Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 35
Nýlega lauk 5. fundi
19. miðstjórnarþings
kínverska kommún-
istaflokksins og var af-
rakstur fundarins 14.
fimm ára áætlunin
(2021-2025) varðandi
efnahagslega og þjóð-
félagslega þróun og
langtímamarkmið allt
til ársins 2035. Þetta
markar leiðina að þróun
Kína næstu fimm árin
og lýsir framtíðarsýninni næstu 15 ár-
in.
Fimm ára áætlanir eru mikilvæg
leið fyrir kínverska kommúnistaflokk-
inn að stefnumörkun og stjórnun
landsins, en eru einnig gagnlegar fyr-
ir umheiminn til að skilja efnahags-
lega og þjóðfélagslega þróun Kína.
Árið 2020 er síðasta árið sem 13.
fimm ára áætlunin gildir. Á því ári
mun Kína hafa lokið við að byggja upp
velmegandi þjóðfélag á öllum sviðum
og mun hafa náð að útrýma sárri fá-
tækt. Árið 2021 mun Kína halda
áfram inn í nýtt þróunarskeið og
stefna að því að byggja upp nútíma-
legt sósíalískt samfélag á öllum svið-
um. 14. fimm ára áætlunin setur Kína
þróunarmarkmið á sex nýjum sviðum:
ný markmið í efnahagslegri þróun, ný
skref í umbótum og opnun landsins,
nýja og endurbætta siðmenningu, ný
viðmið til uppbyggingar vistvænnar
þróunar, nýjar umbætur í velmegun
fyrir almenning og nýjar aðferðir í
bættri skilvirkri stjórnsýslu. Á árinu
2035 mun Kína hafa náð því að nú-
tímavæða hið sósíalíska þjóðfélag.
Efnahagur Kína og sameiginlegur
tæknilegur styrkur þjóðarinnar mun
hafa aukist umtalsvert. Miklar fram-
farir munu hafa orðið í mikilvægri
kjarnatækni. Nútímalegur efnahagur
mun verða fullmótaður. Nútímavæð-
ing kínverska kerfisins og nútíma-
stjórnun mun hafa náð að festa sig í
sessi. Hinn mjúki menningarstyrkur
Kína mun hafa vaxið
enn meira. Vistvænar
leiðir í leik og starfi
munu hafa náð fótfestu
og einkenna allt sam-
félagið. Opnunin mun
hafa náð nýjum hæðum
og landsframleiðsla á
mann mun hafa náð
meðaltali landsfram-
leiðslu þróaðra ríkja.
Fólk mun lifa betra lífi.
Samkvæmt áætl-
uninni mun Kína vinna
að frekari þróun með
innlenda dreifingu í forgrunni, þar
sem alþjóðleg dreifikerfi og innlend
munu vinna saman, styrkja hvort ann-
að og ýta undir hágæða þróun. Hið
nýja þróunarviðmið mun gera Kína
kleift að nýta eigin markaðsmögu-
leika til fullnustu og skapa aukna eft-
irspurn í öðrum ríkjum. Landsfram-
leiðsla á mann hefur nú þegar farið
yfir 10.000 bandaríkjadali og sá hópur
sem hefur miðlungstekjur er nú yfir
400 milljón manns. Á sama tíma og
efnahagur Kína batnar vill almenn-
ingur að sjálfsögðu lifa enn betra lífi.
Þetta mun skapa meiri eftirspurn eft-
ir fjölbreyttari hágæða framleiðslu og
tæknivöru ásamt aukinni þjónustu frá
öllum heimshornum. Þrátt fyrir þann
skaða sem Covid-19-faraldurinn hefur
valdið, standa grunnstoðirnar undir
hinum stöðuga langtíma efnahags-
vexti Kína enn óbreyttar. Á þessu ári
mun landsframleiðsla fara yfir 100
trilljón RMB Yuan (14,5 trilljón
bandaríkjadalir), og er búist við að
Kína verði eina stóra hagkerfið í
heiminum til að vaxa árið 2020. Í lok
tímabils 14. fimm ára áætlunarinnar
er búist við að efnahagur Kína muni
hafa náð því stigi sem nú einkennir
hálaunalönd. Það er einnig raunhæfur
möguleiki að landsframleiðsla og
tekjur á íbúa í Kína muni hafa náð að
tvöfaldast árið 2035.
Samkvæmt áætluninni mun Kína
hraða og auka opnunina kröftuglega
og deila þróunartækifærum með öðr-
um löndum veraldar.
Kína mun byggja upp opið hagkerfi
með háum gæðaviðmiðum og styðja
við aukið viðskipta- og fjárfestinga-
frelsi og innviði sem því tengjast. Kína
mun endurbæta kerfið sem snýr að
erlendri fjárfestingu og fjárfestinga-
stýringu, sem byggist á að erlend
fyrirtæki standi jafnfætis innlendum
fyrirtækjum á þeim sviðum þar sem
Kína leyfir alþjóðlegar fjárfestingar
(negative list). Kína mun opna upp
þjónustugeirann með skipulögðum
hætti og vernda réttindi erlendra fjár-
festa ásamt því að bæta lagaumhverfi
og stuðning við fjárfestingar erlendis.
Kína mun halda áfram að hámarka
umhverfið í kringum leiðandi fríversl-
unarsvæði og auka veg mikilvægra
heimssýninga, eins og t.d. Alþjóðlegu
innflutningssýningarinnar í Kína.
Kína mun áfram halda sig við þá
stefnu sem felst í sameiginlegri ráð-
gjöf, samvinnu og sameiginlegum
ávinningi, leita eftir opinni, grænni
samvinnu og samvinnu í hágæðaverk-
efninu Belti og Braut.
Þar sem við horfum fram á veginn
til aukinnar opnunar, breiðari mark-
aða, aukinnar nýsköpunar og sterkari
þróunarsveigjanleika í Kína, mun
Kína færa samstarfi og sameiginlegri
þróun Kína og Íslands fleiri tækifæri.
Bæði löndin njóta bjartrar framtíðar í
samstarfi á sviði hreinnar orku, líf-
tækni, rafrænna samskipta, skipa-
smíða og stafræns hagkerfis. Á árinu
2021 munum við fagna 50 ára sögu
diplómatískrar samvinnu milli Kína
og Íslands. Kína er reiðubúið til að
vinna með Íslandi að sameiginlegum
tækifærum, þróun og styðja við fjöl-
þjóðahyggjuna og grunngildi Samein-
uðu þjóðanna í viðbrögðum við áskor-
anir vegna loftslagsbreytinga og
skapa samfélag með sameiginlegri
framtíð fyrir mannkyn allt.
Ný þróunaráætlun Kína færir
heimsbyggðinni ný tækifæri
Eftir Jin Zhijian » Þar sem við horfum
fram á veginn til
aukinnar opnunar,
breiðari markaða, auk-
innar nýsköpunar og
sterkari þróunarsveigj-
anleika í Kína, mun
Kína færa samstarfi og
sameiginlegri þróun
Kína og Íslands fleiri
tækifæri.
Jin Zhijian
Höfundur er sendiherra Kína
á Íslandi.
UMRÆÐAN 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
Árið 2000 lagði Páll Pétursson, þá-
verandi félagsmálaráðherra, fram
frumvarp til nýrra laga um fæð-
ingaorlof fyrir hönd ríkisstjórnar
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.
Hin nýja löggjöf kvað á um að hvert
foreldri ætti rétt á þriggja mánaða or-
lofi en þremur mánuðum gætu for-
eldrar skipt að vild. Löggjöfin vakti
þegar alþjóðaathygli fyrir jafna skipt-
ingu orlofsréttar milli foreldra, en
ekkert land hafði á þeim tíma stigið
slíkt skref þó algengt væri að veita
feðrum ákveðinn óframseljanlegan
rétt.
Íslenskir feður nýttu strax rétt sinn
til orlofs, yfir 90% feðra tóku orlof í að
meðaltali um þrjá mánuði. Þetta hef-
ur ekki breyst á 20 ára tímabili, mæð-
ur taka að jafnaði um sex mánuði en
feður sína þrjá. Feður juku þátttöku í
umönnun barna og bilið milli feðra og
mæðra varðandi atvinnuþátttöku og
vinnutíma dróst saman, þó enn muni
mjög miklu á stöðu feðra og mæðra.
Feðrum reynist erfitt að semja um
meira rými til þátttöku en hinn sjálf-
stæði réttur þeirra veitir þeim, en það
er í takt við það sem gerst hefur í ná-
grannalöndum, taka feðra er almennt
í réttu hlutfalli við rétt þeirra. Nýlegt
dæmi frá Noregi sýnir þetta glögg-
lega. Árið 2014 ákváðu Norðmenn að
auka „frelsi foreldra“ til að ákveða
sjálfir hvernig þeir höguðu orlofi og
styttu óframseljanlegan rétt feðra um
fjórar vikur í því skyni. Umsvifalaust
dró úr töku feðra og ljósi þeirrar
reynslu ákváðu Norðmenn að endur-
reisa réttinn til fyrra horfs og frá 2018
hefur hann verið 15-19 vikur. Í kjöl-
farið hafa feður aftur aukið töku or-
lofs.
Nú eru 20 ár síðan tímamótalög-
gjöfin var sett og löngu orðið tíma-
bært að lengja fæðingarorlofið. Á síð-
asta ári var fæðingarorlof hvors
foreldris lengt í fjóra mánuði og sam-
eiginlegi rétturinn styttur úr þremur í
tvo mánuði. Tölur yfir nýtingu orlofs-
ins fyrstu 10 mánuði ársins 2020 sýna
að feður hafa aukið orlofstöku sína
talsvert í kjölfarið, sem sé nýtt lengd-
an rétt sinn. Nú hefur ríkisstjórn
sömu flokka og lögðu til tímamótalög-
gjöfina árið 2000, ásamt Vinstri hreyf-
ingunni – grænu framboði, lagt fram
frumvarp um að hvort foreldri fái
einn mánuð til viðbótar við sjálf-
stæðan rétt sem yrði þá fimm mán-
uðir fyrir hvort foreldri og til viðbótar
komi einn framseljanlegur mánuður.
Miðað við reynslu síðustu tveggja
áratuga má leiða líkur að því slík til-
högun þýði að mæður muni í flestum
tilvikum taka sjö mánaða orlof og feð-
ur fimm mánuði.
Þegar tekið er skref í stefnumörk-
un í þá átt sem hér hefur verið rakið
kemur ekki á óvart að heyrist raddir
sem kalla eftir auknu „frelsi“. En eins
og hér hefur verið rakið sýnir reynsl-
an að vegna m.a. fastmótaðra hug-
mynda um hlutverk kynjanna og
ólíkra væntinga til feðra og mæðra
varðandi vinnumarkaðsþátttöku þá
þýðir „frelsið“ í raun að mæður
myndu taka stærstan hluta af slíku
sameiginlegu orlofi. Það er því mikil-
vægt að löggjafinn tryggi rétt barna
til umönnunar beggja foreldra með
sem jafnastri skiptingu orlofsréttind-
anna. Löggjafinn verður að skapa
báðum foreldrum sömu tækifæri til
að setja fjölskyldugildi ofar launa-
vinnu og möguleika á að gera rækt við
tilfinningatengsl og þroska barna
hærra undir höfði en tekjuöflun og
starfsframa. Það kemur heldur ekki á
óvart að áherslum mæðrahyggju
bregði fyrir í umræðunni. Jafnvel er
gengið svo langt að halda því fram að
lenging orlofsins muni hafa neikvæð
áhrif á brjóstagjöf, sem stenst illa
skoðun. Þá má greina í umræðunni
ótta við að mæður tapi ákveðinni ein-
okandi valdastöðu sem aðalforeldri og
vantraust á getu feðra til að annast
börn sín. Hugmyndir um að þrískipta
orlofinu (4+4+4) styðja einmitt við
slíkt líkan þar sem mæður tækju átta
mánuði en feður yrðu í hlutverki
auka- eða varaforeldis og tækju fjóra
mánuði.
Reynsla af íslensku fæðingarorlofi
hefur kennt okkur að ekki þarf að
hafa áhyggjur af frammistöðu ís-
lenskra feðra, þeir hafa á síðast-
liðnum 20 árum, nýtt sinn sjálfstæða
rétt til fæðingarorlofs og tekið æ virk-
ari þátt í uppeldi barna sinna. Þá hef-
ur komið í ljós að eftir að lögin tóku
gildi fækkaði skilnuðum. Á sama tíma
hefur innleiðing sameiginlegrar for-
sjár ásamt aukinni fræðslu og stuðn-
ingi við foreldra til áframhaldandi for-
eldrasamstarfs eftir skilnað síðustu
áratugi átt drjúgan þátt í því að draga
úr neikvæðum áhrifum skilnaða á
börn. Eitt nýjasta úrræðið á því sviði
er danska verkefnið SES, Samvinna
eftir skilnað – barnanna vegna. Það er
nú innleitt til reynslu á Íslandi á veg-
um félags- og barnamálaráðherra,
þess sama sem er flutningsmaður
þesssa nýja frumvarps um fæðing-
arorlof.
Ástæða er til að fagna frumvarpinu
sem er liður í fjölskyldustefnu sem
leggur áherslu á tengslamyndun
barns við báða foreldra og aukinn
jöfnuð kynjanna. Með foreldrajafn-
rétti í þágu barna eru barni tryggðar
samvistir og náin tengsl við báða for-
eldra. Um leið er stuðlað að jafnari
stöðu foreldra á atvinnumarkaði. Með
því er bæði konum og körlum gert
kleift að samræma fjölskyldu- og at-
vinnulíf sem er mikilvægt fyrir vel-
ferð barna. Það markmið er í sam-
ræmi við áherslur ályktunar Alþingis
um fjölskyldustefnu frá 1997 þar sem
segir að ein af meginforsendum fjöl-
skyldustefnu skuli vera „að velferð
fjölskyldunnar byggist á jafnrétti
karla og kvenna og sameiginlegri
ábyrgð á verkaskiptingu innan henn-
ar“. Við getum ekki veitt börnum
betra veganesti en öflug tengsl við
báða foreldra í frumbernsku.
Eftir Guðnýju Björk Eydal,
Ingólf V. Gíslason og
Sigrúnu Júlíusdóttur
» Ástæða er til að
fagna frumvarpi til
laga um fæðingarorlof
sem er liður í fjöl-
skyldustefnu sem legg-
ur áherslu á tengsla-
myndun barns við báða
foreldra og aukinn jöfn-
uð kynjanna.
Guðný Björk Eydal
Höfundar eru prófessorar við
Háskóla Íslands, Guðný og Sigrún
í félagsráðgjöf og Ingólfur í
félagsfræði.
Ingólfur V. Gíslason Sigrún Júlíusdóttir
Fæðingarorlof og foreldraábyrgð: Að tryggja
börnum umönnun beggja foreldra