Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 ✝ Bertha Stef-anía Sigtryggs- dóttir fæddist á Húsavík 22. ágúst 1941. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 14. nóv- ember 2020. For- eldrar hennar voru Sigtryggur Pét- ursson, f. 26. ág. 1912, d. 3. okt. 1966, og Helena María Líndal, f. 18. des. 1912, d. 29. nóv. 1995. Systkini hennar voru Helena Bjargey, f. 25. mars 1946, d. 26. okt. 2020, Björn Lín- dal, f. 21. maí 1934, d. 14. júlí 2017, og Pétur Örn, f. 29. júní 1937. Bertha giftist 27.12. 1969 Há- koni Árnasyni hæstaréttarlög- manni. Börn þeirra eru Helena, f. 18.9. 1971, Harri, f. 31.12. 1974, og Tryggvi, f. 22.10. 1977. Helena er í sambúð með Svein- birni Sigurðssyni, f. 21.4. 1960, og eiga þau tvö börn, Berthu Stefaníu, f. 9.11. 2009, og Davíð Marinó, f. 13.2. 2011. Harri er kvæntur Lísu Birgisdóttur, f. 14.6. 1974, og eiga þau þrjú börn, Thelmu Rán, f. 11.4. 2003, Hákon Reyr, f. 24.1. 2005, og Indiönu Rut, f. 9.9. 2008. Tryggvi er kvæntur Sól- veigu Árnadóttur, f. 8.1. 1981, og eiga þau þrjá syni, Einar Árna, f. 14.7. 2011, Snorra Frey, f. 31.3. 2015, og Úlf Ara, f. 3.4. 2018. Bertha lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri 1960 og kennaraprófi 1963. Hún vann sem barnaskólakennari í Varmalandi í Borgarfirði 1963- 1964, á Húsavík 1964-66, í Lækj- arskóla í Hafnarfirði 1967-74 og í Breiðagerðisskóla 1981-2004. Útför Berthu fer fram frá Árbæjarkirkju í Reykjavík í dag, 26. nóvember 2020, kl. 13. Streymt verður frá útförinni: https://streyma.is/utfor/ Virkan hlekk á streymi má nálgast á https://www.mbl.is/andlat Ég held að ég hafi aldrei sagt henni að ég elskaði hana, en ég kýs að trúa því að hún hafi vitað það. Við vorum einstaklega ólíkar, tengdamóðir mín og ég, en það ríkti samt alltaf mikil virðing og væntumþykja á milli okkar. Hún tók mig inn í fjölskyldu sína með opnum örmum stuttu eftir að ég hafði nýverið misst mína eigin móður og ég held að henni hafi fundist ábyrgð sín gagnvart mér meiri þess vegna. Ég man að það fyrsta sem hún sagði við mig þegar við sáumst í fyrsta skipti var: „Mikið ertu lík henni mömmu þinni.“ Eflaust ekki orð að sönnu en nákvæmlega það sem mig langaði að heyra og hugs- anlega sagði hún þetta við mig þess vegna. Hún var mér alltaf alveg einstaklega góð og ekki síst þess vegna vona ég að hún hafi vitað að ég elskaði hana. Við vorum alveg hreint ágæt- ar vinkonur og það var alltaf hægt að leita til hennar og hægt að tala um velflest við hana, enda var hún bráðgreind og vel lesin og alltaf uppfull af um- hyggju. Hún var höfðingi heim að sækja en þegar við hjónin hringdum og boðuðum komu okkar með börnin um helgar beið okkar ævinlega veisla af alls konar ostum, salötum og kexi og alltaf eitthvað smá sætt handa krökkunum og lengi vel eftir að við Tryggvi byrjuðum að búa bauð hún okkur í mat á sunnudagskvöldum. En hún var ekki bara góð tengdamóðir heldur var hún líka einstök móðir og ákaflega natin amma. Hún var ákaflega barngóð, enda gamall barna- skólakennari, og barnabörnin hennar voru öll mjög hænd að henni. Hún taldi það aldrei eftir sér að leika við barnabörnin sín og fór oft með þau út á róló á með- an heilsan leyfði það. En eins og svo oft vill verða þá svíkur líkaminn hugann og það var nákvæmlega það sem gerðist hér. Bertha var ákveðin og viljasterk kona og það átti ekki vel við hana að geta ekki lengur gert svo margt sem hún hafði áður gert, eins og að fara út með barnabörnin. Því var það í raun blessun fyrir hana að veikindalegan var ekki lengri. En nú eru þau bæði farin tengdaforeldrar mínir og ég kýs að trúa því að þau séu saman og séu bæði laus við sín veikindi og líði bara vel og líti eftir okkur, sem eftir erum. Ég lofaði Há- koni, tengdaföður mínum, því, þegar ég kvaddi hann, að ég myndi gæta þeirra sem hann skilur eftir hérna megin og ég lofa þér þessu líka, elsku Bertha mín. Strákarnir mínir þrír senda ömmu sinni kveðjuknús og ég kveð þig með þessum orð- um sem lýsa þér vel: Trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (1. Kor. 13.13) Þín tengdadóttir, Sólveig Árnadóttir (Solla). Það sem kemur upp í huga minn við þessa kveðjustund og þegar ég hugsa um kynni mín af Berthu fyrir um það bil þremur árum er hversu óútreiknanlegar ferðir okkar í lífinu eru og lend- ingarnar misjafnlega margar og langar, eins hvernig það kom óvænt til að okkur fjölskyldunni gafst tækifæri til að lenda heim- ili okkar um stund á neðri hæð- inni á Heiðarásnum í húsinu þeirra Berthu og Hákonar sem féll frá fyrir rétt rúmu ári. Þessi þrjú ár hafa gefið okk- ur nýja sýn á lífið, ný tækifæri til að njóta lífsgæða og frelsis sem okkur var sárlega farið að vanta okkur til handa. Bertha var í mínum huga sterk kona sem gott var að eiga í samskiptum og samvinnu við; léttleikinn, æðruleysið, heiðar- leikinn, víðsýnin, viskan og ósérhlífnin eru þeir af hennar kostum sem koma sterkt upp í huga minn. Við áttum góðar stundir sam- an í garðinum ég og hún þar sem við tókum til hendinni og spjölluðum gjarnan um lífið og tilveruna, þar hlotnaðist mér frá henni heilmikil viska, víð- sýni og nýr vinkill á allskyns málum tengdum lífsins ólgusjó. Bertha sparaði ekki þakklæti sitt fyrir eljusemi mína í garð- inum sem hún hafði í mörg ár haldið í heiðri en var farin að eiga erfiðara með enda feikna- mikill og gróðursæll; hún sagði mig minna sig á hana sjálfa á yngri árum þar sem ég gat aldr- ei stoppað fyrr en ég var búin að ná ákveðnum árangri. Hún saknaði þess tíma. Hún dásamaði oftar en ekki vand- virkni mína og sagði þessa eft- irminnilegu setningu við mig sem mun ætíð hlýja mér um hjartarætur: „Það verður bara allt fallegt sem þú snertir.“ Það gefur augaleið í okkar huga að þessi millilending í lífi okkar fjölskyldunnar hjá þeim heiðurshjónum Berthu og Há- koni, sem við notum hér tæki- færið til að minnast líka, varð aðeins styttri en við vonuðumst til en var okkur til heilla. Ég gæti alveg haldið áfram að mæra þennan tíma okkar, margt og mikið kemur upp í hugann, sumarbústaðurinn á Laugarvatni sem við höfum haft aðgang að í mörg ár og eigum góðar minningar frá, umhyggj- an fyrir gæludýrunum okkar og svo margt fleira sem við minn- umst og þökkum. Við geymum góðar minning- ar um gott fólk og komum hér með á framfæri þakklæti til þess. Vona að þau heiðurshjón Bertha og Hákon séu nú sam- einuð á ný. Samúðarkveðjur sendum við til barna þeirra, Harra, Lenu, Tryggva og fjöl- skyldna þeirra, líka til annarra vina og vandamanna. Gleym mér ei Rauð lítil stúlka rjóð í kinnum raular ég gleym’ ei okkar kynnum Meðan lífið áfram líður manstu þá eftir mér Tifar tíminn áfram tíður, tárin tala, blómið bíður Þá frá sólu hverfur ský þú blómstrið lítur á ný Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið gleym ei mér (Aurora Borealis) Kærleikskveðja, Helga Hrund og fjölskylda. Bertha Stefanía Sigtryggsdóttir ✝ Þórir Sigurðs-son fæddist á Geysi í Haukadal 17. október 1939. Hann lést á dval- arheimilinu Ási í Hveragerði 19. nóv- ember 2020. Foreldrar Þóris voru Sigrún Bjarnadóttir frá Bóli í Biskupstung- um, f. 7. nóvember 1903, d. 10. ágúst 1979, og Sig- urður Greipsson frá Haukadal í Biskupstungum, f. 22. ágúst 1897, d. 19. júlí 1985. Þórir átti 5 systkini: Bjarni, f. 8. maí 1933, d. 13. apríl 1936. Bjarni, f. 26. apríl 1935, d. 2. maí 2018. Katrín, f. 20. febrúar 1937, d. 7. desember 1938. Greipur, f. 17. maí 1938, d. 19. september 1990. Már, f. 28. apríl 1945, d. 3. maí 2017. Eiginkona Þóris er Þórey Jónasdóttir, f. 23. nóvember 1946, frá Kjóastöðum í Biskupstungum. Foreldrar hennar voru Jónas Ólafsson, bóndi frá Kjóastöðum, f. 5. des- ember 1912, d. 20. desember 1997 og Sigríður Gústafsdóttir húsfreyja frá Kjóastöðum, f. 29. febrúar 1920, d. 27. nóvember 2011. Þórey á 15 systkini. Þórir og Þórey giftust á jóla- dag 1966 í Skálholti. Börn þeirra eru: Sigrún María, f. 11. júní 1966. Þórir stundaði margar íþróttagreinar með góðum ár- angri. Hann var afreksmaður í sundi og glímu. Þórir starfaði í Ungmenna- félagi Biskupstungna og setti mikinn svip á íþróttalífið í Bisk- upstungum. Þórir var gjaldkeri Umf. Biskupstungna um árabil, sá um veitingasölu í Aratungu, stýrði árshátíðum, kvöldvökum eða íþróttakvöldum. Þórir var gerður að heiðursfélaga Ung- mennafélags Biskupstungna á 90 ára afmæli félagsins árið 1988. Þórir var íþróttakennari í Reykholtsskóla í 20 ár og sinnti skólaakstri í 40 ár. Þórir og Þór- ey stunduðu garðyrkju og ráku flutningafyrirtæki um árabil, fluttu grænmeti úr Tungunum til Reykjavíkur og hinar ýmsu vörur til baka. Þau ráku einnig tjaldsvæði í Reykholti í mörg ár og byggðu upp ferðaþjónustu við heimili sitt í Haukadal og síðar golfvöll ásamt ásamt fjölskyldunni sinni. Þórir stjórnaði Geysisgosum um árabil og var einnig land- vörður á hverasvæðinu á Geysi. Síðustu misserin dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði. Útförin fer fram frá Skál- holtskirkju í dag, 26. nóvember 2020, klukkan 14, að við- stöddum nánustu ættingjum. Streymt verður frá athöfninni á facebooksíðu Skálholts: https://tinyurl.com/y3hz7ba6 Virkan hlekk má nálgast á https://www.mbl.is/andlat Jónas Sigþór, f. 16. mars 1970. Í sambúð með Jes- sicu Danielsson, f. 17. febrúar 1986. Dóttir Jónasar og Önnu Maríu Bjarnadóttur er Marey, f. 8. október 1993. Marey er gift Birgi Blöndahl Arngrímssyni, f. 28. september 1992 og eiga þau eina dóttur, Brynju Blöndahl, f. 30. apríl 2019. Sonur Jónasar og Freydísar Örlygsdóttur er Sölvi Freyr, f. 8. nóvember 2001. Ágústa, fædd 15. ágúst 1973, gift Einari Tryggvasyni, f. 12. mars 1965. Sonur Ágústu og Svavars Þórissonar er Atli Þór, f. 21. júlí 1989. Unnusta hans er Guðrún Gísladóttir, f. 23. janúar 1991. Synir Ágústu og Einars eru Ólafur Aron, f. 22. mars 1993 og Karl Jóhann, f. 16. júní 2002. Þórir ólst upp á heimili for- eldra sinna, Sigurðar Greips- sonar og Sigrúnar Bjarnadótt- ur, í Íþróttaskólanum í Haukadal. Hann fór til náms í Sönderborg í Danmörku þar sem hann útskrifaðist sem íþróttakennari árið 1961. Hann stundaði nám í Garðyrkjuskól- anum á Reykjum í Ölfusi og lauk þaðan garðyrkjuprófi vorið 1963. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Hvíl í friði, pabbi minn. Þín dóttir, Ágústa. Í dag kveðjum við Þóri Sig- urðsson tengdapabba. Dugnað- arfork sem alltaf var að. Íþróttakennsla, garðyrkja, skólaakstur, ferðaþjónusta, flutningafyrirtækið. Hann stoppaði aldrei. Það virtust fleiri klukkustundir í sólarhringnum hjá honum en hjá okkur hinum. Eftirminnileg sagan sem Jónas mágur skrifaði um jólahaldið í æsku, en hann skrifar: Á að- fangadagskvöld borðaði fjöl- skyldan saman góðan mat, svo fórum við að taka upp pakkana með mömmu, en pabbi fór í bók- haldið. Alltaf að, en svo gaf hann sér líka tíma og skemmti sér með sínum og þá gjarnan bland- að í Egils-þykkni og vatn, já eða appelsín á betri dögum. Þórir var maður með mikla persónutöfra, brosið, væntum- þykjan, stóð með sínum, já eða öllum reyndar. Meira hvetjandi og greiðviknari maður var vand- fundinn. Þessi góðvild var al- þekkt og margir fengu notið. Eins og Kristófer í Helludal sagði einhverju sinni: „Ja þar náðir þú þér í góðan tengdaföð- ur.“ Ég jánkaði því auðvitað, en furðaði mig á að hann nefndi ekki dótturina. Kristófer sá gamla í réttu ljósi. En Þórir gat líka haft ákveðnar skoðanir og látið mann heyra það. Eins og þegar við Mási, bróðir hans, reyndum að reka Austurhlíðarrollurnar af Geysistorfunni, einhverju sinni, á Toyota Yaris, með lélegum ár- angri auðvitað. „Maður þarf að fara út úr bílnum til að reka rollur,“ sagði Þórir. Nú dagana og vikurnar á eftir var lítið talað. Þórir var ævintýramaður og heimsborgari. Hann fór til náms til Danmerkur og ferðaðist síð- an töluvert með Eyju sinni, meðan hann hafði heilsu til. Og hver hefði tekið upp á því að byggja golfvöll, án þess að hafa snert á golfkylfu. Jú Þórir, en völlurinn skyldi vera erfiður, sannur íþróttaleikvangur, enda Þórir alinn upp á íþróttaskólan- um í Haukadal þar sem búnir voru til alvöruíþróttamenn, þeir búnir undir lífið, lífið sem er ekki alltaf sanngjarnt. Völlurinn ber þess merki og kylfingar skæla undan honum. En þeir eru auðvitað seinni tíma vælu- skjóður sem þarf bara að herða. Þórir var vörslumaður hver- anna á Geysi. Enginn hafði meira vit á eða reynslu af þessu svæði. Hann hafði skoðanir á því hvernig ætti að ganga fram og framkvæmdi. Studdi land- græðslu, en spurði sig og aðra af hverju það ætti ekki líka við á Geysi. Inngrip, sem gæti bætt ástand og ásýnd hveranna. Þórir barðist við parkinson síðustu 30 árin, sjúkdóm sem lagðist á fleiri í hans fjölskyldu. Hann tók því af æðruleysi. Sagði að margur hefði fengið styttri ævi, lélegri spil á hendi. Þakk- látur fyrir sitt, en keppnismaður allt til enda. Fylgdi leiðbeiningum lækna og bjó að sínu andlega og lík- amlega atgervi. Stuttu fyrir andlátið lagði hann línur, að hann gæti skroppið í sveitina, skipt um olíur og síur á traktor- unum og Dodge-inum. Ekki viss um hvenær hann gæti litið eftir þeim næst og okkur sýnilega ekki treystandi, sagði að það yrði nægur tími til að hvíla sig í gröfinni. Nú hefur hann fengið hvíldina blessaður. Eftir standa minningar um vin- áttu, samveru og stuðning. Þessi karl var einn af þeim allra bestu og fer í heiðurshöllina. Hans er sárt saknað. Einar Tryggvason. Vertu sæll kæri vinur ég kveð þig nú með sorg í hjarta og tár á kinn. Þótt fenni í sporin þín þá lifir lag þitt enn, þú löngum spannst þín draumaljóð. Á hverjum morgni rís sólin og stafar geislum inn til mín. Þótt ég hafi vitað að þessi dagur kæmi, þá er hann samt svo erfiður. Kveðjustund sem maður von- aði að kæmi aldrei. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki hitt á þig lengur, tala um Dodge-inn, traktorana eða heyra gamlar sögur annaðhvort úr skólabílaakstrinum eða vöru- bílunum. Það sem það var gam- an að fá að sitja með ferð í bæ- inn, fara með grænmeti í Mata og stoppa í Skalla á leiðinni út úr bænum. Það fylgir því mikið stolt, og fríðindi, að geta sagst vera barnabarn Þóris á Geysi, eða Tóta á Geysi eins og sumir köll- uðu hann. Það þekktu þig allir, það skipti engu hvar maður kom í heimsókn, það höfðu allir góða sögu að segja. Greiðasemin landsþekkt. Þau voru ófá skiptin sem ég fékk að heyra sögur úr landsfrægu 50 ára afmæli þar sem þú labbaðir á höndum um alla Aratungu og út á hlað í sennilega stærsta afmæli sem sögur fara af. Það var magnað að sjá þig ganga á höndum fram og tala baka á ganginum heima á Geysi, orðinn rúmlega 60 ára. Þetta gastu þrátt fyrir helvítis park- insonið. Og síðan ferðirnar okkar á kvöldin upp á hverasvæði að veiða klinkið úr Kalda Blesa, þar sem þú varst búinn að festa gamlan hátalara á prik til að nota segulinn til að ná klinkinu upp. Ég gæti haldið áfram lengi að þylja upp sögur og góðar minn- ingar af þér elsku afi, þær eru ótalmargar. Það verður erfitt að sætta sig við þá staðreynd að þú sért far- inn, fá ekki tækifæri til að kynna fyrir þér ófædda dóttur okkar Guðrúnar. En það hjálpar að eiga allar þessar góðu minning- ar. Takk fyrir allt. Atli Þór Svavarsson. Afi minn. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst, að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt, hann var mér góður afi, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann. Í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt. Hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima. En eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth Þ.) Ólafur Aron og Karl Jóhann. Þórir Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.