnaðarlausna sem sendir aðstandendum henn- ar samúðarkveðjur á þessum erf- iðu tímamótum. Hannes Þór Bjarnason. Í dag kveðjum við Öbbu vinkonu okk- ar, með sorg og söknuði. Við kynntumst allar við störf okkar á sjúkrahúsinu á Króknum á síðustu öld. Úr varð mikil og Aðalbjörg Vagnsdóttir ✝ AðalbjörgVagnsdóttir (Abba) fæddist 21. nóvember 1951. Hún lést 28. októ- ber 2020. Útför Öbbu fór fram 12. nóvember 2020. góð vinátta og stofn- uðum við fjórar spilaklúbb, þar sem við spiluðum kana af mikilli innlifun og færðum allt til bók- ar. Það var mikið gaman. Þvílíkar gleðistundir og góð- ar minningar sem við eigum frá þeim tíma. Oftast var spilað heima hjá Öbbu og Kidda. Stundum fram undir morgun. En það var nú þá, er við vorum aðeins yngri. Hún hafði einstaka unun af því að matbúa og prófa eitthvað nýtt, og nutum við góðs af frábærum veitingum sem hún reiddi fram. Síðast spiluðum við 9. september og þá var veisluborð hjá henni. Hún lagði ást og alúð í allt sem hún gerði. Matreiðslubækurnar hennar (allar handskrifaðar) eru listaverk, og lýsa henni vel. Heimili þeirra Kidda er fallegt, öllu smekklega fyrir komið, og allir alltaf velkomnir. Minnisstæð er ferð okkar í Hegranesið til Hönnu þar sem við gistum í tjaldvagni. Við reist- um indíánatjald þar sem horft var til himins um leið og losað var. Um morguninn þegar við vöknuðum hringdu allir símar til að vara okkur við því að ísbjörn væri genginn á land! Þvílíkt. Við vorum oft búnar að rifja þetta upp og hlæja að þessari úti- legu okkar. Hún elskaði náttúruna og sín- ar æskustöðvar. Sagði gjarnan: „Sjáið þið blessuðu Blönduhlíðina mína og Blönduhlíðarfjöllin.“ Síð- asta sprettinum í löngu sjúk- dómsstríði hennar er lokið. Hún tókst á við það af slíku æðruleysi og jafnaðargeði að eftir var tekið. Hún var hetja. Við kveðjum góða vinkonu með þakklæti fyrir allar samverustundirnar gegnum um árin. „Lovjú!“ Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vinátta er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Elsku Kiddi og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Jóhanna, Ingibjörg og Hafdís. Elsku pabbi. Þá er komið að þessari stundu sem ég hef kviðið lengi eða allt frá því að fyrst uppgötvaðist að mein væri komið sem þurfti að vinna sigur á og eyða burt. Endalokin voru fjarlæg, lífið gekk sinn vanagang, við hitt- umst reglulega og ræddum málin, fórum yfir málefni líð- andi stundar og rökræddum hitt og þetta. Þú ætlaðir að sigrast á þessum fjanda, það kom ekkert annað til greina og þú varst sjálfum þér líkur með það að þrátt fyrir alla barátt- una lést þú þér hvorki fallast hendur né falla verk úr hendi. Bara núna síðasta sumar klár- aðir þú meira að segja að smíða pall sem við gerðum úti í garði í Grundargerðinu. Ég man ekki eftir þér öðru- vísi en með eitthvað í hönd- unum, hvort sem það var við húsið heima, í bílskúrnum eða í tölvunni, alltaf var eitthvað haft fyrir stafni. Allt frá því ég man eftir mér var alltaf auðvelt að koma til þín og ræða við þig, skoða verkefni eða vandamál saman, finna leið til að gera eitthvað betur. Laga eitthvað, smíða eða hanna eitthvað, alltaf var hægt að leita til þín, elsku pabbi, og þú tókst alltaf opnum örmum á móti mér og gafst mér af tím- anum þínum. Ég man í gamla daga þegar fjárhagurinn var ekki sterkur, þá voru bílarnir oft í eldri kant- inum og oft þurfti að laga eitt- hvað. Þá fékk ég að vera með þér úti í skúr hjá Bjössa afa að laga hitt og þetta. Í öll þau skipti sem við þurftum að flytja því fjölskyldan stækkaði var múrað, pípað, smíðað eða mál- að. Allt þetta gerðum við sam- an því það var þinn háttur. Þú varst alltaf svo óeigingjarn og örlátur á þinn tíma og gafst þér alltaf tíma til að hjálpa, alveg sama hver átti í hlut. Það er sá kostur sem mér er minnisstæðastur allra af þínum mörgu kostum, þú sást það góða í öllum sem þú hittir og kynntist. Þér lynti vel við alla og þér tókst alltaf að finna eitthvað áhugavert og jákvætt í fari allra sem þú hittir. Nú eru tímarnir breyttir og Árni Mogens Björnsson ✝ Árni MogensBjörnsson fæddist 30. ágúst 1946. Hann and- aðist 23. október 2020. Útför Árna var gerð 9. nóvember 2020. allir staðirnir þar sem við eyddum tíma saman eru tómlegri. Þú ert ekki lengur í skúrnum að koma fyrir og raða verk- færunum og vélun- um þínum. Við er- um ekki að fara að hittast næstu helgi til að laga eitthvað í húsinu og erum ekki að undirbúa pallasmíð eða finna út úr einhverju verkefni í tölvunni. Lífið heldur áfram hjá þeim sem kveðja þig í þessum heimi og vona ég að við taki góður staður þar sem þér líður vel og að á móti þér taki ættingjar og vinir sem þú getur átt góðar stundir með. Það líður ekki sá dagur, elsku pabbi, að ég hugsi ekki til þín með söknuði. Ég er að glíma við þá einkennilegu tilfinningu sem grípur mig, þegar ég átta mig á því að þú ert ekki lengur hér. Ekki er hægt að hringja í þig, elsku pabbi, og ekki er hægt að skreppa til þín heim í Grund- argerði eða niður í vinnu til þín, eins og maður gerði svo oft, því þú ert farinn. Þú munt samt alltaf vera hjá okkur. Þú lifir í mér, systkinum mínum og börnunum mínum. Við munum öll minnast þín, elsku pabbi, með hlýhug og endalausri ást eins og þú gafst okkur allan þann tíma sem við áttum sam- an. Bless, elsku pabbi. Björn (Bjössi). Elsku besti afi, mér finnst gífurlega leiðinlegt að þú ert farinn. Ég sakna þín gífurlega og sérstaklega tímans sem við eyddum saman. Það eru hlutir sem við ætl- uðum að gera saman en nú ert þú ekki lengur hér. Frá því að ég var lítill Guttormur hafði ég endalausan áhuga á öllu dótinu sem þú áttir þótt sumir kölluðu þetta rusl, sérstaklega hafði ég áhuga á bílskúrnum þínum sem var í mínum augum gullkista af alls kyns dóti sem ég vissi ekk- ert um. Ég hef enn þá svo margar spurningar um hlutina sem eru í bílskúrnum þínum og það verður erfitt að finna réttu svörin núna. Þú varst búinn að safna heilum hellingi af fínum steinum sem við ætluðum að vinna með og búa til flotta hluti úr. Ég vona að ég geti klárað það sem þú gast ekki byrjað á og gert það eins vel og þú hefð- ir gert það. Guðbjartur Árni. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.