Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 Nordic Smart Government VERÐMÆTASKÖPUNMEÐ STAFRÆNUM LAUSNUM Fjarfundur 27. nóvember 2020 kl. 8:30 - 10:00 Dagskrá: 8:30 Setningarávarp Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Nýsköpunarlandið Ísland Sigríður Valgeirsdóttir, sérfræðingur, staðgengill skrifstofustjóra hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Vegvísir að stafrænu vistkerfi Nordic Smart Government Linda Rut Benediktsdóttir, sviðsstjóri hjá Skattinum Notkun stafrænna viðskiptaskjala Jóhanna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Skattinum Lagalegt umhverfi Nordic Smart Government Björg Anna Kristinsdóttir, ráðgjafi hjá KPMG Tæknilegt umhverfi Nordic Smart Government Georg Birgisson, ráðgjafi hjá Midran Næstu skref Snorri Olsen, ríkisskattstjóri 10:00 Fundarslit Fjárfesting í stafrænni þróun og nýsköpun er brýn á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar, faraldurs og samdráttar. Hvar liggja tækifærin? Verkefnishópur Nordic Smart Government vinnur að því að skoða hvernig skapa má verðmæti fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki með því að gera rauntíma viðskiptagögn aðgengileg svo þau nýtist til nýsköpunar og vaxtar. Boðið er til fundar um helstu afurðir þriðja áfanga verkefnisins. Fjallað verður um vegvísinn að stafrænu vistkerfi Nordic Smart Government, notkun stafrænna viðskiptaskjala á Norðurlöndunum og stöðu Íslands í því samhengi hvað varðar lagalegt og tæknilegt umhverfi. Næstu skref í verkefninu verða kynnt en til að framtíðarsýn Nordic Smart Government verði að veruleika þarf að koma á samstarfi hagaðila bæði í opinbera og einkageiranum. Skráning á fundinn fer fram á vefsvæði Skattsins: https://www.rsk.is/skraning-a-nsg/ Fundarstjóri Hólmfríður S. Jónsdóttir, verkefnastjóri á verkefnastofu um stafrænt Ísland Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur und- irritað reglugerð um greiðslu des- emberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert er hún 86.853 krónur. At- vinnuleitendur með börn á fram- færi fá líka desemberuppbót fyrir hvert barn yngra en 18 ára. Desem- beruppbótin verður greidd út í síð- asta lagi 15. desember. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þeir sem hafa verið að fullu tryggðir innan atvinnuleysistrygg- ingakerfisins, verið skráðir án at- vinnu hjá Vinnumálastofnun í sam- tals tíu mánuði eða lengur 2020 og hafa staðfest atvinnuleit frá 20. nóvember til 3. desember 2020. Desemberuppbót þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt reiknast í hlut- falli við rétt þeirra til atvinnuleys- isbóta á árinu og fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Hún verður þó aldrei lægri en 21.713 krónur. Atvinnu- leitendur fá uppbót  Óskert er upp- bótin 86.853 krónur Morgunblaðið/Kristinn Uppbót Atvinnuleitendur fá greidda uppbót í desembermánuði. Ársskýrsla Veðurstofu Íslands er nýkomin út. Nú verða tímamót því þetta er í síðasta sinn sem árs- skýrslan er gefin út á pappír. „Það er ýmislegt sem kemur til,“ segir Haukur Hauksson, samskipta- stjóri Veðurstofunnar, í samtali á vef stofnunarinnar, en hann og Sig- urlaug Gunnlaugsdóttir, útgáfu- stjóri Veðurstofunnar, unnu saman að ársskýrslunni þetta árið. „Við á Veðurstofunni vinnum að því að minnka pappírsnotkun stofnunar- innar og það að hætta að prenta ársskýrsluna má segja að sé tákn- rænt skref í átt að því markmiði,“ segir Haukur. Framvegis verði skýrslan gefin út rafrænt. Ársskýrsla Veðurstofunnar er óvenju stór og innihaldsrík þetta árið, eða 38 blaðsíður.Tilefnið er 100 ára afmæli Veðurstofunnar í ár. Stiklað er á stóru í sögu hennar í ársskýrslunni, bæði í máli og myndum. Að auki er í skýrslunni yfirlit yfir náttúrufar ársins 2019. „Okkar hlutverk er að spá um veður og gefa út viðvaranir og miðla upplýsingum um hvort tveggja,“ segir í aðfaraorðum Árna Snorrasonar forstjóra. Skýrsla Veðurstofunnar um aftakaveðrið í desember 2019 sýni að spár og við- varanir voru áreiðanlegar, miðlun upplýsinga til hagaðila og sam- félags með ágætum og rekstur grunnkerfa viðunandi. „Hugsan- lega endurspeglast þetta í nýlegri könnun meðal almennings þar sem traust og ánægja með Veðurstof- una var einna mest íslenskra stofn- ana.“ sisi@mbl.is Síðasta ársskýrslan á pappír Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veðurstofan Stofnunin hélt upp á 100 ára afmæli sitt fyrr á þessu ári.  Veðurstofan stefnir að því að minnka pappírsnotkun Séra Vigfús Bjarni Alberts- son sjúkra- húsprestur hefur verið ráðinn í starf forstöðu- manns Fjöl- skylduþjónustu kirkjunnar. Kirkjuráð aug- lýsti starfið laust til umsóknar og bárust fimm umsóknir. Sr. Vigfús Bjarni fæddist í Reykjavík 1975. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1995 og guðfræðiprófi frá Há- skóla Íslands 2001. Þá lauk hann M.Th.- prófi frá Luther Seminary í Minnesota í Bandaríkjunum árið 2003. Hann var vígður til sjúkra- húsprestsþjónustu 2005 á Landspít- ala – Háskólasjúkrahús. Árið 2018- 2019 starfaði hann sem mannauðs- stjóri þjóðkirkjunnar. Stýrir Fjöl- skylduþjón- ustunni Vigfús Bjarni Albertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.