Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Frakkar hafaákveðið aðláta slag standa og leggja þriggja prósenta „stafrænan skatt“ á netfyrirtæki. Er skattinum einkum beint gegn netrisunum Google, Amazon og Facebook. Frakkar hugðust hefja þessa skattlagn- ingu í fyrra, en hættu við þegar Bandaríkjamenn brugðust við með því að hóta 25% refsitoll- um á franskar vörur. Skattinum var frestað með vísan til alþjóðlegra samninga- viðræðna. Þær viðræður hafa hins vegar engu skilað og ákvörðun Bandaríkjamanna um að setja viðræðurnar á ís í sumar vegna kórónuveirunnar hefur augsýnilega orðið til þess að Frakkar ákváðu að bíða ekki lengur. Samkvæmt fréttum leggst skatturinn á um 30 fyrirtæki, sem velta meira en 750 millj- ónum evra í allt og minnst 25 milljónum evra í Frakklandi. Þurfa þau meðal annars að greiða skatt af auglýsingum á netinu. Umsvif fyrirtækjanna Face- book og Google á auglýs- ingamarkaði hafa haft gríðar- leg áhrif og nánast þurrkað upp tekjur fjölmiðla víða um heim. Þetta hefur verið harð- lega gagnrýnt á þeirri for- sendu að auglýsingatekjur ris- anna byggist meðal annars á efni fjölmiðla án þess að nokkrar greiðslur komi í staðinn. Fjölmiðlar á Ís- landi hafa ekki far- ið varhluta af þess- ari þróun og hún skekkir verulega samkeppn- isstöðuna. Það hefur verið kyndugt að horfa upp á opin- ber fyrirtæki og stofnanir aug- lýsa hjá netfyrirtækjum, sem ekki þurfa að borga skatt, um leið og skattur er lagður á inn- lenda miðla fyrir sömu þjón- ustu. Steininn tekur þó úr þegar ráðamenn rökstyðja það að borga fyrir birtingu auglýsinga hjá netrisunum frekar en inn- lendum keppinautum þeirra með því að það sé skiljanlegt því að það sé ódýrara. Ein ástæðan fyrir því að það er ódýrara er einmitt sú að þau sleppa við að borga skattinn, sem yfirvöld leggja á innlendu miðlana. Ástralar hafa reynt að leggja til atlögu við netrisana og það verður áhugavert að sjá hvern- ig tilraun Frakka mun ganga. Hlutverk stjórnvalda er að sjá til þess að allir sitji við sama borð. Það á líka við um sam- keppni á auglýsingamarkaði milli íslenskra fjölmiðla og er- lendra risafyrirtækja. Hægt væri að þurrka út skattaforgjöf erlendu risanna með einu pennastriki. Frakkar leggja á „stafrænan skatt“ þrátt fyrir hótanir Bandaríkjamanna um refsitolla} Forgjöf netrisanna Þessi klisja erþekkt hér: „Við þurfum að ganga í ESB og ná að borðinu til að fá sömu áhrif og hin- ir.“ Þeir sem rök- styðja svo kröfu um fullveldisafsal þjóðar sinnar tala gegn betri vitund. Ella væru þeir bjálfar. Það er minna en ekkert gert með afstöðu smáþjóða innan ESB. Og á með- al „smáþjóðanna“ sem lítt er hlustað á eru nú þjóðir sem Ís- lendingar horfðu löngum upp til. Bretland er mesta herveldið innan ESB, annað af tveimur ríkjum þess með neitunarvald hjá SÞ, efnahagslegt þungavigt- arríki og ein helsta miðstöð al- þjóðlegra viðskipta. En vildi samt út. Af hverju? Vegna þess að ESB þrengdi sífellt meir að fullveldi Bretlands! Það tók ára- tuga baráttu að komast út. For- dæmi Breta er að opna augu margra á meginlandinu. Ábyrgðarlausu valdafíklarnir í Brussel tukta því smáþjóð- irnar til, eins og frásagnir um Pólland og Ungverjaland eru dapurleg dæmi um. Þau ríki eru sökuð um að brjóta „gildi ESB“ hver sem þau kunna að vera. Nú í vikunni benti hollenskur ESB-þingmaður, Jan Eppink, á hræsnina þegar ESB þættist ekkert sjá eða heyra hvenær sem Frakkland gengi harkalega gegn „þessum sameiginlegu gildum“ þegar lögregla og óeirðahersveitir gengu mánuðum saman og hlífðarlaust gegn þeim sem mótmæltu efnahagsstefnu Mac- rons, forseta Frakklands. Á meðan væri vöndurinn látinn dynja og það opinberlega á bök- um Póllands og Ungverjalands. Markmiðin væru ekki sögð op- inberlega enda óþarft svo al- þekkt eru þau. Tilgangurinn er að skipta um stjórnvöld í þess- um löndum. Glæpur þeirra er sagður sá að kyngja ekki þegj- andi svokölluðum hjálparsjóði vegna kórónuveiru, sem hleður skuldum á ríkin. Smáríkin eru með þjósti sökuð um að brjóta „anda evrópulaga“ en ekki er andað á sveitir Macrons sem lætur lúskra á frönskum laun- þegum mánuðum saman. ESB-þingið er áhrifalítil skraf- samkoma. En samt kveinkuðu sumir sér þar í liðinni viku} Láta lúskra á sér S ætur ilmurinn af piparkökum, randa- línum og smákökum er alltumlykj- andi, enda jólin á næsta leiti. Ást Ís- lendinga á sætum kökum og brauði er þó ekki bundin við eina árstíð og fátt er betra en að vakna snemma um helgar til að skjótast í bakarí fyrir fjölskylduna. Bera fram nýbakað brauð, álegg og jafnvel leyfa börnunum að sökkva sér í kleinuhring eða volgan snúð. Bakaraiðn á sér langa sögu hér á landi. Árið 1834 stóð kaupmaðurinn Peter C. Knudtson fyr- ir byggingu húsa á Torfunni svokölluðu, þar sem eitt húsanna var búið bakaraofni. Þangað réðst til starfa erlendi bakarameistarinn Tönnies Daniel Bernhöft og Berhöfts-bakarí varð til. Framan af voru einungis bakaðar nokkrar teg- undir af brauði, svo sem rúgbrauð, franskbrauð, súr- og landbrauð, en smám saman jókst úrvalið og þótti fjölbreytt um aldamótin 1900. Þar með var grunn- urinn lagður að bakarísmenningu sem er löngu rótgróin í samfélaginu. Formlegt nám í bakaraiðn hófst í Iðnskól- anum í Reykjavík árið 1964 og greina mátti mikla ánægju yfir því að stórt baráttumál bakarastéttarinnar væri í höfn! Enn má merkja mikla ánægju með íslensk bakarí, en ánægjan nær einnig til annarra iðngreina. Við erum stolt af fagmennsku þeirra sem lært hafa sína iðn í íslenskum skól- um og loksins er okkur að takast að ryðja úr vegi kerf- islægum hindrunum í starfsmenntakerfinu – nokkuð sem lengi hefur verið rætt, án sýnilegs árangurs fyrr en nú. Kerfisbreytingunum er ætlað að jafna stöðu iðnnáms og bóknáms, fjölga þeim sem mennta sig í takt við eigin áhuga, auka veg og virðingu iðngreina og uppfylla betur þarfir samfélagsins. Þetta er mín menntahugsjón. Stefnt er að því að frá og með næsta skólaári fái iðnmenntaðir sem vilja aðgang að háskólum, rétt eins og bókmenntaðir framhalds- skólanemar. Í því felst bæði sjálfsögð og eðlileg grundvallarbreyting. Önnur slík felst í nýrri að- ferðafræði við vinnustaðanám iðn- og starfs- nema en framvegis mun skólakerfið tryggja námslok nemenda, sem ráðast ekki af að- stæðum nema til að komast á starfssamning. Reglugerð í þessa veru verður gefin út á næstu dögum, en þetta er líklega stærsta breytingin sem orðið hefur á starfsmenntakerfinu í ára- tugi. Auknum fjármunum hefur verið veitt til tækjakaupa og til að bæta kennsluaðstæður í starfsmenntaskólum. Við höfum ráðist í kynningarátak með hagaðilum til að vekja athygli á starfs- og tækninámi, skóla- húsnæði verið stækkað og undirbúningur að nýjum Tækni- skóla er hafinn. Samhliða hefur ásókn í starfsnám aukist gríðarlega og nú komast færri að en vilja. Einhverjir kalla það lúxusvanda, en minn ásetningur er að tryggja öllum nám við hæfi, bæði hárgreiðslumönnum og smíðakonum. Með fjölbreytta menntun og ólíka færni byggjum við upp samfélag framtíð- arinnar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Íslenska iðnbyltingin Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ekki sér fyrir endann á ára-löngum deilum milli þjóð-kirkjunnar og ríkis-valdsins um sóknargjöld. Forsvarsmenn kirkjunnar halda því fram að sóknargjöldin hafi verið skert á hverju ári, allt frá því að sá niður- skurður hófst í kjölfar bankahrunsins árið 2009, og nú sé enn á ný fyrir- hugað að skerða sóknargjöldin í tengslum við fjárlagagerð næsta árs. Þetta verði að leiðrétta. Fjármálaráðuneytið er á annarri skoðun og segir að framlög til sókn- argjalda hafi hækkað meira á síðustu árum en viðmiðunarforsendur fjár- laga gera ráð fyrir. Lagt er til í fjárlagagerðinni að sóknargjald til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga á næsta ári verði 980 kr. á mánuði. Í umsögn biskups Íslands fyrir hönd kirkjuráðs til efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis er gagnrýnt að skerða eigi sóknargjöldin þrettánda árið í röð og tekjur trú- félaga og safnaða verði 54% af því sem þau ættu að vera. Sóknargjöldin ættu með réttu að vera 1.815 kr. ef lögum væri framfylgt. „Söfnuðir landsins hafa þurft og munu nú þurfa að skerða þjónustu sína enn frekar,“ seg- ir þar. Skil á félagsgjöldum? Ráðuneytið hefur nú svarað þessu á minnisblaði til þingnefnd- arinnar þar sem farið er í ítarlegu máli yfir þróun sóknargjaldanna. Fram- lögin verði rúmir 2,7 milljarðar á næsta ári og hafi verið aukin um 429 milljónir að raunvirði frá árinu 2012, sem sé 19% raunaukning. Talsmenn kirkjunnar hafa aldrei fallist á að líta beri á sóknargjöldin sem framlag ríkisins heldur séu þau skil á innheimtum félagsgjöldum, sem eigi að hækka árlega í samræmi við breytingar á meðaltekjuskattsstofni einstaklinga. Ráðuneytið bendir hins vegar m.a. á að skv. lögum um sókn- argjöld eigi ríkið að greiða mán- aðarlegt framlag til safnaða og skráðra trúfélaga miðað við tiltekið einingarverð fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri. Greiðslurnar byggist á fjölda einstaklinga í trúfélögum. Framlögin séu greidd úr ríkissjóði af almennu skattfé óháð innheimtu tekjuskatts og óháð því að talsverður hluti framteljenda greiði engan tekju- skatt. Viðurkennt er á minnisblaði ráðuneytisins að gripið hafi verið til aðhaldsaðgerða í kjölfar hruns banka- kerfisins og dregið umtalsvert úr framlögum til trúfélaga en þetta hafi stjórnvöld afráðið m.a. í ljósi þess að framlög til trúfélaga hafi hækkað miklu meira en framlög til flestra al- mennra ríkisstofnana áratuginn á undan. Á árunum 2015 og 2016 hafi svo verið veitt varanleg viðbótar- framlög til sóknargjalda og í fyrra veittar 150 millj. kr. aukalega í sókn- argjöld samhliða breytingum á starf- semi þjóðkirkjunar í tengslum við samning ríkisins og þjóðkirkjunnar sem gerður var í fyrra. Ráðuneytið víkur einnig að fækk- un meðlima þjóðkirkjunnar og segir 63% Íslendinga nú skráð í þjóðkirkj- una en hafi verið 80% árið 2008 og 90% árið 1998. „Þeim sem eru í þjóð- kirkjunni og teljast greiðendur sókn- argjalda (einstaklingar 16 ára og eldri áður en gjaldár hefst) hefur fækkað á liðnum áratug. Árið 1998 voru greið- endur 182 þús. en fjöldi greiðenda náði hámarki árið 2009 þegar þeir voru 196 þús. Síðan þá hefur greið- endum sóknargjalda í þjóðkirkjunni í heild fækkað um 11 þúsund og eru 185 þús. árið 2020. Á þessu sama tímabili hefur heildarfjöldi greiðenda sóknar- gjalda aukist um sjö þús. og Íslend- ingum fjölgað um 45 þús.“ Togstreita um sókn- argjöld heldur áfram Morgunblaðið/Kristinn Hallgrímskirkja Talsmenn sóknanna segja starfið aldrei mikilvægara en nú. Þegar kvíði og áhyggjur liggi þungt á fólki geti það leitað til kirkjunnar. Fjármálaráðuneytið rekur á minnisblaði framlög vegna sóknargjalda allra trúfélaga á umliðnum áratugum og segir þau hafa aukist verulega frá því að núgildandi lög voru sett 1987 eða um 106% á föstu verðlagi 1988 til 2008. „Þá má nefna að á föstu verð- lagi námu heildarframlög vegna trúfélaga 84 milljörðum kr. frá árinu 1988 til ársins 2014. Á til- teknum hluta þessa tímabils þurftu stjórnvöld að standa fyr- ir miklu útgjaldaaðhaldi og lækkun framlaga til ríkisstofn- ana til að draga úr eða varna halla á ríkisrekstrinum, einkum vegna efnahagssamdráttar í upphafi níunda áratugar síð- ustu aldar og síðan í nokkru minni mæli árin 2002 og 2003. Þessi aukning framlaga til trú- félaga varð því umtalsvert meiri en átti almennt við um önnur rekstrarframlög til stjórnsýslu- stofnana ríkisins,“ segir þar. 84 milljarðar á 26 árum FRAMLÖG TIL TRÚFÉLAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.