Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020
Kórónuveirusmit hefur greinst hjá
þýska handboltaliðinu Gummers-
bach sem leikur í næstefstu deild.
Félagið sagði frá þessu á heima-
síðu sinni í gær en þar kemur einn-
ig fram að um leikmanna sé að
ræða og hafi hann greinst jákvæð-
ur en sé einkennalaus.
Næstu tveimur leikjum
Gummersbach var frestað vegna
þessa en liðið átti til að mynda að
spila í gær.
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar
Gummersbach og Elliði Snær Við-
arsson leikur með liðinu.
Smit hjá liði
Gummersbach
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gummersbach Guðjón Valur
Sigurðsson er þjálfari liðsins.
Óskar Ólafsson skoraði fimm mörk
þegar lið hans Drammen gerði
30:30 jafntefli gegn Nærbö í norsku
úrvalsdeildinni í handknattleik
karla í gær.
Óskar er 26 ára gamall varnar-
maður en hefur á tímabilinu fengið
stærra hlutverk í sóknarleiknum
hjá Drammen.
Hann var í síðasta mánuði valinn
í íslenska landsliðið í fyrsta skipti
fyrir leik gegn Litháen í undan-
keppni EM og var nýverið valinn í
35 manna æfingahóp fyrir HM í
Egyptalandi í næsta mánuði.
Ljósmynd/Drammen
Noregur Óskar Ólafsson hefur látið
að sér kveða í vetur.
Óskar skoraði
fimm mörk
MARADONA
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Argentínski knattspyrnusnillingurinn
Diego Armando Maradona sálaðist á
heimili sínu í Buenos Aires í gær sex-
tugur að aldri. Raunar nýorðinn sex-
tugur. Ófáir fjölmiðlarnir fluttu fréttir
af stórafmælinu hinn 30. október.
Ekki löngu síðar var sagt frá því að
Maradona hefði farið í aðgerð vegna
blóðtappa við heila sem þótti vel
heppnuð. Hann hafði því verið útskrif-
aður af sjúkrahúsi þegar hjartaáfall
dró hann til dauða samkvæmt argent-
ínskum fjölmiðlum.
Maradona var í guðatölu í Arg-
entínu og lýsti forseti landsins, Al-
berto Fernandez, yfir þriggja daga
þjóðarsorg í gær. Táknræn aðgerð
en vafalaust verða tilfinningaheitir
samlandar Maradona öllu lengur að
syrgja hetjuna. Ef til vill er því of oft
hent fram af fólki í minni stétt að
íþróttakempur séu í guðatölu. Þetta
eru jú bara íþróttir. En í tilfelli
Maradona er það nú bara býsna ná-
kvæmt því Kirkju Maradona, The
Iglesia Maradoniana, var komið á
fót á 38 ára afmælisdegi Maradona.
Kirkjan sjálf er í Rosario en form-
legir meðlimir í söfnuðinum eru víða
í Argentínu. Eru þeir fleiri en íbúar
Reykjavíkur en því hefur verið hald-
ið fram að allt að 200 þúsund manns
séu í söfnuðinum.
Langvinsælastur
Maradona var langvinsælasti
íþróttamaðurinn í Argentínu. Ólst
upp í fátækt í einu úthverfa Buenos
Aires en menn voru ekki lengi að
koma auga á að þarna væri á ferð-
inni einhvers konar undrabarn í
knattspyrnu. Á barnsaldri fékk
hann tækifæri til að vera boltast-
rákur á leikjum Boca Juniors en
skemmti um leið áhorfendum í leik-
hléi með knatttækni sinni. Síðar sló
hann í gegn sem leikmaður liðsins.
Afrekum Maradona verða ekki
gerð tæmandi skil í grein sem þess-
ari. Hvort sem það er framganga
hans innan vallar eða utan. Ofboðs-
legar vinsældir hans í heimalandinu
má rekja til þess árangurs sem
landsliðið náði með Maradona sem
fyrirliða. Þar skipta tímasetning-
arnar einnig máli. Andrúmsloftið í
Argentínu var ögn sérstakt þegar
kom að heimsmeistarakeppninni í
Mexíkó árið 1986. Argentínumenn
höfðu verið í mótvindi í alþjóða-
samfélaginu, til dæmis vegna Falk-
landseyjastríðsins. Knatt-
spyrnuliðið var stolt þjóðarinnar og
Maradona hafði í huga flestra ýtt
Michel Platini af stallinum sem
besti knattspyrnumaður heims. Á
HM 1986 gerði hann það í það
minnsta endanlega og var yf-
irburðamaður í keppninni. Leiddi
Argentínu til sigurs og skoraði
eftirminnileg mörk gegn Englandi
og Belgíu í 8-liða og undanúrslitum.
Höndin og tilsvarið
Leikurinn gegn Englandi er kap-
ítuli út af fyrir sig og sigurinn í þeim
leik afar sætur gegn andstæð-
ingnum úr Falklandseyjastríðinu.
Argentína hafði einnig orðið heims-
meistari 1978 en líklega hafði sig-
urinn 1986 meiri þýðingu vegna
þess sem gengið hafði á. Maradona
var sannkallaður galdramaður á
vellinum og síðara markið gegn
Englandi er með þeim glæsilegri í
knattspyrnusögunni. Um það er
ekki deilt.
Tilsvar Maradona eftir að hafa
skorað fyrra markið gegn Englandi
með hendi er með frægari ummæl-
um í íþróttasögunni. Hönd Guðs,
svaraði kappinn án þess að blikna.
Hönd himnaföðurins var stundum á
flækingi á knattspyrnuvöllum á
þessum tíma. Vegna sögunnar vakti
mikla athygli þegar Maradona
bjargaði á marklínu með hendi gegn
Sovétríkjunum á HM árið 1990. Þá
fór Argentína aftur í úrslit með
Maradona í fararbroddi en þá höfðu
Þjóðverjarnir betur. Boltinn small
meira að segja í hendinni á Mara-
dona þegar hann lagði upp mark í
úrslitaleik gegn Ásgeiri Sigurvins-
syni og samherjum í Stuttgart í
Evrópukeppni félagsliða árið 1989.
Napolí sigraði samtals 5:4 eftir tvo
úrslitaleiki.
Er eilífur að sögn Messi
Víðar en í Argentínu á fólk um sárt
að binda vegna frétta gærdagsins.
Ekki síst í borginni Napólí á Ítalíu og
þar var farið í ýmsar aðgerðir í gær
eins og að gefa frí í skólum. Mara-
dona var aðalmaðurinn þegar Napolí
varð ítalskur meistari 1987 og 1990.
Þar spila tímasetningar einnig inn
í. Íbúar í borginni voru fremur litlir í
sér á þeim tíma sem Maradona flutt-
ist þangað. Litið var niður á borgina
og íbúa hennar á Ítalíu. Knatt-
spyrnuliðið hafði aldrei orðið meist-
ari. Eftir framgöngu Maradona varð
hann álíka vinsæll í borginni og
heima í Argentínu.
Samlandi hans, Lionel Messi,
minntist Maradona í færslu á In-
stagram í gær. „Mikill sorgardagur
fyrir alla Argentínumenn sem og fót-
boltaheiminn. Hann er farinn en þó
ekki því Maradona er eilífur,“ skrif-
aði Messi meðal annars en sá mikli
kappi kemur ekki til með að ná sömu
vinsældum í Argentínu, nema mögu-
lega ef honum tekst að verða heims-
meistari.
Þjóðarsorgin
verður lengri
en þrír dagar
AFP
Á toppnum Diego Maradona sveiflar sigurlaununum á HM 1986 á Azteca-
leikvanginum í Mexíkóborg eftir sigur á V-Þjóðverjum í úrslitaleik.
Galdramaðurinn Diego Armando
Maradona lést í gær úr hjartaáfalli
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL:
Atletico Madríd – Lokomotiv Moskva.... 0:0
Bayern München – Salzburg................... 3:1
Staðan:
Bayern München 12, Atletico Madrid 5,
Lokomotiv Moskva 3, Salzburg 1
B-RIÐILL:
Mönchengladbach – Shakhtar Donetsk. 4:0
Inter – Real Madríd ................................. 0:2
Staðan:
Mönchengladbach 8, Real Madríd 7, Shak-
htar Donetsk 4,
Inter 2
C-RIÐILL:
Olympiacos – Manchester City ............... 0:1
Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
Marseille – Porto...................................... 0:2
Staðan:
Manchester City 12, Porto 9, Olympiacos 3,
Marseille 0
D-RIÐILL:
Ajax – Midtjylland.................................... 3:1
Liverpool – Atalanta ................................ 0:2
Staðan:
Liverpool 9, Ajax 7, Atalanta 7, Midtjylland
0
England
B-deild:
Millwall – Reading................................... 1:1
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem
varamaður hjá Millwall á 64. mínútu.
Middlesbrough – Derby........................... 3:0
Bristol City – Watford ............................. 0:0
Coventry – Cardiff .................................. 1:0
Swansea – Sheffield Wednesday ............ 1:1
Staðan
Norwich 13 8 3 2 17:10 27
Bournemouth 13 7 5 1 21:11 26
Bristol City 13 7 3 3 16:11 24
Swansea 13 6 5 2 15:8 23
Watford 13 6 5 2 15:10 23
Reading 13 7 2 4 20:17 23
Middlesbrough 13 5 6 2 12:6 21
Stoke 13 6 3 4 21:18 21
Brentford 13 5 5 3 18:12 20
Millwall 13 4 7 2 12:10 19
Luton 13 5 4 4 11:13 19
Blackburn 13 5 3 5 25:15 18
QPR 13 4 5 4 15:18 17
Barnsley 13 4 4 5 14:14 16
Preston 13 5 1 7 16:17 16
Huddersfield 13 4 3 6 15:17 15
Birmingham 13 3 6 4 10:12 15
Cardiff 13 3 5 5 13:13 14
Sheffield Wed. 13 3 4 6 7:12 13
Rotherham 13 3 3 7 12:16 12
Nottingham F. 13 3 3 7 9:16 12
Coventry 13 3 3 7 13:23 12
Wycombe 13 2 3 8 6:19 9
Derby 13 1 3 9 5:20 6
Ítalía
Bikarkeppni:
Bologna – Spezia............................. 2:4 (frl.)
Andri Fannar Baldursson sat allan tím-
ann á varamannabekk Bologna.
Vináttulandsleikur kvenna
Danmörk – Noregur ............................25:27
Þórir Hergeirsson þjálfar lið Noregs.
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Kielce – Vardar Skopje........................ 36:29
Sigvaldi Björn Guðjónsson var ekki í
leikmannahóp Kielce og Haukur Þrastar-
son er meiddur.
B-RIÐILL:
Veszprém – Aalborg ............................ 30:32
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Danmörk
Lemvig – Kolding ................................ 25:34
Ágúst Elí Björgvinsson varði fjögur skot
í marki Kolding.
Fredericia – Tvis Holstebro............... 33:35
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 2 mörk
fyrir Tvis Holstebro.
Frakkland
St. Raphaël – Aix ................................. 26:29
Kristján Örn Kristjánsson leikur með
Aix.
B-deild:
Nice – Besancon................................... 30:23
Grétar Ari Guðjónsson varði 10 skot í
marki Nice.
Noregur
Drammen – Nærbö.............................. 30:30
Óskar Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir
Drammen.
Gerard Pique, varnarmaður knatt-
spyrnuliðs Barcelona, verður frá
næstu mánuðina vegna meiðsla á
hné skv. frétt Mundo Deportivo.
Pique meiddist í leik Barcelona
og Atlético Madrid í spænsku 1.
deildinni um þar síðustu helgi.
Pique frá
fram í apríl?
Í gærkvöldi lauk 4. umferð Meist-
aradeildar Evrópu í knattspyrnu
karla. Liverpool laut í lægra haldi,
0:2, gegn Atalanta á Anfield í D-riðli.
Í hinum leik riðilsins vann Ajax
3:1 sigur á Midtjylland. Mikael Ne-
ville Anderson kom inn á í lið Midt-
jylland á 69. mínútu leiksins. Úrslit
kvöldsins þýða að Midtjylland er úr
leik án stiga en riðillinn er að öðru
leyti opinn upp á gátt.
City áfram
Manchester City tryggði sér sæti
í 16 liða úrslitum með 1:0 útisigri á
Olympiacos í C-riðlinum. Í hinum
leik riðilsins vann Porto góðan 2:0
sigur á útivelli gegn Marseille og er
í afar góðri stöðu.
Inter á botninum
Í B-riðlinum er allt í járnum eft-
ir frábæran 2:0 útisigur Real Ma-
drid gegn Inter. Í hinum leik rið-
ilsins vann Borussia
Mönchengladbach frábæran 4:0
sigur á Shakhtar Donetsk og er í
efsta sæti riðilsins.
Bayern vann riðilinn
Bayern München er búið að
tryggja sér sigur í A-riðlinum og
þar með sæti í 16 liða úrslitum eft-
ir 3:1 sigur gegn Salzburg. Atlético
Madrid gerði þá 0:0 jafntefli gegn
Lokomotiv Moskvu. Öll þrjú liðin
eiga enn möguleika á að fylgja
Bayern í 16 liða úrslitin.
Liverpool hljóp á sig
AFP
Á Anfield Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta, fagnar sigrinum gegn
Englandsmeisturunum með sínum mönnum í Liverpool í gær.