Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 Raðauglýsingar Tilkynningar Vopnafjarðarhreppur Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006 - 2026, Aðalskipulagsbreyting - vinnslutillaga og deiliskipulag fyrir veiðihús í Ytri-Hlíð – kynning Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér drög að breytingu á aðalskipulagi skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð ásamt deiliskipulagstillögu á vinnslustigi fyrir Ytri-Hlíð. Breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006 - 2026 vegna byggingar nýs veiðihúss í Ytri Hlíð, vegagerðar og tilheyrandi framkvæmda. Vinnslutillaga - kynning. Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps áformar breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006 - 2026 samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt erindi landeigenda er markmiðið með byggingu nýs veiðihúss að styrkja frekar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og bæta samkeppnishæfni þess. Er það í samræmi við hugmyndir sveitarstjórnar um uppbygginu í ferðaþjónustu til að styrkja atvinnulíf á Vopnafirði. Kynntar er þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á aðalskipulaginu, bæði breytingar á uppdráttum og breytingar á skipulagsákvæðum í greinargerð Samhliða er kynnt vinnslutillaga fyrir deiliskipulag með nánari útfærslu framkvæmda og mannvirkja Tillögurnar verða kynntar á opnum fundi í Miklagarði á Vopnafirði, miðvikudaginn 2. desember n.k. kl. 16:00. Almenningi verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa Vopnafjarðarhrepps Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is til og með 14. desember 2020. Hægt er að nálgast drög að breytingartillögu og drög að deiliskipulagi fyrir Ytri-Hlíð á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps og á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps að Hamrahlíð 15, Vopnafirði. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Vopnafjarðarhreppi Sigurður Jónsson. Vopnafjarðarhreppur Deiliskipulag miðhluta hafnarsvæðis á Vopnafirði breyting – kynning tillögu á vinnslustigi Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér drög að að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðhluta hafnarsvæðis á Vopnafirði, skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð. Skipulagstillagan er kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hverfisvernd er aflétt af Hafnarbyggð 16 vegna niðurrifs. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er húsið verndað með hverfisvernd sem byggir á niðurstöðum húsakönnunar sem unnin var við gerð deiliskipulagsins. Húsið var reist fyrir Rafmangsveitur ríkisins, RARIK en eftir að aðgengi að rafmagni batnaði var rafstöðin lögð af. Í dag er húsið notað sem geymsla. Ástand hússins að utan er ábótavant. Húsið er í dag í eigu einkaaðila en Brim hf. hefur áhuga á að kaupa húsið að því gefnu að félagið fái að rífa það. Gildandi deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis á Vopnafirði er staðfest 17. janúar 2020. Tillagan verður kynnt á opnum fundi í Miklagarði á Vopnafirði, miðvikudaginn 2. desember n.k. kl. 16:00. Almenningi verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa Vopnafjarðarhrepps Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is til og með 14. desember 2020. Hægt er að nálgast drög að breytingartillögu á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps og á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps að Hamrahlíð 15, Vopnafirði. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Vopnafjarðarhreppi Sigurður Jónsson. Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Það sem sundstaðir eru enn lokaðir er eingin vatns- leikfimi í dag. Námskeið í samráði við leiðbeinendur. Jóga fyrir íbúa Skólabrautar kl. 10.00 og fyrir íbúa utan Skólabrautar kl. 11.00. Munum 10 manna hámarkið, grímuskyldu, handþvott og sprittun. Þeir sem koma utanað hafi ekki viðkomu í öðrum rýmum húsnæðisins. Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Verslun Trúlofunar- og giftingar- hringar í úrvali Auk gullhringa eigum við m.a. hvíta- gull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Demantar og vönduð YRSA og PL armbandsúr. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Finndu félagsskap fyrir framtíðina 30 daga áskrift kostar aðeins 999 kr. Bílar Black Friday tilboð á nýum 2020 Mitsubishi Outlander Í svörtum lit. Vetrardekk og mottusett fylgir. Langt undir tilboðsverði umboðsins á 5.690.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Haukur Pálsson á Röðli lést 9. nóv- ember sl., 91 árs að aldri, og þrátt fyrir háan aldur var hann ungur í anda nánast til síðasta dags, en þurfti þó að ljúka ævinni á sjúkrahúsinu á Akur- eyri. Haukur var einstakur gleði- gjafi sem kom alltaf auga á skondnu hliðarnar í lífinu og deildi gleði meðal samferða- manna sinna, sagði sögur af mönnum og málefnum og hermdi gjarnan eftir mönnum af mikilli snilld, en þar sem hann kom var yfirleitt glatt á hjalla. Þá voru tilsvör hans gjarnan þannig að það þurfti ekki mörg orð um hlutina. Einu sinni hitti hann tvo bændur úr sveitinni í Kaupfélaginu og voru þeir að metast um hvor væri fyrr búinn að gera í fjárhúsunum, annar þóttist vera búinn kl. 10 að morgni en hinn taldi sig vera bú- inn kl. 9:30. Þá kom Haukur og sagði „þetta er nú ekki neitt hjá ykkur ég er alltaf búinn daginn áður.“ Ég seldi honum einu sinni vörubíl sem hafði bilað drifið í um haust, hann stóð bak við bæinn á Fremstagili og það dróst hjá vini vorum að sækja hann þar til eftir jólin en þá hafði snjóað duglega. Þegar hann mætir á staðinn segir hann „heyrðu góði, ég var að hugsa um að sækja vörubílinn,“ „já, það er fínt, ég skal sýna þér hann,“ segi ég og tók skóflu á hlaðinu og fórum við upp á skafl- inn bak við bæinn. Þar sting ég holu í skaflinn og þar undir er þakið á bílnum. „Hann er hérna, Haukur minn.“ Það stóð ekki á svari: „Já góði, vel geymdur, ég kem á eftir og sæki hann.“ Haukur hafði sérlega gaman af að taka þátt í því sem var eitthvað öðruvísi og ekki skemmdi ef það gæti fallið undir ævintýri, því var það honum mjög að skapi þegar við tókum upp á því að bjóða fólki að koma í stóðsmölun á Laxárdal fyrir um 30 árum. Hann dró ekki af sér í því verkefni og virkaði sterkt í samskiptum við fólk og var þar að sjálfsögðu mikill gleði- gjafi í þessum ferðum og dró ekki af sér. Ég held hann hafi farið í þessar ferðir nánast öll ár síðan. Ekki skemmdi svo þegar Örn Ingi kom og gerði kvikmynd um herlegheitin, þá var Haukur í stuði. Það er búið að vera óborgan- legt að eiga samstarf við þennan snilling og eru margar minningar sem lifa um Hauk og munu halda minningu hans á lofti um ókomin ár. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir allt samstarfið við mörg ógleymanleg verkefni sem við unnum saman. Það er gott fyrir afkomendur hans og vini að geta rifjað upp endalausar skemmtilegar minn- ingar um þennan gleðigjafa sem setti sig aldrei úr færi að sjá skondnu hliðar mannlífsins og oft að matbúa þær til flutnings á skemmtunum sem við samferða- fólkið nutum svo ríkulega. Við Vilborg flytjum hér með samúðarkveðjur til fjölskyldunn- ar hans. Minningin lifir um litríkan per- sónuleika. Valgarður Hilmarsson. Fallinn er frá mikill vinur minn, Haukur bóndi á Röðli. Haukur Þorsteinn Pálsson ✝ Haukur Þor-steinn Pálsson fæddist 29. ágúst 1929. Hann lést 9. nóvember 2020. Útför Hauks Pálssonar fór fram 14. nóvember 2020.s Langt er síðan leiðir okkar lágu saman. Man að hann kom með jarðvinnslu- tæki að Sveinsstöð- um þegar ég var ungur drengur og síðar var ávallt gott að leita til hans þeg- ar ég var orðinn for- maður USAH og þurfti á manni að halda til að skemmta fólki. Einu sinni sem oftar tóku þeir Snorri Bjarnason á Sturluhóli það hlutverk að sér á Húsbændavöku. Auk þeirra var í þetta sinn m.a. snilldarræðumað- ur að sunnan og snillingurinn Ómar Ragnarsson, sem þá var upp á sitt besta sem skemmti- kraftur. Enda var aðsóknin svo mikil að snemma var uppselt á vökuna. Var þá ákveðið að hafa aðra sýningu strax eftir hádegi daginn eftir. Þangað kom líka fjöldi manns, í þeim hópi margir af eldri kynslóðinni og sátu allir stilltir í sætum sínum og sama hvernig ræðumaðurinn reytti af sér brandarana og Ómar eða aðr- ir á sviðinu létu, undirtektir minni en kvöldið áður, þegar mik- ið var hlegið og mikið klappað. Það kom í hlut Hauks og Snorra að ljúka skemmtuninni þennan seinni dag. Man ég eftir því að þegar nokkuð var liðið á skemmtunina sagði Haukur við Snorra þarna baksviðs þar sem þeir biðu: Heyrðu Snorri, við verðum eitt- hvað að reyna að rífa þetta upp. Það verður að fá hlátur í salinn eins og var í gærkvöld. Snorri var aldeilis til í það. Það var unun að hlusta á þá félaga ræða um trixin sem þeir ætluðu að gera. Engu líkara en Bessi bróðir Snorra og Árni Tryggvason væru þarna komnir í sínum besta ham. Svo kom að því að þeir félagar voru kynntir til leiks, byrjuðu með lát- um og fyrr en varði var hláturinn orðinn mun meiri en nokkur skemmtikraftanna hafði náð kvöldinu áður. Atriðinu lauk síð- an með því að annar ók hinum út af sviðinu í ruslatunnu og sást ekkert af þeim annað en lappirn- ar, enda stóð maðurinn á haus niðri í tunnunni. Inn komu þeir svo aftur undir uppklappinu og þegar við Haukur ræddum þetta atvik uppi á Kili í sumar minnti okkur báða að þegar þeir komu aftur inn hefðu þeir haft hlut- verkaskipti. Undanfarin 4 sumur höfum við Haukur farið með barnabarni hans í Hvammi suður yfir heiðar með hóp gesta. Hlutverk Hauks afa hefur verið að aka bílnum og sinna ýmsum tilfallandi verkefn- um. Hann naut sín sérlega vel þegar við stoppuðum í Biskups- tungum tvær nætur í sumar og hitti snillinga á næstu bæjum. Á kvöldvöku þar syðra var Haukur og einn sunnanmanna allra manna glaðastir og skemmtu hin- um erlendu gestum með söng, kveðskap og öðrum skemmtileg- heitum. Á Hveravöllum var hlut- verk okkar Hauks að segja gest- unum sögu Fjalla-Eyvindar og sýna þeim aðbúnaðinn sem Ey- vindur bauð Höllu sinni í Eyvind- arhelli. Við það verk var gott að hafa sér við hlið mann eins og Hauk á Röðli. Með Hauki á Röðli er genginn góður félagi, sem lifði lífinu lif- andi og var glaður strákur, til í allt sem skemmtilegt var, fram á síðasta dag. Hann setti svip á samtíðina og mörg tilsvör hans munu lifa um ókomin ár. Það var gefandi og gott að fá að vera með Hauki á Röðli. Fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir. Magnús Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.