Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 Hann Raggi afi minn var einstakur maður og nú er kom- ið að kveðjustund. Við vorum allt- af miklir vinir, ég og afi, og mér finnst engin orð ná utan um það hversu vænt mér þótti um hann. Ég gæfi svo mikið fyrir eina stund í viðbót, bara eina kveðjustund. Finna hraustlegt handtakið hans um hönd mína og heyra hann segja „hvað segirðu elskan mín“. Ó hvað ég sakna hans. Hann var enginn venjulegur maður hann afi. Jákvæðnin, gleðin og smitandi hláturinn með eindæmum. En hann var líka ákveðinn ef því var að skipta, réttsýnn og samkvæm- ur sjálfum sér alla tíð. Ég var svo lánsöm að afi var hættur að vinna þegar ég var lítil, hann sótti mig því mjög oft á leik- skólann. Þá rúntuðum við saman og sungum Rósina og Undir blá- himni áður en við fórum heim til ömmu. Stundum gaf hann mér tyggjó, þrátt fyrir að honum fynd- ist fátt ósmekklegra en tyggi- gúmmí eins og hann kallaði það. Ég fór líka mikið með þeim ömmu í sumarbústaðinn við Þingvalla- vatn, þar var gott að vera og við afi fórum gjarnan að veiða eða í sund. Það sem er minnisstæðast er hversu stoltur hann var alltaf af mér, með honum leið mér alltaf eins og ég væri sannarlega ein- stök. Já, afi var sannur gleðigjafi, brosmildur og tignarlegur, alltaf beinn í baki, snyrtilegur og vel greiddur. Það var gott að heim- sækja hann og maður var léttari í lundu þegar maður kom frá hon- um. Það er líka sama hvar maður er eða við hvern maður talar, ef afi berst í tal eru allir sammála um að þarna hafi verið á ferð ótrúlegur karakter, höfðingi og mikilmenni. Að lokum læt ég fylgja með nokkrar ljóðlínur sem mér finnst lýsa svo vel einstöku viðhorfi hans til lífsins: Ragnar Guðmundur Jónasson ✝ Ragnar Guð-mundur Jón- asson fæddist 5. september 1927. Hann lést 7. nóv- ember 2020. Útför Ragnars fór fram 24. nóv- ember 2020. Létt er að stíga lífsins spor, ljúf er gleðin sanna, þegar eilíft æsku vor, er í hugum manna. (RG) Takk fyrir allt saman, afi minn. Ég reyni að kveðja þig brosandi en ég get ekki að því gert að tárin streyma niður kinnarnar. Ég mun ávallt minnast þín með hlýju í hjarta. Þín Una María. Þegar ég heyrði af fráfalli þínu þá var ein fyrsta hugsun mín eft- irfarandi setning: „Það sem þú gerir í lífinu – bergmálar í eilífð- inni“. Ástæðan er sú að mér finnst arfleifð þín og lífsskeið þitt stór- merkilegt. Arfleifð felur þannig ekki í sér peninga, valdastöður eða aðra efnislega hluti. Í mínum huga felst arfleifð í því hvað þú skilur raunverulega eftir þig þegar stóra kallið kemur. Þú settir fordæmi fyrir stórfjöl- skylduna og aðra sem til þín þekktu. Fordæmi um hvað felst í því að lifa farsælu lífi. Líf sem ein- kenndist af gleði, hreyfingu, heil- brigði og heiðarleika. Líf þar sem alltaf var litið á björtu hliðarnar. Líf þar sem leiðin var alltaf áfram og upp. Alveg frá því að ég var lít- ill drengur þá fannst mér það svo stórmerkilegt að á fjölskyldu- mótum varstu alltaf hressasti og heilbrigðasti einstaklingurinn í húsinu. Eftir því sem ég varð eldri þá áttaði ég mig á því að það var engin tilviljun. Þú tileinkaðir þér líferni sem var langt á undan þinni samtíð. Líferni sem gekk út á heil- brigði, hreyfingu og gleði. Þegar ég hitti þig á förnum vegi í Kefla- vík þá varstu alltaf í einhvers kon- ar hreyfingu, og það var alveg sama hvenær og hvernig við hitt- umst – þú varst alltaf glaður! Þegar kemur að svona leiðar- lokum þá er eðlilegt að systurnar „ef“ og „hefði“ banki upp á. Ég hefði átt að líta oftar upp úr lífsins skyldum og heimsækja þig. Ég hefði átt að læra meira af þér. Ég hefði átt að leyfa börnunum mín- um að kynnast þér betur, o.s.frv. En það þýðir ekki að dvelja við það. Ég ætla frekar að einbeita mér að því að halda arfleifð þinni á lofti og kenna börnunum mínum áfram lífsgildin þín sem voru: gleði, hreyfing, heilbrigði og heið- arleiki. Elsku afi, þú varst fyrirmynd í lífsins ólgusjó og hafðir sem slík djúpstæð og langvarandi áhrif á mig og hvernig ég kýs að reyna að lifa lífinu. Takk fyrir allar góðu stundirnar og til hamingju með lífsskeiðið þitt. Það var óviðjafn- anlegt. Þinn ávallt, Halldór Karl Halldórsson. Hann elsku frændi minn kvaddi þessa jarðvist í ljúfum svefni nú fyrir skömmu. Ég fékk að eiga með honum góða samverustund skömmu fyrir andlátið og þó væri dregið af honum þá sagðist hann ætla að hrista þetta slen af sér því hann væri harðákveðinn í því að verða 100 ára og svo hló hann eins og honum einum var lagið. Raggi, Heiða og strákarnir voru alla tíð hluti af okkar tilveru allt frá því ég man eftir mér og ríkti traust og góð vinátta á milli þeirra hjóna og foreldra minna. Minningarnar eru svo ótal margar um dýrmætar stundir og ferðalög saman hvort sem það var í bústað í Húsafelli, þau í heim- sókn hjá okkur á Suðureyri eða við hjá þeim í litla hlýlega húsinu við Kirkjuveginn í Keflavík þar sem Raggi og Heiða ólu upp allan strákahópinn sinn. Þar sannaðist að þar sem hjartarýmið er nægt þar er alltaf pláss. Vinátta pabba og Ragga var einstaklega sterk og hélst hún þannig til síðasta dags. Þeir voru duglegir að mæta með mér á þorrablót og skemmtanir fyrir eldri borgara hjá Olís og eftir að pabbi lést þá hélt Raggi áfram að mæta með mér. Alltaf svo flottur í tauinu og mikið glæsimenni, söng manna hæst og best og ekki verra ef hann gat stigið nokkur dans- spor í leiðinni. Það voru líka ófá skiptin sem þau systkinin, Raggi og mamma, léttu samferðafólki sínu lífið með söng og gítarspili. Ég var svo heppin að fá að vera veislustjóri í 90 ára afmæli hans frænda míns. Af því tilefni settist ég niður með honum og við rifj- uðum upp söguna allt frá því að hann sem ungur maður, aðeins 17 ára, lagði af stað út í lífið með sjó- pokann sér um öxl. Hann rifjaði líka upp þegar hann ári síðar hitti draumastúlkuna sína, hana Heiðu, á dansleik í Keflavík og þar var stigið fyrsta gæfusporið af mörg- um sem þau áttu í gegnum lífið. Þegar ég spurði hann hvað væri hans mesta gæfa í lífinu þá sagði hann: „Í fyrsta lagi var það mín mesta gæfa að hafa eignast hana Heiðu mína að lífsförunaut, í öðru lagi eru það synir okkar, allir ein- lægir og góðir og hver öðrum dug- legri og í þriðja lagi hef ég verið svo gæfusamur að nota aldrei áfengi.“ Ég veit að aðrir munu gera starfsævi hans skil en verð þó að nefna að eins reglusaman, dugleg- an og lífsglaðan mann er erfitt að finna. Elsku frændi, ég kveð þig full af þakklæti fyrir dýrmætar gleði- stundir sem við höfum átt saman. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að eiga þig sem frænda og vin og fannst mér stundum eins og ég væri systirin í flotta stráka- hópnum ykkar Heiðu. Hvíl þú í friði, elsku frændi, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín frænka, Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir. Mig langar til að minnast Ragnars Jónassonar vinar míns með nokkrum orðum. Öll hittum við fólk á lífsleiðinni sem á einhvern hátt hefur áhrif á líf okkar. Ég hef oft sagt að Raggi Jónasar var svo sannarlega einn af mínum góðu og jákvæðu áhrifa- völdum. Við hittumst fyrst í beitn- ingarskúr í Sandgerði haustið 1967 þegar hann snaraðist inn í skúrinn, heilsaði og sagði: „Ég ætla að reyna að aðstoða ykkur í beitningunni, eru strákarnir ekki duglegir að róa og fiska?“ Dæmi- gert fyrir Ragga, þennan hörku- duglega mann, að spyrja svona. Við beittum saman þarna um skeið og okkur varð vel til vina og náðum vel saman. Hann sagði mér meðal annars frá aðalstarfi sínu í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli og hvatti mig til að sækja um vinnu þar, sem ég og gerði. Fyrir mig var það mikið gæfuspor að fara að ráðum Ragga og í fram- haldinu urðum við samstarfsmenn í slökkviliðinu. Eitt leiddi af öðru, synir Ragga urðu góðir vinir mínir og elsti sonurinn sem nú er látinn, Ragnar Gerald sem einnig vann í slökkviliðinu, varð einn minn besti vinur. Samstarf og vinskapur við Ragga Jónasar var mér mikils virði og hann var óspar á leiðsögn og hjálpsemi. Hann hafði mikinn drifkraft og áhuga fyrir slökkvi- liðsstarfinu og sem þjálfari gerði hann jafnan kröfur um góðan ár- angur og aga í starfinu. Raggi var lífsglaður og góð fyrirmynd og fyrir ungan mann var samstarf með honum góð reynsla og leið- arljós til framtíðar. Ég bið Ragga Jónasar allrar Guðs blessunar og við Lóa send- um innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Minning um góð- an dreng mun lifa. Jón Norðfjörð. Góður vinur og vinnufélagi Ragnar G. Jónasson er fallin frá. Ragnar var alinn upp á Suðureyri við Súgandafjörð. Þar stundaði hann sjómennsku eins og ungum mönnum var tamt við sjávarsíð- una. Síðan fluttist Ragnar suður með sjó og náði þar í hina frábæru konu sína Bjarnheiði. Raggi og Heiða bjuggu lengst af á Kirkju- vegi í Keflavík og eignuðust stór- an hóp af efnilegum strákum. Á þessum tíma var mikið rokk- æði á Íslandi og ég man eftir að Raggi og Heiða tóku þátt í keppni í rokkinu. Þau lentu í öðru sæti enda voru þau bæði frábærir dansarar. Ragnar tók m.a. að sér dyra- vörslu í Gúttó í Keflavík á sínum yngri árum, en það var talið mjög erfitt starf, þar sem mikið var um læti og slagsmál á böllunum. Ragnar var fljótur að laga þessi mál og gera þetta að góðum skemmtistað. Ragnar var fíl- hraustur og snöggur þannig að menn forðuðust að lenda í útistöð- um við hann. Ég kynntist Ragnari fyrst árið 1967 þegar við byrjuðum að vinna saman í slökkviliði Keflavíkurflug- vallar. Ragnar var á þeim tíma slökkviliðsmaður en komst fljótt í yfirmannsstöðu. Það var gott að vinna undir hans stjórn, þar sem Ragnar var léttur í lund og mjög traustur starfsmaður. Þau störf sem honum voru falin voru unnin af heilindum og vandvirkni enda reyndist hann frábær félagi. Ragnar vann vel að ýmsum fé- lagsmálum fyrir slökkviliðsmenn og hafði góða yfirsýn og reynslu á starfssviðinu í gegnum langan starfsferil. Hann var fenginn m.a. til að að- stoða við að leiðbeina slökkviliðum á landsbyggðinni og var einn af þeim sem aðstoðuðu í eldgosinu í Vestmannaeyjum 1973. Þegar slökkviliðsmenn komu saman til að skemmta sér voru Raggi og Heiða alltaf létt í lund og hrókar alls fagnaðar. Ég votta öllum aðstandendum innilega samúð. Guðmundur Haraldsson. Með sorg í hjarta kveðjum við vina- hópurinn nú Guð- mund Heiðar Guðmundsson. Margs er að minnast þegar góður vinur og söngfélagi er kvaddur. Margar og góðar eru minning- arnar frá starfi og söng með Kirkjukór Seljakirkju um árabil og frá ferðum kórsins til Evrópu og Kanada þar sem bassinn trausti stóð sína plikt. Eftir að samstarfi í Seljakirkju lauk héldum við nokkur hópinn, og úr varð ferða- og vinahópurinn Víðavinir. Ógleymanleg eru ferðalögin heima og erlendis á húsbílunum, og bjartar eru minn- ingarnar úr bústaðaferðunum í Siggukot, að Víðum, að Vogi og í djásnið þeirra hjóna Ljósheima í Grímsnesinu þar sem mannkostir okkar manns nutu sín til fulls. Og alltaf kunni hann öll erind- Guðmundur Heiðar Guðmundsson ✝ GuðmundurHeiðar Guð- mundsson fæddist 6. september 1947. Hann lést 12. nóv- ember 2020. Útförin fór fram 24. nóvember 2020. in þegar tekið var lagið, og lumaði svo á veskinu góða þar sem gullmolarnir, vísukorn og annar kveðskapur komu í ljós, sem hann svo flutti af innri gleði og með viðeigandi látbragði við mikinn fögnuð viðstaddra. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Trúlega hafa þeir vinirnir Guð- mundur Heiðar og Eiríkur, sem við kvöddum fyrir rúmri viku, opnað sitt „athvarf“ í sumarland- inu til skrafs og ráðagerða. Svo segir í ljóðinu: Þótt húmi um hauður og voga mun himinsins stjörnudýrð loga um ást okkar yndi og fögnuð þótt andvarans söngrödd sé þögnuð. (Sigfús Halldórsson) Elsku Stína og fjölskylda, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Hjördís, Þórhallur, Bára, Ingibjörg, Eyjólf- ur og Hannes. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Útför JÓNS ÞÓRS JÓHANNSSONAR, sem lést mánudaginn 2. nóvember, fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 27. nóvember klukkan 13. Vegna samkomutakmarkana geta einungis nánustu aðstandendur verið viðstaddir en streymt verður frá athöfninni og má nálgast virkan hlekk á mbl.is/andlát. Starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns eru færðar sérstakar þakkir fyrir hlýja umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarsjóð Oddfellowreglunnar eða björgunarsveitina Sveinunga á Borgarfirði eystra. Þorleifur Þór Jónsson Þórdís H. Pálsdóttir Stefanía Gyða Jónsdóttir Jóhann Þór Jónsson Þórunn Marinósdóttir Bergrún Svava Jónsdóttir Ragnar Baldursson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær frænka okkar, ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Dadda, Skúlagötu 20, Reykjavík, áður Hverfisgötu 71, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 1. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur vilja færa starfsfólki Droplaugarstaða þakkir fyrir góða umönnun. Sigurður Jóhannsson Halldór Ágúst Jóhannsson Sigurjón Hannesson Ragnhildur Beatrice Erlingsd. Grímheiður F. Jóhannsdóttir Arnar Friðriksson Grímur Hannesson Guðrún Norðdahl Sigurður Hannesson Lóa María Magnúsdóttir Ragnhildur D. Hannesdóttir og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN GRANT, Ásatúni 12, Akureyri, lést sunnudaginn 15. nóvember á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Árnadóttir Minningarathöfn um ástkæran föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANN ÓSKAR HÓLMGRÍMSSON, fv. bónda í Vogi, Hvassaleiti 56, sem lést laugardaginn 31. október, verður haldin í Háteigskirkju föstudaginn 27. nóvember klukkan 15. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/ddJfcTXjbQo Sigríður Jóhannsdóttir Jón Skúli Indriðason Hólmgrímur Jóhannsson Svanhvít Jóhannsdóttir Ragnar Axel Jóhannsson Olga Friðriksdóttir Ingvaldur Jóhannsson Ásdís Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg systir, frænka og vinkona, ÁGÚSTA K. JOHNSON, Flókagötu 61, Reykjavík, varð bráðkvödd á heimili sínu laugardaginn 21. nóvember. Útför auglýst síðar. Kristinn K. Johnson Ásdís Kr. Smith Edda Flygenring Laufey Böðvarsdóttir Ólöf Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.