Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Árni Sæberg Þyrla Ljóst er að áhrifa verkfallsins mun gæta næstu vikur og mánuði. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Náist ekki samkomulag í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar mun ekkert loftfar Gæslunnar verða til taks eftir 14. desember. Fram að því verður viðbragðsgetan einnig mjög skert því einungis ein þyrla verður tiltæk og mikil óvissa mun ríkja um lofthæfi hennar. Þetta kemur fram í svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, við skriflegri fyrirspurn Morgunblaðsins um verkfall flug- virkja sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember. Bendir hann á að eftir því sem verkfall dragist á langinn taki lengri tíma að byggja upp viðbragðs- getu að nýju. Jafnvel þótt verkfallinu lyki í þess- ari viku yrðu tvær þyrlur tiltækar í aðeins tíu daga í desember. Ljóst er því að áhrifa verkfallsins muni gæta næstu vikur og mánuði. Ráðherrar VG andsnúnir Heimildir Morgunblaðsins herma að í innanríkisráðuneytinu sé tilbúið frumvarp til laga gegn verkfalli flug- virkja. Þá herma heimildir blaðsins einnig að óeining ríki innan ríkis- stjórnarinnar um hvort leggja eigi fram frumvarpið. Ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst sig andsnúna frum- varpinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að frumvarp um lög á verkfallið hafi ekki verið lagt fyrir ríkisstjórnina þegar málið var rætt á fundi hennar á þriðjudags- morgun. „Ég lagði fram þá valkosti sem eru í stöðunni og einn af þeim er að setja lög á verkfallið. Allir valkostirnir voru ræddir ítarlega á ríkisstjórnar- fundinum eins og ég greindi frá eftir hann,“ sagði Áslaug við Morgunblað- ið í gærkvöldi. Leggi sig alla fram Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir að hún hafi ekkert frum- varp séð og bætir við að hún leggi áherslu á að „vegna eðlis þessara starfa leggi samningsaðilar sig alla fram við að komast að samkomu- lagi“. Fundi deiluaðila hjá ríkissátta- semjara lauk án árangurs síðdegis í gær. Komið verður saman að nýju til fundar klukkan níu árdegis í dag. Án þyrlu eftir 14. desember  Skiptar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar um hvort setja eigi lög á verkfall flugvirkja  Semjist ekki fyrir 14. desember verður ekkert loftfar LHG tiltækt þar eftir  Frumvarp tilbúið innan ráðuneytis Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gengið til fundar Ekki náðist samkomulag á fundi ríkissáttasemjara í gær. l jóli JÓLAMATUR, GJAFIR OG JÓLAHEFÐIR Í 128 SÍÐNA SÉRBLAÐI JÓLABLAÐIÐ F I M M T U D A G U R 2 6. N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  279. tölublað  108. árgangur  Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samtök ferðaþjónustunnar hafa endurskoðað áætlanir fyrir næsta ferðasumar í tilefni af árangri við þróun bóluefna gegn veirunni. Spá samtökin nú bata frá og með öðrum ársfjórðungi á komandi ári. Samkvæmt spánni fara erlendir ferðamenn að koma til landsins í apríl þegar ferðalög hefjast á ný. Gangi spáin eftir mun ferðamönn- um fjölga eftir því sem líður á næsta ár. Þeir verði þannig orðnir um 100 þúsund í desember árið 2021, eða um 80% af fjöldanum í desember 2019. 780 þúsund ferðamenn Vilborg Helga Júlíusdóttir, hag- fræðingur SAF, áætlar í spánni að hingað komi 780 þúsund erlendir ferðamenn á næsta ári, borið saman við tæplega tvær milljónir árið 2019. Áformað er að hefja bólusetningu vestanhafs innan þriggja vikna. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), segir áhugann á Íslands- ferðum hafa aukist markvert eftir að greint var frá árangri við þróun bóluefna gegn kórónuveirunni. Nú séu bókanir fyrir næsta sumar 20- 30% af því sem gerist í eðlilegu ár- ferði á þessum tíma ársins. Greint verði frá tilslökunum „Það er greinilega aukin bjartsýni en við köllum alltaf á aukinn fyrirsjáanleika,“ segir Kristófer sem segir það mundu muna miklu ef stjórnvöld gæfu út dagsetningu um hvenær slakað verður á sóttvörnum í tilefni af bættum horfum. „Við gætum verið að selja meira þessa dagana ef við gætum lofað dagsetningum,“ segir Kristófer. Myndi skapa hundruð starfa Fyrirtækið Airport Associates þjónustar mörg af þeim flugfélögum sem fljúga til Keflavíkurflugvallar. Það hafði mest 700 starfsmenn 2018. Sigþór Kristinn Skúlason, for- stjóri félagsins, segir umsvifin ráð- ast af áætlunum flugfélaganna sem það þjónustar. Tíðindin af bóluefn- um gefi tilefni til bjartsýni. „Ég er til dæmis ekki sammála greiningu Seðlabankans um ferða- sumarið 2021. Ég held að með út- breiddri bólusetningu fyrir næsta sumar verði mun meiri áhugi á Ís- landi en Seðlabankinn spáir,“ segir Sigþór Kristinn sem áætlar að félag- ið kunni að ráða 150-400 starfsmenn á næsta ári en um 100 manns starfa nú hjá félaginu sem óx með vexti ferðaþjónustunnar. Ferðamennirnir snúa aftur í apríl  SAF spá fjölgun ferðamanna í kjölfar tíðinda af bóluefnum Spá um fjölda ferðamanna 2021* Sem hlutfall af fjölda árið 2019 90% 60% 30% 0% apríl júní ágúst okt. 10% 80% 50% Heimild: SAF * Fjöldi erlendra ferða- manna um Keflavík MSpá fjölgun með vorinu » 16 „Það verða nánast engin jólaböll hjá fyrirtækjum. Það er því hart í ári en við erum að reyna að halda gleðileg jól og finna leiðir fyrir þá sem vilja gera eitthvað,“ segir Andrea Ösp Karlsdóttir hjá Jóla- sveinar.is. Fyrirtækið sér um að fá jólasveina til að koma til byggða og skemmta börnum og fullorðnum. Vegna kórónuveirufaraldursins og samkomutakmarkana má gera ráð fyrir að lítið verði um hefð- bundnar jólaskemmtanir þetta árið. Andrea segir að dæmi séu um að fyrirtæki bjóði upp á bingó, pipar- kökubakstur eða föndurstund í gegnum netið í stað jólaballa. Þá verði einhverjar jólaskemmtanir utandyra. Jólasveinarnir munu þó heimsækja Þjóðminjasafn Íslands venju samkvæmt í ár. »6 Hart í ári hjá jóla- sveinum Morgunblaðið/Eggert Jólaball Óvissa á tímum Covid-19.  Leigjendur eru í auknum mæli að kaupa eigið húsnæði. Skýr merki eru um að leigjendum sé að fækka. Leiguverð hefur þó lækkað og auk- ið framboð er á leiguhúsnæði en hlutfall leigufjárhæðar af ráðstöf- unartekjum leigjenda hefur hækk- að. Ungt fólk býr í stórauknum mæli í foreldrahúsum frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst, sam- kvæmt nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. »4 Færri leigja og fleiri flytja í foreldrahús Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T ev a 0 2 8 0 6 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.