Morgunblaðið - 05.12.2020, Síða 54

Morgunblaðið - 05.12.2020, Síða 54
54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins og mbl.is er staða Jóns Þórs Haukssonar, landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu, orðin erfið gagnvart landsliðskonunum. Heim- ildarmenn lýsa samskiptum Jóns Þórs við leikmenn sem mjög óvið- eigandi þegar hópurinn fagnaði sætinu á EM í vikunni. Jón Þór hafi undir áhrifum áfengis látið niðr- andi ummælli falla um leikmenn sem sneru að getu þeirra á vell- inum. Hægt er að lesa meira um málið á mbl.is en málið er til skoð- unar hjá KSÍ. bjarnih@mbl.is Staða þjálfar- ans orðin erfið Morgunblaðið/Eggert Þjálfarinn Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna. Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er genginn til liðs við Girona sem er í Katalóníu og leikur í b-deildinni á Spáni. Kári var samningsbundinn Haukum en gat fengið sig lausan ef tilboð kæmi að utan. Marc Gasol sem gekk í raðir LA Lakers á dögunum er forseti fé- lagsins. Hann tók þátt í að stofna félagið árið 2014 og fyrst var þar einungis yngri flokka starfsemi. Þá bar félagið nafn kappans en var síð- ar skýrt Girona. Meistaraflokksliði var komið á 2017. Kári Jónsson til Katalóníu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Girona Kári verður ekki í búningi Hauka þegar keppni hefst á ný. ið 2008. Mér fannst þess vegna sjálf- sagt mál að stíga til hliðar og leyfa öðrum að taka við keflinu. Þú þarft að vera tilbúin að fara alla leið og leggja allt í sölurnar þegar þú spilar fyrir land og þjóð.“ Ákvörðun þjálfarans Eins og Rakel bendir sjálf á hefur hún ekki átt fast sæti í liðinu að und- anförnu. „Auðvitað vill maður alltaf spila en á sama tíma þá virðir maður allt- af ákvarðnir þjálfarans. Þú ert með 23 leikmenn í hópnum sem vilja allir spila en þetta snýst fyrst og fremst um að sýna sig og sanna og reyna að koma sér þannig inn í liðið. Í sannleika sagt þá hefur áhuginn aðeins farið dvínandi og drifkraft- urinn sem maður hafði hefur minnk- að. Einu sinni snerist allt um að vera geggjuð í fótbolta en það hefur að- eins breyst og ég er farin að pæla í öðrum hlutum líka.“ Rakel á eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik og stefnir á að taka slaginn með liðinu á komandi keppnistímabili. „Hvenær ég hætti alveg í fótbolta er bara eitthvað sem þarf að koma í ljós. Mér fannst mjög gaman að spila með Breiðabliki í sumar, þetta er flottur hópur þarna og þjálfarinn alveg geggjaður. Núna tekur við langþráð jólafrí hjá manni sem mað- ur er búinn að bíða eftir ansi lengi. Ég ætla þess vegna að njóta þess að vera í fríi áður en maður fer að pæla í næsta sumri. Ég er samn- ingsbundin Breiðabliki og þeir vilja halda mér þannig að stefnan er að spila með liðinu næsta sumar eins og staðan er í dag. Skrítið tímabil Miðjukonan varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í annað sinn í lok október eftir að ákveðið var að hætta keppni á Íslandsmótinu. „Þetta ár var mjög skrítið og það var stórfurðulegt að mæta ekki á fótboltaæfingar á hverjum degi. Maður vissi ekkert hvenær maður mætti mæta á æfingar og maður fylgdi þess vegna bara prógrami frá sjúkraþjálfaranum í Breiðabliki. Það var sérstakt að fá ekki að hitta liðs- félagana sem var öðruvísi líka og maður hafði klárlega meiri frítíma en venjulega. Maður datt í smá sumarfrísgír, eitthvað sem maður hefur aldrei fengið að upplifa, og ég get alveg viðurkennt það að síðasta keppn- istímabil var langt frá því að hafa verið eitthvað sérstaklega skemmti- legt. Ég er eflaust ekki ein um þá skoðun en vonandi breytist þetta eitthvað á næstu mánuðum og við fáum að æfa undir eðlilegum kring- umstæðum. Þá kemst maður vonandi í góðan gír en það verður gott að núllstilla sig aðeins í desember eftir þetta ár,“ bætti Rakel við í samtali við Morg- unblaðið. Sjálfsagt mál að leyfa öðrum að taka við keflinu  Rakel Hönnudóttir hefur lagt landsliðsskóna á hilluna eftir tæplega 13 ára feril Morgunblaðið/Eggert Tækling Rakel gaf aldrei tommu eftir í þeim 103 landsleikjum sem hún lék með íslenska kvennalandsliðinu. Rakel Hönnudóttir » Fæddist 30. desember 1988. » Uppalin hjá Þór/KA á Akur- eyri og lék sinn fyrsta meist- araflokksleik með liðinu árið 2006. » Hefur leikið með Þór/KA og Breiðabliki hér á landi. » Íslandsmeistari með Breiða- bliki 2015 og 2020. » Bikarmeistari með Breiða- bliki 2013 og 2016. » Lék með Bröndby í Dan- mörku, Limhamn Bunkeflo í Svíþjóð og Reading á Englandi á atvinnumannaferli sínum. » Á að baki 103 A-landsleiki og er níunda leikjahæst ásamt Eddu Garðarsdóttur. FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Mér fannst þetta vera góður tíma- punktur að skilja við liðið,“ sagði knattspyrnukonan Rakel Hönnu- dóttir, leikmaður Breiðabliks í úr- valsdeild kvenna, í samtali við Morgunblaðið en hún ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna í gær. Rakel, sem er 31 árs gömul, á að baki 103 A-landsleiki fyrir Ísland þar sem hún hefur skorað þrjú mörk en hún er níunda leikjahæsta lands- liðskona Íslands frá upphafi ásamt Eddu Garðarsdóttur. Rakel var í íslenska landsliðs- hópnum sem mætti Slóvakíu í Senec og Ungverjalandi í Búdapest í loka- leikjum sínum í undankeppni EM á dögunum. Ísland vann báða leikina og tryggði sér sæti í lokakeppni Evr- ópumótsins fjórða skiptið í röð en mótið fer fram á Englandi sumarið 2022. Til stóð að mótið færi fram næsta sumar en því var frestað vegna kórónuveirunnar. Rakel hefur farið á þrjú Evr- ópumót með íslenska liðinu og íhug- aði alvarlega að taka slaginn á fjórða stórmótinu í röð. Of langur tími „Ég var búin að ákveða að leggja landsliðsskóna á hilluna fyrir ein- hverju síðan. Það er engin ein ástæða sem trompar aðra og það er í raun ekkert sem býr að baki þessari ákvörðun. Mér fannst þetta bara komið gott ef svo má segja, sér- staklega eftir að ákveðið var að fresta lokakeppni EM um eitt ár. Ef mótinu hefði ekki verið frestað þá er ég nokkuð viss um að ég hefði tekið eitt ár í viðbót með liðinu en mér fannst tvö ár einfaldlega of langur tími. Vissulega hefði verið gaman að fara á fjórða stórmótið með landsliðinu en af því verður ekki,“ bætti Rakel við en hún á að baki 215 leiki í efstu deild með upp- eldisfélagi sínu Þór/KA og Breiða- bliki þar sem hún hefur skorað 125 mörk. Rakel lék sinn fyrsta landsleik gegn Póllandi á Algarve-mótinu í Portúgal í mars árið 2008, þá 19 ára gömul, en hún er fædd í lok desem- ber. „Mitt hlutverk í landsliðinu hefur minnkað með árunum en ég hef samt sem áður alltaf verið klár þeg- ar kallið kemur. Ég hef alltaf viljað spila og gert allt sem ég get til þess að hjálpa liðinu. Á sama tíma hefur áhugi minn aðeins minnkað líka. Ég fann ekki fyrir sama kraft- inum og viljanum og þegar ég var að stíga mín fyrstu skref með liðinu ár- Þýskaland Hertha Berlín - Union Berlín.................. 3:1 Staðan: Bayern München 9 7 1 1 31:13 22 RB Leipzig 9 6 2 1 18:6 20 Leverkusen 9 5 4 0 16:9 19 Dortmund 9 6 0 3 21:9 18 Wolfsburg 9 4 5 0 14:8 17 Union Berlin 10 4 4 2 22:14 16 Mönchengladbach 9 4 3 2 17:14 15 Augsburg 9 3 3 3 11:12 12 E. Frankfurt 9 2 6 1 14:16 12 Stuttgart 9 2 5 2 17:15 11 Hertha Berlín 10 3 2 5 18:19 11 Werder Bremen 9 2 5 2 13:15 11 Hoffenheim 9 2 3 4 15:16 9 Freiburg 9 1 4 4 10:20 7 Köln 9 1 3 5 10:15 6 Mainz 9 1 2 6 11:22 5 Arminia Bielefeld 9 1 1 7 6:19 4 Schalke 9 0 3 6 6:28 3 B-deild: Düsseldorf - Darmstadt .......................... 3:2  Guðlaugur Victor Pálsson lék ekki með Darmstadt vegna meiðsla. Spánn Athletic Bilbao – Celta Vigo .................... 0:2 Staðan: Real Sociedad 11 7 3 1 22:5 24 Atlético Madrid 9 7 2 0 19:2 23 Villarreal 11 5 5 1 15:11 20 Real Madrid 10 5 2 3 16:12 17 Sevilla 9 5 1 3 12:8 16 Cádiz 11 4 3 4 9:12 15 Barcelona 9 4 2 3 19:9 14 Granada 10 4 2 4 11:17 14 Athletic Bilbao 11 4 1 6 12:12 13 Elche 9 3 4 2 9:10 13 Getafe 10 3 4 3 9:10 13 Eibar 11 3 4 4 8:9 13 Alavés 11 3 4 4 11:13 13 Celta de Vigo 12 3 4 5 13:20 13 Valencia 11 3 3 5 17:17 12 Real Betis 11 4 0 7 12:23 12 Osasuna 10 3 2 5 8:13 11 Real Valladolid 11 2 4 5 11:16 10 Levante 10 1 5 4 10:15 8 Huesca 11 0 7 4 8:17 7 Frakkland Nimes - Marseille ..................................... 0:2 Staðan: París SG 12 8 1 3 30:8 25 Marseille 11 7 3 1 17:9 24 Lille 12 6 5 1 22:8 23 Lyon 12 6 5 1 21:10 23 Mónakó 12 7 2 3 23:16 23 Montpellier 12 7 2 3 21:16 23 Rennes 12 5 4 3 19:16 19 Angers 12 6 1 5 18:22 19 Lens 11 5 3 3 17:18 18 Brest 12 6 0 6 21:23 18 Nice 11 5 2 4 16:15 17 Metz 12 4 4 4 12:11 16 Bordeaux 12 4 4 4 12:13 16 Nantes 12 3 4 5 14:18 13 Saint-Étienne 12 3 2 7 12:20 11 Nîmes 13 3 2 8 11:24 11 Reims 12 2 3 7 16:22 9 Lorient 12 2 2 8 12:22 8 Strasbourg 12 2 1 9 14:24 7 Dijon 12 1 4 7 8:21 7 Danmörk OB - AaB ................................................... 2:1  Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á eftir 78 mínútur hjá OB og jafnaði leikinn mín- útu síðar. Aron Elís Þrándarson var ekki í leikmannahópnum. Staðan: Brøndby 10 7 0 3 21:14 21 Midtjylland 10 6 2 2 17:12 20 SønderjyskE 10 5 3 2 18:13 18 Nordsjælland 10 4 4 2 20:13 16 AaB 11 4 4 3 12:13 16 AGF 10 4 3 3 18:14 15 Vejle 10 4 2 4 17:19 14 OB 11 4 2 5 16:18 14 Randers 10 4 1 5 14:11 13 København 10 4 1 5 18:20 13 Horsens 10 1 3 6 8:18 6 Lyngby 10 0 3 7 10:24 3  EM kvenna í Danmörku A-riðill: Frakkland - Svartfjallaland................. 24:23 Danmörk - Slóvenía.............................. 30:23 C-riðill: Ungverjaland - Króatía ....................... 22:24 Þýskaland B-deild: Gummersbach - Eisenach................... 33:24 Elliði Snær Viðarsson skoraði 2 mörk fyrir Gummersbach og gaf 2 stoðsendingar. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Danmörk SönderjyskE - Ringsted...................... 33:29  Sveinn Jóhannsson skoraði 1 mark fyrir SönderjyskE. Frakkland B-deild: Nice - Massy Essonne.......................... 29:29  Grétar Ari Guðjónsson varði 4 skot í marki Nice. Svíþjóð Alingsås - Guif ..................................... 29:21  Aron Dagur Pálsson leikur með Alings- ås.  Daníel Freyr Ágústsson er markvörður hjá Guif.  

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.